Morgunblaðið - 21.05.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEINIT
LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994 19
Sleppur
Rost-
enkowski?
LÖGFRÆÐINGAR fulltrúa-
deildarþingmannsins Dans
Rostenkowski, sem á yfir höfði
sér málshöfðun vegna spilling-
ar og misnotkunar á almanna-
fé, freista þess að semja við
ákæruvaldið. Hefur verið boð-
ið upp á að Rostenkowski
gangist við hluta ákærunnar
svo hann þurfi ekki að segja
af sér formennsku fjárlaga-
nefndar þingsins. Sé þingmað-
ur ákærður fýrir brot á lögum
sem leitt geta til meira en
tveggja ára fangelsis verður
hann sjálfkrafa að segja af sér
nefndarformennsku.
> *
Afram Italía
eflist
FORZA Ital-
ia, flokkur
Silvios Ber-
lusconis for-
sætisráð-
herra, nýtur
langmests
fylgis þar í
landi og fær
25,7% at-
Berlusconi
kvæða í kosn-
ingum til þings Evrópusam-
bandsins 12. júní samkvæmt
niðurstöðum skoðanakönnun-
ar sem birtar voru í gær. Er
það 4,7% meira fylgi en í þing-
kosningunum í marslok.
Sömuleiðis hefur fylgi við
stjórnarflokkana þijá vaxið úr
42,9% í 47,4%, einkum á
kostnað miðflokka.
N-Kóreu-
menn skipta
um eldsneyti
SUÐUR-Kóreustjórn hvatti
stjórnina í Pyongyang í Norð-
ur-Kóreu í gær til þess að
hætta að fjarlægja notað elds-
neyti úr kjarnakljúfi í Yongby-
on. í trássi við hótanir Samein-
uðu þjóðanna (SÞ) um refsiað-
gerðir hafa Norður-Kóreu-
menn hafist handa við að
skipta um úranstangir án þess
að fulltrúar Alþjóðakjarnorku-
stofnunarinnar (IAEA) væru
viðstaddir.
Muluzi nær
ekki meiri-
hluta
LÍTIÐ vant-
aði á að Lýð-
ræðisfylking
Bakilis
Muluzis
(UDF) næði
meirihluta í
þingkosning-
unum í
Malawi en Muluzi
bráðabirgða-
úrslit voru kynnt í gær. Sam-
kvæmt þeim fær UDF 85
þingsæti af 177, Kongress-
flokkur Kamazu Banda for-
seta (MCP) 56 eða 57 sæti
og Lýðræðissambandið
(AFORD) 35 sæti. Eftir er að
úrskurða um ágreining sem
reis um úrslit í suðurhéraðinu
Nsanje þar sem UDF vann
fyrst tvö sæti en var síðan
sagt hafa tapað þeim.
Manndrápin í Rúanda
„Vorum þjálfuð
til að drepa“
Kabuga. Reuter.
„VIÐ vorum þjálfuð til að drepa,
til að útrýma öllu tútsífólki og
áhangendum þeirra, það var það,
sem foringjarnir í hernum kenndu
okkur,“ sagði Juliana Mukanyarwa-
ya, 36 ára gömul kona af hútúætt-
bálknum í Rúanda. Hún er hún
fangi tútsí-manna ásamt fleiri fyrr-
verandi félögum í dauðasveitum
stjórnarhersins.
Juliana segist aðeins hafa drepið
unglinga og börn og notað til þess
gaddakylfu og hún hefur boðist til
að benda á foringja dauðasveit-
anna, Jean-Baptiste Gatete, sem
hún segir nú vera í Benaco-flótta-
mannabúðunum í Tansaníu. „Ég
harma það, sem ég hef gert, en
mér finnst ég ekki bera ábyrgð á
því. Ég hlýddi bara skipunum og
gat ekki annað gert,“ segir hún.
Höfuðin brotin með
gaddakylfum
Meðal klefafélaga Juliönu er
Moonigaba Mudaheranwa, 16 ára
gamall drengur, sem segist hafa
haft það starf í Kabuga að vísa
hermönnunum á tútsífólkið. „Einn
daginn komu þeir og skutu 400
manns fyrir augunum á mér,“ seg-
ir hann og kveðst viss um, að. allt
tútsífólkið í bænum, 4.000 manns,
hafi verið drepið. „Ég sá konum
nauðgað dögum saman áður en
höfuð þeirra var brotið með gadda-
kylfu, fyrir augun á öðrum var
bundið og þær síðan skotnar að
börnum sínum ásjáandi."
Annar fangi, Joeph Rukwavu,
nærri hálfáttræður að aldri, sagðist
harmað það, sem hann hefði gert.
„Ég iðrast þess frammi fyrir guði
og mönnum, ég skammast mín en
hvað hefðu aðrir gert í mínum spor-
um. Það var ekki um neitt að velja.
Annaðhvort var að taka þátt í morð-
unum eða vera sjálfur drepinn
ásamt fjölskyldunni."
Rueter
Al-Anad í höndum norðanmanna
SVO virðist sem Al-Anad-herstöðin í Suður-Jemen hafi fallið í
hendur hermanna frá Norður-Jemen eftir ákafa bardaga í
nokkra daga. Er hún 40 km fyrir norðan hafnarborgina Aden
og búast má við, að næstu stórátök í styrjöld jemensku ríkjanna
muni standa um hana. Hermaðurinn á myndinni er norður-jem-
enskur og herstöðin í baksýn.
f.’
_
Sparaðu
tilboð
3*700
fcrdalagíð
byrjar!
Laugardag kl. 10-16
Sunnudag lokað
Annar í Hvítasunnu:
Mánudagkl. 13-16
Mikið úrval
af furu-
húsgögnum
Relex-sólstóll