Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Mun sagan
endurtaka sig?
ÞAÐ ER oft haft á
orði að sagan endurtaki
sig. Það ættu stjóm-
málamenn að þekkja
manna best.
Þegar kristni hafði
fest sig í sessi hér á
landi hófust deilur milli
hins veraldlega og
geistlega valds um
hvort guðslög, túlkuð
af erkibiskupi í Niðarósi
og páfanum í Róm, eða
landslög ættu að ráða,
þegar þau greindi á. Á
síðari hluta 12. aldar
gerði kirkjuvaldið kröfu Tómas
til að allir kirkjustaðir son
yrðu eign þess. Þegar ganga átti að
Jóni Loftssyni, höfðingjanum í Odda,
og taka af honum föðurleifð hans
mælti hann þessi fleygu orð, sem
hveiju íslensku skólabami hefur ver-
ið gert að skyldu að þekkja: „Heyra
má ég erkibiskups boðskap, en ráð-
inn er ég í að halda hann að engu
og eigi hygg ég að hann vilji betur
né viti er mínir foreldrar, Sæmundur
hinn fróði og synir hans.“ Það gekk
eftir og málin féllu niður.
Hálfri öld síðar vom dómar Al-
þingis ekki lengur virtir af höfðingj-
um landsins. Þeir hófu þá að skjóta
málum sínum til Noregskonungs, en
kirkjunnar menn til erkibiskups eða
jafnvel páfa. Þar með var Alþingi
orðin marklaus stofnun. Enda vom
lífdagar sjálfstæðis okkar þá senn
taldir.
í Gamla sáttmála var ákvæði um
að íslensk lög myndu gilda í landinu.
Þetta var svikið, því um 20 ámm
seinna kom lögbók (Jónsbók) frá Nor-
egskonungi. Hún hafði verið saman
þar í landi og sniðin eftir norskum
lögum. Lögbókin var síðan staðfest á
Alþingi þrátt fyrir mótmæli.
Er fram liðu stundir hörðnuðu tök
hins erlenda valds. Ömurlegast varð
ástandið á 17. og 18. öld. Alþingi
var aðeins nafnið tómt. Vor hvert
mætti fúlltrúi konungs á Þingvöll
með konungsbréf upp á vasann. Þar
vora birtar tilskipanir konungs í
stóm og smáu. Landsmenn urðu að
kyngja þeim öllum möglunarlaust.
Þegar þeim þótti úr hófi keyra voru
samdar bænaskrár og sendar kon-
ungi. Oftast nær virti hann innihald
þeirra að vettugi. Alþingisdómum var
ýmist áfrýjað til Hæstaréttar í Kaup-
mannahöfn eða á konungs náð, sem
átti síðasta orðið. í stuttu máli:
Landsmenn höfðu glatað löggjafar-
valdi, dómsvaldi og framkvæmda-
valdi. Það var allt komið í hendur
hins erlenda konungsvalds. Þess
gjörðir vom „guðslög".
Á 19. öld tóku landsmenn að krefj-
ast þess að fá yfirráð sinna mála.
Eftir mikla baráttu náðist það mark-
mið að lokum. Stjómarskrá 1874,
innlendur ráðherra 1904, fullveldi
1918, dómsvald (stofnun Hæstarétt-
ar) 1920 og sjálfstæði 1944.
Næstu 60 árin undi þjóðin við sitt.
Hún sætti sig við þau lög, sem Al-
þingi samþykkti, hún sætti sig við
dóma Hæstaréttar og hún sætti sig
við aðgerðir misviturra ríkisstjórna,
þótt umdeildar væm.
Hvernig er viðhorfið nú?
I borginni Strassburg í Þýskalandi
hefur Evrópudómstóllinn aðsetur.
Undanfarin ár hefur það gerst að
menn hafa skotið málum, sem dæmd
hafa verið í Hæstarétti til þessa dóm-
stóls. Dómar hans era óvefengjanleg-
ir. Speki dómaranna virðist vera
komin frá almættinu.
Alþingi hefur því jafnan
bragðið skjótt við og
breytt gildandi íslensk-
um lögum til samræmis
við þá dóma.
Með inngöngu í EES
var samþykkt að gera
lög og reglugerðir ESB
að íslenskum og nú í
vetur hefur Alþingi ver-
ið önnum kafið við að
breyta og laga til í laga-
safni sínu. Fella út þær
„vitleysur" sem þar er
að finna og vom samdar
Einars- af okkar virtustu lög-
fræðingum fyrri ára. Nú
skulu þær strikaðar út en í staðinn
setja „guðslög“ frá Brassel. Síðasta
dæmið eru lögin um girðingar,
gaddavír og vírnet! Við eram sem
Nú er „erkibiskupinn“
sestur að í Brussel og
„páfínn“ í Strassburg,
segir Tómas Einarsson
sem hér skrifar um ís-
land og Evrópumáiin.
sagt að fá nýja og fullkomna „Jóns-
bók“ óskeikula og innblásna.
Nú er „erkibiskupinn" sestur að í
Brassel og „páfínn“ í Strassburg.
Það sem tók Noregskonung 20 ár
að vinna gerist nú á nokkram misser-
um.
Þá er framkvæmdavaldið eftir. Er
allt í lagi þar? Hvenær taka erlendir
lánadrottnar að ókyrrast?
Ef svo heldur fram sem horfir má
spytja í fullri alvöra: Þegar íslenskir
ríkisborgarar era famir að vísa mál-
um sínum til erlends dómsvalds er
þá nokkur þörf á Hæstarétti? Er
hann þá ekki orðinn eins konar ann-
að stjómsýslustig, sem mikið hefur
verið talað um?
Þegar lagabálkar, lög og reglu-
gerðir samin erlendis eru send Al-
þingi og þess jafnframt krafist að
það breyti sínum eigin lögum til sam-
ræmis, er þá nokkur þörf á Alþingi
í þeirri mynd sem það er nú? Má
ekki bara hafa vandað faxtæki í
Alþingishúsinu, er tekur við skeytum
að utan og þýðendur, sem snara efni
þeirra á okkar „ástkæra, ylhýra"
meðan sú tunga verður töluð á Is-
landi?
Era fyrmefndar setningar, eign-
aðar Jóni í Odda, ekki orðnar mark-
leysa ein? Má ekki fella þær burt úr
sögubókunum?
„Hvert er okkar starf í sex hund-
rað sumur?“ spurði Jónas Hallgríms-
son á sinni tíð.
Hvert er okkar starf í fimmtíu ár?
má spyija nú.
Fyrirhugað er að efna til mikillar
þjóðhátíðar á Þingvöllum 17. júní nk.
vegna 50 ára afmælis lýðveldisins.
Þar verða væntanlega mikil veislu-
höld og mikið um dýrðir. Þangað
mun stefnt öllum helstu leiðtogum
þjóðarinnar, erlendum gestum og
fleira stórmenni.
Fróðlegt væri að vita hugsanir
þeirra á þeirri stundu.
Það er íslenskur siður að halda
erfidrykkjur með glæsibrag. Verður
erfi íslenska lýðveldisins drukkið á
Þingvöllum hinn 17. júní nk.?
Höfundur er kennari.
Upplýsingalína Sjálfstæðismanna »120» t
Hringdu núna
áfram Reykjavík \ 3
Jafn réttur
VERKFÖLL era allt-
af slæm en þau eru
hluti af réttindum laun-
þega. Þau eru það afl
sem beita má ef samn-
ingar takst ekki innan
ákveðins tíma.
Það era launþegar
sem leita réttar síns hjá
atvinnurekendum þeg-
ar þeir telja laun sín
hafa dregist aftur úr
öðram stéttum eða er
verðhækkanir hafa
orðið þannig að venju-
legur launþegi getur
ekki lengur lifað af
launum sínum.
Stefnan í launamál-
um iandsmanna hefur veríð sú að
ein laun duga ekki til framfæris
vísitölufjölskyldunnar heldur þurfi
tvær fyrirvinnur.
Þjóðarsátt
Samið er á þjóðarsáttarnótum við
ýmis stéttarfélög með bókunum og
leiðréttingum. Bókanir í síðustu
samningum hjúkrunarfræðinga
kostuðu ríkisspítalana 90 milljónir
í fyrra eða 0,6% af þeim 15 milljörð-
um sem kostar að reka spítalana á
ári.
Meinatæknar vilja halda hina svo-
kölluðu þjóðarsátt í launum en fá
svipaðar leiðréttingar og til að
mynda hjúkrunarfræðingar.
Þjóðarsátt ásamt bókunum, stig-
hækkunum í launaflokka, námsferð-
um og öðram boðuiri undir borðið
teljast varla þjóðarsátt þar sem slík-
ar tilslakanir kosta þjóðarbúið
nokkrar milljónir.
Það er ansi hart ef meinatæknar
eiga að vera blórabögglar þjóðar-
sáttarsamninga ríkisstjórnarinnar
vegna þess eins að þeir
fóru í löglegt verkfall.
Ef samið er á léttu
nótunum undir yfirsk-
ini þjóðarsáttar við
ýmis stéttarfélög er
lágmark að hið sama
gildi fyrir alla opinbera
starfsmenn.
Meðallaun
Meðallaun yfir-
meinatæknis með yfir-
vinnu og vöktum er um
ein og hálf milljón
króna á ári og svarar
það til dagpeninga ráð-
herra án maka í 97
daga.
Þjóðin veit ef til vill ekki að ferða-
lög í hinum opinbera geira kosta
skattborgarana 5,5 milljónir á dag
eða 2 milljarða á ári sem er 13%
af spítalarekstrinum.
Ferðakostnaður hins opinbera í
eitt ár gæti greitt laun þeirra 240
meinatækna sem eru í verkfalli í
rúm 5 ár.
Talið er að 60-70% af rekstrar-
kostnaði spítala séu laun sem eru
þá rúmlega 800 milljónir króna á
mánuði. Laun 240 yfirmeinatækna
era innan við 4% af þessum kostnaði.
Sjúkrahúsin og sanngirni í
launamálum
Stefna stjómvalda í sjúkrahús-
málum er á ábyrgð þingmanna og
ráðherra sem annast þessi mál fyrir
samfélagið.
Síðastliðin ár hafa stjórnvöld lok-
að deildum á spítölum í allt að 4
vikur vegna sumarleyfa. 4ra vikna
lokun eða 4ra vikna verkfall kemur
sér álíka illa við sjúklinga. Það er
stefna stjórnvalda að spara m.a.
Hvaða sanngirni er í því
að meinatæknir með
háskólapróf hafí 68 þús-
und krónur í byrjunar-
laun, spyr Kolbrún S.
Ingólfsdóttir, meina-
tæknir.
með því að þrengja að sjúklingum
og lengja biðlista.
Hver rekstrarvika á spítaia kostar
samfélagið um 300 milljónir eða
svipaða upphæð og ætlunin er að
láta til atvinnuuppbyggingar á Vest-
íjörðum eða árslaun 240 yfirmeina-
tækna.
Bankar hafa tapað sl. 3 ár um
19 milljörðum vegna útlána eða 6
milljörðum árlega sem svarar til 40%
af árlegum rekstrarkostnaði spítal-
anna.
Það er kominn tími til að þjóðar-
sáttarsamningarnir komi heilir og
óskiptir upp á borð stjórnvalda til
allra á sömu nótuin og að feluleikur
með bókanir og tölur hætti þannig
að samsvarandi menntun skili sam-
svarandi launum hvert svo sem
stéttarfélagið er.
Hvaða sanngimi er í því að
meinatæknar með háskólapróf á
sínu sviði fái 68.543 kr. í byrjunar-
laun á mánuði? Yfírmeinatæknir
eftir 15 ára starf fær 93.851 kr.
sem með aukavinnu og 6 næturvökt-
um getur farið upp í 130.000 kr. á
mánuði. Algeng framkvæmda-
stjóralaun í einkageiranum eru um
300-400 þúsund krónur á mánuði
og bankastjórar í Landsbankanum,
sem eru í opinberri þjónustu, fá 800
þúsund krónur til einnar milljónar
króna á mánuði.
Höfundur er meinatæknir.
Kolbrún S.
Ingólfsdóttir
Sérhæfður leikskóli
um málefni nýbúa
Einar Hjörleifsson
Kolbrún
Vigfúsdóttir
FYRIR skömmu
var ákveðið á fundi
borgarstjórnar að
einn af fimm nýjum
leikskólum borgar-
innar myndi sérhæfa
sig í málefnum
nýbúa. Hér verður
leitast við að skýra,
hvað átt er við með
sérhæfðum leikskóla
og segja örlítið frá
tildrögum þessarar
ákvörðunar.
Heitið „sérhæfður
leikskóli um málefni
nýbúa“ vekur sjálf-
sagt upp ýmsar
spumingar hjá þeim,
sem beija það augum. Er til dæmis
ætlunin að safna saman öllum böm-
um, sem falla undir ákveðna skil-
greiningu og veita þeim þjónustu
undir sama þakinu? Er hér einfald-
lega um einangrunarstefnu að ræða?
Tildrög málsins eru þessi: Fyrir
rúmu ári sendi borgarstjóri fyrir-
spurn til dagvistar barna, um það
hvaða úrræði dagvist barna hefði
varðandi börn flóttamanna frá Víet-
nam. Fyrirspumin kom í framhaldi
af sívaxandi umræðu um vandamál
nýbúabama í skólum.
Til að móta stefnu í þessum mái-
um var skipuð nefnd til að gera til-
lögur um úrbætur í málefnum nýbúa
á leikskólum í borginni. í nefndinni
vora auk greinarhöfunda Jóhanna
Einarsdóttir, talmeinafræðingur.
Nefndin setti sér það markmið að
afmarka þann hóp nýbúa sem helst
þyrfti aðstoð á leikskólum borgar-
innar. í grófum dráttum má segja
að miðað sé við börn sem eiga er-
lent foreldri og búa auk þess við
málfarslega einangrun heima. Undir
þessa skilgreiningu falla því bæði
böm sem eiga erlenda foreldra í
báðar ættir og börn sem eru mikið
heima hjá erlendu foreldri sínu, en
eiga líka íslenskt foreldri. Hér er
með öðrum orðum fyrst og fremst
tekið mið af því, hvort barnið býr
við erlent málumhverfi heima.
Hvaða þjónustu þarf að veita
nýbúum í leikskóla?
Fyrst og fremst þarf nýbúinn að
læra mál þess samfélags, sem hann
býr í. Þetta er nauðsynlegt til þess
að hann geti orðið virkur þátttak-
andi í samfélaginu geti ráðið ein-
hveiju um eigin mál. Börn eru yfir-
leitt afar móttækileg fyrir því að
læra nýtt mál og fái þau tækifæri
til að læra það strax á leikskóla-
aldri er líklegt að þau nái á því góðu
valdi og standi betur að vígi þegar
þau byija í grunnskóla.
En það er ekki nóg að sjá um
góða málörvun og reyna að drífa
íslenskulærdóminn af. Reynslan er-
lendis frá bendir eindregið til þess
að leggja þurfi mikla rækt við að
viðhalda því máli sem fólk flytur
með sér til nýs lands. Einnig þarf
að veita nýjum Islendingum tæki-
færi til þess að viðhalda sinni eigin
menningu um leið og þeim býðst að
laga sig að nýjum menningarheimi.
Á grundvelli þessara markmiða
gerði nefndin m.a. þær tillögur að
komið yrði á fót sérhæfðum leik-
skóla í málefnum nýbúa.
Eftir umfjöllun í stjórn dagvistar
Á Lindarborg er ætlunin
að vinna markvisst þró-
unarstarf í málefnum
nýbúa, segja Einar
Hjörleifsson og Kol-
brún Vigfúsdóttir.
barna samþykkti borgarstjórn síðan
á fundi sínum 7. febrúar 1994, að
leikskólanum Lindarborg við Lind-
argötu yrði falið þetta verkefni.
Á Lindarborg er ætlunin að
vinna markvisst þróunarstarf í
málefnum nýbúa. Ætlunin er að
safna efni og þekkingu á þörfum
nýbúabarna og hvernig hægt er
að uppfylla þær sem best.
Á þessum sérhæfða leikskóla verði
þróaðar aðferðir við að kenna nýbúum
íslensku og reynt að meta, á hvem
hátt má standa að aðlögun þeirra að
íslensku samfélagi og viðhalda jafn-
framt tengslum þeirra við þá menn-
ingu, sem þeir era sprottnir úr. Á leik-
skólanum mætti til dæmis byggja upp
gagnasafn um menningu annarra
þjóða, með sérstakri áherslu á þá
hópa, sem fjölmennastir eru á íslandi.
Þeirri vinnu og þekkingu, sem
aflað er á leikskólanum, verður síðan
miðlað til annarra leikskóla, þeim
til halds og trausts í daglegu starfi
með börnum nýbúa.
Rétt er að taka fram að börn
nýbúa verða að sjálfsögðu áfram
vistuð á leikskólum vítt og breitt um
borgina eftir búsetu þeirra og óskum
foreldra.
íslenskt þjóðfélag hefur hingað
til verið eitthvert einsleitasta þjóð-
félag sem finnst á norðurhveli jarð-
ar. Hlutfall aðfluttra er með því
lægsta sem þekkist. Þetta er óðum
að breytast og við íslendingar verð-
um að takast á við það verkefni að
bjóða nýjum íbúum þessa lands upp
á sömu skilyrði og þau sem við, af-
komendur Norðmanna og Ira, höfum
búið okkur.
Einar Hjöríeifsson er
s&lfræðingur og Kolbrún
Vigfúsdóttir er umsjónarfóstrn.
Bæði starfa bjá dagvist barna í
Reykjavík.