Morgunblaðið - 21.05.1994, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 21. MAÍ1994 25
BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNIIMGAR 28. MAÍ
Efndir kosningaloforða
EITT af kosninga-
loforðum sjálfstæðis-
manna fyrir síðustu
borgarstjómarkosn-
ingar var að hefja
framkvæmdir við 2.
áfanga Nesjavalla-
virkjunar. 1. áfangi
virkjunarinnar, um
100 MW, var tekinn í
notkun sumarið 1990.
I kjölfarið var hafist
handa við 2. áfanga
og em afköst tengdra
hola nú um 140 MW.
Það vekur því athygli
að á framboðsfundi,
sem útvarpað var frá
sl. laugardag skyldi Sigrún Magn-
úsdóttir, oddviti R-listans og póli-
tískur verkstjóri að eigin sögn,
halda því fram að sjálfstæðismenn
hefðu ekki staðið
við það kosninga-
loforð að hefja
framkvæmdir við
2. áfanga virkj-
unarinnar. Þetta
er þeim mum
merkilegra vegna
þess að Sigrún
Magnúsdóttir
hefur setið í
stjórn veitustofn-
ana síðan 1990
og ætti að vita
betur.
Skuldlaus
fyrirtæki
Eigið fé Hita-
veitu, Vatnsveitu
og Rafmagns-
veitu Reykjavík-
ur er nú hátt á fjórða
tug milljarða króna
samtals. Langtíma-
skuldir fyrirtækjanna
þriggja eru svo til eng-
ar. I haust verður
greitt upp lán, sem
Hitaveitan tók vegna
framkvæmda. Hita-
veitan er því skuldlaus
nú aðeins þremur
árum eftir eitt mesta
framkvæmdatímabil í
sögu hennar.
Afkoma
Guðrún Zoega Öll greiða veitufyr-
irtækin afgjald í borg-
arsjóð. Þegar það hefur verið greitt
var afkoman mismunandi á síðasta
ári. Vatnsveitan skilaði góðum
hagnaði, en hagnaður Rafmagn-
VIRKJUNIN á Nesjavöllum.
Eigið fé Hitaveitu,
Vatnsveitu og Raf-
magnsveitu Reykjavík-
ur er nú hátt á fjórða
tug milljarða, segir
Guðrún Zoega, en
langtímaskuldir svo til
engar.
sveitunnar, eftir afgjaldið, var 34
milljónir kr. og Hitaveitunnar um
50 milljónir kr. Afkoman var betri
í fyrra en árið 1992, þegar bæði
Rafmagnsveitan, en þó einkum
Hitaveitan vora reknar með nokkr-
um halla. Það er
þess vegna því
miður ekki rétt að
„Hitaveitan græði
á tá og fingri".
Það breytir samt
ekki því að öll eru
þessi fyrirtæki
mjög sterk Qár-
hagslega. í fram-
tíðinni ber að
stefna að því að
lækka rekstrar-
kostnað, svo að
hægt verði að
halda áfram að
lækka orkuverð.
Höfundur er
borgarfulltrúi og
skipar 6. sætiðá
D-lista íReykjavík.
VIÐ MEGUM ekki
missa Arna Sigfússon
úr borgarstjórastarf-
inu.
Við sneiðum hjá
þrasi og þrætum,
stendur skrifað í góðri
bóki. Það er ekki létt
að sitja hlutlaus hjá
þegar svo mikið er í
húfi fyrir borgina okk-
ar fallegu og góðu,
Reykjavik, sem talin
er í fremstu röð heims-
borga, hvað snertir
menningu og aðhlynn-
ingu íbúanna.
Undir stjórn Sjálf-
stæðisflokksins lengst af, hefur
þessi yndislega borg dafnað vel.
Það er létt verk að koma með
aðfinnsiur og enginn gerir svo öll-
um líki. Maður er nú orðinn leiður
á tuggunni um Perl-
una og ráðhúsið og
deila má um fegurð
þeirra, en vart trúi ég
að útlendingur komi
til landsins án þess að
hrífast af þessum
byggingum ásamt
Hailgrímskirkju, sem
var mjög umdeild á
sínum tíma.
Reykjavík er talin
mjög efnuð borg, hún
þarf ekki að vera lág-
kúruleg og hefur aldr-
ei verið. Við höfum
efni á að fegra borgina
okkar kæru, það þýðir
ekki að við vanrækjum þjónustu
við dýrmætustu eign okkar, börnin
og æskufólkið. Hér er hlúð að
ungviðinu betur en víðast annars
staðar í heiminum. Og þrátt fyrir
Við höfum það gott í
Reykjavík, segir Lóa
Konráðs og vill ekki
láta sundurlausan
flokkstæting skemma
það.
allar árásirnar á sjúkra- og elli-
þjónustu í landinu er hún með því
besta sem þekkist.
Látum ekki einhvern sundur-
lausan flokkstæting skemma þetta
fyrir okkur. Við höfum það svo
gott í Reykjavík, tökum ekki
áhættuna á að hér breytist til hins
verra. Við erum svo lánsöm að eiga
völ á dugnaðar- og öðlingsmannin-
um Arna Sigfússyni í borgarstjóra-
stöðuna áfram. Getið þið bent á
nokkurn frambærilegri?
Höfundur stundaði
vevslunarrekstur.
Til sigiirs með Áma
Lóa Konráðs
Að breyta er nauð-
syn fyrir lýðræðið
EKKI alls fyrir
löngu var ég að ræða
við gamlan vin minn
um borgarstjórnar-
kosningarnar í Reykja-
vík. Hann hefur ávallt
verið tryggur sjálf-
stæðismaður en ég hef
alltaf verið á vinstri
væng stjórnmálanna,
einkum í Alþýðubanda-
laginu. Hann styður
auðvitað D-listann í
kosningunum sem
framundan eru en ég
R-listann. Við erum oft
búnir að þrasa um
stjórnmál án þess að
breyta sjónarmiðum hins og við við-
urkennum báðir grundvallarfor-
sendurnar fyrir afstöðu okkar:
Hann styður D-listann af því að
hann er sjálfstæðismaður, ég styð
R-listann af því að ég er ekki sjálf-
stæðismaður. En við ákváðum samt
að reyna hve langt við gætum kom-
ist með nýjum málefnaáherslum;
gæti annar komið með einhver rök
sem gætu fengið hinn til að skipta
um skoðun í kosningunum?
Meginrök viðmælanda míns voru
þessi: Sjáifstæðisflokkurinn hefur
verið svo lengi við völd í Reykjavík
að embættiskerfi borgarinnar getur
ekki með góðu móti unnið með öðr-
um flokki. Þetta tvennt væri sam-
tvinnað. Saman ynnu stjórnmála-
menn Sjálfstæðisflokksins og emb-
ættismenn borgarinnar ágætlega
og af sæmilegri sanngirni öllum til
heilla eins og dæmin sönnuðu.
Meginrök mín voru Þessi: Það
er nauðsynlegt fyrir lýðræðið að
öðru hveiju sé skipt um valdahafa
í Reykjavíkurborg. Allt annað getur
boðið heim óeðlilegri fyrirgreiðslu
við einkavini valdsmanna og sam-
runa embættiskerfis og valda-
flokks.
Okkur varð báðum ljóst að í raun
og veru vorum við að fjalla um
sama hlut: Er æskilegt (eða óhætt)
að breyta núverandi valdakerfi
Reykjavíkurborgar? Það var auðvit-
að einnig ljóst að afstaða okkar tii
vaidakerfisins mótaðist af því í
hvaða flokkum við vorum; annar
vildi viðhalda valdakerfi Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík m.a. vegna
óvissunnar um hvað annars myndi
taka við; hinn vildi afnema þetta
kerfi mest vegna andstöðunnar við
flokkinn þótt mikilvæg viðbótarrök
fælust í hugmýndinni
um íjölhyggju lýðræð-
isins.
Lengra komumst við
ekki en eitthvað fékk
ég að heyra að ég vildi
breytingu breytingar-
innar vegna. Ég mælti
ekki á móti því. Það
stríddi mjög gegn öllum
grundvallaratriðum í
hugmyndafræði minni
að sami flokkur væri
við völd í fjölmennu
byggðarlagi í 60 ár.
Margir hafa sagt
D-listanum til stuðning
að R-listafólk vildi
fyrst og fremst breytingu breyting-
anna vegna og það væri hið versta
mál. En að skipta öðru hvetju um
valdhafa er nauðsynlegt fyrir fram-
gang lýðræðisins.
Þetta er mikilvægasta röksemdin
fyrir stuðningi mínum við R-listann.
Að skipta öðru hverju
um valdhafa er nauð-
synlegt, segir Gísli
Gunnarsson, og það er
meginröksemd hans
fyrir stuðningi við R-
listann.
Annað vegur auðvitað líka þungt.
Til dæmis tel ég að fjármálastjórn
borgarinnar hafi verið slæm undan-
farin ár: Að safna skuldum í góð-
æri til að byggja glæsileg hús likt
og gerðist 1988-1991 er slæm
stefna að mati rnínu. Enn fremur
svíður mér að sjá hve lítið tillit
hefur verið tekið til hjólreiðafólks
við skipulagningu borgat'innar á
undanförnum árum; samanburður
við borgir erlendis er í þessum efn-
um mjög óhagstæður Reykjavík.
En grundvallaratriðið er nauðsyn
þess að breyta öðru hvetju um vald-
hafa. Það er engu embættismanna-
kerfi hollt að tengjast mjög aðeins
einum flokki. Það er engum stjórn-
málaflokki hollt að verða fyrst og
fremst valdaflokkur, valdsins sjálfs
vegna.
Höfundur erdósen t í sagnfræði
við Háskóla íslands.
Gísli Gunnarsson
Blab allra landsmanna!
- kjarni málsins!
P Áfram með Árna
Guðmundur Bergmann
húsasmíðameistari
Inga Hrönn Þórhallsdóttir
húsmóðir
Guðrún Jóhannsdóttir
deildarstjóri hjá Flugleiðunt
Jón Bergmundsson
rafmagnsverkfræðingur
Ólafur Bjarnason
háls- nef og eyrnalæknir