Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
BORGAR- OG SVEITARSTJÓRIMARKOSIMINGARNAR 28. MAÍ
Lýðræðið og R-listinn
í BLAÐI R-listans,
sem dreift hefur verið
til Reykvíkinga, eru
kynnt rök nokkurra
stuðningsmanna listans
fyrir ákvörðun þeirra
um stuðning við hann.
Athygli vekur, hve
margir bera lýðræðis-
ástina fyrir sig eða hitt,
að í Reykjavík þurfí
breytingu breytingar-
innar vegna.
í Morgunblaðsgrein
hinn 25. maí svarar
Bjarni P. Magnússon,
fyrrverandi borgarfull-
trúi Alþýðuflokksins í
Reykjavík, síðari rök-
semdinni með skýrum hætti: Hann
telur enga ástæðu til að breyta í
Reykjavík, borginni hafí verið vei
stjórnað af sjálfstæðismönnum og
leggur D-listanum liðsinni sitt. Hið
sama gerir Egill Skúli Ingibergsson
verkfræðingur, sem var var borgar-
stjóri vinstri flokkanna í Reykjavík
á árunum 1978-1982. Hann kynnt-
ist því þá betur en nokkur annar,
hvernig samstarfi vinstri manna um
stjórn Reykjavíkurborgar var háttað.
Egill Skúii sér enga ástæðu til breyt-
ingar við stjórn Reykjavíkur og lýsir
stuðningi við Árna Sigfússon, borg-
arstjóra og efsta mann D-listans.
Sterkari andmæli gegn þessari höf-
uðröksemd R-listans
gátu stuðningsmenn
D-listans tæplega feng-
ið en frá þessum tveim-
ur mönnum.
Alræðiskenningin
í fyrrgreindu blaði
R-listans kemst Árni
Indriðason, mennta-
skólakennari í sögu,
meðal annars þannig
að orði: „Alræðisvald
eins flokks áratugum
saman í stærsta og
mikilvægasta sveitarfé-
lagi landsins er hættu-
legt lýðræðinu. Sagan
sýnir og sannar að slíkt
býður spillingu heim ..." Hér er fast
að orði kveðið en þó í sama dúr og
borgarastjóraefni R-listans, sem hélt
af stað í kosningaslaginn með það
á vörunum, að hálfsovéskt stjórn-
kerfí væri í Reykjavík, af því að sjálf-
stæðismenn hefðu þar meirihluta,
og nauðsynlegt væri að aftengja en
þó ekki afhausa embættismenn
borgarstjórnar Reykjavíkur.
Ef sögukennarinn lítur þannig á,
að stjómarhættir í Reykjavík, þar
sem kjósendur ganga að kjörborði á
fjögurra ára fresti og velja sér
stjórnendur, séu sambærilegir við
það, sem tíðkaðist í alræðiskerfi
kommúnistaríkjanna, er hann áreið-
anlega ófær um að gefa nemendum
sínum rétta mynd af stjórnarháttum
í þessum ríkjum. Er með óiíkindum,
hve langt R-listamenn ganga í af-
bökun staðreynda í málflutningi sín-
um. Varia getur menntaskólakenn-
ari í sögu verið þeirrar skoðunar,
sem birtist í þessu áróðurssvari hans
í kosningablaði R-listans?
Framboð ráðin
Þegar lesnar eru frásagnir fjöl-
miðla af undirbúningi undir framboð
R-listans kemur í ljós, að þau ráð
voru ráðin af fámennum hópi, sem
síðan setti veikburða flokksbroddum
fjórflokksins á bakvið R-listann úr-
slitakosti. Voru þeir þar fremstir í
flokki Svavar Gestsson Alþýðu-
bandalagi og Páll Pétursson og Finn-
ur Ingólfsson Framsóknarflokki.
Samband við Alþýðuflokk og
Kvennalista var næsta óskipulagt,
enda alþýðuflokksmenn í Reykjavík
margklofnir og Kvennalistinn hefur
helst hampað flokkslegu skipulags-
leysi sínu. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir var ekki í þessu ráðabruggi
en nafni hennar var hampað og hún
kunni upphefðinni ekki illa, þvert á
ræður hennar um að slíkt sameining-
arbrölt væri ekki að skapi Kvenna-
listans og væri í raun ekki annað
en tískubylgja. Þegar Árni Sigfússon
tók við störfum borgarstjóra af
Markúsi Erni Antonssyni um miðjan
Björn Bjarnason
Kortér í þijú!
FLESTAR konur á
mínum aldri og yngri
kannast eflaust við
þann flokk manna sem
nefndur hefur verið
„kortér í þijú-gæjar“.
Hér er um að ræða þá
karlmenn sem stunda
það á skemmtistöðun-
um að fara á stúfana
kortéri fyrir lokun og
reyna við alit kvenkyns,
með það fyrir augum
að ná sér í konu til að
sofa hjá eina nótt og
gleyma henni síðan
daginn eftir. Þessir
menn hugsa um það
eitt að svala eigin hvöt-
um en bera enga virð-
ingu fyrir konunum sem þeir eru að
reyna að fá upp í rúm til sín.
Svona hagar Sjálfstæðisflokkur-
inn í Reykjavík sér núna. Hann átt-
ar sig á því rétt fyrir kosningar að
hann á engan séns og
tjaldar því öllu sem til
er í örvæntingarfullri
baráttu sinni fyrir því
að fá kjósendur til fylgi-
lags við sig. Hvert mál-
ið á fætur öðru, sem
minnihlutaflokkarnir
hafa barist fyrir og
engan hljómgrunn hafa
fengið hjá meirihlutan-
um, er nú allt í einu
orðið sérstakt baráttu-
mál Sjálfstæðisflokks-
ins. Einsetinn skóli,
unglingafargjöld í
strætó, fleiri gjalddagar
fasteignagjalda - þetta
er allt í einu ekkert mál!
En við kjósendur vit-
um að Sjálfstæðisflokkurinn í
Reykjavík ber enga virðingu fyrir
borgarbúum. Hann reynir við kjós-
endur til að þeir „sofi hjá honum
eina nótt“, en hvað gerist eftir kosn-
Guðrún
Rögnvaldardóttir
Sýnum sjálfum okkar
virðingu, segír Guðrún
Rögnvaldardóttir,
höfnum Sjálfstæðis-
flokknum.
ingar? Hvað gerist miili kosninga?
Hefur verið hlustað á borgarbúa í
mikilsverðum málum? Nú er Sjálf-
stæðisflokkurinn í Reykjavík allt í
einu ekkert nema eyrun og heyrir
allt sem hann hefur ekki viljað heyra
- er þetta trúverðugt?
„Kortér í þijú-gæjunum“ verður
ekki mikið ágengt í sínum tilburðum
á skemmtistöðunum. Konur sem
bera virðingu fyrir sjálfum sér hafna
slíkum gæjum. Sýnum nú að við
berum virðingu fyrir okkur sjálfum
- fyrir atkvæðinu okkar. Höfnum
Sjálfstæðisflokknum í kosningunum
á laugardaginn!
Höfundur er verkfræðingur og
stuðningsmaður
Reykja víkurlistans.
Sýnum kjark og grípum
einstakt tækifæri
AÐALÁSTÆÐA
þess að við Reykvík-
ingar höfum búið við
alræði eins flokks í
næstum samfelld sex-
tíu ár er sú að okkur
hefur vantað skýra
valkosti. Andspænis
valdaflokknum hefur
aldrei staðið ákveðin
hreyfing með ákveðna
forystu eða klár fyrir-
heit um hvað hún
hygðist fyrir eftir
kosningarnar. Margir
þeirra sem ekki hafa
verið spenntir fyrir
óslitinni setu Sjálf-
stæðisflokksins i
valdastólunum, hafa átt erfitt með
að treysta því fyrirfram að eitthvað
yrði úr samstarfi hinna flokkanna
þegar til ætti að taka, og mörgum
hefur líka óað við þeirri staðreynd
að dijúgur hluti atkvæða sem falla
á smáflokka nýtist ekki, enda hefur
bara sú staðreynd ein margoft
forðað íhaldinu frá falli; því hefur
þá dugað minnihluti atkvæða einsog
sýnt var með tölum hér
i Morgunblaðinu á dög-
unum.
Þessvegna fékk
framboð Reykjavíkur-
listans samstundis
mikinn hljómgrunn
meðal borgarbúa.
Kjósendur, lika þeir
sem oft hafa kosið
Sjálfstæðisflokkinn af
því þeir hafa ekki
fundið annan kost, sáu
að nú var lag; einn listi
með klár fyrirheit,
borgarstjóraefni sem
unnið hefur sér traust
og virðingu fyrir mál-
flutning sinn og störf
bæði í borgarstjórn og á Alþingi,
og engum atkvæðum kastað á glæ.
Við höfum svo á undanförnum
dögum séð það gerast sem alltaf
gildir í öllum heimsins kosningum,
að fólk sem er í vafa fer að bresta
kjarkur, það veit hvað það hefur
af góðu eða illu en óttast breyting-
ar, það hvarflar að því hvort ekki
sé öruggast að kjósa þá valdhafa
Sjálfstæðismenn eru
alltaf að dubba upp nýja
borgarstjóra, segir Ein-
ar Kárason, en okkar
einstæða tækifæri er
Ingibjörg Sólrún.
sem það þekkir. Kannski ræður
þetta fólk úrslitum. En því góða
fólki vii ég benda á að þótt Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi iengi verið
til, þá er Reykjavíkurlistinn val-
kostur sem býðst kannski aldrei
aftur ef illa fer. Sjálfstæðismenn
eru alltaf að dubba upp nýja borg-
arstjóra; við höfum séð þá þrjá á
aðeins fjórum árum, en Ingibjörg
Sólrún er í baráttusætinu og við
megum ekki missa af þessu ein-
stæða tækifæri til að leyfa henni
að sýna hvað hún getur.
Höfundur er rithöfundur.
Einar Kárason
Kenningu R-listans um
breytingu breytingar-
innar vegna hefur verið
hafnað með eftirminni-
legum hætti, segir
Björn Bjarnason, og
telur að fullyrðingarnar
um sérstaka lýðræðisást
R-listans eigi ekki við
nein rök að styðjast.
mars síðastliðinn tilkynnti Ingibjörg
Sólrún framboð sitt í beinni útsend-
ingu.
Þetta er rifjað hér upp til að minna
á, að síður en svo var lýðræðislega
staðið að framboði R-listans. Fá-
mennar klíkur innan fjögurra flokka
notuðu skoðanakannanir til að knýja
á um framboðið, veikir innviðir
flokkanna réðu síðan úrslitum um
að ákveðið var að nota „patentlausn-
ina“. Pólitísk markmið þeirra sem
að framboðinu standa eru jafnólík
og áður, fyrir þremur af fjórum
flokkunum vakir ekki síst að gera
út af við Kvennalistann. Enginn veit
í raun, hvernig verður staðið að töku
póltískra ákvarðana um stjórn
Reykjavíkur, ef R-listinn nær þar
meirihluta. Talið um samvirka for-
ystu og stjórn með fólkinu er eins
og bergmál frá hinum sannkölluðu
alræðisstjórnum.
Séu þessar aðfarir allar bornar
saman við það, hvernig sjálfstæðis-
menn stóðu að ákvörðunum um
framboð sitt á grundvelli fjölmenns
prófkjörs, er ekki um að villast, hvor
keppinautanna á sér traustari lýð-
ræðislegar forsendur. Að telja það
andlýðræðislegt, að kjósendur vilji
styrka stjórn sjálfstæðismanna í
Reykjavík, er auðvitað út í hött.
Lýðræðisástin
Um áratugaskeið studdi Alþýðu-
bandalagið og forverar þess þau
stjórnmálaöfl á heimsvísu, sem virtu
rétt borgaranna einskis og hundsuðu
ætíð lýðræðislega stjórnarhætti. Það
fer þeim illa, sem lagt hafa Alþýðu-
bandalaginu lið, að saka sjálfstæðis-
menn um ólýðræðislega stjórnar-
hætti.
Kvennalistinn hefur fylgt þeirri
stefnu að banna karlmönnum setu
á framboðslistum sínum. Listinn
hefur raunar ekki viljað annan opin-
beran stuðning frá körlum en at-
kvæði þeirra á kjördag. Hvaða lýð-
ræðislega mælistiku, sem menn
nota, falla slíkir starfshættir utan
hennar.
Efsti maður R-listans í Reykjavík
er Sigrún Magnúsdóttir Framsókn-
arflokki og verðandi formaður borg-
arstjórnarflokks R-listans. Lýðræð-
isást hennar birtist meðal annars í
því, að hún sér ekkert athugavert
við það, þótt atkvæði Reykvíkinga
vegi minna í þingkosningum en at-
kvæði annarra landsmanna. Hún
vill ekki jafnan atkvæðisrétt!
Stjórnmálaöflin, sem hér hefur
verið lýst, eru meginstoðir R-listans.
Að líta á það sem sérstakan stuðning
við lýðræðið að leiða þau til meiri-
hlutavalda í Reykjavík er síður en
svo rökrétt.
Þeir sem vilja styrka lýðræðis-
stjórn í Reykjavík þurfa ekki á R-list-
anum að halda. Sjálfstæðisflokk-
urinn er öflugasta lýðræðisaflið í
landinu. Brautargengi hans í kom-
andi kosningum er best til þess fall-
ið að styrkja stoðir lýðræðisins.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hvað verður
um Reykja-
víkurflugvöll?
EKKI hefur borið á
umræðu um framtíð
Reykj avíkurflugvallar
fyrir þessar kosningar
enda hefur R-listinn
sjennilega talið rétt að
minnast ekki á fyrri
umræður í borgarstjóm
og skoðanir R-lista-
manna við afgreiðslu
skipulags Reykjavíkur,
en það kemur til endur-
skoðunar árlega.
Þar hefur komið
fram hjá Ingibjörgu
Sólrúnu, Guðrúnu Ág-
ústsdóttur og Alfreð
Þorsteinssyni að leggja
bæri niður flugvöllinn
og flytja allt innanlandsflug til Kefla-
víkur. Þetta væri svo gott bygginga-
svæði, sem að vísu er rétt, en byggð-
in myndi fljótt menga Vatnsmýrina
og afrennslið í Tjörnina svo ekki sé
talað um fuglalífið sem dafnar vel
núna.
Þessir fulltrúar R-listans gæta
þess ekki að Reykjavíkurflugvöllur
og starfsemi í kringum hann er eitt
stærsta atvinnusvæði í Reykjavík því
þar starfa um 1.000 manns á vegum
ýmissa aðila þar sem rekstur er að
mestu háður flugvellinum. Ekki
myndi það minnka atvinnuleysi að
flytja þessa starfsemi úr borginni.
Og ekki er þetta hagkvæmt fyrir
alla þá mörgu íbúa hinna dreifðu
byggða, sem oft þurfa að bregða
skjótt við þegar flug er mögulegt
vegna veðurs eða annarra slíkra at-
riða. Þá er betra að ekki sé langt til
flugvallarins.
Þetta eru því augljósir hagsmunir,
bæði landsbyggðarmanna og Reyk-
víkinga, hvort sem þeir starfa við
flugvöllinn eða óbeint hafa hag af
viðskiptum þar.
Ingibjörg Sólrún hefur lagt
áherslu á að ekkert
megi gera eða lagfæra
þama sem „festi“ flug-
völlinn þar sem hann er.
Guðrún Ágústsdóttir
hefur verið algjörlega á
móti flugvellinum og
Alfreð Þorsteinsson sér
þá einu leið að byggja
einteinungsbraut suður
í Keflavík eins og þeir
gera í Tókýó fyrir millj-
ónir manna.
Ég tel að það sé mik-
ið hagsmunamál Reyk-
víkinga að flugvöllurinn
sé efldur og betur búið
að starfsemi þar.
Starfsmenn ættu marg-
ir langa leið til Keflavíkur annars.
Reykjavíkurflugvöllur og starfsemin
þar er einn stærsti vinnustaður í
borginni og þar er möguleiki að veita
Það eru augljósir hags-
munir Reykvíkinga,
segir Páll Gíslason, að
búa að nálægum flug-
velli fyrir innanlands-
flugið, sem er vinnu-
svæði langleiðina í þús-
und manns.
bestu þjónustu fyrir innanlandsflug
sem vissulega er oft erfitt vegna
veðurs og færðar.
Það má því ekki gerast að R-lista-
fólkið hafi úrslitaáhrif á framtíð flug-
vallar í Reykjavík.
Höfundur eryfirlæknir og
borgarfulltrúi.
Páll Gíslason