Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ1994 37
BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 28. MAÍ
Skipulags-
mistök í miðbæ
Garðabæjar
FYRSTU tillögur að
miðbæ í Garðabæ voru
gerðar fyrir u.þ.b. 20
árum. Samkvæmt til-
lögunni var verslunar-
kjami meðfram Vífils-
staðavegi og allt versl-
unarsvæðið ásamt
gönguleiðum yfirbyggt.
Hótel var fyrirhugað á
því svæði þar sem
Hrísmóamir eru núna.
Engar umsóknir bámst
bænum um að byggja
samkvæmt þessu skipu-
lagi og frumkvæði bæj-
aryfirvalda var ekkert.
Skipulaginu var þá
breytt og hefur sú
stefna ríkt hjá bæjaiyfirvöldum að
láta skoðanir og hagsmuni byggjenda
hveiju sinni ráða þar mestu.
Húsnæði fyrir stórmarkað var
byggt og við göngugötuna komu þjón-
ustufyrirtæki. Síðan var skrifstofu og
bankahúsi klesst þar fyrir framan og
hætt við yfírbyggingu göngugötunn-
ar. íbúðablokkir vom byggðar norðan
verslunarlq'amans í Hrísmóunum.
Erfíðlega hefur gengið að reka
verslanir í miðbænum og kenna flest-
ir skipulaginu um. Svæðið er óaðlað-
andi og skipulagið gengur þvert á
viðurkennd vinnubrögð við skipulag
miðbæjarsvæða.
Þrengt að kirkjunni
Miklar deilur vom á sínum tíma
um staðsetningu húsa fyrir aldraða.
Bæjarfulltrúar Alþýðubandalags og
Framsóknar vildu byggja á svæði
neðan Lundahverfís milli leikskólans
Kirkjubóls og Vífílsstaðavegar. Bæj-
arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sam-
þykktu hins vegar núverandi stað-
setningu húsa aldraðra, en þar átti
m.a. að vera skrúðgarður samkvæmt
skipulagi bæjarins. Eins og flestir sáu
fyrir var þetta erfíð byggingarlóð og
urðu íbúðimar af þeim ástæðum rán-
dýrar, þótt traustur og ódýr verktaki
byggði húsin. Húsin
þrengja einnig verulega
að kirkjunni.
Enn aukið á
óskapnaðinn
Eins og bæjarbúar
hafa eflaust tekið eftir
er að rísa nýtt hús í
austanverðum miðbæn-
um. Þetta hús er orðið
eitt aðalumræðuefni
bæjarbúa. Húsið er með
slíkum ósköpum gert
að fólk rekur í roga-
stans. Turninn gnæfir
við himin og er í full-
komnu ósamræmi við
allar aðrar byggingar í
nágrenninu. Ofan á hann á eftir að
koma turnspíra yfir 20 metrar á
hæð. í baksýn er turn Vídalínskirkju
eins og peð, eða það sem af honum
sést. Byggingin skyggir á útsýni íbúa
í húsum aldraðra við Kirkjulund, og
efast margir um að þeir sem þar
keyptu íbúðir hafí verið upplýstir
nægilega um hvernig framtíðar-
skipulaginu væri háttað.
Lítið selst af húsnæðinu
Fyrsti hluti húsnæðisins hefur nú
verið á annað ár í byggingu og orð-
inn fokheldur, en sáralítið hefur selst.
Bæjarstjóður hefur keypt eina hæð
undir bæjarskirfstofumar og félags-
málastofnun. íslandsbanki verður á
fyrstu hæðinni, auk þess hárgreiðslu-
stofan Rún, en lítil hreyfing hefur
verið á öðmm hlutum hússins. Verði
ekki veruleg breyting á em því allar
líkur til þess að byggingarfram-
kvæmdir stöðvist eða verktakinn sitji
uppi með stóran hluta af húsinu
óseldan. Eins og oft áður þegar lítil
forsjá er við framkvæmdir leita
„einkaframtaksmenn“ á náðir ríkis-
ins. Því er nú sótt fast á heilbrigðis-
ráðuneytið að fá heimild til að kaupa
húsnæði fyrir heilsugæsluna í húsi
Álftáróss.
Hilmar Ingólfsson
Sótt um bæjarábyrgð
Þann 24. febrúar sl. barst bæjar-
stjórn bréf frá Álftárósi, sem er
byggingaraðili hússins, um að bær-
inn ábyrgðist lán sem fyrirtækið
hyggst taka vegna bygginarfram-
kvæmda í miðbænum. Erindi þessu
var hafnað, enda ekki fýsilegt fyrir
sjálfstæðismenn að leggja í kosn-
ingabaráttu með slíkt mál í fartesk-
inu. Óvíst er hvernig verður fjallað
um þetta mál að loknum kosningum.
Yfirbygging göngugötunnar
Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosn-
ingar lofuðu sjálfstæðismenn að
bærinn myndi byggja yfir göngugöt-
una í miðbænum í samvinriu við hús-
eigendur þar.
Þetta loforð hefur verið svikið.
Nú dreifa þeir enn í hús í Garðabæ
Sjálfstæðismenn í
Garðabæ flagga nú
teikningum af yfir-
byggðri göngugötu,
segir Hilmar Ingólfs-
son, sem staðhæfir, að
sama loforð hafi verið
gefið fyrir síðustu kosn-
ingar - en ekki efnt.
teikningum af yfirbyggðri göngu-
götu, og sjálfsagt trúa einhveijir að
alvara búi að baki, jafnvel þó sjálf-
stæðismenn hafí flaggað ámóta yfír-
byggingum allt frá árinu 1974. Er
ekki mál að linni?
Ekki enda öll ævintýri vel
Miðbæjarævintýri af þessu tagi
getur á endanum kostað bæjarbúa
stórfé. Bærinn hefur nú þegar keypt
húsnæði fyrir um 130 milljónir króna
án þess að knýjandi þörf sé fyrir
hendi. Á sama tíma skortir fé í nauð-
synlegar framkvæmdir. Mikið fram-
boð er nú á skrifstofu- og verslunar-
húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það
eru því miður mestar líkur tii þess
að við sitjum uppi með þessar fram-
kvæmdir hálfkláraðar um ófyrirsjá-
anlega framtíð.
Höfundur er skólastjóri og skipar
fyrsta sæti á G-lista í Garðabæ.
Utivistarsvæðið við Astjöm
HAFNARFJÖRÐ-
UR er frá náttúrunnar
hendi eitt af fegurstu
bæjarstæðum lands-
ins. Þetta er fuliyrðing
sem allir Hafnfírðing-
ar geta tekið undir og
þó víðar væri leitað.
En þegar við skoðum
þau spor sem við íbú-
arnir höfum sett á
umhverfið í áranna rás
þá koma fram ólík
sjónarmið, það sem
einum finnst fallegt
fínnst öðrum ljótt og
fegurðarskynið er
tengt hagsmunum og
þörfum.
Við skipulag bæja þarf að taka
tillit til margra ólíkra hagsmuna
og þarfa, svo sem íbúa, fyrirtækja,
bæjarfélags og síðast en ekki síst
náttúrulegs umhverfis.
Tækin og tæknin
Á árum áður má segja að ófull-
komin tæki hafi verndað náttúruna.
í Hafnarfirði voru hús byggð inn í
kletta og hraunbolla í bókstaflegri
merkingu og eru þessi hús í dag
meðal sérkenna bæjarins. Með haka
og skóflu að vopni var umhverfi
ekki spillt meira en nauðsyn krafð-
ist
í dag háir okkur hvorki tækja-
né tækniskortur. Það þarf ekki að
leita langt, nægir að rölta niður í
miðbæ Hafnarfjarðar, til að sjá
dæmi um stórhuga framkvæmda-
gleði, þar sem tækin og tæknin fá
að njóta sín. Að margra mati hefur
þó gleymst að taka til-
lit til náttúrulegs um-
hverfis og þeirrar
byggðar sem fyrir er.
Umhverfisfræðsla
er ung fræðigrein og
þeir sem nú ráða ríkj-
um hafa hlotið mjög
takmarkaða umhverf-
isfræðslu. Þeir eru því
ekki meðvitaðir um
gildi náttúruverndar
við skipulag og fram-
kvæmdir, þá skortir
framsýni. I dag ætti
umhverfisfræðsla að
vera ein mikilvægasta
námsgrein í skólum.
Okkar er valið
Við Hafnfirðingar verðum að
ákveða hvaða stefnu við viljum taka
í skipulagsmálum.
Viljum við búa í bæ sem leitast
við að lifa í sátt við náttúrulegt
umhverfi sitt? Bæ sem getur boðið
íbúum og gestum upp á fallegt
umhverfi, ósnortna náttúru við
bæjardyrnar, göngu- og hjólastíga
vítt og breitt um bæjarlandið, höfn
þar sem fískibátar, stórir og smáir,
gleðja augað og hægt er að bjóða
gestum í sjóstangaveiði og skak án
þess að skammast sín fyrir það
umhverfi sem blasir við?
Eða viljum við breyta Hafnarfirði
í borg? Borg með kringlu, uppfyll-
ingum undir gáma langt út í sjó
með tilheyrandi kranaskógi og sjón-
mengun, óheftum byggingafram-
kvæmdum sem fá að vaða yfir allt
sem fyrir verður, hvort sem það
Hafnfirðingar verða að
ákveða, segir Guðrún
Guðmundsdóttir,
hvaða stefnu þeir vilja
taka í skipulagsmálum.
heitir Ástjörn eða eitthvað annað?
Okkar er valið.
Við berum ábyrgð
Við höfum val. Við þurfum að
velja hvaða hagsmuni við setjum í
öndvegi, hagsmuni okkar í dag,
hagsmuni annarra, lífvera sem við
eigum reyndar framtíð okkar undir
eða hagsmuni þeirra sem erfa land-
ið.
Við berum ábyrgð ekki aðeins í
nútíð heldur ekki síður gagnvart
börnum framtíðarinnar. Við höfum
ekki ótakmarkaðan rétt til að ráðsk-
ast með náttúruna til að uppfylla
þarfir okkar og óskir, hér og nú.
Við skulum ekki gleyma að jörðin
er bústaður mannsins og annarra
lífvera.
Við þurfum breytt viðhorf, nýja
lífssýn, jafnvel lífsstíl.
Ástjörn
Samkvæmt aðalskipulagi 1992-
2012 er fyrirhuguð íbúðabyggð í
Áslandi við Ástjörn. Kvennalista-
konur í Hafnarfirði hafna alfarið
þessum hugmyndum og hafa lagt
til við bæjaryfirvöld að öll kvosin
kringum tjörnina verði friðuð. Fyrir
því eru margvísleg rök.
Guðrún
Guðmundsdóttir
Skólamál: einsetn-
ing grunnskólans
Hvað er einsetning?
UMRÆÐAN um
skipulag grunnskólans
og skólatíma grunn-
skólabarna hefur aldrei
verið eins mikil og nú.
Hvergi nema á íslandi
þekkist fyrirkomulagið
tvísetning, þ.e. sumir
bekkir eru fyrir hádegi
og aðrir eftir hádegi í
skólanum.
í öðrum löndum eru
skólar einsetnir. Allir
bekkir byija daginn
snemma um kl. 8 og
eru í skólanum fram til
um kl. 14 á daginn.
Hjá okkur eru börnin ýmist fyrir
eða eftir hádegi í skólanum og þeg-
ar báðir foreldrar vinna utan heimil-
is, eins og nú er hjá flestum, þá
gengur dæmið hreinlega ekki upp
lengur.
Skólatími yngri barnanna er
stuttur og það neyðir marga for-
eldra til þess að láta bömin sjá um
sig sjálf.
Nýlegar athuganir sýna að börn
allt niður í sex ára aldur eru ein
heima daglega klukkustundum sam-
an og oft eru börn gerð ábyrg fyrir
yngri systkinum. Óreglulegur svefn-
tími íslenskra barna er einnig
áhyggjuefni, en óreglulegur skóla-
tími er án efa ein aðalorsökin fyrir
þeim vanda.
Aðrir kostir við einsetningu em
að fyrri hluti dagsins er besti tími
einstaklingsins til bóklegs náms og
einbeitingar. Eftir skólalok, um kl.
14, gefst börnum tækifæri að sinna
öðrum hugðarefnum svo sem tón-
listarnámi og íþróttum á eðlilegum
„dagvinnutíma".
frá ríki til sveitarfé-
laga.
Almennt hafa sveit-
arfélög lýst sig reiðu-
búin að taka við skól-
unum svo framarlega
sem þau fá til þess fjár-
magn frá ríki. Þá fyrst
geta sveitarstjómir
haft raunveruleg áhrif
á skipulag grunnskól-
ans.
Sveitarstjómar-
menn sem standa nær
kjósendum finna best
hvar skórinn kreppir
og hafa þess vegna
komið að rekstri skólanna án þess
að hafa til þess skyldur né fjármuni.
Hvernig er staðan?
Á landsbyggðinni er víða einset-
inn skóli, en í þéttbýliskjörnunum
eru skólarnir almennt tvísetnir.
í aðeins einu sveitarfélagi á
höfuðborgarsvæðinu, Seltjarnar-
nesi, hefur verið rekinn einsetinn
skóli í tæp tvö ár. í Reykjavík eru
gerðar tilraunir með svokallaðan
„heilsdagsskóla" sem er ekki lengd-
ur skóli (aukin kennsla) heldur lengd
viðvera bamanna í skóla, sem er
Sjálfstæðismenn í
Garðabæ hafa sýnt
metnað og vilja í verki,
segir Sigrún Gísladótt-
ir, til þess að búa vel að
grannskólunum.
Sigrún Gísladóttir
Hver ber ábyrgð á
grunnskólanum?
Menntamálin og skipulag gmnn-
skólans hefur verið og er enn verk-
efni ríkisvaldsins en ekki sveitarfé-
laga. Nú eru umræður uin flutning
verkefna eins og rekstur grunnskóla
Við Ástjörn og í landinu umhverf-
is er bæði fjölskrúðugt og mikið
fuglalíf. Þessu veldur margbreyti-
legt landslag, gróðurfar og annað
dýralíf. Ástjörn er eini staðurinn á
suðvesturhorni landsins sem flór-
goði verpir á.
Það gefur augaleið að Ástjörn
og öll kvosin í kring hefur mikið
útivistar- og fræðslugildi jafnt í
nútíð sem framtíð. Þarna er í raun
einstök náttúruperla rétt við bæjar-
dyrnar.
Rétt er að minna á að náttúru-
friðun er nýting á landi t.d. til
kennslu, rannsókna og til að njóta.
Áslandið er sjálfsagt kjörið land
fyrir stór og falleg íbúðarhús, en
réttur okkar er takmarkaður og við
verðum einfaldlega að sætta okkur
við næstbesta kostinn.
Breytt umhverfisvitund
Nú er þörf breyttra viðhorfa.
Skipulagsmál eru umhverfismál.
Sýnum umhverfinu sem við erum
hluti af virðingu.
Það er sannfæring mín að eftir
5-10 ár detti engum í hug að fórna
þessu svæði undir byggingar.
Margt bendir til þess að umhverfis-
vitund fólks sé að breytast. Margir
íslendingar búa tímabundið erlendis
og venjast þar allt öðrum viðhorfum
til umhverfis en hér tíðkast. Fólk
gerir sér grein fyrir að auðlindir
eru takmarkaðar og margir hafa
tileinkað sér þann lífsmáta að end-
urnýta það sem hægt er, endur-
vinna og nota minna.
Höfum það hugfast að það eru
ekki bara ráðamenn og sérfræðing-
ar sem bera ábyrgð. Ábyrgðin er
mín og þín.
Höfundur skipar 8. sæti á
franiboðslista Kvennalistans í
Hafnnrfirði.
allt annar hlutur og hefur auk þess
verið greiddur af foreldrum.
Bæjarstjórn Garðabæjar ákvað í
fyrra að leggja fram fímm milljónir
kr. árlega til þess að borga aukna
daglega kennslu yngstu bamanna.
Það leiddi til þess að öll börnin fengu
í vetur meiri kennslu og lengdan
skólatíma. Auk þess hafa skólamir
boðið foreldrum gæslu fyrir börnin,
gegn vægu gjaldi, til þess að lengja
viðveru þeirra enn frekar.
Hvað þarf að gera til að ná
fram einsetningu?
Samtímis einsetningu grunnskól-
ans verður að fjölga þeim kennslu-
stundum sem nemendum eru ætlað-
ar þannig að skólatíminn sé frá kl.
8-14 daglega. Eins þurfa að koma
til nýir og gjörbreyttir kjarasamn-
ingar við kennarastéttina.
Vandi sveitarfélaganna verður að
leysa úr skorti á skólahúsnæði með
því að byggja fleiri skólastofur.
Þetta er vandamál allra í þéttbýlinu
en í einsetningu þarf kennslustofu
fyrir hvern einstakan bekk.
Skólamenn og allir þeir sem l’áta
sig varða menntun og uppeldi æsk-
unnar hljóta að fagna þeirri hugar*
farsbreytingu sem hefur átt sér stað
varðandi málefni grunnskólans.
Loks virðast menn skilja að þetta
fyrirkomulag sem verið hefur við
lýði á íslandi gengur ekki lengur í
breyttu þjóðfélagi.
Óg loks átta menn sig á því að
núverandi ástand er dýrara þegar
upp er staðið heldur en að færa
skólana til nútíma horfs þ.e. ein-
setja alla skóla og lengja skóladag-
inn.
Sjálfstæðismenn í Garðabæ hafa
sýnt í verki metnað og vilja til þess.
að búa vel að grunnskólum bæjar-
ins.
Þeirri stefnu halda þeir ótrauðir
áfram með því að stefna markvisst
að yfirtöku grunnskólans frá ríkinu,
lengri skóladegi og - einsettum
grunnskólum fyrir öll börn í
Garðabæ á næstu 4-6 árum.
Höfundur cr skólastjóri
Flataskóla í Garðabæ.