Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ1994 41
+ Ása María Ólafsdóttir var
fædd í Reykjavík 8. desem-
ber 1908. Hún lést í sjúkrahús-
inu á Selfossi 21. þessa mánað-
ar, dóttir Ólafs Þórðarsonar
og Sigborgar Halldórsdóttur.
Systkini hennar voru Marta,
fædd 1906, hún dó á barns-
aldri, og Marinó Ólafsson, f.
1912, d. 1985. Ása giftist 8.
nóvember 1934 Gesti Guð-
mundssyni frá Sólheimum,
Hrunamannahreppi. Hann lést
árið 1988. Ása og Gestur
bjuggu 30 ár í Syðra-Seli ásamt
Böðvari bróður Gests og fjöl-
skyldu hans og var það sam-
býli alla tíð mjög gott. Ása átti
einn son áður en hún giftist
Gesti. Hann heitir Olafur
Sigurgeirsson, kvæntur Maríu
Einarsdóttur og eru þau búsett
í Rejkjavík. Börn þeirra Gests
og Asu eru Guðrún, gift Sveini
Finnssyni, búsett að Eskiholti
Borgarhreppi; Ásgeir, kvænt-
ur Hrafnhildi Sigurbjörnsdótt-
ur, búsett á Kaldbak, Hruna-
mannahreppi; Hjalti, dó ungur;
Marta, gift Hauki Steindórs-
syni,- búsett á Þríhyrningi,
Skriðuhreppi; Halldór og
Skúli, búsettir á Flúðum.
Barnabörnin eru 19 talsins og
barnabörnin eru orðin 20. Út-
för Ásu Maríu fer fram frá
Hrunakirkju í dag.
HÚN ÁSA María amma er dáin.
Okkur langar til að minnast hennar
í fáeinum línum.
Þegar við vorum litlar var það
mikið ævintýri að fara ofan úr
Borgarfirði með mömmu og pabba
austur að Flúðum að heimsækja
ömmu og afa í Vinaminni. Ekki
sakaði að það var líka fullt af
frændfólki sem við heimsóttum í
leiðinni á Syðra-Seli og.Kaldbak.
Þetta var langt ferðalag fyrir
óþolinmóðar og spenntar systur og
spurt var á fimm mínútna fresti
hve langt væri eftir af
ferðalaginu. Allt sum-
arið höfðum við hlakk-
að til að koma í litla,
hlýja, lágreista húsið
Vinaminni og fá að
sofa á flatsæng. Það
kom ekki til greina að
sofa í rúmi hjá ömmu
og afa. Mikið var ærsl-
ast og ömmu blöskraði
stundum lætin og tals-
mátinn og sussaði á
okkur og kenndi okkur
að tala fallega. Afi fór
með okkur í íjárhúsin
og sýndi okkur stoltur
fallegu gimbrarnar sínar.
Um hver jól var spenningurinn
óbærilegur þegar jólapakki barst
frá Vinaminni. í pinklum leyndust
hinar ýmsu gersemar, s.s. styttur
og lopasokkar handa litlum tám.
Amma var falleg kona, há og
spengileg með sítt hár sem hún
sneri upp í hnút í hnakkanum.
Þannig viljum við muna hana hlýja
og góða.
Við kveðjum þig með söknuði,
amma okkar.
Áshildur, Þórdís, Jóhanna,
Sigrún og Gunnhildur.
Mig langar að minnast hér
föðursystur minnar, Ásu Maríu
Ólafsdóttur, sem andaðist 21. maí,
rétt þegar sveitir landsins voru
farnar að skarta sínu fegursta. En
þessi góða föðursystir mín bjó
lengstan hluta ævi sinnar í Hruna-
mannahreppi, sem er ein fallegasta
sveit landsins, alla vega í mínum
augum, sem dvaldist þar nokkur
sumur hjá henni og eiginmanni
hennar, Gesti, sem nú er látinn.
Ása, föðursystir mín átti sex börn
og var tvíbýli á Syðra-Seli, þar sem
þau ráku búskap ásamt bróður
Gests, Böðvari og hans ágætu
konu, Fjólu. Þau öll og þeirra börn
eru mér minnisstæð og á ég þaðan
aðeins góðar minning-
ar.
Ég tengdist reyndar
sterkustum böndum
Mörtu, dóttur Ásu og
Gests, því við vorum
næstum jafnaldra. Var
margt brallað og mikið
spjallað á kvöldin, þeg-
ar við vorum komnar
upp í rúm, en við deild-
um jafnan herbergi
saman þegar ég var
þar á sumrin. Hin börn
Ásu eru mér einnig öll
kær. Þetta fólk var
mér alltaf svo gott og
þolinmótt, því auðvitað lét þessi
telpukjáni úr Reykjavík oft bjána-
lega þarna í sveitinni — þar til hún
lærði betur af þeim.
Ása, föðursystir mín, var einstök
kona. Hún var óvenju hávaxin og
glæsileg, fríð í mínum augum. En
aðalkostir hennar voru prúð-
mennska og góðar gáfur. Hún var
eins og alfræðiorðabók. Það sem
konan vissi og mundi, það var
hreint með ólíkindum. Þrátt fyrir
miklar annir á stóru heimili í sveit
fylgdist hún alltaf vel með því sem
var að gerast, las mikið og ein-
hvern veginn vissi allt, fannst mér
alltaf. Engin tölva í dag gæti jafn-
ast á við hana — enda ekki getað
sagt eins skemmtilega frá og hún
Ása, föðursystir mín. Það var
hreint ótrúlegt hversu minnug hún
var og hvað hún fór vel með það
minni sem henni var gefið.
Ása var eina lifandi systkini föð-
ur míns, Marinós Ólafssonar, sem
lést fyrir 9 árum á hvítasunnudag.
Þau áttu eldri systur, Mörtu, sem
dó aðeins 2ja ára. Faðir minn sem
var þeirra yngstur kynntist þeirri
systur sinni aðeins í gegnum mynd-
ir og frásagnir foreldra sinna og
eldri systur, Ásu. Og nú er Ása,
systir hans, dáin, nákvæmlega níu
árum á eftir honum um hvítasunn-
una eins og hann.
Ég kynntist aldrei föður þeirra,
afa mínum Ólafi Þórðarsyni, sem
mun hafa verið óvenju hávaxinn
og glæsilegur maður, en hann dó
langt um aldur fram. Móðir þeirra,
Sigborg Halldórsdóttir, amma mín,
bjó í húsinu okkar á Reynimel 37,
þar sem ég fæddist og ólst upp.
Hún, móðir þeirra, amma mín, Sig-
borg, var yndisleg, gömul kona,
því auðvitað fannst mér, krakkan-
um, allir yfir fertugt gamlir. Mörg
voru kvöldin mín hjá henni og oft
svaf ég hjá henni um nætur. Voru
það stundir sem ég vildi ekki hafa
verið án. T.d. lærði ég næstum
Passíusálmana utan að hjá henni
því hún las þá alltaf upp af bók
með útvarpinu, þegar þeir voru
fluttir þar á föstunni, eins og enn
er hefð sem betur fer.
Amma Sigborg hafði einstaka
kímnigáfu, var fróð og skemmti-
leg. Fannst henni flest hégómi sem
fók var að bralla eftir stríð í
Reykjavík, eða um kringum 1950,
þegar allt í einu íslendingar eign-
uðust peninga og þurftu í snarheit-
um að eignast allt sem fyrir þá
mátti kaupa og hefur það kaupæði
ekki runnið af þjóðinni ennþá.
Nei, hún amma mín Sigborg lagði
ekki mikið upp úr fínheitum og
sýndarmennsku, allt fágað og fínt,
en ekkert pijál á þeim bæ.
Þannig var það einnig um dóttur
hennar, Ásu á Syðra-Seli. Lagt þar
meira upp úr mannlegum sam-
skiptum, fegurð náttúrunnar, góð-
um bókmenntum og mannkostum.
Hvað ég er rík að hafa fengið að
alast upp með slíku fólki, því þann-
ig var faðir minn einnig gerður,
hann bókstaflega þreifst á tónlist
og bókmenntum. Heima á Reyni-
mel hljómaði næstum alltaf tónlist,
við systkinin að æfa okkur á píanó,
mamma að spila á píanó og/eða
syngja. Pabbi lét sér nægja hljóm-
plötur sem leiknar voru á gramó-
fón, sem í var útvarp einnig eins
og þá tíðkaðist og ekki þessi fíni
hljómburður sem er í dag í slíkum
tækjum, en þessi tónlist finnst mér
nú samt alltaf hafa verið fallegust
þrátt fyrir lítinn hljómburð. Faðir
minn sagði sig bæði falskan í söng
og sneiddan öllum tónlistargáfum,
en það var ekki rétt, maðurinn
bókstaflega þreifst á tónlist og
átti ógrynni hljómplatna, heilu
sinfóníurnar og óperurnar, og það
fór nú ekki mikið fyrir slíkum út-
gáfum þá, engir geisladiskarnir
komnir. Við systkinin fengum öll
að læra á hljóðfæri, kynntumst
heimsbókmenntunum og íslend-
ingasögunum og lærðum að meta
listir almennt, því slíkt var haft í
hávegum á Reynimel 37.
Svona voru þessi systkini, Ása
föðursystir mín og hann faðir minn,
Marinó. Alltaf lesandi, hlustandi og
gefandi af sér. Þau höfðu bæði -
mikinn áhuga á sagnfræði og lærði
ég meira af þeim en á allri minni
skólagöngu síðar meir. Er ég þeim
þakklát fyrir að hafa erft þann
áhuga frá þeim, því einhver verður
að leiða okkur fyrstu sporin, ljúka
upp fyrir okkur öllum töfrunum sem
lífið hefur upp á bjóða.
Já, hún Ása föðursystir mín var
mér svo kær og vil ég þakka henni
fyrir alla þolinmæðina þegar ég
dvaldist hjá þeim á hinum unaðs-
lega fagra stað, Syðra-Seli í
Hrunamannahreppi. Heyrði ég
hana aldrei hækka róminn, allt
vannst með rólegheitum og festu,
það þurfti ekki að hækka róminn
á þeim bæ. Ég vil einnig þakka
börnum hennar fyrir margar
ógleymanlegar og skemmtilegar
stundir með þeim þarna í „sveit-
inni minni“.
Ása varð ekkja fyrir all mörgum
árum, orðin lúin og fékk að fara
fljótt. Engin löng, erfið veikindi á
undan. Þakka ég forsjóninni það.
Þannig er best að fá að kveðja
þessa jarðvist. Nú er hún komin í
jafnvel enn fegurri sveit en Hruna-
mannahrepp — því til Guðs hlýtur
svona góð kona að fara.
Ég sendi mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur til allra afkomenda Ásu
og Gests og þakka þeim samveruna
forðum á Syðra-Seli í Hrunamanna-
hreppi, fallegasta bæ í sveit á þessu
landi í minni minningu.
Sigrún Ó. Marinósdóttir.
___________________MINNIIMGAR
ÁSA MARÍA ÓLAFSDÓTTIR
GUNNAR HJALMARSSON
+ Gunnar Hjálm-
arsson, skip-
stjóri, fæddist 15.
september 1915 að
Hlíð í Álftafirði.
Hann var sonur
hjónanna Maríu
Rósenkranzdóttur,
f. 1877, d. 1963, og
Hjálmars Hjálmars-
sonar, útvegs-
bónda, f. 1875, d.
1949. Þau eignuð-
ust 12 börn. Þau
eru öll látin nema
Sólveig sem fæddist
árið 1916. Gunnar
kvæntist Guðrúnu Elísabetu
Björnsdóttur frá Sæbóli í Aðal-
dal þann 10. júní árið 1939. Hún
var fædd árið 1915 en lést árið
1991. Börn Guðrúnar og Gunn-
ars eru: Inga Birna, f. 1936,
ekkja eftir Harald Dungal,
María Hjálmdís, f. 1947, gift
Arnþóri Blöndal. Þau eru bú-
sett í Noregi og Gunnar Hauk-
ur, f. 1952, kvæntur Svandísi
Matthíasdóttur. Barnabörn
Gunnars og Guðrúnar eru 11
talsins. Útför Gunnars verður
gerð frá Fossvogskirkju í dag.
... því hvað er það að deyja annað en standa
nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið?
Þessi orð úr Spámanninum komu
upp í huga mér er ég frétti af
skyndilegu fráfalli Gunnars Hjálm-
arssonar tengdaföður míns sem lést
9. þ.m. í landi hinnar eilífu sólar á
Kanaríeyjum. Gunnar var mikill
sóldýrkandi og dvaldi löngum
stundum í sólinni í sælureit sínum
á svölunum í Akralandi 3, þar sem
hann hafði búið frá árinu 1983.
Tengdafaðir minn var sérstak-
lega lífsglaður maður.
Vinnusemin var honum
í blóð borin og sjaldan
sást honum falla verk
úr hendi. Hann var
einkar áhugasamur um
allt það sem hann tók
sér fyrir hendur og
naut lífsins í hvívetna
— reyndar svo að jafn-
vel hversdagslegustu
hlutir urðu honum sem
besta skemmtun og
lífsfylling. Það sannað-
ist best er hann settist
í helgan stein eftir að
hafa stundað sjóinn í
50 ár. Þá fyrst hafði hann tíma til
þess að njóta áhugamála sinna.
Eitt þeirra var skipamódelsmíði sem
hann hafði mikla unun af og liggja
mörg handverkin eftir hann á þeim
vettvangi; handverk sem bera vott
um vandvirkni hans og listfengi.
Þá hafði tengdafaðir minn gaman
af að spila bridds svo ekki sé minnst
á áhuga hans á matargerð og
bakstri. Á því sviði var hann fljótur
að tileinka sér nýjungar og naut
hann þess að halda vegleg matar-
boð fyrir vini og ættingja. Þau
Gunnar og Guðrún voru alla tíð
gestrisin heim að sækja. Því kynnt-
ist ég fyrst fyrir 19 árum þegar tók
að venja komur mínar á heimili
þeirra hjóna sem þá var að Sólheim-
um 23 í Reykjavík. Með stórkost-
legt útsýni af 11. hæðinni yfir
Reykjavík átti ég góðar stundir með
þeim hjónum og víst er að oftar en
ekki voru ilmandi pönnukökur á
boðstólum sem gjarnan voru bakað-
ar af húsbóndanum.
Gunnar var einstaklega góður og
nærgætinn maður. Þeir eiginleikar
hans komu glöggt í ljós fyrir fimm
árum þegar tengdamóðir mín veikt-
ist af krabbameini. í tvö ár hjúkr-
aði hann og líknaði konu sinni á
aðdáunarverðan hátt. í þeirri bar-
áttu komu mannkostir tengdaföður
míns best í ljós. Ósérhlífni hans var
slík að eftir var tekið — enda voru
þær margar andvökunæturnar sem
hann átti við sjúkrabeð hennar.
Allan þann tíma komst fátt annað
að hjá honum en sú hugsun hvern-
ig hann gæti linað þjáningar konu
sinnar og látið henni líða sem best.
Eins og fram hefur komið var
Gunnar lífsglaður og glaðsinna.
Hann var alla tíð hraustlegur í út-
liti, bar aldurinn vel og var jafnan
brúnn á hörund og kvikur í hreyf-
ingum. Hann var auk þess dagfars-
prúður og hófsamur og var lítt gef-
inn fyrir að láta bera á sér. Hann
var sérstaklega nægjusamur og lét
það ekki aftra sér að ferðast til
útlanda þótt engan hefði hann
ferðafélagann. Afa Hjálmarssonar,
eins og börnin mín kölluðu hann
jafnan, er sárt saknað af barna-
börnunum — enda var hann ein-
staklega hlýr og barngóður afi sem
lét sér annt um börn og umgekkst
þau sem vinur og félagi.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Gunnari Hjálmarssyni samfylgdina.
Ég kveð tengdaföður minn með
virðingu og þakklæti um leið og ég
vitna í eftirfarandi ljóð:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi
heim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Svandís.
Fregnin um lát Gunnars Hjálm-
arssonar kom brátt og óvænt. Það
er með sorg í hjarta að við kveðjum
ekki bara kæran tengdaföður og
afa, heldur einn af okkar bestu vin-
um.
Þar sem við bjuggum erlendis
urðu samverustundirnar of fáar en
þeim mun ríkari og það var alltaf
mjög ánægjulegt að fá gott skap
og gleðin var ávallt þar sem hann
var. Alltaf var hann boðinn og bú-
inn til að hjálpa og mörg og góð
ráð voru gefin í okkar löngu sam-
tölum. Það var gott veganesti á lífs-
leiðinni.
Heimili þeirra Gunnars Hjálm-
arssonar og Guðrúnar Björnsdóttur
var okkur ávallt opið og hlýjar voru
móttökurnar þegar við komum í
heimsókn. Þangað sóttum við styrk
til að mæta þeim kröfum sem lífið
gerði. Það er því með þakklæti og
virðingu sem við minnumst þeirra.
Stórt skarð er komið í fjölskyld-
una, sem ekki verður fyllt, en góðar
minningar um Gunnar munum við
ávallt varðveita.
Arnþór Blöndal,
Björn Auðunn Blöndal.
Þegar ég ók afa mínum út á flug-
völl á leið til Kanaríeyja í vor hvarfl-
aði að mér eitt augnablik að ef til
vill myndi ég ekki sjá hann aftur.
Og nú er afi Hjálmarsson allur.
Dáinn, horfinn og farinn. Þau sautj-
án ár sem við fengum að njóta sam-
vista munu aldrei gleymast. Það eru
sannarlega mikil forréttindi fyrir
barn að fá að njóta nærveru, vin-
áttu og ástúðar ömmu og afa. Því
láni átti ég að fagna - enda dvaldi
ég löngum hjá þeim sem barn. Úr
Sólheimunum hjá ömmu og afa á
ég mínar bestu minningar. Þá
kynntist ég afa sem góðum, sterk-
um og lífsglöðum manni, manni sem
lét sér annt um aðra og miðlaði
mér af viskubrunni sínum og speki.
Það var því mikið áfall að þurfa
að sætta sig við að þessi sterki og
baráttuglaði maður skyldi þurfa að
lúta í lægra haldi fyrir armi Seifs
sem loksins hafði betur í glímunni
við almættið. En afi Hjálmarsson
gafst þó ekki strax upp - heldur
barðist allt þar til yfir lauk - enda
annálaður baráttumaður.
Nú hefur afi minn fengið hvíldina
löngu og víst er erfitt að þurfa að
sætta sig við það - enda verður
skarðið sem hann skilur eftir sig
aldrei fyllt. Hann var ekki einasta
góður og nærgætinn afi - hann var
ekki síður góður vinur og félagi,
sá besti maður sem ég hef kynnst.
Það er þó huggun harmi gegn að
nú hafa afi og amma hist á ný og
ég veit að mín heittelskaða amma
mun taka vel á móti honum handan
við móðuna miklu. Ég kveð elsku
afa minn með söknuði, virðingu og
þakklæti fyrir allt það góða sem
hann hefur gefið mér og mínum.
Þinn ávallt
Gunnar Rúnar Gunnarsson.
ERFI
UKVKK.lt K
Látið okkur annast
erfidryhkjuna.
Fyrstaflokks þjónusta
og veitingar.
Rúmgód og þœgileg
salarkynni.
VjffdýÁngur í síina 29900