Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Skípst á skoðunum um gildi gagnrýninnar BOKMENNTIR Biskops Arnö FUNDUR NORRÆNNA OG BALTNESKRA BÓK- MENNTAGAGNRÝNENDA NORRÆNIR og baltneskir gagnrýnendur hittust á dögunum á þeim fornfræga stað Biskops Arnö, skammt frá Stokkhólmi. Þar er rek- in tvenns konar starfsemi, lýðhá- skóli og samnorræn listamiðstöð. Þetta var í þriðja sinn sem efnt var til norræns-baltnesks gagnrýn- endafundar. Sá fyrsti var haldinn í Tallinn 1991, skömmu eftir að Eist- lendingar lýstu yfir fullveldi, og árið 1992 hittust gagnrýnendurnir í Jyváskylá í Finnlandi. Á þessa fundi hafa í hvert sinn mætt um 20 til 30 manns, ýmist bókmenntakennarar, lausapennar eða ritstjórar. Allir eiga þeir þó það sameiginlegt að stunda bókmennta- gagnrýni og skrifa í tímarit og dag- blöð. Biskops Arnö Biskops Amö er lítil eyja í Máler- en og liggur örskammt undan landi. Nú á dögum er ekið út í eyjuna eftir uppfyllingu en á öldum áður bauð hún upp á eftirsóknarverða einangrun. Erkibiskupar í Uppsöl- um dvöldu hér á sumrum allt frá árinu 1280, bæði til að njóta næðis og eins til að forða sér frá drepsótt- um. Á eynni má sjá leifar af fomri frægð. Eldgömul tré, bæði eik og askur, benda til þess að þarna hafi verið stórsetur. Fomar og veglegar byggingar standa enn, m.a. er þarna listilegur salur frá 13. öld hlaðinn í gotneskum stíl. Á 17. öld var í eynni mikil höll sem því miður hefur verið rifin. Milli Biskops Amö og íslands er ákveðinn sögulegur hlekkur. Jón Gerreksson dvaldi hér í erkibisk- upstíð sinni í Svíþjóð, var dæmdur óhæfur til klerkþjónustu en fékk síðar uppreisn æm og var honum veitt Skálholtsbiskupsdæmi sem sárabót. Á íslandi blandaðist hann í eijur vegna versjunar Englendinga og íslendinga. Ófriður magnaðist og endaði með því að Jóni var drekkt í því fagra fljóti Brúará. Forráðamenn lýðháskólans á Biskops Amö hafa sýnt minningu Jóns virðingu. í einni af fornbygg- ingunum í Biskops Arnö er salur sem ætlaður er til myndlistarsýninga og heitir einfald- lega „Sýningarsal- ur Jóns biskups". Tveir íslenskir listviðburðir Biskops Arnö er nú á dögum sér- heimur eins og á tímum biskup- anna, þó með öðru formerki. Þeir reyndu að búa til sinn sælu?eit með því að útiloka aðra hluta heimsins. Nú á dögum byggir Biskops Amö ein- mitt tilvist sína á að því að vera margháttaðar krossgötur ólíkra menningarkima. Meðan undirrit- aður dvaldi í eynni áttu sér þar stað tveir listviðburðir, báðir eftir ís- lenska listamenn. Ung myndlistar- kona, Inga Rósa Loftsdóttir, opnaði sýningu á nokkrum tugum verka. Um er að ræða eins konar vatnslita- myndir, dregnar grófum, kröftug- um en mjúkum dráttum. Sama kvöld fluttu hjónin Hans-Göran og Kerstin Elfving Óð til steinsins, tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk. I salinn var mættur á þriðja tug áheyrenda sem í lokin luku lofsorði á flutning þeirra hjóna með löngu og áköfu lófataki. Hefur bókmenntagagnrýni áhrif? Meginstef þessa fundar bók- menntagagnrýnenda á Biskops Amö var tvískipt: Annars vegar skoðuðu menn og ræddu um bók- menntagagnrýni og þjóðernis- stefnu, hins vegar var rætt töluvert um dvínandi mikilvægi bókmennta- gagnrýninnar. Flutt voru ein sex erindi sem snertu þessi efni með einum eða öðmm hætti. Fulltrúar Eystrasaltsþjóðanna FRÁ Biskops Arnö gerðu töluvert úr gildi bókmennta- gagnrýninnar í endurreisn þjóð- legra verðmæta í heimalöndum sín- um. Þótt menningarlegur bak- grunnur Eistlands, Lettlands og Litháens sé innbyrðis ólíkur eiga þessi lönd það sameiginlegt að hafa verið undir hæl Sovétsvaldsins um áratugaskeið. í því stjórnskipulagi var bókmenntagagnrýni beitt sem hveiju öðm stjómtæki til þess að móta skoðanir fólks og veita „gagn- rýninni" hugsun í „réttan" farveg. Áf máli þátttakenda frá Eystra- saltslöndunum mátti skilja að mikil- vægi bókmenntagagnrýninnar hefði síst minnkað eftir að þau hlutu fullveldi. Nú hafði bókmenntagagn- rýnin loks öðlast raunverulegan til- gang. Hún var orðin verkfæri til þess að koma hreyfingu á staðnað samfélag. Eistneskur gagnrýnandi sagði að gamlir stalínistar láti enn í sér heyra, m.a. um bókmenntirnar. Þeim finnst ljóðagerð nútímans vera í lausu lofti og án pólitísks hlut- verks. Eistneski gagnrýnandinn sagði þetta mat afturhaldsaflanna alrangt því að einmitt nú væri tími mikilla pólitískra umbreytinga sem krefðust þess að ritað væri og gagn- rýnt upp á nýtt. í máli litháísks gagnrýnanda kom fram að ekki væri hins vegar hægt að heimfæra nýja „vestræna" strauma í bók- menntafræði — afbyggingu (decon- structionism), táknfræði og femin- isma — á bókmenntir Eystrasalts- þjóðanna heldur neyddust menn til að nota gömul vopn í nýjum til- gangi. Meðan fulltrúar Eystrasaltsþjóð- anna sáu almennt ríkulegan tilgang með bókmenntagagnrýni hijáði fortíðarþráin suma norrænu gagn- rýnendurna. Sænskur gagnrýnandi sagði að fyrir tíu árum hefðu dag- blöð birt langar greinar úr bók- menntatímaritum. Þetta gerðist ekki lengur. Norskur gagnrýnandi bætti við að jafnvel fyrir 150 árum hefðu forsíður blaða verið uppfullar af menningarefni. Þetta merkti ekki að fleiri lesendur hefðu haft áhuga á bókmenntum og listum heldur væri staðreyndin sú að þá hefði lesendahópurinn var einsleitur, að- allega fólk úr efri stétt samfélags- ins. Eftirsjáin eftir þessum tímum væri því tvíeggjuð, þótt efni fjöl- miðla nú á tímum væri útþynntara væri það óneitanlega fjölbreyti- legra. Gagnrýni: verkfæri án viðfangs? Gagnrýnandi frá Lettlandi bland- aði sér í þessa umræðu með því að benda á þversagnarkenndan vanda í heimalandi sínu. í Lettlandi hefur leikhúsaðsókn mikið dregist saman undanfarin misseri og er ýmiss kon- ar nýrri afþreyingu kennt um. Þrátt fyrir þetta blómstrar leikhúsgagn- rýnin: „Ákveðinn gagnrýnandi skrifar á 2-3 daga fresti stórar og langar greinar um leikhús, afar athyglisverðar. Þær endurspegla hins vegar alls ekki almennan áhuga á leikhúsunum heldur áhuga lesenda á leikhúsgagnrýni!" Danskur gagnrýnandi, Orla Vigsö, hélt athyglisvert erindi um hnignun bókmenntagagnrýninnar. Hann komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði skyndilega dáið út 1. janúar 1905! Nokkur orð um það í seinustu greininni um gagnrýn- endafundinn í Biskops Arnö. Ingi Bogi Bogason "iisr® Háskólabíó Stríð/friður MEISTARAVERK AÐ VORI ★★★ SV. Mbl BLAR ★★★★ ÓHT. Rás 2 Fyrsti hluti stórkostlegrar trílógíu. Blár sigraði í Feneyjum, Hvítur í Berlín og Rauður hlaut feikna viðtökur í Cannes. Ath. breyttan sýningartíma. Blár er nú sýndur kl. 5 og 7. Tónleikar og ljóðaupplestur í Kristskirkju FRIÐARTÓNLEIKAR sem bera yfirskriftina Stríð/friður verða haldnir í Kristskirkju í Landakoti laugardaginn 28. maí kl. 17. Frum- flutt verður verkið: „Það var vor í Króatíu“, eftir John Speight, samið fyrir kontratenor, flautu, gítar og selló. Textinn er eftir Sæmund Norð- fjörð og Jónas Þorbjarnarson og tengist ferð, sem farin var í fylgd Júgóslava, sem búsettir eru á Is- landi, á hinar stríðshijáðu slóðir. Átakanlegur þáttur um þessa ferð var sýndur í íslenska sjónvarpinu nýlega. Á tónleikunum verður fyrsti opin- beri flutningur á verkinu „Bænir“ eftir Atla Heimi Sveinsson. Hér er um sólókantötu að ræða, fyrir kontratenór, flautu, klarinett, gítar og selló. Textinn er eftir Soren Kirkegaard í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar. Þriðja verkið á þess- um friðartónleikum er „ískvartett" eftir Leif Þórarinsson fyrir fiðlu, flautu, gitar, selló og söngrödd. Tónlistarfólkið sem fram kemur á tónleikunum er: Auður Hafsteins- dóttir fiðluleikari, Árrmann Helga- son klarinettuleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari, Einar Krist- ján Einarsson gítarleikari, Martial Nardeau flautuleikari og Sverrir Guðjónsson kontratenór. Milli tónverka flytur Guðrún Gísladóttir leikkona ljóðaþýðingar Sigurðar A. Magnússonar úr vænt- anlegu ljóðasafni sem gefið verður út af íslandsdeild Amnesty Internat- ional nk. haust undir heitinu „Ur ríki samviskunnar". Friðartónleikarnir Stríð/friður eru haldnir í samvinnu listafólksins, ís- landsdeildar Amnesty International og Barnaheilla, sérstakur styrkta- raðili tónleikanna er Musica Nova. Stofndagur Amnesty Internation- al er 28. maí, en samtökin hafa nú starfað í 33 ár. Sigurður Guðmunds- son myndlistarmaður opnar þennan sama dag sýningu í Gallerí Sólon íslandus, þar sem hann sýnir m.a. myndir sem hann kallar „Amnesty Drawings". Sigrún Eldjárn opnar sýningu í Slunkaríki á laugardag. Sigrún Eldjárn sýnir málverk í Slunkaríki á ísafirði MÁLVERKASÝNING verður opnuð í Slunkaríki, ísafirði, á morgun, laugardaginn 28. maí, kl. 16. Það er Sigrún Eldjárn sem sýnir olíumál- verk unnin á árunum 1992-94. Sigrún hélt síðast sýningu í Lista- safni ASÍ 1993 og aðra minni f Lundúnum sama ár. Þetta er 12. einkasýning hennar. Sigrún vinnur auk málverksins graffkmyndir, vatnslita- og olíupastelmyndir og mun sýnishorn af slíku sjást í Slunkaríki. Sigrún stundar einnig ritstörf og hefur gefið út margar bamabækur. Hún myndskreytir bækur sinar og hefur líka skreytt fjölda bóka annarra höfunda. Sýningin í Slunkaríki verður sem fyrr segir opnuð 28. maí og stendur til 12. júní. Hún er opin frá kl. 16-18 frá fimmtudegi til sunnudags að báðum dögum meðtöldum. Tolli í nýju galleríi TOLLI, Þorlákur Kristinsson, vígir á morgun laugardag, nýjan sýning- arsal í forsal kvikmyndahúss Regn- bogans, sem hlotið hefur nafnið Gallerí Regnbogans. Bíógestir eiga þar kost á að njóta lifandi myndlist- ar fyrir kvikmyndasýningar og í hléum Á sýningu sinni, sem standa mun fram yfír miðjan júlí, mun Tolli sýna sex stór málverk, hvert um sig 180x200 cm. Gallerí Regnbogans verður ávallt opið þegar kvikmynda- sýningar standa yfir. Gunnar Kristinsson sýnir í Listmunahús- inu Ófeigi GUNNAR Kristinsson opnar rnynd- listarsýningu í Listmunahúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, á morgun, laugar- daginn 28. maí, kl. 16. Sýningin fjallar um „erótik" í víð- asta skilningi. Gunnar og Áskell Másson munu fremja tónlistargjöm- inginn „Hljómskúlptúr“ kl. 17. á opnunardaginn. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-16. Sýningunni lýkur 19. júní. Jóhanna Bogadóttir opnar sýningu í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Jóhanna Boga- dóttir sýnir í Vest- mannaeyjum JÓHANNA Bogadóttir opnar sýn- ingu á morgun laugardaginn 28. maí kl. 14 í gamla Eyjakaupshúsinu. Jóhanna hefur sýnt víða um land og víða um heim og nokkrum sinn- um áður I Vestmannaeyjum. Nú er nýlokið sýningu á verkum hennar í Unibank Gallery í New York, en sú sýning var í boði American Scand- inavian Society. Á sýningunni í Vestmannaeyjum verða bæði stór og lítil málverk, olíu-, krítar- og vatnslitamyndir. Sýningin mun standa til 30. maí og er opin alla þijá dagana frá kl. 14-19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.