Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 28. MAÍ Húsnæðismál aldr- aðra í of föstu fari UNDANFARIN ár hefur það sjónarmið verið ríkjandi, í fjöl- miðlum og annars staðar, að aldraðir séu einslitur hópur með svipaðar langanir, þarfir og þrár. Um leið og þátttöku fólks á vinnumarkaði lýkur hefur þeirrar tilhneig- ingar gætt að ýta því einnig til hliðar á öðr- um sviðum, rétt eins og það sé ekki til. Lítið dæmi um þetta er að í skoðanakönnunum eru aldraðir ekki spurðir. Samt gefur það auga leið að við erum eins ólík eftir 67 ára aldur og við vorum fyrir þann tíma. Af þessu leiðir að einhæf stefnumörk- un í málefnum aldraðra er til tjóns, og skal í því sambandi vísað til þess að á árunum 1975 til 1985 miðaði öll uppbygging í þjónustu við aldraða í Reykjavík að sérhönn- uðum íbúðabyggingum. Meiri fjölbreytni Sumum hentar vel að búa í sér- hönnuðu húsnæði á efri árum, inn- an um fólk á svipuðum aldri, öðrum ekki. Þeir kostir sem hafa verið i boði í þessum efnum hafa verið of einhæfir. Á síðari árum hefur orðið við- horfsbreyting í Reykjavík sem lýsir sér í því að nú er lögð áhersla á að öllum sé gert kleyft að dvelja heima eins lengi og unnt er, og að samfélagið leggi til þá þjónustu sem til þarf. Sú hugsun að allir þurfi að minnka við sig húsnæði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir áður en þeir verði of gamlir - stundum orð- að þannig að millilend- ing sé nauðsynleg - er sem sagt ekki lengur lausnarorðið. Falskar forsendur Eitt helsta áhyggju- efni aldraðra er að verða byrði á öðrum þegar heilsunni fer að hraka og hæfileikanum til að sjá um sig sjálf- ur. Margir hafa því í góðri trú keypt sér íbúð í sérhönnuðum íbúða- byggingum aldraðra, en því miður stundum á fölskum forsendum. í sumum þessara íbúðabygginga er í raun enga þá þjónustu að hafa sem þetta fólk er á höttunum eftir. Eina þjón- ustan er aðgangur að félagsmiðstöð þar sem boðið er upp á fjölþætt félagsstarf og þjónustu á staðnum. Allt góðra gjalda vert meðan heilsan er góð, en dugar skammt þegar viðkomandi þarf að fá þjónustuna inn í litlu, sérhönnuðu íbúðina sína. Þá er hann í sömu sporum og sá sem býr í hvaða blokk sem vera skal, með öryggishnapp við hendina. Hjúkrunarrýmin allt of fá Sú þjónusta sem aldraða Reyk- víkinga skortir sárlega í dag, hvort sem þeir hafa farið í minna hús- næði eða ekki, er hjúkrunarrými á sérhönnuðum hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. Hvorki meira né minna en um 150 einstaklingar eru í brýnni þörf fyrir þennan kost. Ár eftir ár vonar fólk að úr ræt- ist - hún amma hlýtur að fá pláss Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna hefur of lengi látið hagsmuni valinna verktakafyrir- tækja hafa forgang í uppbyggingu þjónustu fyrir aldraða, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og telur Sj álfstæðisflokkinn hafa fallið á því prófi eins og mörgum öðrum. á hjúkrunarheimili núna - en það er enga lausn að fá. Það er alltaf einhver á undan í ennþá brýnni þörf: Hjúkrunarrýmin eru allt of fá. í nágrannalöndunum hafa menn lent í þessu sama. Sérhannaðar íbúðir fyrir aldraða hafa verið byggðar á kostnað hjúkrunarrýma, en nú hefur blaðinu verið snúið við og er lögð áhersla á að byggja nú upp þjónustu fyrir þá alelstu sem þurfa hjúkrun síðustu æviárin. Vandi aldraðra kvenna sem búa einar Þeim sem ekki kjósa að „milli- lenda“ þarf að skapa skilyrði til að búa heimá. í mörgum íbúðum í Reykjavík búa ekkjur. Uppkomin börn þeirra eiga fullt í fangi með að sjá um sig og sína. Margar hverj- ar fá ekki háar lífeyrisgreiðslur eftir makann, eiga sjálfar lítinn sem engan lífeyrisrétt, en ná þó þeim tekjum að rétturinn til bóta Al- mannatrygginga skerðist. Kannski væri þeim lítil vorkunn, miðað við ýmsa aðra, ef þær væru ekki skattaðar að fullu og hluti teknanna tvískattaður. Þær þurfa að borga eignaskatt og aðra skatta upp í topp og hafa ekki efni á að halda húseign sinni við. Er þetta skynsamlegt fyrirkomulag frá sam- félagslegu sjónarmiði? Þær hafa í raun ekki efni á að selja, þar sem það er dýrt og eignin oft orðin svo verðlítil að þær geta ekki keypt neitt annað, og þá alls ekki sér- hannaðar söluíbúðir fýrir aldraða. Slíkar íbúðir eru ekki á færi nema þeirra sem albest eru settir í hópi aldraðra. Annarleg uppbygging Valin verktakafyrirtæki í Reykjavík hafa fengið að ráðskast með uppbyggingu öldrunarþjón- ustunnar. Félagasamtök aldraðra hafa ekki getað fengið lóðir nema með því skilyrði að ákveðið bygg- ingarfyrirtæki annist framkvæmd- ir, og því ekki átt þess kost að leita tilboða eða bjóða út verk. Það er mál að linni. Hagsmunatengslin milli borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og verktakafyrirtækjanna sem hann hampar verður að íjúfa. Dæmin sanna, hér sem annars staðar, að einræði í langan tíma þjónar aðeins valdhöfum og gæð- ingum þeirra. Það skapar að sönnu æfða stjórnendur en elur af sér spillingu; á suma skín náðarsól valdsins, en aðrir eru eilíflega úti í kuldanum. Út frá siðferðilegu sjónarmiði er það fráleitt að ákveðnir verktakar hafi hvað mest um það að segja sjálfir hvemig uppbyggingu í þjón- ustu við aldraða skuli háttað. Áldr- aðir Reykvíkingar sem vilja tryggja ævikvöldið eiga betra skilið en rán- dýrar íbúðir á fölskum forsendum. íbúðir sem þeir kaupa í trausti þess að þjónusta sé til reiðu þegar þörfin kallar, en komast svo að því að þessi sama þjónusta er engin þegar hallar undan fæti. Úti í kuldanum Þessi einhæfa uppbygging hefur einnig verið á kostnað þeirra sem ekkert eiga. Þeirra sem aldrei hafa átt eigið húsnæði eða misst það. Þeir í hópi aldraðra sem þannig eru settir þurfa margir að leigja á fijálsum markaði, og það þarf ekki auðugt ímyndunarafl til að sjá hvað þeir eiga eftir til að lifa af þegar búið er að borga húsaleig- una. Hlutskipti þessa fólks hefur verið gefinn of lítill gaumur. Það er mál til komið í þessum efnum sem öðrum að hagsmunir hins al- menna borgara verði settir í önd- vegi. Gæðingarnir hafa makað krókinn nógu lengi. Fjölþætta þjónustu fyrir aldraða Aldraðir eiga að geta valið á milli raunhæfra kosta þegar ævi- kvöldið rennur upp, óháð efnahag og stöðu. En til þess að svo megi verða þarf að byggja upp fjölþætta þjónustu. Vill fólk búa í blandaðri byggð með fólki á öllum aldri, eða með jafnöldrum sínum? Leigja eða kaupa? Geta menn verið vissir um að fá nauðsynlega þjónustu og hjúkrun þegar þörf er á, hvað sem líður millilendingum í húsnæðis- málunum? Of lengi hefur borgarstjórnar- flokkur sjálfstæðismanna látið hagsmuni valinna verktakafyrir- tækja hafa forgang í uppbyggingu þjónustu fyrir aldraða. Sjálfstæðis- menn hafa fallið á prófinu í þessum málaflokki eins og svo mörgum öðrum. Hefjum til vegs hagsmuni þeirra sem eiga að verða þjón- ustunnar aðnjótandi. í því skyni kýstu R-listann á laugardaginn. Höfundur er borgarsijóraefni R-listans. Snertingin við Vetrarbrautina VESTFIRZK kona, sem nú er gengin fyrir ætternisstapann, sagði eitt sinn við dóttur sína: „Það ætti að byggja veitingaskála - eins konar höli uppi á Öskjuhlíðinni efst og svo ætti að byggja brú yfir Fossvoginn, svo elskendur gætu leiðzt og gengið þar um ann- aðhvort á leið í gilda- skálann eða á leiðinni frá honum.“ Þetta sagði konan, en hún kom frá ísa- Qarðardjúpi - úr Lágadal - en einhver sagði að þangað bærust skeyti utan úr geimnum jafnt og þétt meira en annars staðar. Önnur næm manneskja, hvorki meira né minna en meistari Kjarval sagði þetta um Perluna, áður en hún varð að veruleika - það mun hafa verið 1930 í bók hans Gijót, sem ilmar af skáldskap eins og myndverk hans: „Einu sinni þegar einn smiður ætlaði að biðja guð afsökunar á, hvað hann hefði haft áhrif á verk mannanna, þá varð náttúran fyrri til og var búin að gefa honum merkilegar hugmyndir, áður en hann var búinn að bera fram afsökunina. Merkilegasta hug- myndin var að byggja höll eða musteri inn á Öskjuhlíð." Svo bætti meistari Kjarval við: „Átti að þekja must- erishliðamar spegil- hellum, svo að norður- ljósin gætu nálgast fætur mannanna - átti að skreyta þakið krist- öllum allavega litum og ljóskastari átti að vera efst á mæninum, sem lýsti út um alla geima.“ Perlan - þessi glæsilega orkustöð, sem býður upp á tilbreytni frá hversdagsleikanum er alltaf að sækja í sig veðrið. Perl- an er eins og mannvera, sem fer gegnum ýmis þróunarstig. Alltaf er að koma meiri og meiri fylling í andrúmsloftið þar og allt hið innra í þessu sloti, sem reis eins og ævin- týrahöll fyrir þrem árum nákvæm- lega þann 19. júní næstkomandi. Ingimundur Sveinsson arkitekt er á heimsmælikvarða með þessu sýn- ishomi af list. Og eins og allir vita eða ættu að vita, þá gegnir þetta listræna mannvirki mikilvægu hlut- verki — einu því mikilvægasta í Perlan - þessi glæsilega orkustöð, sem býður upp á tilbreytni frá hversdagsleikanum, segir Steingrímur St.Th. Sigurðsson, er alltaf að sækja í sig veðrið. kynningu á Metropolitan Reykjavík. Sem nytsamleg bygging svarar Perlan að vissu leyti til Empire State Building í New York, Covent Garden í London, Eiffel-tumsins í París eða jafnvel Pompideou-safns- ins. Allar þessar áður greindu bygg- ingar á framandi storð em þmngn- ar krafti, bæði mannlegum og guð- legum eins og Perlan í Reykjavík. Svo var það eitt kvöldið - að kvöldi sunnudags, að kvartett gerði sér glaðan dag og brá sér í Perluna avec style eins og Fransarinn kallar vissa viðhöfn. Það var jazzkvöld - fátt finnst þeim, sem þetta skrifar, meira freistandi í andlegri nautn en að hlusta á gamlan jazz, Dixie- land eða Blues frá New Orleans eða Kansas City eða Chicaco. Borð hafði verið pantað hjá öðmm veitinga- stjóranum, Halldóri Skaptasyni. Gítarleikarinn Björn Thoroddsen, sem er thoroddsenastur allra Thor- oddsena með þennan bullandi list- talent í geninu, átti að leika þessa gala-night. FVrirliði kvartettsins var sem sagt mættur þarna með dóttur sína og tengdason og virðulega glæsi- lega vinkonu, sem alltaf minnir á málverk eftir Modigliani. Allt liðið í fínasta pússi. Greinarhöfundur í splunkunýjum miðnæturbláum tví- hnepptum kambgams (alias gabbadinín) fötum Italiano, frá Sergio Rossi, en slíkum fötum hafði hann ekki klæðzt síðan hann var heyrari við gamla M.A. forðum dagá fyrir 34-40 árum. Þessi föt eru bara til í einu eintaki og höndl- uð í neðanjarðarboutique hjá frönskum Austfirðingi (sjóreknum) sem hefur suðrænan listrænan smekk á fötum, ekki skandinvískan, kannski örlítið mafíósískan hins vegar. Skyrtan ítölsk með dimm- rauðum röndum, silfurnisti stórt með víkingamunstri í stað bindis og hálsklúts, Texasskór svo gljá- pússaðir að það mátti spegla sig í þeim. Sparivinkonan virðulega var í fínasta pússi kínversk-hvítu, sem hún saumaði sjálf á listræna vísu. Einkadóttirin sem alltaf er skemmtilega pjöttuð var líka glerfín og í góðu skapi og svo var það tengdasonurinn hann Rico, sem mætti eins og ítalskur bissnessmað- ur að stíga út úr einkaþotu á Heath- row flugvelli í London á leið í við- skiptin, dökkur, laglegur maður. Þetta átti að heita áferðarsnoturt lið. Skömmu seinna birtist yfírfram- reiðslumeistarinn í Perlunni, hann Kiddi vinur minn til margra ára ættaður undan Jökli og hefur lengri feril í starfi en flestir aðrir, hafði byijað á Hótel Borg ellefu ára sem lyftudrengur og piccallo. Hann serveraði manni oftlega í gamla Þórskaffi, þá er leitað var að gleði þar fyrir 15-20 árum, stundum með árangri. Þá var Krummi Hrafn Jónsson boxari á lífi, sem Ieigði manni herbergi í Brautarholti heilan NYJA SENDIBILASTOÐIN 685000 Þjónusta á þínum vegum Hugleiðing um Perluna Steingrímur St.Th. Sigurðsson. vetur steinsnar frá aðal-gleðistað Reykjavíkur. Þá var töluverð léttúð stunduð á köflum. Sú var tíðin seg- ir í bókum. Halldór Skaptason, yfirveitinga- stjóri, sem kemur næst Stefáni Sig- urðssyni sem yfirmaður, vísaði nú uppí turninn heimsfræga, sem jap- anskur kaupsýslumaður, alheims- ferðalangur (globetrotter) fullyrti, að væri mest spennandi og glæsi- legasti bar í öllum heiminum. Þar var pantaður drykkur, fordrykkur, kók úr gleri með klaka og sítrónu- sneiðum handa greinarhöf., eitt- hvað álíka létt handa sparivinkon- unni, og eitthvað ofurlétt menning- arlegt vínum handa ungu hjónun- um. Halldór, sem áður er getið, er með æðilangan feril í fram- reiðslufaginu og kann stíl í grein- inni. Og eins hann Kiddi, sem er húmoristi af guðs náð og virtúos í mannlegum samskiptum. Þeir fé- lagar skapa báðir sérstaka stemmningu ekki síður en góðir þjónar á kaffihúsi í París, til að mynda á vinstri bakkanum. Nokkru síðar var boðið að borð- inu. Svo hófst fimmréttuð eða sex- réttuð máltíð, sem var eins og ævintýri. Góður matur á að vera eins og gott vín segir ítalinn vinur minn einn á ítalia Ristorante við Laugaveg 11. Nú byijaði hringekj- an að snúast og skömmu síðar upphófst le jazz og allir voru í góðu skapi. Þetta var langt borðhald eins og tíðkast í Frakklandi og Ítalíu og skildi eftir gleði. Perlan er eins og áður segir þriggja ára innan mánaðar. Hún heldur áfram að blíva eins og óska- barn góðra Reykvíkinga og góðra íslendinga með smekk fyrir listum og menningu og fagurrænum hlut- um. Og Perlan mun eilíflega vera í snertingu við vetrarbrautina sem orkustöð framtíðar. Hiifundur cr iistamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.