Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 45 SPURT OG SVARAÐ UM BORGARMÁL LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS Arni Sigfússon borgarstjóri svarar spurningum lesenda Ami Sigfússon borg- arstjóri í Reykjavík og efsti maður á framboðslista sjálf- stæðisfólks í borgar- stjómarkosningum, sem fram fara 28. maí næstkomandi, svarar spurningum í Morgunblaðinu um borgarmál i tilefni kosninganna. Les- endur Morgunblaðs- ins geta hringt til ritstjómar blaðsins í síma 691100 á milli kl. llogl2ídag og lagt spumingar fyrir borg- arstjóra sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast siðan í þættinum Spurt og svarað um borgar- mál. Einnig má senda spumingar í bréfi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, ritsljóm Morgunblaðsins, pósthólf 3040,103 Reykjavík. Nauðsyn- legt er að nafn og heimilisfang spyij- anda komi fram. Lóð í einkaeign Eðvarð Björgvinsson, Brautar- holti 22, 105 Reykjavík, spyr: Stendur til að lagfæra lóðina á horni Brautarholts og Borgartúns og á hvers vegum er þessi lóð? Svar: I spurningunni er augljóslega villa. Eg geng út frá því að misrit- ast hafi Borgartún í staðinn fyrir Nóatún og átt sé við horn Braut- arholts og Nóatúns. Því er til að svara að homlóð þessi, sem er baklóð Laugavegar 168, er í einkaeign og ekki á valdi borgar- innar að lagfæra þar, en í fram- haldi af þessari fyrirspurn verður þeim tilmælum beint til lóðarhafa að þeir gangi almennilega frá þessu horni. Það er löngu tíma- bært. Öryggi borgaranna Brynja Sigurmundsdóttir, Klapparbergi 31, 111 Reykjavík, spyr: Hvað er fyrirhugað að gera í lögreglumálum í borginni. Mikill seinagangur er ríkjandi í mörgum aðgerðum lögreglunnar og má síðast nefna árásarmálið í Breið- holti, þar sem ráðist var á ungan stúdent að fjölskyldu hans og vin- um ásjáandi. Það hefur bæði ver- ið brotist inn í bíl hjá mér og stol- ið frá mér, þannig að ég veit að full þörf er á lögvernd í þessu hverfi. Ef það er skortur á fé sem háir lögreglunni er þá ætlunin að ráða bóta á þeim vanda? Svar: Um leið og ég vek athygli á því að ríkið en ekki Reykjavíkur- borg fer með stjórn lögreglunnar og ræður fjárveitingum til hennar vil ég ítreka það sem ég hef sagt oft áður, að borgaryfirvöld vilja gera allt sem í þeirra valdi stend- ur til að tryggja öryggi borg- arbúa. Fyrirrennari minn, Markús Örn Antonsson, beitti sér með árangri fyrir meiri og betri lög- gæslu, sérstaklega í miðborginni. Þann stutta tíma sem ég hef ver- ið borgarstjóri hef ég stofnað til góðs samstarfs við lögregluna. Eg átti fund með dómsmálaráð- herra og lögreglustjóra í lögreglu- stöðinni í Breiðholti þar sem starf lögreglunnar hefur verið frábært ,og mun haft til fyrirmyndar við stofnun lögreglustöðva í öðrum hverfum sem ég mun beita mér fyrir. Reykjavíkur- flugvöllur Hulda Guðrún Pálsdóttir, Rekagranda 1, 107 Reykjavík spyr: Mér skilst að það séu hugmynd- ir uppi hjá sumum frambjóðend- um R-Iistans um að leggja niður Reykjavíkurflugvöll sem myndi kosta Reykvíkinga og lands- byggðarfólk mikinn tíma og fyrir- höfn ef fara þyrfti langt út fyrir borgina til að komast í innan- landsflug. Er eitthvað ákveðið um þetta og hvað segir þú? Svar: Engin ákvörðun liggur fyrir um að leggja niður Reykjavíkurflug- völl. Eg tel ekki skynsamlegt að afsala sér því mikla hagræði sem fylgir núverandi staðsetningu flugvallarins fyrir innlent áætl- unarflug. Einkaflug og kennslu- flug mætti hins vegar vel hugsa sér að flytja og hafa hugmyndir um það verið í athugun. Aðstaða Þróttar Unnur Bjarklind, húsmóðir og íþróttamaður spyr: Hvað ætlar þú að gera til að Þróttur fái mannsæmandi aðstöðu til æfinga? Munt þú leiða hina ungu og upprennandi Þróttara inn um dyr Laugardalshallar? Svar: Ég tel rétt að svara á þessum vettvangi ofangreindri fyrirspurn sem birtist í Morgunblaðinu mið- vikudaginn 25. maí sl. í dálknum „Bréf til blaðsins". Gengið hefur verið frá samningi við Knatt- spyrnufélagið Þrótt fyrir nokkru síðan um að félagið fái aðstöðu til æfinga í Laugardalshöll strax í haust. RADAUGl YSINGAR Uppboð Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp á Elds- höfða 4, á athafnasvæði Vöku hf., laugardag- inn 28. maí 1994, kl. 13.30. A-8944, G-18319, GD-417, GO-778, GÖ-506, HD-159, HH-444, HJ-488, IC-356, IE-326, JH-577, JS-947, JX-104, K-3112, KR-785, KU-919, LM-959, GJ-725, PB-307, EV-689, R-29455, R-36289, R-43679, IL-472, R-8813, UE-223, IG-137, IX-565, Ö-3215, TO-854, HP-014, PF-422, KV-625, RH-142, XT-748, XJ-975, MT-485, VV-684, IK-774, HR-447, R-52273, GD-958, FT-860, A-2827, FY-256, IB-174, IG-520, LG-051, VX-424, VY-024, HO-321, JR-690, GD-958, R-52273, FT-860, R-6117, og væntanlega fleiri bifreiðir og tæki. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Reykjavík. Sumartími Frá og með 1. júní nk. til 1. september 1994 verður skrifstofan opin frá kl. 8.00-16.00. Lögmenn Höfðabakka, Innheimtustofan Höfðabakka, Árnason & Co. Höfðabakka 9, Reykjavík. Innritun Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja Innritun er hafin í 19 vikna tölvunámið Tölvu- notkun í fyrirtækjarekstri sem hefst í haust. Unnt er að stunda námið með vinnu. Nánari upplýsingar í síma 697769 eða 621066. Mosfellsbær -tengibygging Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í að byggja tengibyggingu milli íþróttahúss og sundlaug- ar á Varmá. Stærð: 544,0 m2 1889,9 m3 . Útboðsgagna má vitja á skrifstofu Mosfells- bæjar, Hlégarði, frá og með þriðjudeginum 24. maí nk. kl. 13.00 gegn 10.000 kr. skila- tryggingu. Tilþoðin verða opnuð á sama stað föstudag- inn 3. júní nk. kl. 11.00. Tæknifræðingur Mosfellsbæjar. HÚSEIGENDUR HÚSFÉLÖG ÞARF AÐ GERA VIÐ í SUMAR? VANTAR FAGLEGAN VERKTAKA? í Viðgerðadeild Samtaka iðnaðarins eru aðeins viðurkennd og sérhæfð fyrirtæki með mikla reynslu. Leitið upplýsinga í síma 16010 og fáið sendan lista yfir trausta viðgerðaverktaka. SAMTÖK IÐNAÐARINS Knattspyrnudeild KR Knattspyrnudeild KR óskar eftir fullbúinni 4ra herbergja íbúð á leigu hið fyrsta, helst í Vest- urbænum. Leigutími fram í október. Upplýsingar í síma 27181. » " SmO auglýsirigor NY-UNG KFUM & KFUK Holtavegi Samvera í kvöld kl. 20.30. „Trú, von og kærleikur". Sr. Sigfús Ingvarsson og Laufey Gísladóttir sjá um samveruna. Eftir samver- una grillum við saman. Komdu með eitthvað á grillið. Allir eru verlkomnir á samverur Nýungar. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 68253’ Göngudagur Ferðafélagsins sunnudaginn 29. maí Fjölskylduganga (1'/i klst.) kl. 13. Lengri ganga (3-4 klst.) kl. 10.30. Göngudagurinn sem haldinn er í 16. sinn er núna tileinkaður ári fjölskyldunnar. Vestfjarðaleið gefur aksturinn og þátttöku- gjald er því ekkert. Kl. 13.00 Fjölskyldugangan: Sil- ungapollur-Heiðmörk. Farið um lítt kunnar slóðir hjá Silungapolli og í norðanverðri Heiðmörk. Sérlega fallegt svæði sem kem- ur verulega á óvart. Um 1,5 klst. ganga. Kl. 10.30 Lengri gangan: Sand- fell-Selfjall. Ekið inn á Bláfjalla- veginn og gengið þaðan um Sandfell og Selfjall í Heiðmörk. Hóparnir hittast f fallegri laut innan Heiðmerkurgirðingar við söng, hljóðfæraleik og veiting- ar. Mjólkursamsalan gefur drykki. Brottför með rútum frá BSf, austanmegin og Mörkinni 6 og við ítrekum að þátttökugjald er ekkert. Þátttakendur á eigin bílum mæti við Heiðmerkurhlið ofan Silungapolls. Fjölmennið og njótið hollrar hreyfingar og útiveru með Ferðafélaginu. Ferðafélag Islands. FERDAFELAG @ ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Laugardagur 28. maí kl. 10.00 Jarðfræðiskoðunarferð um Reykjanesskaga Sameiginleg ferð FÍ og Hins íslenska náttúrufræðifélags. Leiðbeinendur verða jarðfræð- ingarnir Sigmundur Einarsson og Magnús Sigurgeirsson, en báöir hafa unnið að kortlagningu á eldstöðvum og hraunum á Reykjanesskaga. Skoðaðar verða helstu eldstöðvar og hraun frá sögulegum tíma m.a. úti á Reykjanesi. Verð 1.800,- kr., ókeypis f. börn 15 ára og yngri m. foreldrum sínum. Brott- för frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Árbók FÍ1994 er komin út: Titill bókarinnar, Ystu strandir norðan Djúps, vísar til ysta og nyrsta hluta Vestfjarðakjálkans norðan Isafjarðardjúps. M.a. nær landlýsingin frá Kaldalóni, um Snæfjallaströnd, Grunnavík, Jökulfirði, Aðalvík, Hornstrandir og strandlengjuna niður í Ing- ólfsfjörð. Óvenju glæsileg bók og fróðleg, prýdd yfir 220 litmyndum. Ár- bókina fá allir félagsmenn gegn greiðslu árgjalds sem nú er 3.100 kr. óbreytt frá í fyrra. Gerist félagar strax! Ferðafélag íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.