Morgunblaðið - 27.05.1994, Page 45

Morgunblaðið - 27.05.1994, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 45 SPURT OG SVARAÐ UM BORGARMÁL LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS Arni Sigfússon borgarstjóri svarar spurningum lesenda Ami Sigfússon borg- arstjóri í Reykjavík og efsti maður á framboðslista sjálf- stæðisfólks í borgar- stjómarkosningum, sem fram fara 28. maí næstkomandi, svarar spurningum í Morgunblaðinu um borgarmál i tilefni kosninganna. Les- endur Morgunblaðs- ins geta hringt til ritstjómar blaðsins í síma 691100 á milli kl. llogl2ídag og lagt spumingar fyrir borg- arstjóra sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast siðan í þættinum Spurt og svarað um borgar- mál. Einnig má senda spumingar í bréfi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, ritsljóm Morgunblaðsins, pósthólf 3040,103 Reykjavík. Nauðsyn- legt er að nafn og heimilisfang spyij- anda komi fram. Lóð í einkaeign Eðvarð Björgvinsson, Brautar- holti 22, 105 Reykjavík, spyr: Stendur til að lagfæra lóðina á horni Brautarholts og Borgartúns og á hvers vegum er þessi lóð? Svar: I spurningunni er augljóslega villa. Eg geng út frá því að misrit- ast hafi Borgartún í staðinn fyrir Nóatún og átt sé við horn Braut- arholts og Nóatúns. Því er til að svara að homlóð þessi, sem er baklóð Laugavegar 168, er í einkaeign og ekki á valdi borgar- innar að lagfæra þar, en í fram- haldi af þessari fyrirspurn verður þeim tilmælum beint til lóðarhafa að þeir gangi almennilega frá þessu horni. Það er löngu tíma- bært. Öryggi borgaranna Brynja Sigurmundsdóttir, Klapparbergi 31, 111 Reykjavík, spyr: Hvað er fyrirhugað að gera í lögreglumálum í borginni. Mikill seinagangur er ríkjandi í mörgum aðgerðum lögreglunnar og má síðast nefna árásarmálið í Breið- holti, þar sem ráðist var á ungan stúdent að fjölskyldu hans og vin- um ásjáandi. Það hefur bæði ver- ið brotist inn í bíl hjá mér og stol- ið frá mér, þannig að ég veit að full þörf er á lögvernd í þessu hverfi. Ef það er skortur á fé sem háir lögreglunni er þá ætlunin að ráða bóta á þeim vanda? Svar: Um leið og ég vek athygli á því að ríkið en ekki Reykjavíkur- borg fer með stjórn lögreglunnar og ræður fjárveitingum til hennar vil ég ítreka það sem ég hef sagt oft áður, að borgaryfirvöld vilja gera allt sem í þeirra valdi stend- ur til að tryggja öryggi borg- arbúa. Fyrirrennari minn, Markús Örn Antonsson, beitti sér með árangri fyrir meiri og betri lög- gæslu, sérstaklega í miðborginni. Þann stutta tíma sem ég hef ver- ið borgarstjóri hef ég stofnað til góðs samstarfs við lögregluna. Eg átti fund með dómsmálaráð- herra og lögreglustjóra í lögreglu- stöðinni í Breiðholti þar sem starf lögreglunnar hefur verið frábært ,og mun haft til fyrirmyndar við stofnun lögreglustöðva í öðrum hverfum sem ég mun beita mér fyrir. Reykjavíkur- flugvöllur Hulda Guðrún Pálsdóttir, Rekagranda 1, 107 Reykjavík spyr: Mér skilst að það séu hugmynd- ir uppi hjá sumum frambjóðend- um R-Iistans um að leggja niður Reykjavíkurflugvöll sem myndi kosta Reykvíkinga og lands- byggðarfólk mikinn tíma og fyrir- höfn ef fara þyrfti langt út fyrir borgina til að komast í innan- landsflug. Er eitthvað ákveðið um þetta og hvað segir þú? Svar: Engin ákvörðun liggur fyrir um að leggja niður Reykjavíkurflug- völl. Eg tel ekki skynsamlegt að afsala sér því mikla hagræði sem fylgir núverandi staðsetningu flugvallarins fyrir innlent áætl- unarflug. Einkaflug og kennslu- flug mætti hins vegar vel hugsa sér að flytja og hafa hugmyndir um það verið í athugun. Aðstaða Þróttar Unnur Bjarklind, húsmóðir og íþróttamaður spyr: Hvað ætlar þú að gera til að Þróttur fái mannsæmandi aðstöðu til æfinga? Munt þú leiða hina ungu og upprennandi Þróttara inn um dyr Laugardalshallar? Svar: Ég tel rétt að svara á þessum vettvangi ofangreindri fyrirspurn sem birtist í Morgunblaðinu mið- vikudaginn 25. maí sl. í dálknum „Bréf til blaðsins". Gengið hefur verið frá samningi við Knatt- spyrnufélagið Þrótt fyrir nokkru síðan um að félagið fái aðstöðu til æfinga í Laugardalshöll strax í haust. RADAUGl YSINGAR Uppboð Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp á Elds- höfða 4, á athafnasvæði Vöku hf., laugardag- inn 28. maí 1994, kl. 13.30. A-8944, G-18319, GD-417, GO-778, GÖ-506, HD-159, HH-444, HJ-488, IC-356, IE-326, JH-577, JS-947, JX-104, K-3112, KR-785, KU-919, LM-959, GJ-725, PB-307, EV-689, R-29455, R-36289, R-43679, IL-472, R-8813, UE-223, IG-137, IX-565, Ö-3215, TO-854, HP-014, PF-422, KV-625, RH-142, XT-748, XJ-975, MT-485, VV-684, IK-774, HR-447, R-52273, GD-958, FT-860, A-2827, FY-256, IB-174, IG-520, LG-051, VX-424, VY-024, HO-321, JR-690, GD-958, R-52273, FT-860, R-6117, og væntanlega fleiri bifreiðir og tæki. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Reykjavík. Sumartími Frá og með 1. júní nk. til 1. september 1994 verður skrifstofan opin frá kl. 8.00-16.00. Lögmenn Höfðabakka, Innheimtustofan Höfðabakka, Árnason & Co. Höfðabakka 9, Reykjavík. Innritun Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja Innritun er hafin í 19 vikna tölvunámið Tölvu- notkun í fyrirtækjarekstri sem hefst í haust. Unnt er að stunda námið með vinnu. Nánari upplýsingar í síma 697769 eða 621066. Mosfellsbær -tengibygging Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í að byggja tengibyggingu milli íþróttahúss og sundlaug- ar á Varmá. Stærð: 544,0 m2 1889,9 m3 . Útboðsgagna má vitja á skrifstofu Mosfells- bæjar, Hlégarði, frá og með þriðjudeginum 24. maí nk. kl. 13.00 gegn 10.000 kr. skila- tryggingu. Tilþoðin verða opnuð á sama stað föstudag- inn 3. júní nk. kl. 11.00. Tæknifræðingur Mosfellsbæjar. HÚSEIGENDUR HÚSFÉLÖG ÞARF AÐ GERA VIÐ í SUMAR? VANTAR FAGLEGAN VERKTAKA? í Viðgerðadeild Samtaka iðnaðarins eru aðeins viðurkennd og sérhæfð fyrirtæki með mikla reynslu. Leitið upplýsinga í síma 16010 og fáið sendan lista yfir trausta viðgerðaverktaka. SAMTÖK IÐNAÐARINS Knattspyrnudeild KR Knattspyrnudeild KR óskar eftir fullbúinni 4ra herbergja íbúð á leigu hið fyrsta, helst í Vest- urbænum. Leigutími fram í október. Upplýsingar í síma 27181. » " SmO auglýsirigor NY-UNG KFUM & KFUK Holtavegi Samvera í kvöld kl. 20.30. „Trú, von og kærleikur". Sr. Sigfús Ingvarsson og Laufey Gísladóttir sjá um samveruna. Eftir samver- una grillum við saman. Komdu með eitthvað á grillið. Allir eru verlkomnir á samverur Nýungar. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 68253’ Göngudagur Ferðafélagsins sunnudaginn 29. maí Fjölskylduganga (1'/i klst.) kl. 13. Lengri ganga (3-4 klst.) kl. 10.30. Göngudagurinn sem haldinn er í 16. sinn er núna tileinkaður ári fjölskyldunnar. Vestfjarðaleið gefur aksturinn og þátttöku- gjald er því ekkert. Kl. 13.00 Fjölskyldugangan: Sil- ungapollur-Heiðmörk. Farið um lítt kunnar slóðir hjá Silungapolli og í norðanverðri Heiðmörk. Sérlega fallegt svæði sem kem- ur verulega á óvart. Um 1,5 klst. ganga. Kl. 10.30 Lengri gangan: Sand- fell-Selfjall. Ekið inn á Bláfjalla- veginn og gengið þaðan um Sandfell og Selfjall í Heiðmörk. Hóparnir hittast f fallegri laut innan Heiðmerkurgirðingar við söng, hljóðfæraleik og veiting- ar. Mjólkursamsalan gefur drykki. Brottför með rútum frá BSf, austanmegin og Mörkinni 6 og við ítrekum að þátttökugjald er ekkert. Þátttakendur á eigin bílum mæti við Heiðmerkurhlið ofan Silungapolls. Fjölmennið og njótið hollrar hreyfingar og útiveru með Ferðafélaginu. Ferðafélag Islands. FERDAFELAG @ ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Laugardagur 28. maí kl. 10.00 Jarðfræðiskoðunarferð um Reykjanesskaga Sameiginleg ferð FÍ og Hins íslenska náttúrufræðifélags. Leiðbeinendur verða jarðfræð- ingarnir Sigmundur Einarsson og Magnús Sigurgeirsson, en báöir hafa unnið að kortlagningu á eldstöðvum og hraunum á Reykjanesskaga. Skoðaðar verða helstu eldstöðvar og hraun frá sögulegum tíma m.a. úti á Reykjanesi. Verð 1.800,- kr., ókeypis f. börn 15 ára og yngri m. foreldrum sínum. Brott- för frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Árbók FÍ1994 er komin út: Titill bókarinnar, Ystu strandir norðan Djúps, vísar til ysta og nyrsta hluta Vestfjarðakjálkans norðan Isafjarðardjúps. M.a. nær landlýsingin frá Kaldalóni, um Snæfjallaströnd, Grunnavík, Jökulfirði, Aðalvík, Hornstrandir og strandlengjuna niður í Ing- ólfsfjörð. Óvenju glæsileg bók og fróðleg, prýdd yfir 220 litmyndum. Ár- bókina fá allir félagsmenn gegn greiðslu árgjalds sem nú er 3.100 kr. óbreytt frá í fyrra. Gerist félagar strax! Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.