Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími691100 • Símbréf 691329 Dýraglens Grettir Ferdinand “•s Ertu að róa uppí móti eða niðrí móti? Fyrirgefðu ... ég ætlaði ekki að rugla þig ... ( 50RRY.. r pipn't MEAN TO CONRiSE v YOU.. y Að gefnu tilefni! Frá Katrínu Dalhoff Dannheim: í SAMBANDI við útgáfu geisla- disks í tilefni 75 ára afmælis Rögn- valdar Sigutjónssonar, upplýsist hér með að rangt er um getið 5 fylgibæklingi nefndrar geislaplötu, þar sem staðhæft er að Hans Step- anek hafi verið fiðlukennari Tónlist- arskóla Reykjavíkur frá árinu 1935, þar sem rétt væri og sannleikanum samkvæmt, að Stepanek kenndi fiðluleik við Tónlistarskóla Reykja- víkur frá hausti ársins 1931, sem var annað starfsár skólans, sem hóf göngu sína haustið 1930. Má í þessu sambandi geta þess hér að fyrsta starfsárið var Karl Heller (einnig Austurríkismaður) fiðlukennari skólans. Þá væri ekki úr vegi að nefna aðra meinlega villu í bæklingi þessum, þar sem þess er getið að undirrituð hafi leikið um tíma í Sinfóníuhljómsveitinni - þar sem aldarfjórðungur væri nær sanni og skýrara til orða tekið. . Kunnugt er öllum þeim sem hafa látið sig hljómsveitina eitthvað skipta, að áður en SÍ var formlega stofnuð árið 1950 starfaði árum saman sú hin sama hljómsveit þótt með öðru nafni væri, sem sé Hljóm- sveit Reykjavíkur, mestmegnis með sömu hljóðfæraleikurum sem síðar við stofnun SÍ árið 1950. Það er því engan veginn svo að SÍ hafi árið 1950 bara sprottið eins og gorkúla alsköpuð úr iðrum jarð- ar. En engu er líkara en aldrei hafi starfað hljómsveit hér ef fylgst er með gangi mála. En það er nú öðru nær, því hér höfðu verið að verki - og þáð árum saman - hámenntaðir tónlistarmenn, eins og dr. Urbancik, Robert Abraham Ottósson, sem ásamt dr. Franz Mixa - sem fyrst- ur hafði afskipti af hljómsveit þess- ari svo um munaði, hófu brautryðj- endastarf sitt í þágu hljómsveitar og yfirleitt tónmennt íslendinga, en fengu ósjaldan vanþakklæti fyrir. Yrði of langt upp að telja öll þau meistaraverk tónbókmenntanna sem færð voru upp með þessum ágætu tónlistarmönnum, kórverk - oratorium - og þá ekki síst hin stærstu hljómsveitarverk. Og það allt áður en SÍ var stofnuð árið 1950. Er það því beinlínis fölsun á stað- reynd að miða hljómsveitarstarf- semi SÍ við árið 1950, eins og aldr- ei hefði hér hljómsveit starfað. En hljómsveitin fékk nú fast undir fót- um, ef svo mætti segja, þar sem áður var barist í bökkum, og oft örvænt um framtíð hljómsveitar. Er það því gleðiefni að hljómsveitin stendur nú um árabil að öllum lík- indum á föstum grunni, og með öllu þessu prýðilega unga tónlistar- fólki sem þar fyllir sæti. Ætla mætti þó að engin hljóm- sveit hefði hafið göngu sína árið 1950 án þess sem á undan var gengið. Að íslenska þjóðin var svo heppin að fá þessa ágætu tónlistarmenn hingað, og það á réttum tíma - var einungis því að þakka - svo maka- laust sem það kann að virðast - er sú staðreynd að þeir urðu að flýja land sitt, Þýskaland, undan ógnum nasista. Á eðlilegum tímum hefðu þessir tónlistarmenn eflaust aldrei stigið fæti á íslenska grund. En án þessara manna og einnig annarra sem lögðu hönd á plóginn, hefði að Mkindum engin SÍ verið stofnuð árið 1950 - ef til vill engin hljómsveit til. Þá kemur og í þessum fyrrnefnda bæklingi önnur villa, sem auðsjáan- lega fæðist af þeirri fyrri - sem sé að dr. Edelstein hafi leikið með Sí frá árinu 1950, sem er algjör fjarstæða, því dr. Edelstein lék á sitt selló í allri hljómsveitarstarf- semi hér öll þau ár frá því hann kom til íslands árið 1937 - (sem þó virðist vera rétt haft eftir í fyrr- nefndum bækhngi) - og vann að því frá fyrstu byrjun að efla tónlist- arMf íslendinga og það af eldmóði. KATRIN DALLIOFF DANNHEIM, 21217 Seevetal, Meckelfeld, Rehenwiesen 19, Þýskalandi. Hlær nú Hriflu-Jónas Frá Boga Ingimarssyni: í GEGNUM árin hefur það verið Reykvíkingum sífellt undrunarefni hversu einn stjómmálaflokkur hefur enzt til að fjandskapast út í höf- uðborgina. Hvort sem deiit var um mjólkursölu fyrir stríð, verðjöfnun á eldsneyti síðustu daga eða misvægi atkvæða alla tíð hafa framsóknar- menn staðið gegn öllu því er Reykja- vík mætti verða til heilla. í ríkisstjóm hafa þeir eftir mætti beitt ríkisvaldinu gegn höfuðborg- Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. inni, má nefna að eitt sipn settu þeir miklar fjöldatakmarkanir í menntaskóla Reykjavíkur, lágur húshitunarkostnaður Reykvíkinga hefur jafnan verið þeim mikill þyrn- ir í augum og hafa þeir ítrekað reynt að fá hann hækkaðan svo niður- greiða megi hann annars staðar. Þá er á allra vitorði að þeir ger- ast ekki reiðari en þegar einhver gerist svo djarfur að halda því fram að Reykvíkingar ættu ef til vill ekki að hafa öMu minni kosningarétt til Alþingis en aðrir landsmenn. Það er því ekki að ástæðulausu sem reykvískir kjósendur hafa sjald- an séð sérstaka ástæða til að fylkja sér um Framsóknarflokkinn. Þang- að til nú. Nú virðast kannanir benda til þess að framsóknarmönnum hafí tekizt að slá ryki í augu fólks og svíkja sig inn á Reykvíkinga. Og þó ýmsum góðum Reykvíkingi muni nokkuð bregða í brún er nokk- uð víst að á öðru tilverustigi hlakki í Jónasi heitnum frá Hriflu þegar þau heiðurshjón Sigrún Magnús- dóttir og Páll Pétursson verða tekin við gestgjafahlutverki í Höfða. BOGIINGIMARSSON, Flókagötu 56, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.