Morgunblaðið - 27.05.1994, Page 60

Morgunblaðið - 27.05.1994, Page 60
Mmííd -setur brag á sérhvern dag! MORG UNBIADIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SlMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Kristinn Tíu blýantar og tvær reglustikur UNDANFARIÐ hefur verið unn- ið að þvi á Manntalsskrifstofu Reykjavíkur að undirbúa borgar- sljórnarkosningarnar sem fram fara á morgun. Starfið felst með- al annars í því að panta og taka saman tíu blýanta, tvær reglu- stikur, yddarar og strokleður til að setja í hverja þeirra 98 kjör- deilda sem í Reykjavík eru. Tvær _í^-konur vinna við þetta og að sögn Érlu Magnúsdóttur, sem sést á myndinni, er þetta sett í tösku, ásamt tveimur deildarskrám, Saltverksmiðjan Tilboði hafnað TILRAUNIR til að fá hollenska fyr- irtækið AKZO til að halda tímabund- ið áfram að kaupa heilsusalt frá saltverksmiðjunni á Reykjanesi hafa __engan árangur borið. Á þriðjudag var haldinn fundur í Danmörku, sem bústjóri móðurfélagsins Saga Food Ingredients stóð fyrir í samráði við Hitaveitu Suðumesja, til að reyna að _ná sölusamningi við AKZO.. Á fundinum voru fulltrúar AKZO spurðir hvort fyrirtækið væri tilbúið til að halda áfram að kaupa salt frá verksmiðjunni á lægra verði þar til settur hefði verið upp nýr búnaður sem fullnægði kröfum AKZO um kornastærð og eðlisþyngd heilsu- saltsins. Á miðvikudag barst svo svarbréf frá AKZO þar þar sem þessum óskum var alfarið hafnað. Bústjóri SFI í Danmörku hafði fengið gjaldþrotaskiptunum frestað um einn mánuð meðan samningsum- ieilanir stóðu yfir en eftir að afsvar AKZO lá fyrir ákvað bústjóri í gær að ekki væri ástæða til frekari frest- unar og ekki yrði komist hjá að óska eftir að SFI yrði tekið til gjaldþrota- skipta sem fyrst. eintaki af kosningalögunum og öðru því sem þarf í kjördeildirn- ar, eftir lokun skrifstofunnar á morgun. Töskurnar fara svo nið- ur í Ráðhús Reykjavíkur, þar sem þær innsiglaðar og svo afhentar á laugardagsmorgun. Erla, sem hefur unnið á Manntalsskrifstof- unni í 17 ár, segir að í ár hafi helsta breytingin í þessu starfi verið sú að blýantarnir hafi kom- ið yddaðir til þeirra. Áður hafi alltaf þurft að ydda þá, en það hafi verið mikil vinna. Atvinnulausir og aldraðir fá bætur * Forysta ASI fundar með forsætisráðherra í dag FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að þótt ekki hafi verið sam- ið um það sérstaklega við aðila vinnumarkaðarins þá hafí ríkisstjórnin ákveðið að eingreiðslur sem launanefnd ASÍ og vinnuveitenda samdi um í seinustu viku verði greidd lífeyrisbótaþegum og ofan á atvinnuleysisbæt- ur til atvinnulausra með sambærilegum hætti og til launþega. Af tæknileg- um ástæðum sé þó ekki hægt að greiða þetta fyrr en 1. júlí. „Ríkisvaldið mun jafnframt beita sér fyrir því í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins að lífeyrisþeg- ar hans muni fá samsvarandi bætur úr þeim sjóði, enda greiðist iðgjald af eingreiðslunni. Ég vonast til þess að það sama gildi um lífeyrissjóði á almenna vinnumarkaðinum," sagði Friðrik. Hindranir á framkvæmdinni „í opinbera kerfinu hafa ein- greiðslurnar til ellilífeyrisþega verið greiddar í gegnum lífeyrissjóð opin- berra starfsmanna, sem er nánast bara aðferð, því ríkið leggur eigi að síður peninga til sjóðsins og notar greiðslukerfi lífeyrissjóðsins, sem við getum hins vegar ekki not- að hjá okkar sjóðum,“ sagði Bene- dikt Davíðsson, forseti ASÍ. Forystumenn ASÍ telja sig ekki hafa fengið fyllilega staðfest hjá ríkinu að atvinnulausir muni fá launabætumar. Benedikt kvaðst þó ekki telja að efnislegur ágreiningur væri um málið en hins vegar kynnu að vera lögformlegar hindranir fyr- ir framkvæmdinni vegna þess að lögin sem sett voru um þessar greiðslur á sínum tíma væru út- runnin. Átti hann samtal við félags- málaráðherra vegna þessa máls í gær en í dag hefur verið boðaður fundur með forsætisráðherra kl. 15. Að sögn Benedikts verður einnig rætt á fundinum með forsætisráð- herra um þann ágreining sem verið hefur undanfama mánuði milli ASÍ og fjármálaráðuneytis um hvort eingreiðslurnar sem samið var um í kjarasamningum aðila vinnumark- aðarins í fyrra hefðu verið skertar til elli- og örorkulífeyrisþega. Morgunblaðið/Þorkell Þjóðhátíðarfánanum flaggað FÁNA þjóðhátíðarársins var flaggað í fyrsta skipti í gær við bæinn á Þingvöllum. Steinn Lárus- son, framkvæmdastjóri Þjóðhátíðarnefndar, og Hanna María Pétursdóttir, þjóðgarðsvörður á Þing- völlum, þjálpuðust að við að draga fánann að húni. Merki lýðveldisafmælisins er á fánanum en það hannaði Jón Ágúst Pálsson. * Ahugiá frekari umsvif- umíBláa lóninu STEFÁN Friðfinnsson, forstjóri íslenskra aðalverktaka, segir að fyrirtækið hafi áhuga á mark- vissri uppbyggingu á vegum Heilsufélagsins Bláa lónsins. Aðalverktakar eru 20% eigendur hlutafjár Heilsufélagsins Bláa lónsins. Stefán sagði í samtali við Morgunblaðið að ekkert lægi fyrir um það hvernig eða hvort þátttaka Aðalverktaka í þeirri uppbyggingu sem þar er fyrir- huguð yrði aukin. Hann kvað fulltrúa Aðalverk- taka í stjórn Heilsufélagsins Bláa lónsins hafa lýst þeirri skoðun Aðalverktaka, að félagið hefði mikla trú á frekari upp- byggingu við Bláa lónið, en mál væru ekki komin á það stig að neinar formlega viðræður væru • hafnar um það hvernig áð henni skuli staðið, né hversu umfangs- mikil hún verði. íslenskir aðalverktakar eiga Heilsufélagið Bláa lónið í sam- eign við Hitaveitu Suðurnesja, Grindavíkurbæ, Eignarhaldsfé- lag Suðurnesja og Heilsufélagið. Hlutafé félagsins er samtals 30 milljónir króna og samkvæmt upplýsingum blaðsins liggur fyrir heimild til hlutafjáraukn- ingar upp í 100 milljónir. Sú heimild verður nýtt, samkvæmt heimildum, verði niðurstaðan sú að ráðast í umfangsmikla upp- byggingu heilsu-, bað- og ferða- þjónustu við Bláa lónið. Læknismeðferð greidd Áætlanir um rekstur Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga _ Hagnaður þrátt fyrir áföll VIÐGERÐ á ofninum sem bilaði í járnblendiverk- smiðjunni á Grundartanga fyrr í þessum mánuði, þegar glóandi kísiljárn brenndi sér leið gegnum þykka einangrun, gengur samkvæmt áætlun. Að sögn Jóns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra verksmiðjunnar, er ekkert sem bendir til annars en að ofninn verði tilbúinn til rekstrar um mitt •^Hta ár. Jón sagði að áætla mætti að glataður rfagnaður fyrirtækisins vegna bilunarinnar og viðgerðarkostnaðurinn í .heild muni samanlagt verða á bilinu 150-200 milljónir króna. Ekki ligg- ur fyrir hvað fæst bætt gegnum tryggingar. Jón sagði að nú væri búið að verka fóðringu út úr ofninum og hann væri tilbúinn til endurfóðr- unar. Rekin með hálfum afköstum Á meðan ofninn er í viðgerð er verksmiðjan einungis rekin með hálfum afköstum og minnkar framleiðslan um 6-7.000 tonn af þeim sökum. Þá sagði Jón að ýmsir fleiri biðu tjón vegna þessa, m.a. skipafélög sem önnuðust flutninga á hráefni til verksmiðjunnar og útflytjendur sem notuðu skipin til að flytja út vörur. Auk þess tapaði höfn- in um hálfri annarri milljón vegna minni flutninga. Aðspurður um horfur fyrir árið í heild svaraði framkvæmdastjórinn: „Við verðum með nokkuð góðan hagnað eftir sem áður. Það er engin spurn- ing, þó hann verði ekki eins mikill eins og hann hefði annars verið.“ Tryggingastofnun ríkisins og Heilsufélagið Bláa lónið hafa gert með sér samning um að stofnunin greiði kostnað við meðferð allt að 100 psóríasis- sjúklinga á þessu ári. Miðað er við að hver þeirra þurfi að baða sig í lóninu að meðaltali 18 sinn- um meðan á meðferð stendur. Samningurinn þýðir að sjúk- lingar geta fengið meðferð við sjúkdómi sínum sér að kostnað- arlausu. Kostnaður við ferðir verður greiddur samkvæmt þeim reglum sem gilda um greiðslu ferðakostnaðar hjá Tryggingastofnun ríkisins. Með- ferð verður undir umsjón sér- fræðinga i húðsjúkdómum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.