Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tölvunefnd heimilar að merkt sé við kjósendur á kjörstað
Samrýmist lítt
lögum um
einkalífsvernd
TÖLVUNEFND hefur úrskurðað
að umboðsmönnum framboðslista
sé heimilt að vera viðstaddir kjör-
fundi, skrá upplýsingar um hverjir
kjósa og senda á skrifstofur við-
komandi framboðslista, samkvæmt.
ákvæðum í kosningalögum. Nefnd-
in telur þó að þessi réttur umboðs-
manna til skráningar á þeim sem
sækja kjörfundi, sé „lítt samrýman-
legur grundvallarsjónarmiðum laga
nr. 121/1989 um einkalífsvernd.“
Úrskurður nefndarinnar er til-
kominn vegna fyrirspurnar Odds
Benediktssonar, prófessors í tölvun-
arfræðu, um hvort nefndin hafi
heimilað umboðsmönnum fram-
boðslista að vera viðstaddir kosn-
ingar á einstökum kjörstöðum og
senda upplýsingar um hverjir hafa
kosið á skrifstofu viðkomandi fram-
boðslista. Taldi hann það stangast
á við fyrrgreind lög um frá 1989
um skráningu og meðferð persónu-
upplýsinga. í svari nefndarinnar
kemur fram að hún hafi ekki heimil-
að umrædda skráningu, enda „hef-
ur henni ekki borist erindi þar að
lútandi."
Eðlilegt að fari leynt
Lögin frá 1989 taka til hvers
konar kerfisbundinnar skráningar á
upplýsingum varðandi einkamálefni
einstaklinga, sem sanngjarnt er og
eðlilegt að leynt fari. Með kerfis-
bundinni skráningu upplýsinga er
átt við söfnun og skráningu ákveð-
inna og afmarkaðra upplýsinga í
skipulagsbundna heild. Töivunefnd
telur að skráning á því hveijir
mæta til kjörfundar og kjósi, sé
skráning persónuupplýsinga, sem
„sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt
fari. Þá verður slík skráning, sem
hér um ræðir, ótvírætt talin kerfis-
bundin í skilningi laganna.“
Undantekningu má þó gera frá
meginreglu laganna, standi til þess
sérstök heimild samkvæmt öðrum
lögum, og telur nefndin að ákvæði
kosningalaga taki ekki afstöðu til
þess með berum orðum hvort um-
boðsmönnum sé heimilt að safna
upplýsingum um hvetjir mæti til
kjörfundar. Þar megi þó finna slíka
heimild. „Við túlkun á afstöðu lög-
gjafans til slíks er til þess að líta,
að með lögum nr. 91/1957, um
breytingu á þágildandi lögum um
kosningar til Alþingis, var umboðs-
mönnum listanna bannað að hafa
meðferðis á kjörfundi kjörskrá eða
aðra slíka skrá til að rita þar til
minnis nöfn þeirra, sem neyta at-
kvæðisréttar eða hveijir hafa ekki
sótt kjörfund. Með giídistöku laga
nr. 52/1959 var þetta bann hins
vegar numið úr gildi, og verður að
telja, að með því hafi löggjafinn
heimilað umrætt atferli á nýjan
leik,“ segir í úrskurði nefndarinnar.
Atvinnu-
málin verði
númer eitt
í SKOÐANAKÖNNUN sem
Félagsvísindastofnun Háskól-
ans gerði fyrir Morgunblaðið
fyrr í vikunni voru kjósendur
í Reykjavík spurðir hvaða
málaflokk þeir vildu að ný
borgarsljórn Reykjavíkur
leggði mesta áherslu á. Nærri
helmingur kjósenda nefndi at-
vinnumál, en þar á eftir komu
dagvistarmál og skólamál.
Kjósendur R-listans leggja
meiri áherslu á dagvistarmál
og skólamál en kjósendur D-
listans. Kjósendur D-listans
leggja hins vegar alla áherslu
á atvinnumál.
Framkvæmda-
stjóri Sjálfstæð-
isflokksins
Ummælin
ekki
slitin úr
samhengi
KJARTAN Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins segist alls ekki telja
að ummæli Péturs Jónssonar
sem notuð voru í auglýsingu
Sjálfstæðisflokksins sem Is-
lenska útvarpsfélagið stöðvað,
birtingu á hafa verið slitin úr
samhengi. I auglýsingunni var
notuð hljóðupptaka úr frétta-
þættinum 19.19 þar sem rætt
var um atvinnumál við Pétur
sem skipar 4. sæti R-listans.,
og sagði Elín Hirst fréttastjóri
að viðtalsbúturinn hefði verið
notaður í heimildarleysi og orð
Péturs slitin úr samhengi.
Kjartan Gunnarsson sagði í
samtali við Morgunblaðið að
það væri óneitanlega viss
dráttur að kvikindisskap að
auglýsa ummæli Pétur á þann
hátt sem gert hefði verið, þar
sem hann hefði gert sig beran
að því að sýna að málflutning-
ur hans varðandi atvinnumál
væri afskaplega lítið trúverð-
ugur.
„Það væri mikill barnaskapur
að ætlast til þess að svona
barátta væri háð án þess að
menn reyni að finna snögga
bletti hvor á öðrum,“ sagði
Kjartan.
Einvígi
í beinni
útsendingu
STÖÐ 2 og RÚV standa í sam-
einingu fyrir beinni sjónvarps-
útsendingu í kvöld frá umræð-
um borgarstjóraefna fram-
boðslistanna í Reykjavík um
málefni borgarinnar.
Dagskrárliðurinn sem kall-
ast Gengið að kjörborði hefst
kl 21.10 og er áætlað að hon-
um verði lokið kl. 22.35. Þau
Árni Sigfússon og Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir munu sitja
fyrir svörum hjá fréttastjórun-
um Elínu Hirst og Boga Ág-
ústssyni.
A hvaða málaflokk finnst þér að borgarstjérn Reykjavíkur
eigi að leggja mesta áherslu á komandi kjörtímabili?
Atvinnumál
53,9%
45,9%
50,4%
8
46,6%
T.a. Ka. Ko. D B Ó
Dagvistarmál
&////
16,8% 'to
'Q
11,6%
T.a. Ka. Ko. D R Ó
mRHBPSBBPSSiBPBBBnSSBBBBnnnp
Skólamál
11,2% 11'7%
9,1%
T.a. Ka. Ko. D R Ó
Málefni fjölskyldu
8,1% 8,1%
Iú 1 m 4'2%
rii
T.a. Ka. Ko. D R Ó
Málefni aldraðra
7,8%
6,8%
4,9% ■ 4,9%
T.a. Ka. Ko. D R Ó
Samgöngur
2,9%
4,2%
” S? 3,4%
□
T.a. Ka. Ko. D R Ó
Fjármálastjórn
3,9% g * |
mu
2,6%
■
T.a. Ka. Ko. D R Ó
Fjölgun
atvinnutækifæra
2,2% í^% g. í 3^J
■ nl nl 1 1
T.a. Ka. Ko. D R Ó
Heilbrjgðismál
2,0%
Umhverfismál
1,8% S5 ígf
■ QBöiS
T.a. Ka. Ko. D R Ó
Félagsl. þjónusta
1,5% 5- s Br' 1'7%
□
T.a. Ka. Ko. D R Ó
Iþróttamál
ss s?
2?
1,4% “L S§ 1’7%
■ DSi Qs □
T.a. Ka. Ko. D R Ó
Málefni unglinga
0,8%
ss 1,7%
□
T.a. Ka. Ko. D R Ó
Kjaramál
S * g £ S
B1 I ' Irgrsa I ipwn I I
T.a. Ka. Ko. D R Ó
m----------------5---&
0,7%
Nýsköpun
í atvinnulífi
g g í g
T.a. Ka. Ko. D R Ó
t tv' tx ■ ' w ■- .............‘■Ms j ■ g| ■ m |
Ungir sjálfstæðismenn efna til tónlistardags í miðborg Reykjavíkur
Kosningarokk
NOKKRIR þeirra sem koma fram á tónleikum ungra sjálfstæðis-
manna á Ingólfstorgi. F.v. Ari Einarsson, Sigrún Eva Ármanns-
dóttir, Cecelia Magnúsdóttir í Þúsund andlitum, Eyþór Arnalds
í Bong, Gunnar Bjarni Ragnarsson og Starri Sigurðarson.
Rokktón-
leikar á Ing-
ólfstorgi
UNGT sjálfstæðisfólk efnir í dag til
tónlistardags í miðbæ Reykjavíkur í
dag og kvöld. Meðal þeirra sem koma
fram eru hljómsveitirnar Nýdönsk,
Jet Black Joe, BONG, Vinir vors og
blóma og Þúsund andlit. Frambjóð-
endur Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík verða á ferli og gefst vegfarend-
um kostur á að ræða við þá.
Þetta er í fyrsta skipti sem rokk-
tónleikar eru haldnir á torginu og
segir Guðlaugur Þór Þórðarson, for-
maður Sambands ungra sjálfstæðis-
manna, að markmið tónleikanna sé
að kynna Ingólfstorg sem tónleikast-
að og að gefa frambjóðendum tæki-
færi til að hitta ungt fólk. „Stefnan
er að á Ingólfstorgi verði þjóðhátíðar-
stemmning, enda eru frábæri lista-
menn að skemmta," segir Guðlaugur
og vonandi væru þessir tónleikar
þeir fyrstu af mörgum fleiri í framtíð-
inni.
Dagskráin hefst á hádegi á Aust-
urvelli við Café Paris, á Ingólfstorgi
og í Austurstræti þar sem farandtón-
listarmenn verða á ferð.
Klukkan 16.00 hefjast á Ingólfs-
torgi tónleikar nokkurra af yngri
rokkhljómsveitum landsins. Þær
hljómsveitir sem koma fram eru
Lipstick Lovers, Cranium, Maus,
Tjalz Gizur, Blackout og Wool.
Klukkan 21.00 hefjast svo Áfram
Reykjavík stórtónleikar þar sem
fimm af vinsælustu hljómsveitum
landsins leika en það eru Nýdönsk,
Jet Black Joe, Bong, Vinir vors og
blóma og Þúsund andlit. Standa tón-
leikarnir til kl. 20. Kynnir verður
Pálmi Guðmundsson.
Þeir sem hafa aldur til fá boðs-
miða á tíu skemmtistaði í miðborg-
inni og segir Guðlaugur að miðamir
séu ekki ávísun á ódýrt áfengi.
Skáís og
ÍM-Gallup
Munur
er ekki
marktækur
EKKI er marktækur munur á
fylgi framboðslistanna í Reykja-
vík ef marka má könnun sem
IM-Gallup hefur gert fyrir Ríkis-
útvarpið og sagt var frá í gær-
kvöldi. Samkvæmt könnunni
ætla 48,4% af þeim sem tóku
afstöðu að kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn, en 51,6% R-listann.
Könnunin var gerð 23.-25.
maí. Úrtakið var 1200 manns
sem valið var með tilviljunarúr-
taki úr þjóðskrá. Nettósvörun
var rúmlega 70%.
Samkvæmt skoðanakönnun
sem Skáís gerði fyrir Eintak og
birt er í blaðinu í gær fengi
R-listinn 52,5% atkvæða og 8
borgarfulltrúa en Sjálfstæðis-
flokkurinn 47,5% og sjö borgar-
fullrúa ef kosið væri nú. Munur-
inn á fylgi listanna er innan
skekkjumarka og því ekki töl-
fræðilega marktækur.