Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Tillögur um hámarksafla af þorski kynntar á mánudag Sá guli verður naumt skammt- aður næsta ár Þorsteinn Jakob Guðjón A. Pálsson Jakobsson Kristjánsson MIKLAR líkur eru á því að fiski- fræðingar Hafrannsóknastofnunar leggi nú fram tillögur um enn minni þorskafla en á yfirstandandi fiskveiðiári. Nú er þorskkvótinn aðeins 165.000 tonn, minni en nokkru sinni áður. Ljóst er að heildarafiinn verður þó nokkru meiri, eða um 185.000 tonn, vegna veiða smábáta utan kvóta, línutvö- földunar og flutnings aflakvóta milli ára. Fiskifræðingar lögðu hins vegar tii að aflinn yrði ekki meiri en 150.000 tonn. Þar sem farið verður fram úr tillögum fiskifræð- inga um nálægt 40.000 tonn, eða rúman fjórðung, hefur að þeirra mati verið gengið um of á stofninn og því þarf að mæta með frekari niðurskurði. Hafrannsóknastofnun mun kynna niðurstöður sínar á rann- sóknum nytjastofna og umhverfis- þátta á yfirstandandi fiskveiðiári og aflahorfur á því næsta á mánu- dag. Þá mun stofnunin kynna til- lögur sínar um afiahámark fyrir sjávarútvegsráðherra og hags- munaaðilum og fjölmiðlum að því Ioknu. Ekki verði tekið meira en 22% úr veiðistofninum Vinnuhópur um nýtingu fiski- stofna hefur nýlega skilað af sér áliti á nýtingu einstakra fiski- stofna, þar á meðal þorsksins. í álitinu kemur fram, að stefna skuli að því að taka aldrei meira en 22% úr veiðistofni þorsksins, en hann er nú aðeins um 600.000 tonn. Verði farið að þessari reglu, ætti ekki að taka meira en 132.000 tonn á næsta ári. Vinnuhópurinn telur reyndar hættumörk í þorsk- veiðum vera um 175.000 tonna bilið. í skýrslu hans kemur fram, að líklega væri hagkvæmast út frá þjóðhagslegum þáttum að taka fyrst um sinn aðeins 125.000 tonn á ári. „Það er leið sem er mjög líkleg til að stækka stofninn og skila góðum hagnaði af veiðunum eftir nokkur ár. Með afla sem nemur Nýkeyptir bílar skoð- aðir þrátt fyrir vanskil FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefúr heimilað Bifreiðaskoðun íslands að skoða allar bifreiðir sem keyptar voru á tímabilinu 1. janúar sl. til 24. maí, þó svo að eldri bifreiða- gjöld vegna þeirra séu í vanskilum. Jafnframt þurfa eigendur þessara bifreiða ekki að óttast að þeir verð- ir krafðir um greiðslu á skuldum sem gjaldféllu áður en þeir eignuð- ust bifreiðina, og verða þær skuld- ir innheimtar hjá þeim aðilum sem voru skráðir eigendur þegar stofn- að var til skulda. Samkvæmt lögum á skráður eigandi bifreiðar á gjalddaga að greiða bifreiðagjald, og þarf nýr eigandi að standa skil af greiðslu hafi ekki verið tilkynnt um eig- andaskipti. Neita ber eiganda um skoðun hafi greiðsla ekki verið innt af hendi. Mistök lagfærð Um áramót urðu þau mistök að upplýsingar um skuldastöðu bif- reiða féllu úr ökutækjaskrá Bif- reiðaskoðunar íslands. Af þeim sökum gátu kaupendur fengið þær upplýsingar að engin vanskil væru tengd bifreiðinni, en m.a. bílasalar styðjast við skrána þegar þeir ganga frá bílaviðskiptum. Þessi mistök voru loks lagfærð 21. maí síðast liðinn og kemur nú fram í ökutækjaskrá hvort skuld er vegna bifréiðar eða ekki. 175.000 tonnum á ári má ná svip- uðum árangri í flestum tilvikum. Sú leið hefur þó þann annmarka að stofninn minnkar líklega fyrstu árin með þessari veiði og því eru niðurstöður mjög háðar forsendum um orsakasamband milli hrygning- arstofns og nýliðunar," segir í áliti vinnuhóps um nýtingu fiskistofna. Lögðu til 150.000 tonna hámark í fyrra í skýrslu Hafrannsóknastofnun- ar frá síðasta ári kemur fram að árgangar þorsksins árin 1985 til 1992 séu undir meðallagi, en þeir ættu að vera uppistaðan í aflanum. Nýrri rannsóknir hafa svo sýnt að árangurinn frá 1993 er vel yfir meðallagi og miklu betri en árang- ar undanfarinna ára. Það er hins vegar ávinningur, sem í fyrsta lagi FRAMK V ÆMDIR eru vel á veg komnar við byggingu nýrrar bensínstöðvar Olíufélagsins við Geirsgötu. Stöðin kemur í stað bensínstöðvar fyrirtækisins við Hafnarstræti sem verður lögð niður. Nýja bensínstöðin er þannig hönnuð að hægt verður að aka af henni upp á bílastæð- in ofan á Faxaskála. Bygging skilar sér inn í veiðina 1997, og er að auki sýnd veiði en ekki gefin. Hrygningarstofninn er nú rúm- lega 200.000 tonn og veiðistofninn ríflega 600.000. í ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar á síðasta ári kom fram að yrðu veidd 225.000 tonn af þorski 1994 og 1995, myndu bæði veiðistofn og hrygningarstofn verða minni en nokkru sinni áður. Við 200.000 tonna veiði myndu stofnarnir einn- ig halda áfram að minnka, en við 175.000 tonn myndi veiðistofn einnig minnka en hrygningarstofn- inn standa í stað. Áðeins með því að takmarka veiðina enn frekar muni takast að stækka veiðistofn- inn. Hafrannsóknastofnun lagði því til að veiðin á yfirstandandi fiskveiðiári færi ekki yfir 150.000 tonn. bensínstöðvarinnar er hluti af endurbótum á umferðarmann- virkjum í miðbæ Reykjavíkur, en viðamesti hluti þeirra er gerð Geirsgötu. Sigurður Skarphéðinsson, gatnamála- sljóri, sagði að þær vonir sem menn hefðu bundið við umferð- arbæturnar sem áttu sér stað með tilkomu Geirsgötunar Hungurmörkin við 175.000 tonna markið? Sjávarútvegsráðherra tekur ákvörðun um heildarafla í samráði við ríkisstjórnina á grunni ráðlegg- inga fiskifræðinga og vinnuhópsins um nýtingu fiskistofna. Ljóst er að mörgum verður þá þröngur stakkur skorinn, en Arnar Sigur- mundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir „hungur- mörk“ fiskvinnslunnar vera við 175.000 tonna markið. Aðrir hafa viljað veiða enn meira og er þar Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands, framarlega í flokki. Annars eru skiptar skoðnir um hæfilega veiði miðað við stöðu þorskstofnsins og hefur Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, til dæmis hvatt til mikillar varkárni í þessum málum. Þolinmæði til að byggja upp Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði í vetur, þegar í ljós kom að þorskárgangurinn frá í fyrra, væri yfir meðallagi, að ekkert tilefni væri til þess að auka kvótann. Heldur yrðu menn að hafa þolinmæði til að halda því áfram að byggja þorskstofninn upp. Annað væri glapræði. Er niðurstöður vinnuhópsins voru kynntar, sagði Þorsteinn að áhætta varðandi þorskstofninn væri vaxandi, enda væru hættu- mörkin í þorskafla talin við 175.000 tonna markið. Sjávarút- vegsráðherra hefur ítrekað lýst því yfir, að fara beri að gát við þorsk-, veiðarnar óg hefur leitazt við að fara að tillögum Hafrannsókna- stofnunar. Niðurstöðu vinnuhóps um nýt- ingu fiskistofna ber að sama brunni, en þar er þjóðarhag talið bezt borgið með því að halda þors- kveiðinni í lágmarki fyrst um sinn. Það er því ljóst að naumt verður skammtað að þessu sinni eins og á síðasta fiskveiðiári. hefðu gengið eftir. Létt hefði verulega á umferð um mið- borgina. Þeir sem aka með ströndinni þyrftu ekki lengur að aka um miðborgina til að komast vestur í bæ. Þeir sem ættu raunverulegt erindi í mið- borgina ættu þar af leiðandi auðveldara með að komast leið- ar sinnar. Morgunblaðið/Kristinn Mary Ann Owens og Gunn- ar Garðarsson eru hér að leggja síðustu hönd á upp- setningu á mótífsafni Ow- ens um fílinn. Verðlauna- sofn a fn- merkja- sýningu LANDSSÝNING íslenskra frí- merkjasafnara verður opnuð í dag, 27. maí, í íþróttahúsi Haga- skóla. Auk þess að kynna það markverðasta sem á döfinni er í frímerkjasöfnun hérlendis verð- ur á sýningunni nokkur erlend mótífsöfn fullorðinna safnara. Á sýningunni verður m.a. til sýnins mótífsafnið „Fíllinn" sem er í eigu Mary Ann Owens frá Bandaríkjunum, en það er nafn- togaðasta mótífsafn í heiminum um þessar mundir og hefur hlot- ið heiðursverðlaun á fleiri sýn- ingum en tölu verður á komið. Owens er með fleiri söfn á sýn- ingunni. Auk þess verða á sýn- ingunni safn sem heitir „Eðvarð VIII - Allt fyrir ástina“ sem rekur ástir Eðvarðs Englands- konungs og frú Simpson og „Víkingarnir" sem er í eigu dr. Dan Laursen, en hún hlaut gull- verðlaun á Kólumbusarsýning- unni í Chicago árið 1992. Á sýningunni verður list Þrastar Magnússonar kynnt sér- staklega, en Þröstur hefur til margra ára teiknað flest íslensk frímerki. Frímerki hans hafa unnið til margra verðlauna og viðurkenninga á erlendum vett- vangi. Sýkna hæstaréttar- lögmanns staðfest HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær sýknudóm Héraðsdóms Reykja- víkur yfir tveimur þriggja manna sem ákræðir höfðu verið fyrir umboðssvik, misnotkun skjals, tilraun til fjársvika og hlutdeild í þeim brotum. Sá sem sýknaður var af ákæru um hlutdeild í brotunum er Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður. Þriðja manninn, sem einnig hafði verið sýknaður í héraði, sakfelldi Hæstiréttur og dæmdi í 8 mán- aða skilorðsbundið fangelsi. Lést af völdum brunasára ÖRN Arnarson, sem brenndist í heitum potti að Flúðum, lést á gjörgæslu- deild Land- spítalans í gær. Öm var 23 ára gamall, fæddur þann 26. ágúst 1970. Hann var búsettur í Bessastaða- hreppi og var ógiftur og barnlaus. Morgunblaðið/RAX Ný bensínstöð í miðbænum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.