Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 15
AKUREYRI
LANDIÐ
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Nýr Vædderen
DANSKA eftirlitsskipið Vædderen liggur nú við Oddeyrar-
bryggju á Akureyri en það kom í fyrradag og fer aftur í
dag, föstudag, kl. 16.00. Þetta er nýtt skip sem leysir eldra
skip af hólmi og er nýja skipið að koma í fyrsta sinn til
hafnar á Akureyri. Á myndinni sést Lars H. Skotte skip-
sfjóri í hópi gesta sem heimsóttu skipið í gær.
Sumarbúðir við
Vestmannsvatn
SUMARSTARFIÐ á Vestmannsvatni er að hefjast en fyrsti barna-
hópurinn kemur til dvalar í sumarbúðunum eftir mánaðamót. Þjóð-
kirkjan hefur starfrækt sumarbúðir að Vestmannsvatni í röskan
aldarfjórðung en stofnuð hefur verið sjálfseignarstofnun, „Kirkjum-
iðstöðin við Vestmannsvatn“, sem á og rekur staðinn.
Þorvalds-
dalsskokk
LANDSLAGSHLAUP eftir
endilöngum Þorvaldsdal fer
fram sunnudaginn 10. júlí
í sumar. Dalurinn er opinn
í báða enda, opnast norður
á Árskógsströnd og suður í
Hörgárdal. Hlaupið hefst
við Fornhaga í Hörgárdal
60 metra yfir sjávarmáli og
endar við Árskógsskóla sem
einnig er 60 metra yfír sjáv-
armáli en vegalengdin er
23 kílómetrar.
Hlaupið er öllum opið
sem treysta sér til að fara
hlaupandi, skokkandi eða
gangandi þess leið en tíma-
töku verður hætt eftir 5
klukkutíma. Keppt er í
fimm aldursflokkum. -
Skipuleggjendur og
framkvæmdaaðilar Þor-
valdsdalsskokksins eru
Ferðafélagið Hörgur, Ung-
mennafélagið Reynir,
Björgunarsveitin Ströndin
og Ferðaþjónustan Ytri-Vík
en Bjarni Guðleifsson á
Möðruvöllum í Hörgárdal
veitir nánari upplýsingar.
Tónleikar
í Dynheimum
FJÓRAR hljómsveitir koma
fram á tónleikum í Dynheimum
í kvöld, föstudagskvöld, en þær
eru Svið frá Húsavík, Hún and-
ar frá Akureyri, Yúkatan frá
Reykjavík, sem vann músíktil-
raunir í fyrra, og Saktmóðigur
frá Reykjavík. Á neðri hæðinni
verður diskótek. Tónleikarnir
heijast kl. 21.00.
Sumarbúðirnar verða með
nokkuð öðru sniði í sumar en
verið hefur, en í hveijum dvalar-
flokki verður nú lögð áhersla á
sérstakt áhugasvið barnanna
auk hins hefðbundna starfs.
Aðalsteinn Bergdal verður i
fyrsta flokknum ásamt Skralla
trúði og kennir börnunum trúð-
alist. Hestamennska verður við-
fangsefni annars hóps, íþróttir
þess þriðja og í þeim fjórða iðka
ungmennin tónlist. Að auki
verður margt í boði, siglingar,
skógarferðir, varðeldar og upp-
fræðsla í kristindómi.
Stefán
formaður FEN
Eyjafjarðarsveit - STEFÁN
Magnússon bóndi í Fagraskógi
hefur verið kjörinn formaður
Félags eyfiskra nautgripa-
bænda, FEN, og tekur hann við
af Oddi Gunnarssyni, sem gegnt
hefur formennsku um árabil.
Stefán er búfræðingur og
stundaði framhaldsnám í bú-
tækni í Noregi. Kona hans er
Sigrún Jónsdóttir sjúkraþjálfari.
Aðrir í stjórn eru Sigurgeir Páls-
son, Sigtúnum, Sigurgeir B.
Hreinsson, Hríshóli, Viðar Þor-
steinsson, Brakanda og Benj-
amín Baldursson, Ytri-Tjömum.
Fjölskylduhá-
tíð B-listans
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ B-listans
verður haldin í dag, föstudaginn
27. maí, kl. 16.30 á Ráðhú-
storgi. Ríótríó leikur, sem og
akureyrska hljómsveitin Jazz
Quartet og þá verður Skralli
trúður á ferðinni. Frambjóðend-
ur flytja ávörp. Boðið verður upp
á grillaðar pylsur og gos.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Lagt upp íferð
Á MYNDINNI eru f.v. Haraldur Orn Olafsson, Sveinn Pálsson,
bóndi á Aðalbóli, sem keyrði þá inn á Hnútu og Nils Hagen.
Á skíðum
yfir Vatna-
jökul
Vaðbrekku, Jökuldal - Norskur
maður að nafni Nils Hagen lagði
af stað á hvítasunnudag við ann-
an mann gangandi á gönguskíð-
um þvert suður yfir Vatnajökul.
Áætluð gönguleið er úr kverk-
inni milli Eyjabakkajökuls og
Brúarjökuls austan í svokallaðri
Hnútu við norðurbrún Vatnajök-
uls. Þaðan í suðvestur vestur
yfir Esjufjöll í Vatnajökli, þaðan
suður gegnum Hermannaskarð.
Um Snæbreið að Hvannadals-
lmjúk sem á að ganga á í leið-
inni, þaðan niður af Jöklinum
um Sandfellsheiði í Öræfum
milli Hofs og Svínafells. Áætluðu
þeir að ferðin tæki fimm daga
ef veður héldist gott og er ferð-
inni því um það bil að Ijúka ef
allt hefur hengið að óskum.
Nils Hagen er menntaskóla-
kennari í Osló með brennandi
áhuga á jöklaferðum og hefur
víða gengið á jökla. Þó þetta sé
í fimmta skipti sem hann kemur
til Islands hefur hann ekki fyrr
en nú boðið íslenskum jöklum
byrginn. Nils fór yfir Grænland-
sjökul árið 1988 þegar 100 ár
voru liðin frá því að Friðþjóf
Nansen fór frægan leiðangur.
Fór Nils sömu leið og Nansen
og með sama útbúnað og hann.
Leiðsögumaður með Nils í
þessari ferð er Haraldur Örn
Ölafsson þrautreyndur jöklafari,
sem meðal annars hefur gengið
yfir Grænlandsjökul 1993 og fór
á fjallahjólum eftir endilöngum
Vatnajökli af Hnútu suðvestur í
Jökulheima 1992.
Mikilfengleg náttúra
Fréttaritari hitti þá félaga að
máli í Snæfellsskála áður en
þeir lögðu á jökulinn. I máli
þeirra kom fram að þeir voru
keyrðir á vélsleðum úr
Hrafnkelsdal iu í Hnútu með
viðkomu í íshellinum í
Eyjabakkajökli sem þeim fannst
mikilfengleg náttúrusmíð.
Morgunblaðið/Tómas Grétar Ólason
EBENESER Ásgeirsson og Gunnar Ólafur Benediktsson afhjúp-
uðu höggmyndina á heimleið í höggmyndagarði Sólheima.
Stytta afhjúpuð
á Sólheimum
HÖGGMYNDIN Á heimleið eftir Gunnfríði Jónsdóttir var afhjúpuð 8. maí
í höggmyndagarði Sólheima í Grímsnesi. Myndin er gefin til minningar
um Gunnar Ásgeirsson, stórkaupmann og sérstakan heimilisvin Sólheima.
Gunnar var einn af stofnendum
Lionsklúbbsins Ægis í Reykjavík og
frumkvöðull að stuðningi klúbbsins
við Sólheima. Gefendur eru erfíngjar
Gunnars, Bílgreinasambandið og
Bílaábyrgð hf.
Ebeneser Ásgeirsson, bróðir
Gunnars heitins og félagi i Ægi, og
Gunnar Ólafur Benediktsson, heimil-
ismaður á Sólheimum, afhjúpuðu
styttuna að viðstöddu fjölmenni.
Hallgrímur Gunnarsson, formaður
Bílgreinasambandsins flutti ávarp
fyrir hönd gefenda en Stefán Gunn-
arsson, sonur Gunnars, þakkaði
móttökur á Sólheimum. '
Við sama tækifæri afhenti Lions-
klúbburinn Ægir 500 þús. kr. til
byggingar Ólasmiðju en þar verða
nýjar vinnustofur til húsa. Alls hefur
klúbburinn gefjð 1.200.000 þús. kr.
til byggingar Ólasmiðju.
Á heimleið er fjórða höggmyndin
sem komið er fyrir í höggmynda-
garði Sólheima. Fyrir eru myndinar
Verndarengillinn eftir Einar Jóns-
son, Sáðmaðurinn eftir Ríkharð
Jónsson og Barnaheimilið eftir Tove
Ólafsson. Áætlað er að myndirnar
verði alls 10, ein eftir hvern af frum-
kvöðlum íslenskrar höggmyndalist-
ar.
Æðarfuglinn
vitjar varp-
stöðva við
Skjálfanda
ÆÐARFUGLINN er kominn í varp-
löndin en kuidatíðin í vor varð til
þess að klaka og snjó tók seint úr
hreiðurstæðunum og sumstaðar
voru miklar fannir sem töfðu fyrir
þvi að fuglinn gæti sest. Vargfugl
hefur sótt að vörpunum og eftir að
notkun svefnlyfja var takmörkuð
hefur æðarbændum reynst erfitt að
veijast þeim mikla flugvargi sem til
er meðfram ströndinni. Við Skjálf-
anda eru æðarbændur frá átta jörð-
um í félagsskap æðarræktenda sem
starfað hafa í allmörg ár með vel-
ferð æðarfuglsins að meginmarkm-
iði. Og þó dúnninn sé í lágu verði,
þá lætur fuglinn sér fátt um finnast
og nýtur þess að vera til.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Tvær kollur, sem loksins geta
farið að huga að hreiðrunum.
Verður varpið óvenju seint á
ferðinni vegna vorkuldanna
fyrir norðan og snjóalaga.
Morgunblaðið/Alfons
Við sjávarsíðuna
ÞESSIR ungu drengir, Unnar,
Emanúel, Orri og Viðar, voru á
vappi um aðallífæð bæjarins,
höfnina, er sjómennirnir komu
að landi með afla dagsins. Flestir
ætla þeir sér að gerast sjómenn
er þeir vaxa úr grasi og því ekki
verra að vera búinn að kynnast
þessu starfi aðeins áður en hald-
ið er út í alvöru lífsins. Voru
þessir u'ngu drengir að kynna sér
hinar ýmsu fisktegundir er komu
að landi og á myndinni eru þeir
að kíkja á steinbítinn, og fara
að öllu með gát. Steinbíturinn
getur bitið fast og því eins gott
að fara varlega og passa sig á
að setja ekki hendurnar upp í
fiskinn.