Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ HÁSKÓLINN A AKUREYRI HEILBRIGÐ ELLI RÁÐSTEFNA HEILBRIGOISDEILDAR HÁSKÚLANS Á AKUREYRI um öldrunarmálin o.fl.: 13. og 14. júní1994 á Akureyri. MÁNUDAGUR13. JÚNÍ DAGSKRÁ: Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Kl. 9.00 Afhending ráðstefnugagna, morgunkaffi. Kl. 10.00 Ráðstefnan sett. Kl. 10.15 Síðastaæviárið-Rannsóknarkynning (45 mín.). Fyrirlesari: Alice Hermannsson, dósent við Uppsalaháskóla. Kl. 11.00 Ellin og eilífðin (20mín.). Fyrirlesari: Dr. Haraldur Bessason, rektor Háskólans á Akureyri. Kl. 11.20 Heilbrigði og kynlíf aldraðra (20mín.). Fyrirlesari: Herdís Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, dósent HÍ. Kl. 11.40 Ellin-missirinn-umhyggjan (20 mín.). Fyrirlesari: Björg Þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur, lektor HA. Kl. 12.00 Hádegishlé. Kl. 13.30 Tómstundirogskapandistarfaldraðra (20 mín.). Fyrirlesari: Sigríður Ágústsdóttir, listakona. Kl. 13.50 Umönnunaldraðraálslandifyrrognú (20 mín.). Fyrirlesari: Halldór Halldórsson, öldrunarlæknir. Kl. 14.10 Ástir á ævikvöldi: Að þora, vilja og geta á ný. - Rannsóknarkynning. Bára Benediktsson, Guðfinna Hallgrímsdóttir, Harpa Ágústsdóttir, Jóhanna Eyrún Sverrisdóttir og Vaigerður Vilhelmsdóttir, hjúkrunar- fræðingar BS (20 mín.). Kl. 14.30 Er öldrunarþjónustan á réttri leið? - Kynning á samanburðarrann- sókn í fimm sveitarfélögum á Norðurlöndum (NOVA). (20 mín.). Fyrirlesari: Jón Björnsson, sálfræðingur, félagsmálastjóri Akureyrar. Kl. 15.15 Kynning og heimsóknir á stofnanir. Kl. 17.00 Skoðunarferðir um bæinn og nágrennið (söfn, kirkjur, útivist). ÞRIÐJUDAGUR 14 JÚNÍ DAGSKRÁ: Háskólanum á Akureyri, Þingvallastræti 23. Kl. 9.00-11.30 Umræðuhópar um eftirtalin þemu: 1. Tómstundir og skapandi starf aldraðra. Umsjón: Sigríður Ágústsdóttir. Stofa 16, 1. hæð. 2. Er hægt að fresta ellinni? Umsjón: Halldór Halldórsson. Stofa 21, 2. hæð. 3. Hvernig er að vera aldraður á íslandi? Umsjón: Jón Björnsson. Stofa 24, 2. hæð. 4. Heilbrigði og kynlíf aldraðra. Umsjón: Herdís Sveinsdóttir. Stofa 25, 2. hæð. 5. Ellin og eilífðin. Umsjón: Haraldur Bessason. Stofa 31, 3. hæð. Þátttakendur skrái sig í umræðuhópa um leið og þeir skrá sig á ráðstefnuna. Gert er ráð fyrir kaffihléi kl. 10.00-10.30. Athugið að á sama tíma og umræðuhópar eru starfandi er kynning á rannsókn- arverkefnum nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga frá Háskólanum á Akureyri í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju. Þátttakendur ráðstefnunnar verða því að velja þar á milli. Hádegisverðarhlaðborð á Hótel KEA frá kl. 11.30-13.00. DAGSKRÁ: Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Kl. 13.00 Kynning á niðurstöðum ofangreindra umræðuhóða: 15 mínútur á hvern hóp. Kl. 14.30 Pallborðsumræður með umsjónarmönnum umræðuhópa. Kl. 15.00 Heilsuhlé (30 mín.). Kl. 15.30 Fjölbreytt dagskrá á vegum Félags aldraðra. M.a. syngur kór aldr- aðra undir stjórn Sigríðar Schiöth. Kl. 17.00 Ráðstefnuslit. AÐ TAKAST Á VIÐ ÁFÖLL í LÍFINU Kynning á rannsóknarverkefnum nýútskrifaðra hjúkrun- arfræðinga frá Háskólanum á Akureyri. DAGSKRÁ: Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Kl. 9.00 Barniðsemaldreivarð;upplifunkvennaaffósturláti (20 mín.). Ásta Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur BS. Kl. 9.30 Ég lifi, en hluti af mérdó;upplifunkvennaaf nauðgun (20 mín.). Halldóra B. Skúladóttir, Jóhanna H. Gunnarsdóttir, Rósa Ösp Ás- geirsdóttir og Svanhildur Bragadóttir, hjúkrunarfræðingar B.S. Kl. 10.00 Heilsuhlé (30 mín.). Kl. 10.30 Aðstandendur á gjörgæsludeild; hverjar eru þarfir þeirra? (20 mín.). Ingibjörg Linda Sigurðardóttir, Kristín Ósk Ragnarsdóttir, Margrét Sigríður Styrmisdóttir og Þórdfs Ósk Sævarsdóttir, hjúkrunarfræðing- ar BS. Kl. 11.00 Umræður um rannsóknarverkefni. Athugið að samtímis þessari dagskrá eru starfandi umræðuhópar varðandi málefni aldraðra í húsnæði Háskólans á Akureyri á Þingvallastræti 23. Þátttak- endur ráðstefnunnar verða því að velja þarna á milli. Skráning á ráðstefnuna er á Skrifstofu Háskólans á Akureyri, s. 96-30-900 alla virka daga kl. 8-16 fram til 1. júní. Ráðstefnugjald er kr. 4.000 fyrir báða ráð- stefnudagana, en kr. 3.000 fyrir annan daginn og greiðist það fyrir 5. júní inn á bankareikning nr. 49542 á ávísanareikning heilbrigðisdeildar í Landsbankan- um á Akureyri. I tengslum við ráðstefnuna verður væntanlega sýning á listsköp- un aldraðra og ýmsu því sem tengist þema ráöstefnunnar. AKUREYRI Ríkisskattstjóri segir kvittanir nauðsynlegar vegna útskriftar- og þjónustugjalda Bankarnir stunda nótulaus viðskipti RÍKISSKATTSTJÓRI telur að skuldafærslulína á yfirliti reiknings- eigenda sé ekki nægileg kvittun fyrir greiðslu útskriftar eða þjón- ustugjalda og þurfi að gefa út fullgilda reikninga vegna innheimtu slíkra gjalda. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Neytendafé- lags Akureyrar og nágrennis sem leitaði eftir úrskurði ríkisskatt- stjóra um hvort bankastofnunum bæri að láta af hendi til viðskipta- manna sinna fullgildar kvittanir vegna þeirra viðskipta sem fram fara. Morgunblaðið/Hólmfríður 1.240 egg úr bjarginu Grímsey - Brottflognir Grímsey- ingar í bland við eyjarskeggja sigu í Sjálands- og Sveinsstaða- björg í fádæma blíðu í fyrradag. Þeir Willard Ólason og Björgvin Gunnarsson, gamlir Grímseying- ar, komu á heimaslóðir til að síga eftir eggjum og nutu aðstoð- ar Helga Haraldssonar sem var sigmaður í ferðinni og Brynjólfs Arnasonar. Félagarnir höfðu 1.240 egg upp úr krafsinu en þess má geta að búið var að síga á þessum slóðum áður og taka egg og voru þeir því ánægðir með árangurinn. Nú er farið að síga á seinni hluta sigtímans en fram til þessa hefur allt gengið að óskum. Sjávarútvegsdeildin á Dalvík - VMA veturinn 1994-1995 SKIPSTJÓRNARNÁM: Kennt er til skipstjórnarprófs, 1. og 2. stigs. FISKIÐNAÐARNÁM: Kennt er til fiskiðnaðarmannsprófs. ALMENNT FRAMHALDSNÁM: 1. bekkurframhaldsskóla. Heimavist á staðnum. Umsóknarfrestur til 10. júní. Upplýsingar í símum 61083, 61380, 61160, 61162. Skólastjóri. „Þarna er komin fram af- dráttarlaus yfirlýsing um það sem við reyndar vissum, að þeir sem krefjast greiðslu fyrir þjónustu verða að framvísa reikningi vegna þeirrar þjónustu sem_ keypt er,“ sagði Vilhjálmur Ingi Árnason for- maður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis. Vanhugsað mál „Bankarnir hafa farið út í gjald- töku fyrir þessa þjónustu en fram- kvæmdin er gjörsamlega á svig við allar reglur um góða viðskipta- hætti og bókhaldslög. Þeir haga sér eins og ríki í ríkinu og er í raun furðulegt að stofnanir sem hafa á að skipa lögfræðingum og færu starfsfólki skuli hefja þessa gjaldtöku að jafn vanhugsuðu máli. Bankarnir hafa stundað nótulaus viðskipti síðustu vikur sem er mjög alvarlegur hlutur í íslenska skattkerfinu.“ „Ég er ekki á móti því að fólk greiði fyrir þá þjónustu sem það fær, en það þurfa að vera einhver skynsamleg mörk á því,“ sagði formaður Neytendafélagsins og benti á að afar kostnaðarsamt yrði fyrir bankana að gefa út reikninga fyrir þjónustugjöldun- um, en t.d. kostar hvert reiknings- yfirlit 45 krónur og gera mætti ráð fyrir að annað eins kostaði að gefa út reikninga í tvíriti til við- skiptavina. Vilhjálmur Ingi telur einnig að bönkunum beri að greiða virðis- aukaskatt vegna þessarar þjón- ustu, öll þjónusta með örfáuin undantekningum sé virðisauka- skattsskyld og bankarnir geti varla verið undanþegnir því að standa skil á virðisaukaskatti vegna þjónustugjaldanna sem þeir innheimta. „Við munum ekki aðhafast frekar í málinu strax. Það er sjálf- sagt að sjá hver viðbrögðin verða hjá bönkunum fyrst en vissulega er hveijum sem er í lófa lagið að kæra þá fyrir að hafa stundað nótulaus viðskipti þennan tíma,“ sagði Vilhjálmur Ingi. ------»---------- Lán til 22 íbúða ALLS voru veitt lán til bygginga eða kaupa á 22 íbúðum á Akur- eyri en húsnæðismálastjórn hefur tilkynnt um úthlutun fram- kvæmdalána úr Byggingasjóði verkamanna til Akureyrarbæjar. Um er að ræða 10 félagslegar kaupleiguíbúðir, 5 félagslegar eignaríbúðir og 7 félagslegar leiguíbúðir. ,s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.