Morgunblaðið - 27.05.1994, Síða 14

Morgunblaðið - 27.05.1994, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ HÁSKÓLINN A AKUREYRI HEILBRIGÐ ELLI RÁÐSTEFNA HEILBRIGOISDEILDAR HÁSKÚLANS Á AKUREYRI um öldrunarmálin o.fl.: 13. og 14. júní1994 á Akureyri. MÁNUDAGUR13. JÚNÍ DAGSKRÁ: Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Kl. 9.00 Afhending ráðstefnugagna, morgunkaffi. Kl. 10.00 Ráðstefnan sett. Kl. 10.15 Síðastaæviárið-Rannsóknarkynning (45 mín.). Fyrirlesari: Alice Hermannsson, dósent við Uppsalaháskóla. Kl. 11.00 Ellin og eilífðin (20mín.). Fyrirlesari: Dr. Haraldur Bessason, rektor Háskólans á Akureyri. Kl. 11.20 Heilbrigði og kynlíf aldraðra (20mín.). Fyrirlesari: Herdís Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, dósent HÍ. Kl. 11.40 Ellin-missirinn-umhyggjan (20 mín.). Fyrirlesari: Björg Þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur, lektor HA. Kl. 12.00 Hádegishlé. Kl. 13.30 Tómstundirogskapandistarfaldraðra (20 mín.). Fyrirlesari: Sigríður Ágústsdóttir, listakona. Kl. 13.50 Umönnunaldraðraálslandifyrrognú (20 mín.). Fyrirlesari: Halldór Halldórsson, öldrunarlæknir. Kl. 14.10 Ástir á ævikvöldi: Að þora, vilja og geta á ný. - Rannsóknarkynning. Bára Benediktsson, Guðfinna Hallgrímsdóttir, Harpa Ágústsdóttir, Jóhanna Eyrún Sverrisdóttir og Vaigerður Vilhelmsdóttir, hjúkrunar- fræðingar BS (20 mín.). Kl. 14.30 Er öldrunarþjónustan á réttri leið? - Kynning á samanburðarrann- sókn í fimm sveitarfélögum á Norðurlöndum (NOVA). (20 mín.). Fyrirlesari: Jón Björnsson, sálfræðingur, félagsmálastjóri Akureyrar. Kl. 15.15 Kynning og heimsóknir á stofnanir. Kl. 17.00 Skoðunarferðir um bæinn og nágrennið (söfn, kirkjur, útivist). ÞRIÐJUDAGUR 14 JÚNÍ DAGSKRÁ: Háskólanum á Akureyri, Þingvallastræti 23. Kl. 9.00-11.30 Umræðuhópar um eftirtalin þemu: 1. Tómstundir og skapandi starf aldraðra. Umsjón: Sigríður Ágústsdóttir. Stofa 16, 1. hæð. 2. Er hægt að fresta ellinni? Umsjón: Halldór Halldórsson. Stofa 21, 2. hæð. 3. Hvernig er að vera aldraður á íslandi? Umsjón: Jón Björnsson. Stofa 24, 2. hæð. 4. Heilbrigði og kynlíf aldraðra. Umsjón: Herdís Sveinsdóttir. Stofa 25, 2. hæð. 5. Ellin og eilífðin. Umsjón: Haraldur Bessason. Stofa 31, 3. hæð. Þátttakendur skrái sig í umræðuhópa um leið og þeir skrá sig á ráðstefnuna. Gert er ráð fyrir kaffihléi kl. 10.00-10.30. Athugið að á sama tíma og umræðuhópar eru starfandi er kynning á rannsókn- arverkefnum nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga frá Háskólanum á Akureyri í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju. Þátttakendur ráðstefnunnar verða því að velja þar á milli. Hádegisverðarhlaðborð á Hótel KEA frá kl. 11.30-13.00. DAGSKRÁ: Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Kl. 13.00 Kynning á niðurstöðum ofangreindra umræðuhóða: 15 mínútur á hvern hóp. Kl. 14.30 Pallborðsumræður með umsjónarmönnum umræðuhópa. Kl. 15.00 Heilsuhlé (30 mín.). Kl. 15.30 Fjölbreytt dagskrá á vegum Félags aldraðra. M.a. syngur kór aldr- aðra undir stjórn Sigríðar Schiöth. Kl. 17.00 Ráðstefnuslit. AÐ TAKAST Á VIÐ ÁFÖLL í LÍFINU Kynning á rannsóknarverkefnum nýútskrifaðra hjúkrun- arfræðinga frá Háskólanum á Akureyri. DAGSKRÁ: Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Kl. 9.00 Barniðsemaldreivarð;upplifunkvennaaffósturláti (20 mín.). Ásta Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur BS. Kl. 9.30 Ég lifi, en hluti af mérdó;upplifunkvennaaf nauðgun (20 mín.). Halldóra B. Skúladóttir, Jóhanna H. Gunnarsdóttir, Rósa Ösp Ás- geirsdóttir og Svanhildur Bragadóttir, hjúkrunarfræðingar B.S. Kl. 10.00 Heilsuhlé (30 mín.). Kl. 10.30 Aðstandendur á gjörgæsludeild; hverjar eru þarfir þeirra? (20 mín.). Ingibjörg Linda Sigurðardóttir, Kristín Ósk Ragnarsdóttir, Margrét Sigríður Styrmisdóttir og Þórdfs Ósk Sævarsdóttir, hjúkrunarfræðing- ar BS. Kl. 11.00 Umræður um rannsóknarverkefni. Athugið að samtímis þessari dagskrá eru starfandi umræðuhópar varðandi málefni aldraðra í húsnæði Háskólans á Akureyri á Þingvallastræti 23. Þátttak- endur ráðstefnunnar verða því að velja þarna á milli. Skráning á ráðstefnuna er á Skrifstofu Háskólans á Akureyri, s. 96-30-900 alla virka daga kl. 8-16 fram til 1. júní. Ráðstefnugjald er kr. 4.000 fyrir báða ráð- stefnudagana, en kr. 3.000 fyrir annan daginn og greiðist það fyrir 5. júní inn á bankareikning nr. 49542 á ávísanareikning heilbrigðisdeildar í Landsbankan- um á Akureyri. I tengslum við ráðstefnuna verður væntanlega sýning á listsköp- un aldraðra og ýmsu því sem tengist þema ráöstefnunnar. AKUREYRI Ríkisskattstjóri segir kvittanir nauðsynlegar vegna útskriftar- og þjónustugjalda Bankarnir stunda nótulaus viðskipti RÍKISSKATTSTJÓRI telur að skuldafærslulína á yfirliti reiknings- eigenda sé ekki nægileg kvittun fyrir greiðslu útskriftar eða þjón- ustugjalda og þurfi að gefa út fullgilda reikninga vegna innheimtu slíkra gjalda. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Neytendafé- lags Akureyrar og nágrennis sem leitaði eftir úrskurði ríkisskatt- stjóra um hvort bankastofnunum bæri að láta af hendi til viðskipta- manna sinna fullgildar kvittanir vegna þeirra viðskipta sem fram fara. Morgunblaðið/Hólmfríður 1.240 egg úr bjarginu Grímsey - Brottflognir Grímsey- ingar í bland við eyjarskeggja sigu í Sjálands- og Sveinsstaða- björg í fádæma blíðu í fyrradag. Þeir Willard Ólason og Björgvin Gunnarsson, gamlir Grímseying- ar, komu á heimaslóðir til að síga eftir eggjum og nutu aðstoð- ar Helga Haraldssonar sem var sigmaður í ferðinni og Brynjólfs Arnasonar. Félagarnir höfðu 1.240 egg upp úr krafsinu en þess má geta að búið var að síga á þessum slóðum áður og taka egg og voru þeir því ánægðir með árangurinn. Nú er farið að síga á seinni hluta sigtímans en fram til þessa hefur allt gengið að óskum. Sjávarútvegsdeildin á Dalvík - VMA veturinn 1994-1995 SKIPSTJÓRNARNÁM: Kennt er til skipstjórnarprófs, 1. og 2. stigs. FISKIÐNAÐARNÁM: Kennt er til fiskiðnaðarmannsprófs. ALMENNT FRAMHALDSNÁM: 1. bekkurframhaldsskóla. Heimavist á staðnum. Umsóknarfrestur til 10. júní. Upplýsingar í símum 61083, 61380, 61160, 61162. Skólastjóri. „Þarna er komin fram af- dráttarlaus yfirlýsing um það sem við reyndar vissum, að þeir sem krefjast greiðslu fyrir þjónustu verða að framvísa reikningi vegna þeirrar þjónustu sem_ keypt er,“ sagði Vilhjálmur Ingi Árnason for- maður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis. Vanhugsað mál „Bankarnir hafa farið út í gjald- töku fyrir þessa þjónustu en fram- kvæmdin er gjörsamlega á svig við allar reglur um góða viðskipta- hætti og bókhaldslög. Þeir haga sér eins og ríki í ríkinu og er í raun furðulegt að stofnanir sem hafa á að skipa lögfræðingum og færu starfsfólki skuli hefja þessa gjaldtöku að jafn vanhugsuðu máli. Bankarnir hafa stundað nótulaus viðskipti síðustu vikur sem er mjög alvarlegur hlutur í íslenska skattkerfinu.“ „Ég er ekki á móti því að fólk greiði fyrir þá þjónustu sem það fær, en það þurfa að vera einhver skynsamleg mörk á því,“ sagði formaður Neytendafélagsins og benti á að afar kostnaðarsamt yrði fyrir bankana að gefa út reikninga fyrir þjónustugjöldun- um, en t.d. kostar hvert reiknings- yfirlit 45 krónur og gera mætti ráð fyrir að annað eins kostaði að gefa út reikninga í tvíriti til við- skiptavina. Vilhjálmur Ingi telur einnig að bönkunum beri að greiða virðis- aukaskatt vegna þessarar þjón- ustu, öll þjónusta með örfáuin undantekningum sé virðisauka- skattsskyld og bankarnir geti varla verið undanþegnir því að standa skil á virðisaukaskatti vegna þjónustugjaldanna sem þeir innheimta. „Við munum ekki aðhafast frekar í málinu strax. Það er sjálf- sagt að sjá hver viðbrögðin verða hjá bönkunum fyrst en vissulega er hveijum sem er í lófa lagið að kæra þá fyrir að hafa stundað nótulaus viðskipti þennan tíma,“ sagði Vilhjálmur Ingi. ------»---------- Lán til 22 íbúða ALLS voru veitt lán til bygginga eða kaupa á 22 íbúðum á Akur- eyri en húsnæðismálastjórn hefur tilkynnt um úthlutun fram- kvæmdalána úr Byggingasjóði verkamanna til Akureyrarbæjar. Um er að ræða 10 félagslegar kaupleiguíbúðir, 5 félagslegar eignaríbúðir og 7 félagslegar leiguíbúðir. ,s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.