Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ1994 21
„Vál merkisins og stofnun sjóðsins var byggð á þeirri hugsun
að sjálfstœðisbaráttan sem slík héldi áfram
s
og skyldu bjarkarlaufin minna Islendinga sérstaklega á
að eftir að hið stjómarfarslega sjálfstœði er fengið
verður merkasti þátturinn í sjálfstœðisbaráttu framtíðarinnar
að klceða landið skógi og öðrum nýtilegum gróðri.” *
Árið 1944 kom sú hugmynd fram í landsnefnd
þeirri sem sá um framkvæmd lýðveldisstofhunar'
innar að marka þessi tímamót í sögu þjóðarinnar á
þann hátt sem til gagns mætti verða í framtíðinni.
Tillaga nefndarinnar var sú að landsmenn hæfu
skógrækt í stærri stíl en áður þekktist fyrir fé sem
safnast myndi með almennum samskotum.
Landsnefndin valdi þjóðaratkvæðagreiðslunni
merki, þrjú bjarkarlauf, og mælti svo fyrir að það
skyldi einnig verða fjáröflunarmerki Landgræðslu-
sjóðs sem stofnaður var samhliða lýðveldiskosn-
ingunum. Með þessari ákvörðun var stigið stórt
skref í baráttunni við landeyðinguna á Islandi.
Aðaltekjulind Landgræðslusjóðs allt fram til
ársins 1982 var svokallað vindlingafé, sem var viss
upphæð af hverjum seldum sígarettupakka. Frá
þeim tíma hefur fé hins vegar komið af fjárlögum
til starfsemi sjóðsins, auk þess sem hann hefur haft
tekjur af jólatréssölu, frjálsum framlögum og fleiru.
I dag er því starfsemi sjóðsins meir en áður háð
stuðningi einstaklinga og fyrirtækja.
Allt frá stofnun Landgræðslusjóðs fyrir 50 árum
hefur sjóðurinn veitt skógræktarstarfi marghátt-
aðan stuðning og verið bakhjarl þess þótt ekki
hafi farið hátt um starfsemi hans út á við.
Við landnám teygðu skógur, kjarr og gróður sig
langt upp eftir fjallshlíðum Islands. Birkiskógar
þöktu þriðjung landsins. Á þeim 1100 árum sem
síðan eru liðin hefur gróðureyðingin hins vegar
verið slík að ekkert annað land í Evrópu norðan
Alpafjalla hefur orðið fyrir öðrum eins skemmdum.
Ef rekja mætti aðalástæðu þessara skemmda til
náttúruaflanna gætum við lítið að gert.
Staðreyndin er hins vegar sú að umgengni
mannsins við landið er helst um að kenna.
Það kemur því í okkar hlut að snúa við þessari
öfugþróun.
I dag nýtur skógrækt á Islandi mikillar velvildar
þjóðarinnar. Fjöldi fólks hefur lagt hönd á plóg
og tekið þátt í endurheimt skóga og annarra
landgæða. Reynsla síðustu áratuga sýna líka að
hér á landi geta dafnað mun fleiri trjátegundir en
nokkur þorði að vona og myndað skóg.
Engu að síður eru uppblástur og landeyðing ennþá
alvarlegasta umhverfisvandamál Islands.
Og því höldum við áfram störfúm.
Laugardaginn 28. maí 1994 munu
sjálfboðaliðar, félagar í skógrœktar-
félögum landsins, minnast
50 ára afmœlis Landgrœðslusjóðs með
sölu barmmerkja á öllum kjörstöðum v
bœjarstjómarkosningamar 1994.
Á kjörstað er valið einfalt. Þú segir já takk þegar
þér er boðið merki Landgræðslusjóðs og leggur um
leið þitt af mörkum til sjálfstæðisbaráttu
framtíðarinnar.
*Sigurður Ólason, hæstaréttarlögmaður, 1944
ESSEMM