Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ1994 39 MINNINGAR + Guðbjörg Ósk- arsdóttir var fædd 29. maí 1930. Hún lést 17. maí 1994. Guðbjörg var elsta barn foreldra sinna, Óskars Sig- urðssonar fyrrver- andi verkstjóra í ísbirninum, sem lif- ir dóttur sína á 87. aldursári, og Maríu Friðfinnsdóttur húsmóður, sem lést 23. maí 1973. Ung að árum kynntist hún eiginmanni sínum, Sigurði R. Sigurðssyni, starfsmanni í Landsbanka Is- lands við Austurstræti. Þau áttu 45 ára brúðkaupsafmæli 10. apríl sl. Þau eignuðust fjög- ur börn sem eru Óskar Már Sigurðsson, f. 27. júní 1949, kvæntur Eddu Ragnarsdóttur og eiga þau þijá syni, Sigurð Rúnar, Ólaf Ragnar og Asgeir Þór; Þórunn Laufey, f. 25. des- ember 1951, gift Sigurði Pét- urssyni og eiga þau þrjú börn, Guðbjörgu, Friðrik Pétur og Styrmi; Sigríður, f. 15. ágúst 1953, gift Ragnari Erni Péturs- syni og eiga þau fjögur börn, Guðrúnu Björgu, Ragnar Már, Laufeyju og Bjarna; Sigurður Birgir, f. 24. júní 1959, kvæntur Svövu Einarsdóttur. Guðbjörg vann um árabil hlutastarf í Pöntunarfélaginu Græði, sem Mjólkursamsalan rak, eða þar til það var lagt niður. Seinustu árin vann hún hlutastarf í Sölu- turninum við Sogaveg eða þar til fyrir ári. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í dag. KÆRA mágkona. Mig langar til að minnast þín með nokkrum orðum, því nú er komið að leiðarlokum. Guðbjörg Óskarsdóttir eða Bagga eins og hún var ætíð köllu var alin upp við ástríki í foreldra- húsum í vesturbænum og var hún | því ekta Reykjavíkurmær. Bagga var mikil íjölskyldukona. Ekkert var of gott og aldrei of mikið á sig lagt fyrir börn, tengda- börn og barnabörn. Ég kom inn í þessa íjölskyldu árið 1963 þegar ég kynntist eiginmanni mínum sem var yngsti bróðir Böggu og þá var strax farið með mig í heim- sókn til hennar og Sigga, því þangað sótti eiginmaður minn mikið á sínum unglingsárum til að spjalla um lífið og tilveruna yfir kaffi- bolla hjá Böggu systur. Frá mínum fyrstu kynnum við þau hjónin hefur mér fundist ég eiga heima í þessari ijölskyldu. Ekki bara að hún var systir Didda og mágkona mín heldur voru þau líka okkar bestu vinir. Aldrei hefur nein uppákoma hjá okkur Didda verið öðruvísi en að úr einhveiju horni heyrðist: Koma Bagga og Siggi ekki örugglega? Þegar okkar þrjú börn fæddust voru Bagga og Siggi alltaf kvödd til eins og væru þau foreldrar okk- ar og fengu bömin okkar þá tilfinn- ingu frá upphafi að Bagga og Siggi væru einskonar amma þeirra og afí. Mínir foreldrar bjuggu í Borgarnesi og tengdamóðir mín var þá þegar orðin veik svo ekki var hægt að sækja til þeirra þegar mikið lá á. Það má því segja að alltaf væri hægt að leita til Böggu og Sigga, hvenær sólarhrings sem var, og voru þau alltaf boðin og búin ef á þurfti að halda. Það eru 14 ár síðan Bagga kenndi þess meins sem nú leggur hana að velli. Sjúkdómurinn lá niðri í nokkur ár en fyrir um sex árum sköpuðust þær aðstæður að hann tók sig upp aftur. í þessum erfiðu veikindum hennar stóð Siggi við hlið hennar sem klettur og bar hana á höndum sér. Samband þeirra var reyndar þannig að sjald- an var talað um annað nema hitt væri nefnt í sömu andrá. Þau voru einstaklega samrýnd hjón og ekki hefði hvarflað að manni að erfiður sjúkdómur hefði tekið sér bólfestu hjá henni því þau héldu heimilislífi sínu þannig að bæði hún og heimil- ið sjálft litu út eins og best verður á kosið. Bagga lét ekki mikið bera á veik- indum sínum, bar sig alltaf einstak- lega vel og kveinkaði sér sjaldan eða aldrei þó að ástæða hafi sjálf- sagt verið til. Kannski þess vegna held ég að hennar nánustu hafi e.t.v. ekki áttað sig á að tíminn var kominn. Það lýsir svo vel mann- kostum þeirra hjóna að gefa frekar en þiggja og að vera helst aldrei upp á aðra komin. Mín tilfinning er sú að Bagga hafi haft einstaklega góðan lækni í sínum veikindum, sem ég veit að hún mat mikils, og varð líklega til þess að hún þurfti varla á sjúkra- húsvist að halda þegar sjúkdómur- inn ágerðist. Hún gat því fengið að eyða seinustu vikum sínum heima í faðmi fjölskyldunnar. Það að þau hjónin gátu farið til Hol- lands til elsta sonar þeirra og ijöl- skyldu hans, sem þar búa, og litið öll sín tengda- og bamabörn augum áður en kallið kom og að fá að deyja í faðmi Sigga, var örugglega það sem hún óskaði heitast. Bagga mín, ég, Diddi og börnin viljum þakka þér allar ógleyman- legar samverustundir sem við geymum í okkar hugarfylgsnum. Siggi minn, við vitum að þetta verð- ur erfiður tími sem framundan er fyrir þig og fjölskylduna alla. Að koma í Keldulandið án Böggu verð- ur erfitt en minningin um góða eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu lifir um ókomin ár. Að leiðarlokum, elsku Bagga, hinsta kveðja frá mér, Didda, börn- um, tengdabörnum og bamabörn- um, með þessum ljóðlínum Hall- gríms Péturssonar: Minn Jesú andlátsorðið þitt í mínu hjarta ég geymi. Sé það og líka síðast mitt þá sofna ég burt úr heimi. Sigurbjörg. Fyrir um fimmtán árum greind- ist Bagga með krabbamein, þann illvíga sjúkdóm sem fáir ná að sigr- ast á. Tekist hafði að halda sjúk- dómnum niðri í langan tíma og hann fór verulega að ágerast á síð- asta ári. Frá síðustu áramótum hrakaði Böggu mikið á stuttum tíma. Bagga mátti eiga það að hún var ekki að bera veikindi sín á torg, hún var gífurlega sterk og til marks um þaðvar það ekki fyrr en undir það síðasta, síðustu vikurnar, að sín sem við áttum í löngum samræð- um um sameiginleg ættmenni okkar á íslandi. Hann sýndi mikinn áhuga á að kynnast betur sínu frændfólki sem leiddi okkur brátt að sameigin- legri niðurstöðu um skyldleika okk- ar. Hún var sú að Alfreð biskup og faðir minn voru þremenningar, þar sem afi hans Guðmundur Hjaltason og langafi minn Jón Hjaltason voru báðir aldir upp á Nauteyri við ísafjarðardjúp. Þó Guðmundur hafi farið ungur út í heim þá kom hann þó heim árið 1931 og tók með sér ömmusystur mína, Onnu Jónsdóttur Haggert, sem enn lifir 93 ára að aldri í heimabæ biskups A1 í Fairfield, Connecticut, þar sem eftirlifandi fjölskylda A1 biskups býr nú í dag. Ékki nóg með það heldur uppgötv- aði Alfreð biskup í þessu fyrsta samtali okkar um ættfræði að verð- andi eiginkona mín var einnig tengd honum í gegnum sameiginlegt vina- fólk. Faðir James Barry sem skírði eiginkonu mína mörgum árum áður á Jamaica var einn af lærifeðrum A1 biskups þegar hann var ungur að læra til prests sem Jesúíti. Á meðan á þessu samtali stóð ræddi A1 biskup glettnislega um erfiðleika sína að læra íslensku. „Mjög ögrandi og spennandi tungumnál,“ sagði hann jafnan við okkur. Það var þessi áskorun sem A1 biskup vildi sigrast á til að geta notið bet- ur þess sem ísland og fólkið þar hafði upþá að bjóða. Þetta sama ár í júlí fór hjóna- vígslan fram undir handleiðslu Al- freðs biskups á sérstakan og ógleymanlegan máta á þremur við sem vorum henni nánust gerð- um okkur grein fyrir á hve alvar- legt stig sjúkdómurinn var kominn. Eiginmaður Böggu var Sigurður R. Sigurðsson. Þeirra hjónaband var mjög farsælt og varla hægt að hugsa sér samrýndari hjón. Mikið mæddi á tengdaföður mínum í veik- indum Böggu og þá sérstaklega síðustu mánuðina. Hann var henn- ar stoð og stytta og lagði mikið á sig og vann alltaf fullan vinnudag. Fyrir nokkrum árum fór Sigurður í hjartauppskurð, en sín veikindi setti hann til hliðar og hugur hans var allur hjá eiginkonu hans og hennar erfiðu veikindum. Bagga hafði oft á orði að ekki vildi hún eyða síðasta æviskeiðinu á sjúkrahúsi. Hugur hennar leitaði oft út til Hollands þar sem elsti sonur hennar, tengdadóttir og þrjú barnabörn búa. Heimsókn til þeirra varð að veruleika tíunda þessa mánaðar. Þrátt fyrir að læknir hennar hafi frekar dregið úr henni að fara var hún harðákveðin. Það var ef til vill til of mikils mælst að fara fram á það að fjölskyldan í Hollandi tæki á móti henni eins veik og hún var. En eftir á að hyggja þá var þetta hennar heit- asta ósk og ég er viss um að þrátt fyrir að hún ætti ekki afturkvæmt þá hefðum við séð eftir því að hafa ekki uppfyllt þessa ósk hennar. ég er viss um að síðustu dagar hennar í þessu lífi í faðmi fjölskyldunnar í Hollandi og með eiginmann sinn sér við hlið hafi veitt henni mikla gleði. Elsku Siggi, missir þinn er mik- ill. Ég bið um styrk þér til handa í sorginni og veit að með tímanum verður minningin björt. Elsku Bagga, hvíldu í__Guðs friði. Ragnar Örn Pétursson. Það var sumar þegar Guðbjörg Óskarsdóttir fæddist, og það var komið sumar þegar hún dó. Sjálf var hún eins og sumardagur, svo hlý og mild, stillt og góð með sól- skin í brosi, og það var bjart í kring- um hana. Það var vetrarkvöld þegar við kynntumst henni á Keldulandi nítj- án fyrir sjö árum. Fólkið í húsinu kom saman að bjóða okkur nýbú- ana velkomna, þarna voru blóma- konur og bókmenntamaður, barna- vinir og dýravinir, félagslynt fé- lagshyggjufólk, og samfélag húss- tungumálum (íslensku, ítölsku og ensku) til þess að allir meðlimir fjöl- skyldna okkar gætu notið góðs af. Biskup A1 var alltaf reiðubúinn að hjálpa öðrum og fórna sjálfum sér svo aðrir mættu njóta góðs af. Frá þeim degi hefur „faðir Al“ og Landakotskirkjan átt sérstakan stað í hjarta okkar beggja, og verið ómissandi að heimsækja í hvert skipti er við höfum sótt ísland heim. Minningin um A1 biskup, þennan einstaka mann, lifir skært á meðal fjölskyldna okkar. Hans mun verða saknað mikið þegar við komum heim á þessu sumri. Það mun áreið- anlega vanta eitthvað í tilveru okk- ar þegar við stígum inn í Landa- kotskirkju næst. Þó vitum við að nærveru A1 biskups mun ætíð gæta á meðal okkar. Við erum þakklát fyrir þær stundir sem við áttum með A1 biskupi á síðustu sex árum, þó við hefðum gjarnan viljað að þær stundir hefðu getað orðið fleiri. Kringumstæður höguðu því þannig til að við áttum þess ekki kost nema í tiltölulega fá skipti að hitta A1 biskup, þó við ættum því láni að fagna að geta haldið sambandi við hann í gegnum bréf og kort. Líf okkar er mun ríkara eftir þessar þó fáu samverustundir, bæði af ánægju og visku um göfugleika mannlegs eðlis. Allir þeir sem kynnast Alfreð biskupi munu áreiðanlega skilja þessa sömu tilfinningu varðandi einlægni, lífsgleði sem hann sýndi þrátt fyrir hinn fábrotna lífsstíl sem hann kaus sér. Hann var í senn flók- inn persónuleiki og heimsmaður sem hafði þá sannfæringu að hans ALFREÐ J. JOLSON + Alfreð J. Jolson biskup ka- þólsku kirkjunnar á íslandi var fæddur 18. júní 1928. Hann lést 21. mars 1994. Útför hans var gerð frá Dómkirkju Krists konungs 28. mars. SUMT fólk snertir líf okkar á sér- stakan, ólýsanlegan hátt. Það er oft svo að við erum ófær um að meðtaka til fulls áhrifamátt þess þar til slíkt fólk er ekki lengur meðal okkar á þessari jörð. Það er alltaf of snemmt fyrir fólk að hverfa á braut, og alltaf fleiri stundir sem hefðu getað orðið að veruleika ef æðri máttarvöld hefðu ekki tekið í taumana. Biskup Alfreð Jolson, var ekki bara „sumt fólk“. Biskup „Al“, eins og við nefndum hann, var sú per- sóna sem flest okkar eru þakklát fyrir að komast í kynni við einu sinni á ævi. Hann var margbrotinn ■ persónuleiki, ekki einungis vegna I ljóma visku og umhyggju sem lék um biskup Al, eða þau mörgu að- dáunarverðu verk sem honum tókst af einskærri fórnfýsi, á tiltölulega stuttum tíma, að koma í fram- kvæmd fyrir kaþólska söfnuðinn á íslandi, heldur frekar fyrir þá góð- mennsku og mannkærleik sem hann svo fyrirhafnarlaust sýndi öllum sem voru svo lánsamir að kynnast honum. Það var í maí 1988 sem ■ vegir okkar biskups A1 lágu saman. * Konan mín og ég höfðum ráð- . gert að ganga í hjónaband það sum- ar og vonuðum að biskup A1 myndi fallast á að gefa okkur saman. Þar sem hvorugt okkar hafði hitt biskup A1 áður þá vorum við örlítið kvíðin og hikandi er við stigum okkar fyrstu spor inn í Biskupssetrið að Landakoti til að eiga viðtal við bisk- up. Hið hlýja viðmót og glaðvær rödd sem tók á móti okkur kom okkur sannarlega á óvart. Bauð hann okkur strax uppá spjall ásamt kaffi og kleinum, þó hann hefði einungis nýverið kynnst þeim ís- lenska sið. Biskup A1 heilsaði okkur með opnum örmum þegar við geng- um inn í biskupsstofuna, rétt eins og við værum gamlir vinir og hann hefði þekkt mig allt sitt líf. Hann kallaði mig strax „son sinn“ jafnvel þótt ég væri einn af ættfólki hans sem hann hafði aldrei hitt og hafði sáralitla vitneskju um. Sötrandi kaffi í biskupsstofunni, eftirvæntingarfull þennan maídag, féllst biskup A1 glaður á að vígja okkur í hjónaband, sem jafnframt myndi verða hans fyrsta hjóna- vígsla sem biskup á íslandi. Samtal okkar barst brátt að hans uppá- halds umræðuefni: Ættfræði. Lær- dómsmaður í anda. Biskup A1 leit á lífið sem tækifæri til stöðugs þroska og til að öðlast nýja þekk- ingu. Sem heimsmaður var hann heillaður af atburðum og fólki um víða veröld, jafnframt sem hann var drifinn áfram af óslökkvandi þorsta eftir þekkingu á lífinu sjálfu. Það var í þessari sömu leit að nýrri þekkingu og rækt við skyldmenni GUÐBJÖRG ÓSKARSDÓTTIR ins í samræmi við það. Þetta var eins og í ævintýrinu um Hús vinátt- unnar. Ævintýri hússins voru mörg, eitt þeirra hjónin Guðbjörg > og Sigurður, Siggi og Bagga. Það var eins og kennslustund í hjóna- bandi að sjá þau saman, viðmót og augnaráð fullt af vináttu, ást og umhyggju, og þau ávörpuðu hvort annað ævinlega með blíðu. Þau voru einkar glæsileg hjón. Guðbjörg var kurteis kona og falleg. Það var fegurð, sem ekki fölnar með aldri og kurteisin sú sanna, sem kemur að innan. Mann- greinarálit kunni hún ekki, og dýr urðu vinir hennar. Aldrei sveiaði hún kisu í stigaganginum en strauk . henni um feldinn og bauð henni að hafa þvottahúsgluggann fyrir sig. Ekki setti hún sig á háan hest við æskufólk með partíþys og galsa en óskaði því góðrar skemmtunar. Sjálf var hún aldrei hávær, röddin þýð og hljómfögur. Síðustu vikur vék gleðin úr rödd Guðbjargar og það hryggði okkur öll að sjá hve veik hún var. Maður verður að lifa við þetta, Ragnheiður mín, sagði hún við mig fáum dögum áður en hún dó. Aldrei heyrðist hún kveinka sér, sterk og æðrulaus tók hún því, sem að höndum bar. Hún átti þann styrk, sem fáum er gef- inn, og hún átti þann mann, sem engum er líkur. Hann bar hana á ' höndum sér til hinstu stundar og hún fékk að deyja í örmum hans. Ástarsaga þeirra varð hetjusaga. Hún er heppin að eiga þig, sagði ég við Sigurð um daginn. Það er ég, sem er heppinn að eiga hana, svaraði hann, og mér fannst skáld- in hafa ort fyrir þau: Árunum lifðum við saman. Lífinu lifðum við saman. Og gaman var að vera þannig til. (Christian Matras/Þorgeir Þorgeirsson.) Það var gaman að fá að vera til með þeim hjónum. Árin sem við áttum með Guðbjörgu voru glöð og líf okkar nágrannanna með henni var gott á hversdegi og há- tíðarstund. Allt vinafólkið á Keldulandi nítj- án kveður Guðbjörgu Óskarsdóttur með söknuði og þakklæti fyrir allt sem hún gaf okkur. Minning henn- ar lifir í hjörtum okkar, hrein og björt. Við vottum Sigurði, manni hennar, börnum þeirra og föður Guðbjargar saniúð á sorgarstundu. líagnheiður Ásta Pétursdóttir. tilgangur væri að koma á tengslum milli fólks og rækta þau tengsl síð- an með sönnum vinskap í gegnum lífið. „Faðir Al“ átti sér draum um að sameina fólk í kristinni trú, hvort sem það var kaþólsk eða lútersk trú, og lítum við á okkur hjónin sem gott dæmi um verk hans. Málefni heimsins voru honum mjög nærtæk og skiptumst við oft á skoðunum um framgang alþjóðastjórnmála, sem var sameiginlegt áhugamál okkar beggja. Það var þessi eldmóð- ur til að láta gott af sér leiða í þessum heimi, hvaða trú sem menn aðhylltust, sem var lífslöng ástríða fyrir Alfreð biskup. Hann kenndi okkur sannarlega margt um lífið, tilveruna og manngæsku sem við munum seint gleyma. Þegar fundum okkar með A1 biskupi bar saman síðast, grunaði okkur ekki að þar yrði síðasta skipt- ið sem við myndum hitta hann. Á þeirri stundu sagði hann brosandi við okkur hjónin, sem jafnframt urðu hans lokaorð til okkar: „Verið gott hvort við annað.“ Kannski eru það þessi einföldu heilræði sem við í minningu Alfreð biskup getum deilt með öðrum um ókomna fram- tíð. Biskup A1 mun að eilífu lifa í hjörtum okkar beggja og fjöl- skyldna okkar, sem einstaklingur er snart djúpt strengi lífs okkar, með því að spinna sinn gullna vef visku og kærleika á þessari jörð. Nú á þessari stundu hefur Guð fengið til sín nýjan engil, og við erum sannarlega þakklát fyrir að þessi engill mun vaka yfir okkur á öðru tilverustigi. Jón Ögmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.