Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ1994 35 BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 28. MAI Kópavogur í lok kjörtímabils EF VIÐ lítum um öxl til ársins 1990 og iítum á málefnasamn- ing þann sem þá var gerður vegna meiri- hlutasamstarfs Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Kópavogs 1990-1994, blasir við að vel hefur til tekist. Meirihlutinn er sam- hentur undir stjórn oddvitanna dr. Gunn- ars Birgissonar og Sig- urðar Geirdal bæjar- stjóra. Stjórnsýsla og fjármál Þannig var á sviði fjármála tekið til hendinni, viðurkenndur end- urskoðandi fenginn til að gera út- tekt á ijármálum sveitarfélagsins við upphaf og lok kjörtímabilsins. Lánamálin hafa verið færð í betra horf og nýting fjármagns bæjar- sjóðs er betri en áður. Hefur Ólafur Briem framkvæmdastjóri fjármála- og stjómsýslusviðs stýrt þessum málum farsællega í umboði meiri- hlutans. Stjórnsýslan var einnig tekin til endurskoðunar og gerð hagkvæmari með ýmsum hætti. Verklegar framkvæmdir og skipulagsmál Hinir verklegu framkvæmdir hafa heldur ekki látið á sér standa. Gatna- og fráveitumál hafa tekið stökk fram á við. Listasafnið glæsi- lega sem ber nafn Gerðar Helga- dóttur hefur nú verið opnað og hin mikla sundlaug á Rútstúni var opn- uð á tímabilinu. Uppbygging skóla- mannvirkja og vinna við skólalóðir hefur gengið vel og sama má segja um íþróttahúsið í Kópavogsdal. Afram hefur verið unnið að uppbyggingu Kópa- vogshafnar. Hefur tæknisvið, 'eðjfi tækni- deild bæjarins öðru nafni, verið við stjórn- völinn varðandi þessi tæknilegu viðfangsefni o.fl. í skipulagsmálum hefur margt stórvirkið verið unnið, bæði varð- andi deiliskipulag, hverfaskipulag og að- alskipulag, ný bygg- Leó Ingason ingarsvæði og eldri hverfí. Formaður skipulagsnefndar er Kristinn Krist- insson og skipulagsstjóri Birgir H. Sigurðsson. Félagsmál Valkostum hefur fjölgað í dag- vistarmálum og atvinnumál, hús- næðismál og aðstoð við aldraða og aðra hópa hafa tekið stökk fram á Tryggja verður að áfram verði haldið þeirri uppbyggingarstefnu í Kópavogi, segir Leó Ingason, sem fram hef- ur verið fylgt kjörtíma- bilið 1990-1994. við. Sunnuhlíðarsamtökin hafa ver- ið studd og átak gert í byggingu félagslegs húsnæðis. Sérstakt at- vinnuátak hefur verið í gangi og er atvinnuleysi með því minnsta sem gerist í landinu. í atvinnumál- um hefur verið unnið markvisst að því að efla fýrirtækin í bænum með miklu atvinnuþróunarstarfí, jafn- framt því að leggja áherslu á að fá ný fyrirtæki í bæinn. Segja má að viss ferskleiki hafi eink'ennt fé- lagsmálin í tíð þessa meirihluta og hins nýja félagsmálastjóra, Aðal- steins Sigfússonar. Hvers konar æskulýðs- og íþróttastarfsemi í Kópavogi hefur verið efld að mun og m.a. gerðir miklir samningar við íþróttafélög um uppbyggingu íþróttasvæða. Átak hefur verið gert í æskulýðs- málum. Skólar og menning Skóla- og menningarmál hafa verið í góðum farvegi. Skólamálin með Braga Michaelsson í broddi fylkingar. Nýr skóli er í byggingu, stjórnunarálma byggð við MK og hugað að viðhaldi skóla og skóla- lóða, svo fátt eitt sé talið. Menning- armálin hafa aftur á móti verið undir öruggri stjóm hinnar dug- miklu og einstöku Kristínar Líndal, formanns lista- og menningarráðs bæjarins og stjórnar hins nývígða og glæsilega listasafns. Kristín hverfur af framboðslista Sjálfstæð- isflokksins um skeið, en hefur þó engan veginn lagt stjórnmálin á hilluna og mun áfram láta að sér kveða þar, sem og á öðrum vett- vangi. Hún hreinlega má heldur ekki yfirgefa okkur því hún myndi skilja eftir sig skarð sem ekki verð- ur fyllt. Ég veit að allflestir Kópa- vogsbúar taka undir þau orð. Kjósendur í Kópavogskaupstað ættu því ekki að vera í vafa um hvað gera skal hinn 28. maí næst- komandi: Tryggja verður að áfram verði haldið þeirri uppbyggingar- stefnu, sem haldið hefur verið fram kjörtímabilið 1990-1994 og sem bæjarbúar geta verið svo ánægðir með. Málið er einfalt og skýrt. við setjum x við D! Höfundur er cand. mag. í sagnfræði og bókasafns- og upplýsingafræðingur. Framtíðin skipt- ir mestu máli Anna Margrét Guðmundsdóttir ÞAÐ ER ögurstund framundan. Til fjölda ápa höfðu menn talað um nauðsyn samein- ingar Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. Menn skiptust i fylk- ingar með og á móti. Með nýjum kynslóðum og vaxandi samvinnu dvínaði hrepparígur- inn. Unga fólkið spurði gjarnan: „Hvers vegna að horfa aftur til fortíðar? Er það ekki framtíðin. sem skiptir máli?“ Ég og félagar mínir í Alþýðuflokknum erum einmitt þeirrar skoðunar að framtíðin skipti mestu máli. Það er verið að móta nýtt sveitarfélag og miklu máli skiptir að það verk- efni takist vel. Fyrstu skrefin móta framtíðina og hafa þannig áhrif á líf og afkomu fólksins í bænum. Erfið skuldastaða En því er ekki að neita að nokk- urn skugga ber á nánustu framtíð þessa nýja sveitarfélags. Þar á ég við hina slæmu fjárhagsstöðu bæjarfélaganna, sem hefur verið að koma í ljós á síðustu dögum. Á síðasta kjörtímabili töluðu sjálfstæðismenn um óábyrga fjár- málastjórn Alþýðuflokksins. Þeir lofuðu kjósendum að lækka skuld- irnar kæmust þeir til valda. Reyndin er önnur, undir þeirra forystu hefur þeim tekist að stór- auka skuldir bæjarins og bundið íbúana þannig þungum böggum. Framsóknarmenn eru mjög hreyknir af verkum sínum eftir samstarfíð og gefa sér einkunnina níu í lok kjörtímabilsins með samstæðureikning upp á einn og hálfan milljarð í skuld. Við jafnaðarmenn viljum halda mót nýjum veruleika með ábyrj Ijármálastjórn. Verkefnin blasa við Verkefni nýrrar bæjarstjórnar blasa hvarvetna við. Það þarf að hafa í öndvegi þá hugsun að jafnrétti ríki meðal bæjarbúa. Við verðum að leggja metnað okkar í að byggja upp þjónustu sem tekur mið af þörfum fólksins í bænum. Við verðum að búa börnum okkar og unglingum heilbrigt umhverfí í æskulýðs-, íþrótta- og tómstundamálum. Við viljum gera samning við íþrótta- Jafnaðarmenn á Suður- nesjum leggja höfuð- áherslu á blómlegt at- vinnulíf, segir Anna Margrét Guðmunds- dóttir, og vilja nýta til fulls tækifæri EES- ^ Öflug atvinnumálastefna í Borgarnesi - undir forystu Sjálfstæðisflokksins Ari Björnsson ÞAÐ ER óhætt að fullyrða að sjaldan hafa atvinnumálin brunnið eins mikið á fólki og fyrir þessar kosningar. Bæjar- stjómin, undir forystu sjálfstæðismanna, hefur beitt sér fyrir af hörku í þessum málaflokki. Af mörgu er að taka en ég ætla að láta nægja að íjalla um helsta verkefni bæjarstjórnarinnar í Borgarnesi í atvinnu- málum á sl. kjörtíma- bili. Sú áræðna ákvörðun núverandi meirihluta að ráðast í byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða var skynsamleg. í byggingunni eru 24 íbúðir og er um að ræða hæsta einingahús á íslandi, þ.e. allt reist úr forsteyptum einingum frá Loft- orku hf. í Borgarnesi. Byggingartími hússins var ákveðinn mjög skammur, 18 mán- uðir, og allar áætlanir um bygg- inguna stóðust vel og flutti fýrsti íbúinn inn í húsið 9. maí sl. í ljós hefur komið að þörfin fyrir húsið var mikil, því nú þegar eru allar íbúðimar seldar. Éinnig hefur komið á daginn að hræðsla við að húsnæðismarkaðurinn í Borgarnesi þyldi ekki svo margar íbúðir í einu var óþörf, því mikil hreyfíng hefur verið á markaðnum undanfarið. Mikið hefur verið um að ungt fólk hafí keypt eignir af íbúum nýja hússins, sem flestir hafa þegar selt sínar eldri íbúðir. Ákveðin endurnýjun er því að verða í eldri hverfunum, til hag- ræðingar fyrir unga fólkið vegna nálægðar við skólann og aðra þjónustu. Tímasetning verk- efnisins var hárrétt hvort sem litið er á atvinnumálin eða fé- lagsmál bæjarins. Samið var við fyrir- tækið Hafnarklett hf. sem er í eigu Loftorku hf. og Byggingarfé- lagsins Borgar hs. Hrafnaklettur hf. sá um aðal verkþætti en bauð síðan út ýmsa fagþætti verksins til und- irverktaka sem langflestir voru heimamenn. Mikill samdráttur var fyrir- sjáanlegur í héraðinu, en þessi stórhuga framkvæmd hefur skap- að mikla vinnu hjá iðnaðarmönn- um og ýmsum þjónustuaðilum. Á sl. 18 mánuðum hafa að meðaltali starfað beint við bygg- inguna 25 iðnaðarmenn, auk margfeldisáhrifa sem fram- kvæmdin hefur haft á þjónustu og aðra atvinnustarfsemi í bæjar- félaginu. Atvinnuleysi er mælt í atvinnuleysisdögum. Á móti má segja að atvinnudagar vegna byggingarinnar hafi verið u.þ.b. tíu þúsund auk áhrifa á aðra starf- semi. Verkefnið hefur ekki aukið þenslu á svæðinu, en hætt er við að tímasetning verksins í betra Þjónustuíbúðir aldraðra í Borgarnesi. Ákvörðun meirihluta í Borgamesi um bygg- ingu þjónustuíbúða fyrir aldraða var skynsam- leg, segir Ari Bjöms- son, og tímasetning framkvæmda var hárrétt. fengið góðar íbúðir með skemmti- legri aðstöðu. * Ungt fólk hefur flutt í eldri hverfí bæjarins. * Verkefnið hefur skapað mikla vinnu hjá iðnaðarmönnum. * Verkefnið hefur aukið umsvif hjá ýmsum fyrirtækjum. * Verkefnið hefur haft marg- feldisáhrif á aðra starfsemi. * Verkefnið hefur ekki valdið þenslu. * Tímasetningin á fram- kvæmdinni var rétt. árferði hefði skapað mikla þenslu. Niðurstaðan af þessari fram- kvæmd er því augljós. * Eldri íbúar bæjarins hafa sammngsms. Höfundur er rekstrarfræðingur og skipar 7. sæti D-listans í Borgarnesi. hreyfínguna og virkja þannig fólk- ið með okkur. Gera þannig Suður- nesjabæ að fyrirmynd annarra sveitarfélaga. Við þurfum að taka við nýjum verkefnum frá ríkinu á sviði skólamála. Það verður að gera af fullri reisn. Við verðum að breyta áherslum í málefnum aldraðra. Leggja áherslu á að bæta lífí við árin. Gera umhverfí aldraðra hlýlegra og manneskju- legra. Það er átakanlegt nýlegt dæmi hér í bæ er öldruð sæmdar-'* hjón voru aðskilin hvort í sinni stofnuninni. Við jafnaðarmenn viljum að gamla fólkið geti sem allra lengst varið ævikvöldinu í heimahúsi og fengið þá þjónustu sem nauðsynleg er. Blómlegt atvinnulíf Við jafnaðarmenn leggjum á það höfuðáherslu að hér verði blómlegt atvinnulíf. Það gerum við m.a. með því að nýta okkur til fulls þau tækifæri sem samningur- inn við Evrópusambandið gefur. Hér eru möguleikar fyrir fjölda smáfyrirtækja í fískvinnslu. Fisk- markaður blómstrar hér og hefur- bjargað miklu. Við eigum að efla hann og fá ríkisvaldið til að gera það að skyldu að allur fiskur verði seldur á markaði. Suðurnesjabær á hér stærra tækifæri en aðrir vegna nálægðar við alþjóðaflug- völl. Atvinnumál verða ekki byggð upp af kosningaloforðum og skyndiupphlaupum fyrir kosningar heldur markvissu starfi og öflugri stefnumótun. Við blasir nýr veru- leiki. Ótal tækifæri bíða okkar. Við skulum horfa mót framtíðinni bjartsýn, áræðin og skipulögð. tekst okkur að skapa betra mann- líf, manneskjulegt bæjarfélag. Þá gerum við Suðurnesjabæ að fyr- irmyndarreit í flóru sveitarfélag- anna. En höfum í huga að það skiptir máli hveijir stjóma. A-list- inn er fulltrúi þessara viðhorfa. Vertu með. Höfundur er íforsvari fyrir Alþýðuflokk á Suðurnesjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.