Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ1994 47 FRÉTTIR Sumarstarfið hafið í Viðey SUMARSTARFIÐ í Viðey hófst um hvítasunnu með hátíðarmessu vegna 220 ára afmælis Viðeyjarkirkju. Nk. laugardag verður gönguferð á Austu- reyna þar sem m.a. verður hugað að æðar- og mávavarpi. Á sunnudag verður staðarskoðun. Reglulegar ferðir eru hafnar, og veitingahúsið verð- ur opnað um mánaðamótin. Reglulegt sumarstarf hófst í Við- ey annan hvítasunnudag, 24. maí sl., er 220 ára afmælis Viðeyjar- kirkju var minnst með hátíðar- messu. Hér eftir verður að jafnaði messað annan hvern sunnudag og verða messurnar ætíð kl. 14 og serstök bátsferð með kirkjufólk kl. 13.30. Um komandi helgi hefst svo hin hefðbundna útivistardagskrá, gönguferð á laugardögum og stað- arskoðun á sunnudögum. Göngu- ferðirnar hefjast kl. 14.15. Þá verð- ur gengið til skiptis á Austur- og Vestureyna og tekur hver ferð rúm- lega eina og hálfa klst. Staðarskoð- unin hefst kl. 15.15 og tekur um þijá stundarfjórðunga. I dag, laug- ardag, verður gengið af Viðeyjar- hlaði á Austureyna. Þar verður fólki leyft að skoða m.a. æðar- og máva- hreiður. I staðarskoðun er byijað í kirkjunni, hún sýnd, en síðan forn- leifagröfturinn og annað áhugavert í nágrenni húsanna. Síðast er farið upp á Heljarkinn, þar sem margt merkilegt ber fyrir augu. Viðeyjarfeijan er þegar komin með fastar ferðir, virka daga kl. 14 og 15 úr landi en úr eynni kl. 15.30 og 16.30. Um helgar er farið á heila tímanum kl. 13. Veitinga- liúsið í Viðeyjarstofu verður opnað almenningi um mánaðamótin og strax á sunnudaginn verður þar kaffisala. Um miðjan júní verður hestaleig- an opnuð, þá byijar einnig fornleifa- gröfturinn en 25. júní verður opnuð í Viðeyjarskóla ljósmyndasýning um lífið á Sundbakkanum fyrr á þessari öld. Aðstaða til útivistar verður mjög bætt á þessu sumri, ekki síst með aukinni stígagerð, sem er hluti af átaksverkefni Reykjavíkurborgar í atvinnumálum. Vordagar á Kjalarnesi EFNT verður til Vordaga í Kjalar- nessprófastsdæmi í fimmta sinn dagana 30. maí til 4. júní nk. Þeir standa yfir ,í þijár klukku- stundir í senn dag hvern, ýmist fyrir eða eftir hádegi. Vordagarn- ir eru ætlaðir börnum á aldrinum 6-10 ára. Eldri og yngri börn einnig hjartanlega velkomin. Efni Vordaganna er að þessu sinni fjölskyldan. Megináherslan verður á skapandi vinnu, söng, leiki og útiveru. Þetta eru nokk- urs konar sumarbúðir í þéttbýli. Miðvikudaginn 1. júní verður farið í stutt ferðalag sem endar með gróðursetningu tijáa. Vordagarnir hefjast á eftirfar- andi stöðum kl. 9 mánudaginn 30. maí: Á Álftanesi í íþróttamiðstöð- inni, á Kjalarnesi í Klébergsskóla og í Vestmannaeyjum í safnaðar- heimili Landakirkju. Þá hefjast þeir kl. 14 sama dag í safnaðar- heimili Grindavíkurkirkju og í Stóru-Vogaskóla í Vogum á Vatnsleysuströnd. Ekkert þátt- tökugjald er í Vordögunum. Nán- ari upplýsingar gefa viðkomandi sóknarprestar. ■ ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND hefur gefið út hljóðsnældu. Á henni er að finna ijögur lög sem verða sungin í fjöldasöng í lok hátíðardagskrár á Þingvöllum 17. júní. Snælda þessi var fjöl- fjölduð í aprílbyijun og send í alla grunn- og leikskóla landsins. í tengslum við kynningu á átakinu „ísland - sækjum það heim“ mun barnakór taka lagið í Kringlunni, í dag, föstudaginn 27. maí nk. kl. 17 og gefst fólki um leið kostur á að eignast hljóð- snælduna sér að kostnaðarlausu. Lögin á snældunni eru: Island ögp*um skorið eftir Sigvalda Kaldalóns, Ó, blessuð vertu sumarsól eftir Inga T. Lárus- son, Hver á sér fegra föðurland eftir Emil Thoroddsen og Lof- söngur eftir Sveinbjörn Svein- björnsson. Það er Skólakór Kársness sem syngur undir stjórn Garðars Cortes en hann mun stjórna „þjóðkórnum" á Þingvöllum. ■ FULLORÐINSFRÆÐSLAN býður nú upp á fornám og prófá- fanga framhaldsskóla fimmta sumarið í röð ásamt styttri hraðn- ámskeiðum í tungumál- um og ís- lensku fyrir útlendinga. • Fram- halds- skólaáfang- ar eru að hefjast frá 30. maí til 20. júní og standa í 10 kennsluvik- ur og lýkur með mats- hæfum prófum. Sérstakir innritunar- og kynningardagar verða föstu- dag til sunnudag, 27.-29. maí, kl. 13-18 að Hábergi 7 í Efra- Breiðholti og einnig 3.-5. júní og verður þá einnig stuttlega kynnt kennslutækni' skólans sem í tungumálum nefnist móðurmáls- tækni. ■ ALÞJÓÐLEGUR minning- ardagur um þá sem látist hafa úr alnæmi er sunnudaginn 29. maí nk. Þann dag verður haldin minningarguðsþjónusta í Frí- kirkjunni í Reykjavík.Guðsjijón- ustan hefst kl. 11 árdegis og verð- ur henni útvarpað á Rás 1. Að- standendahópur innan Alnæmis- samtakanna á íslandi verður með kaffiveitingar í safnaðar- heimili Fríkirkjunnar eftir guðs- þjónustuna. Allir eru velkomnir. ■ GÖNGUHÓPUR félagsmið- stöðvarinnar Hólmasels ætlar að Ijúka vetrarstarfi sínu með göngu upp á Esju laugardaginn 28. maí nk. Gert er ráð fyrir að hittast við Mógilsánna kl. 11 um morgunin. í sumar verður ekki um formlegt starf gönguhópsins að ræða en þráðurinn mun verða tekinn upp aftur næsta haust. ■ HLJÓMSVEITIN Pláhnetan byijar ferð um landið um helgina. Hún mun standa yfir í allt sumar og verður komið við á helstu tón- leikastöðum landsins. Þann 1. júní nk. sendir hljómsveitin frá sér breiðskífuna Plast en að undan- förnu hafa útvarpshlutstendur fengið að heyra lagið Hux af þeirri plötu. Myndband við lagið verður frumflutt í tónlistarþættin- um Popp og kók á Stöð 2 á laugar- dag. Fyrstu miðnæturtónleikar Pláhnetunnar verða um helgina, í Sjallanum föstudag og í Ydöl- um Aðaldal á laugardag. Á báð- um þessum stöðum mun hljóm- sveitin Spoon hita upp. ■ NEMENDUR fæddir 1963 sem útskrifuðust frá Æfingadeild Kennaraháskóla íslands vorið 1979 ætla að minnast þess að 15 ár eru liðin frá útskrift með því að hittast á veitingastaðnum Feita dvergnum, Höfðabakka 1, í kvöld, föstudaginn 27. maí, kl. 20. ÞARFAÞING FRÁ MÚLALUNDI FYRIR RÁÐSTEFNUR, NÁMSKEIÐ OG FUNDI. Stendur fyrir dyrum ráðstefna,námskeið eða fundur? Fundarmöppurnar og barmmerkin (nafnmerkin) frá Múlalundi eru einstakt þarfaþing sem auðvelda skipulag og auka þægindi og árangur þátttakenda. Allar gerðir, margar stærðir, úrval lita og áletranir að þinni ósk! Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 68 84 76 eða 68 84 59. Múlalundur Vinnustofa SlBS - Hátúni 10c - Simar: 68 84 76 og 68 84 59. Kaffisala í Vindáshlíð SUMARSTARF KFUK í Vindás- hlíð hefst sunnudaginn 29. maí kl. 14.30 með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð og mun sr. Sigurður Pálsson annast hana. Barnastund verður á sama tíma. Að lokinni guðsþjónustu verður kaffisala. Frá árinu 1948 hefur KFUK rekið sumarbúðir í Vindáshlíð og á hveiju ári dvelja þar um 550 stúlkur. Þar eru bæði barna- og unglingaflokkar og kvennadagar í lok sumars. Fyrsti flokkur sum- arsins fer í Vindáshlíð miðviku- daginn 1. júní. 29. maí eru allir hjartanlega velkomnir í Vindás- hlíð. en pig grunar ao hringja til útlanda PÓSTUR 06 SÍMI *51 kr.: Verð á 1 mínútu símtali (sjálfvirkt val) til Parísar á næturtaxta m.vsk. m jaSjálfstæðismenn Munum utankjörfundar- kosninguna Þeir sem verða að heiman á kjördag geta kosið utan kjörfundar. í Reykjavík fer utankjörfundar- kosning fram í Ármúlaskóla við Ármúla alla daga frá kl. 10-12,14-18 og 20-22. Allar upplýsingar um utankjörfundar- kosningu eru veittar á skrifstofu Sjálfstæöis- flokksins í símum 880900, 880901 og 880915. Þeir sem búast við að verða að heiman á kjördag 28. maí eru minntir á að kjósa utan kjörfundar. Borgarstjórnarkosningar 28. maí 1994. áffram Reylcjavik 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.