Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Niflunga- hringur- inn frum- fluttur NIFLUNGAHRINGURINN verður frumfluttur í dag, föstudaginn 27. maí klukkan 18.00. Tónskáldið Richard Wagner sótti efnivið Niflunga- hringsins að mestu í íslenskar fornbókmenntir, og þá fyrst og fremst í Eddukvæði, Völs- ungasögu og Snorra-Eddu auk þýska ljóðsins Nibelungenlied. I þessari uppfærslu verða sýnd valin atriði úr Hringóperunum fjórum. Atriðin eru sett í sam- hengi með leikþáttum sömdum af Þorsteini Gylfasyni. Það er Wolfgang Wagner, sonarsonur tónskáldsins og stjórnandi Wagner hátíðarinnar í Bayre- uth, sem ber ábyrgð á vali atr- iðanna en í valinu lagði hann áherslu á íslenskan bakgrunn verksins. Uppsetning Niflungahrings- ins er samvinnuverkefni Lista- hátíðar, Þjóðleikhúsins, ís- lensku óperunnar, Sinfóníu- hljómsveitar íslands og Wagn- er hátíðarinnar í Bayreuth. Flyljendur eru 18 söngvarar, Sinfóníuhljómsveit íslands og Kór Islensku óperunnar. BRYNHILDUR sver eiðinn. Lia Frey-Rabin og Viðar Gunnarsson. Með hlutverk Brynhildar, Sigurðar Fáfnisbana og Óðins fara Lia Frey-Rabine, András Molnár og Max Wittges. Lia Frey-Rabine hefur sungið hlut- verk Bynhildar víða um heim. András Molnár hefur verið helsti Wagner-tenór ríkisóper- unnar í Búdapest um árabil. Max Wittges hassatenór hefur sungið í mörgum óperuhúsum í Evrópu og Bandaríkjunum, m.a. aðalhlutverk í óperum Wagners. íslensku söngvar- arnir eru þau Elín Ósk Óskars- dóttir, Signý Sæmundsdóttir, Ingveldur Yr Jónsdóttir, Sig- rún Hjálmtýsdóttir, Ingibjörg Marteinsdóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Elsa Waage, Hrönn Hafliðadóttir, Viðar Gunnarsson, Magnús Baldvins- son, Garðar Cortes, Sigurður Björnsson, Þorgeir Andrésson og Haukur Páll Haraldsson. Sýning Listahátíðar er í þremur þáttum og tekur flutn- ingurinn 4 tíma. Niflungahringur Wagners á einu kvöldi Aðeins þessar 5 sýningar. í Þjóðleikhúsinu: 27. maí - uppselt Kl. 18:00 29. maí - fáein sæti laus 31. maí 2. júní 4. júní - fáein sæti laus Miðasala í Þjóðleikhúsinu, sími 11200. Listahátíð í Reykjavík • Þjóðleíkhúsið íslenska óperan • Sinfóníuhljómsveit íslands í samvinnu við Wagnerhátíðina í Bayreuth Listahátíð 1994 hefst í dag LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík hefst í dag. Hátíðin er nú haldin í 13. sinn og að þessu sinni verður hún sett í Ráðhúsinu klukkan 15. Ávörp flytja Valgarður Egilsson, fonnaður framkvæmdastjórnar Listahátíðar, og Árni Sigfússon, borgarstjóri, sem setur hátíðina. Lúðrasveitin Lindoe, konsert- band frá Dan- mörku, leikur á Ingólfstorgi frá klukkan 14.15, ásamt félögum úr Lúðrasveit verka- lýðsins og marserar síðan yfir að Ráð- húsinu og leikur þar fyrir utan frá klukkan 14.40 til 15.00. Á eftir ávörpun- um flytur ljóðskáld- ið Sigurður Pálsson ljóð, síðan leikur Tríó Tómasar R. Einarssonar ís- lenskt þjóðlag, „Minn munnur syngur“, í útsetn- ingu Tómasar. Þá syngur Kór Kárs- nesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Að því búnu verður opnuð sýning á myndverkum barna og unglinga. Sýningin er liður í átakinu „Island - sækjum það heim“, sem samgönguráðuneytið stendur fyrir. Klukkan 18.00 verður síðan heimsfrumsýning á Niflunga- hringnum - styttri útgáfu af fjórum óperum Richards Wagner, undir listrænni yfirumsjón sonarsonar tónskáldsins, Wolfgangs Wagner. Að sögn forsvarsmanna Listahá- tíðar er uppselt á frumsýninguna á Niflungahringnum í kvöld. Örfá sæti eru laus á 2. sýningu, vel selt á þá þriðju, en enn er hægt að fá góð sæti á síðustu tvær sýningarn- ar. Af öðrum viðburðum á Listahá- tíð, er mest sala á miðum að tónleik- um fiðlusnillingsins Igors Oistrachs og að tónleikum Vladimirs Ashk- enazy. Einnig er nær uppselt á tón- leika Bjarkar Guðmundsdóttur í Laugardalshöll. Söngsveitin Fílharm- ónía í Víði- staðakirkju í TILEFNI 50 ára afmælis íslenska lýðveldisins og Norðurlandaferðar söngsveitarinnar flytur Söngsveitin Fílharmónía íslensk sönglög í Víði- staðakirkju laugardaginn 28. maí kl. 17 og í Selfosskirkju miðvikudaginn 1. júní kl. 20.30. Einsöngvari á tónleikunum er El- ísabet Erlingsdóttir sópran, á píanó og orgel leikur Douglas Brotchie og stjórnandi er Úlrik Olason. UNNIÐ að því að hengja upp sýningu barna í Ráðhúsinu, þar sem Listahátíð verður sett. 5« Myndverkasýning í Búnaðarbankanum BÚNAÐARBANKI íslands efnir til sérsýningar á myndverkum eftir unga íslendinga í Búnaðarbankanum í Kringlunni dagana 26. maí til 16. júní. Sýningin er hluti af myndlistar- verkefni á vegum ferðaátaksins Is- iandsferð fjölskyldunnar og Félags íslenskra myndlistarkennara. Nærri 20.000 ungir fslendingar tóku þátt í verkefninu og var yrkisefnið „fjöl- breytileiki íslands sem ferðamanna- lands“. Tilefni þess að Búnaðarbank- inn styrkir þetta framtak er þríþætt: 50 ára afmæli lýðveldisins, ár fjöl- skyldunnar og mikilvægi ferðaþjón- ustu sem eins helsta _ vaxtarbrodds verðmætasköpunar á íslandi. Eins og áður sagði verður sýning- in opin 26. maí til 16. júní á virkum dögum frá kl. 13-18 og laugardaga kl. 10-16. Hans Christ- iansen sýnir í Listhúsinu HANS Christiansen myndlistarmað- ur opnar 29. einkasýningu sína á vatnslita- og pastelmyndum, auk teikninga í Listhúsinu í Laugardal á morgun laugardaginn 28. maí kl. 15. Sýningin verður síðan opin virka daga kl. 10 til 18 en frá kl. 14 til Hans Christiansen opnar sýn- ingu á morgun í Listhúsinu. 18 um helgar og lýkur henni að kvöldi sunnudags 5. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.