Morgunblaðið - 27.05.1994, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Niflunga-
hringur-
inn frum-
fluttur
NIFLUNGAHRINGURINN
verður frumfluttur í dag,
föstudaginn 27. maí klukkan
18.00. Tónskáldið Richard
Wagner sótti efnivið Niflunga-
hringsins að mestu í íslenskar
fornbókmenntir, og þá fyrst
og fremst í Eddukvæði, Völs-
ungasögu og Snorra-Eddu auk
þýska ljóðsins Nibelungenlied.
I þessari uppfærslu verða sýnd
valin atriði úr Hringóperunum
fjórum. Atriðin eru sett í sam-
hengi með leikþáttum sömdum
af Þorsteini Gylfasyni. Það er
Wolfgang Wagner, sonarsonur
tónskáldsins og stjórnandi
Wagner hátíðarinnar í Bayre-
uth, sem ber ábyrgð á vali atr-
iðanna en í valinu lagði hann
áherslu á íslenskan bakgrunn
verksins.
Uppsetning Niflungahrings-
ins er samvinnuverkefni Lista-
hátíðar, Þjóðleikhúsins, ís-
lensku óperunnar, Sinfóníu-
hljómsveitar íslands og Wagn-
er hátíðarinnar í Bayreuth.
Flyljendur eru 18 söngvarar,
Sinfóníuhljómsveit íslands og
Kór Islensku óperunnar.
BRYNHILDUR sver eiðinn. Lia Frey-Rabin og Viðar Gunnarsson.
Með hlutverk Brynhildar,
Sigurðar Fáfnisbana og Óðins
fara Lia Frey-Rabine, András
Molnár og Max Wittges. Lia
Frey-Rabine hefur sungið hlut-
verk Bynhildar víða um heim.
András Molnár hefur verið
helsti Wagner-tenór ríkisóper-
unnar í Búdapest um árabil.
Max Wittges hassatenór hefur
sungið í mörgum óperuhúsum
í Evrópu og Bandaríkjunum,
m.a. aðalhlutverk í óperum
Wagners. íslensku söngvar-
arnir eru þau Elín Ósk Óskars-
dóttir, Signý Sæmundsdóttir,
Ingveldur Yr Jónsdóttir, Sig-
rún Hjálmtýsdóttir, Ingibjörg
Marteinsdóttir, Ólöf Kolbrún
Harðardóttir, Elsa Waage,
Hrönn Hafliðadóttir, Viðar
Gunnarsson, Magnús Baldvins-
son, Garðar Cortes, Sigurður
Björnsson, Þorgeir Andrésson
og Haukur Páll Haraldsson.
Sýning Listahátíðar er í
þremur þáttum og tekur flutn-
ingurinn 4 tíma.
Niflungahringur Wagners á einu kvöldi
Aðeins þessar 5 sýningar.
í Þjóðleikhúsinu: 27. maí - uppselt
Kl. 18:00 29. maí - fáein sæti laus
31. maí
2. júní
4. júní - fáein sæti laus
Miðasala í Þjóðleikhúsinu, sími 11200.
Listahátíð í Reykjavík • Þjóðleíkhúsið
íslenska óperan • Sinfóníuhljómsveit íslands í samvinnu við Wagnerhátíðina í Bayreuth
Listahátíð 1994
hefst í dag
LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík hefst í
dag. Hátíðin er nú haldin í 13. sinn
og að þessu sinni verður hún sett
í Ráðhúsinu klukkan 15. Ávörp
flytja Valgarður Egilsson, fonnaður
framkvæmdastjórnar Listahátíðar,
og Árni Sigfússon,
borgarstjóri, sem
setur hátíðina.
Lúðrasveitin
Lindoe, konsert-
band frá Dan-
mörku, leikur á
Ingólfstorgi frá
klukkan 14.15,
ásamt félögum úr
Lúðrasveit verka-
lýðsins og marserar
síðan yfir að Ráð-
húsinu og leikur þar
fyrir utan frá
klukkan 14.40 til
15.00.
Á eftir ávörpun-
um flytur ljóðskáld-
ið Sigurður Pálsson
ljóð, síðan leikur
Tríó Tómasar R.
Einarssonar ís-
lenskt þjóðlag,
„Minn munnur syngur“, í útsetn-
ingu Tómasar. Þá syngur Kór Kárs-
nesskóla undir stjórn Þórunnar
Björnsdóttur. Að því búnu verður
opnuð sýning á myndverkum barna
og unglinga. Sýningin er liður í
átakinu „Island - sækjum það
heim“, sem samgönguráðuneytið
stendur fyrir.
Klukkan 18.00 verður síðan
heimsfrumsýning á Niflunga-
hringnum - styttri útgáfu af fjórum
óperum Richards Wagner, undir
listrænni yfirumsjón sonarsonar
tónskáldsins, Wolfgangs Wagner.
Að sögn forsvarsmanna Listahá-
tíðar er uppselt á frumsýninguna á
Niflungahringnum í kvöld. Örfá
sæti eru laus á 2. sýningu, vel selt
á þá þriðju, en enn er hægt að fá
góð sæti á síðustu tvær sýningarn-
ar. Af öðrum viðburðum á Listahá-
tíð, er mest sala á miðum að tónleik-
um fiðlusnillingsins Igors Oistrachs
og að tónleikum Vladimirs Ashk-
enazy. Einnig er nær uppselt á tón-
leika Bjarkar Guðmundsdóttur í
Laugardalshöll.
Söngsveitin
Fílharm-
ónía í Víði-
staðakirkju
í TILEFNI 50 ára afmælis íslenska
lýðveldisins og Norðurlandaferðar
söngsveitarinnar flytur Söngsveitin
Fílharmónía íslensk sönglög í Víði-
staðakirkju laugardaginn 28. maí kl.
17 og í Selfosskirkju miðvikudaginn
1. júní kl. 20.30.
Einsöngvari á tónleikunum er El-
ísabet Erlingsdóttir sópran, á píanó
og orgel leikur Douglas Brotchie og
stjórnandi er Úlrik Olason.
UNNIÐ að því að hengja upp sýningu barna
í Ráðhúsinu, þar sem Listahátíð verður sett.
5«
Myndverkasýning í
Búnaðarbankanum
BÚNAÐARBANKI íslands efnir til
sérsýningar á myndverkum eftir
unga íslendinga í Búnaðarbankanum
í Kringlunni dagana 26. maí til 16.
júní.
Sýningin er hluti af myndlistar-
verkefni á vegum ferðaátaksins Is-
iandsferð fjölskyldunnar og Félags
íslenskra myndlistarkennara. Nærri
20.000 ungir fslendingar tóku þátt
í verkefninu og var yrkisefnið „fjöl-
breytileiki íslands sem ferðamanna-
lands“. Tilefni þess að Búnaðarbank-
inn styrkir þetta framtak er þríþætt:
50 ára afmæli lýðveldisins, ár fjöl-
skyldunnar og mikilvægi ferðaþjón-
ustu sem eins helsta _ vaxtarbrodds
verðmætasköpunar á íslandi.
Eins og áður sagði verður sýning-
in opin 26. maí til 16. júní á virkum
dögum frá kl. 13-18 og laugardaga
kl. 10-16.
Hans Christ-
iansen sýnir í
Listhúsinu
HANS Christiansen myndlistarmað-
ur opnar 29. einkasýningu sína á
vatnslita- og pastelmyndum, auk
teikninga í Listhúsinu í Laugardal á
morgun laugardaginn 28. maí kl. 15.
Sýningin verður síðan opin virka
daga kl. 10 til 18 en frá kl. 14 til
Hans Christiansen opnar sýn-
ingu á morgun í Listhúsinu.
18 um helgar og lýkur henni að
kvöldi sunnudags 5. júní.