Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C
129. TBL. 82.ARG.
FOSTUDAGUR 10. JUNI1994
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Dræm kjörsókn í ESB-kosningum í Mandi, Bretlandi og Hollandi
Samtök ESB-andstæð-
inga sigra í Danmörku
KOSNINGAR til þings Evrópusambandsins (ESB) fóru fram í Dan-
mörku, Hollandi, Bretlandi og írlandi í gær. Þær einkenndust af dræmri
kjörsókn alls staðar nema í Danmörku þar sem hún mældist 52% eða
jafn mikil og hún hefur mest orðið í fyrri ESB-kosningum. Þrátt fyrir
sérstakt ákall Ruuds Lubbers forsætisráðherra neytti aðeins þriðjungur
Hollendinga atkvæðisréttar og í borginni Maastricht, sem sáttmáli ESB
er kenndur við, var hún enn dræmri. Úrslit kosninganna verða ekki
birt fyrr en á mánudag þegar kosið hefur verið í öllum ESB löndunum 12.
Reuter
HOLLENSKUR framtíðarkjósandi stingur kjörseðli föður síns í kjör-
kassa í ESB-kosningunum í Rotterdam í gær. Kjörsókn hefur aldrei
verið dræmri í Hollandi og er það talið áfall fyrir Ruud Lubbers
forsætisráðherra sem birti sérstakt ákall til þjóðarinnar um að kjósa.
Spenna eykst á Kóreuskaganum
Norðanmenn
hóta Japönum
Kíef, Istanbúl, Tókýó. Reuter.
UTANRÍKISRÁÐHERRA Norður- Kóreu, Kim Yong-nam, hótaði því í gær
að Suður-Kóreu yrði gereytt ef stríð brytist út milli landanna. Þá hafa
Norður-Kóreumenn hótað refsiaðgerðum gegn Japönum, gangi þeir í lið
með Bandaríkjamönnum, sem ásamt fleiri þjóðum vilja beita Norður-Kóreu
þvingunum. Japanir óttast að hundruð norður-kóreanskra njósnara í Japan
muni heija hryðjuverk ef af þvingunum verður.
Kvartað
yfir síma-
gjöldum á
hótelum
London. Reuter.
BRESKU neytendasamtökin
telja að gestir á nokkrum af
bestu hótelum Bretlands greiði
allt of háa símareikninga og að
veita ætti þeim greinarbetri upp-
lýsingar um símataxta hótel-
anna. Fullyrða samtökin að
margir gestir geri sér ekki grein
fyrir hinum háu símagjöldum.
Hefur samtökunum borist
fjöldi kvartana og segja þau það
algerlega óástættanlegt að gest-
ir hafi ekki hugmynd um hvað
símtöl kosti fyrr en þeir geri upp
hótelreikninginn.
Margföld álagning
Talsmenn breska símafélags-
ins kváðust í gær vita af vand-
anum en sögðu hótelin setja sína
eigin símataxta. Dæmi um það
er Dorchester hótelið, sem rukk-
ar gesti um 50 pens fyrir fyrstu
símaeininguna og 25 pens fyrir
viðbótareiningar. Breska síma-
félagið krefur símnotendur hins
vegar um 5 pens fyrir hverja
einingu. Vörðu talsmenn hótels-
ins hin háu símagjöld með því
að þau væru hátíð miðað við
gjöidin hjá sumum öðrum hótel-
um.
Tvenn samtök utan þings sem
andvíg eru Evrópusamstarfínu, Júní-
samtökin og Þjóðarhreyfingin, eru
siguivegarar kosninganna í Dan-
mörku, hlutu 26,1% atkvæða og fá
5 af 16 sætum Dana á þingi ESB,
ef marka má niðurstöður könnunar
sem byggði á svörum fólks er það
kom út af kjörstað. Danskir ESB-
andstæðingar höfðu fjóra menn á
fráfarandi þingi.
Samkvæmt könnuninni fengi
íhaldsflokkur Pauls Schliiters um
15% atkvæða og þrjú~ sæti í stað
tveggja, Venstre fengi um 20% at-
kvæða og héldi sínum þremur mönn-
um en Jafnaðarflokkur Pouls Nyrups
Rasmussens forsætisráðherra tapaði
miklu fylgi, fengi 17-18%, og einu
sæti af fjórum. Loks fengju Radik-
ale Venstre og Þjóðarflokkurinn sitt
sætið hvor flokkur.
Afhroð í Bretlandi
Þingkosningar fara fram í Dan-
mörku í desember og telja stjórn-
málaskýrendur að úrslitin nú geti
gefið vísbendingar um hvers sé þá
að vænta.
í Hollandi var kjörsókn aðeins um
30% enda þriðju kosningarnar á ár-
inu og kosningaþreyta áberandi.
Kosið var um 31 sæti í stað 25 síð-
ast. Bentu kannanir á kjörstað til
þess að Kristilegir demókratar,
fiokkur Ruuds Lubbers forsætisráð-
herra, fengi 32% atkvæða og héldi
sínum 10 mönnum, að Verkamanna-
flokkurinn tapaði fjórðungi atkvæða
en héldi samt átta sætum sem hann
fékk síðast en kosningabandalag
fijálslyndra, D66 og VVD, fengi 10
sæti í stað fjögurra.
í Bretlandi var kjörsók 35-38% og
þótti stefna í afhroð íhaidsflokksins.
Reuter
Tann-
hreinsitól
Napóleons
TANNHREINSITÓL Napóleons
Bonaparte voru seld á uppboði í
London í gær fyrir 6,3 milljónir
kr. Hermaður í liði Napóleons
stal tólunum; m.a. tannsköfum,
töngum og gullhníf, skömmu fyr-
ir eða eftir orrustuna við Wat-
erloo. Ekki var nánar upplýst um
hvernig þau komust í hendur upp-
boðshaldara.
Ihalds-
menn tapa
Eastleigh
Eastleigh. Reuter.
BRESKI íhaldsflokkurinn beið mik-
inn ósigur í aukakosningum í East-
leigh í Suður-Englandi í gær og
eykur það á erfiðleika Johns Majors
forsætisráðherra.
Frambjóðandi Fijálslyndra fór
með sigur af hólmi, hlaut 9.239 at-
kvæðum meira en frambjóðandi
Verkamannaflokksins. Meirihluti
íhaldsmannsins Stephens Milligans
í þingkosningunum 1992 var 17.702
atkvæði. Arftaki Milligans hafnaði
í þriðja sæti og er það í fyrsta sinn
í 36 ár að flokkur fellur úr efsta
sæti í það þriðja í sama kjördæmi.
Vorfundur utanríkisráðherra Atlantshaf sbandalagsins
Rússum boðið til
nánara samstarfs
Kim Yong-nam sagði við
Reuters að Norður-Kóreu-
menn myndu halda áfram
tilraunum með eidflaugar,
þrátt fyrir mótmæli Suður-
Kóreu. „Þeir skyldu gera
sér grein fyrir því, að fylgi
þeir Bandaríkjastjórn í
blindni, hefja refsiaðgerðir
og efna til styijaldar, þá
verður Suður- Kóreu ger-
eytt.“ Bandaríkjamenn
hófu að ræða við fulltrúa annarra
þjóða í Öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna (SÞ) um refsiaðgerðir gegn
Norður-Kóreu, eftir að eftirlitsmönn-
um SÞ var meinað að athuga hvort
úrgangseldsneyti frá norður-kóre-
önskum kjarnaofni hefði verið breytt
svo nota mætti það í sprengju. Warr-
en Christopher, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagðist í gær vera
bjartsýnn á að af refsiað-
gerðum gæti orðið, þrátt
fyrir fréttir af andstöðu
Kínverja og Japana. The
New York Times greindi
frá því í gær að Japanir
væru andvígir þvingunum,
en Christopher sagðist taka
mátulega mikið mark á
þeirn fregnum.
í yfirlýsingu frá utanrík-
isráðuneyti Norður-Kóreu í
gær sagði að ef Japanir gengju í lið
með Bandaríkjamönnum myndi það
jafngilda stríðsyfirlýsingu, og hlytu
Japanir að gjalda þess. Að sögn hátt-
setts japansks embættismanns er
talið að um 600 norður-kóreanskir
njósnarar séu í Japan, dulbúnir sem
kaupsýslumenn, og gætu þeir hafið
hryðjuverk ef verður af refsiaðgerð-
um gegn stjórn Norður-Kóreu.
Istanbúl. Reutcr.
RÚSSUM var boðið nánara samstarf
við Atlantshafsbandalagið (NATO)
í gær en utanríkisráðherrar NATO
höfnuðu þó ýmsum kröfum þeirra
urn sérstöðu.
Ráðherrarnir höfnuðu ósk Rússa
um sérstök formleg tengsl við NATO
en sögðust vilja rækta samskipti
bandalagsins við þá á gagnkvæmri
virðingu og vináttu.
Itrekuðu ráðherrarnir þann ásetn-
ing NATO að bjóða ríkjum í Austur-
Evrópu aðild að bandalaginu einhvern
tímann í framtíðinni og sögðu að
Rússar gætu hvorki fengið neitunar-
vald í þeim efnum né öðrum málum.
Rússar voru hvattir til aðildar að
friðarsamstarfi NATO sem kveður á
um náið samstarf á sviði varn-
armála. Hafa Rússar heitið því að
gerast aðilar. Ekki hefur þó verið
ákveðið hvenær af því verður en 20
ríki hafa þegar gerst aðilar að friðar-
samstarfi NATO. Sögðu utanríkis-
ráðherrarnir að vegna sérstöðu
Rússa sem stórveldis væri aukin
samvinna við þá utan þeirra sviða
sem friðarsamstarfið næði beinlínis
til bæði áhugaverð og gagnleg. Þar
kæmi til greina samráð á ýmsum
sviðum, allt frá kjarnorkuvopnum til
svæðisbundinna deilumála og átaka
á borð við Bosníu.
Kim Yong-nam