Morgunblaðið - 10.06.1994, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Brátt á loft eftir 50 ár
í „ísskáp“
MARGIR muna eflaust eftir eftir-
minnilegri endurheimt banda-
rískrar orrustuflugvélar, Lockhe-
ed P-38 Lightning, djúpt úr iðrum
Grænlandsjökuls árið 1992 en þar
brotlentu nokkrar vélar í síðari
heimsstyrjöldinni árið 1942. Fáfn-
ir Frostason atvinnuflugmaður
var einn í stórum hópi flugáhuga-
manna sem tók þátt í þessum
björgunarleiðangri. Hann segir að
endursmíði vélarinnar sé komin
vel á veg í Bandaríkjunum og að
vonast sé til þess að hún geti flog-
ið á ný þegar á næsta ári. „Það
væri svo sannarlega þess virði að
sjá hana taka sig á loft á ný eftir
50 ára veru í ísskáp," sagði Fáfn-
ir. Hann sagði að til hafi staðið
að hún tæki þátt í alþjóðlegri flug-
sýningu í Oshkosh i Wisconsin-
fylki í Bandaríkjunum á þessu
ári. Af því verði þó ekki þar sem
flugvélasmiðirnir fari sér hægt og
vandi mjög til verka. Samkvæmt
grein í aprílhefti bandaríska flug-
tímaritsins Southem Aviator hafa
smiðirnir kortlagt hvert einasta
stykki úr vélinni. í ljós hefur kom-
ið að allir hlutar vélarinnar, stórir
jafnt sem smáir, hafi varðveist
utan að neflyólalokan kom aldrei
í leitirnar á Grænlandi. Ef áætlun
gengur eftir er talið líklegt að
hægt verði að fljúga vélinni á
næsta ári og er miðað við það til-
efni að sýna hana á alþjóðlegri
flugsýningu í Lakeland í Florída-
fylki. Á myndinni sést hvernig
aðkoman var á jöklinum, en orr-
ustuflugvélin fannst á mjög miklu
dýpi, eða sem samsvarar hæð
Hallgrímskirkju.
Halldór Ásgrímsson hittir Bangeman
og Christophersen í Brussel
Ræða möguleika
á áheyrnaraðild
íslands hjá ESB
HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, hittir Martin
Bangemann, varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins
(ESB), og Henning Christophersen, sem fer með efnahagsmál í fram-
kvæmdastjórninni, að máli í Brussel 20.-21. júní. Halldór mun meðal
annars ræða möguleika á að íslendingar fái áheymaraðild að nefnd-
um og ráðum hjá sambandinu.
„Tilgangur þessarar ferðar er
fyrst og fremst undirbúningur
undir það sem koma skal,“ sagði
Halldór. „í fyrsta lagi gegni ég
formennsku í íslandsdeild Norður-
landaráðs og er formaður í miðju-
hópnum í ráðinu. Það er ljóst að
það sem er að gerast, hvað varðar
Norðurlöndin, mun hafa veruleg
áhrif á norrænt samstarf. Ég hef
hugsað mér að kynna mér það
betur. Síðan erum við í Fram-
sóknarflokknum að undirbúa okk-
ur fyrir þær umræður og viðræður
sem hljóta að verða við Evrópu-
sambandið á næstunni. Við rædd-
um þessi mál á sameiginlegum
fundi þingflokks og landstjómar
nýlega og ég tel nauðsynlegt,
vegna þess undirbúnings, að ræða
beint við menn í Brussel og tel
ekki nægilegt að fá upplýsingar í
gegnum ráðuneyti núverandi ríkis-
stjórnar," sagði Halldór.
í ræðu sem Halldór flutti þegar
hann tók við formennsku í Fram-
sóknarflokknum í lok apríl sagði
hann að íslendingar ættu að reyna
að fá áheyrnaraðild og tillögurétt
í þeim nefndum og ráðum Evrópu-
sambandsins sem skipta ísland
mestu máli. Hann sagði aðspurður
að hann myndi ræða þetta við
framkvæmdastjómarmennina.
Allt er mögulegt
„Ég hafði rætt þetta áður við
aðila sem þekkja vel til. Ég bendi
á að 1996 er svokölluð ríkjaráð-
stefna Evrópusambandsins þar
sem rætt verður um framtíð þess.
Sambandið er í mótun og þar eiga
eftir að verða verulegar breytingar
og mínar upplýsingar segja að allt
geti verið mögulegt í því sam-
bandi. Ég tel að samningsstaða
okkar sé tiltölulega góð og ef vilji
er fyrir hendi af hálfu Evrópusam-
bandsins finnst mér út í hött að
útiloka þetta fyrirfram. Þeir sem
það gera ná því að sjálfsögðu aldr-
ei fram,“ sagði Halldór.
Félagsvísindastofnun kannar fylgi við sljórnmálaflokkana
RÍKISSTJÓRNARFLOKKARN-
IR hafa bætt við sig fylgi frá því
í maí, aðallega á kostnað Fram-
sóknarflokksins, samkvæmt
skoðanakönnun sem Félagsvís-
indastofnun hefur gert. Meirihluti
kjósenda styður nú ríkisstjómina
samkvæmt könnuninni.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins
mælist 40,7% í könnuninni og
hefur flokkurinn bætt við sig 2,5
prósentustigum frá síðustu
könnun Félagsvísindastofnun-
ar sem gerð var í maí. Þá hef-
ur flokkurinn bætt við sig 15
prósentustigum frá skoðana-
könnun Félagsvísindastofnun-
ar fyrir réttu ári.
Fylgi Alþýðuflokksins mæl-
ist 10,4% í könnuninni og er
það 3,6 prósentustiga aukning
frá síðustu könnun en svipað
fylgi og flokkurinn naut í skoð-
anakönnun fyrir ári. Saman-
lagt hafa ríkisstjómarflokk-
arnir nú 51% fylgi.
Framsóknarflokkurinn tap-
ar 5,6 prósentustigum frá í
maí og mælist nú með 19,4%
fylgi. Fyrir ári mældist fylgi
flokksins 27,5% í könnun Fé-
lagsvísindastofnunar. Alþýðu-
bandalag er með 14% fylgi sem
er það sama og í maí en fyrir
ári mældist fylgi flokksins
17,7%. Kvennalisti er með 14,5%
fylgi samkvæmt könnuninni nú
sem er 0,9 prósentustigum
minna en í maí og 3,5 prósentu-
stigum minna en fyrir ári.
Sjálfstæðisflokkur stærstur
Sjálfstæðisflokkurinn er lang-
stærsti flokkurinn á höfuð-
borgarsvæðinu samkvæmt könn-
uninni og nýtur fylgis 48,3%
kjósenda í Reykjavík og 42,9% á
Reykjanesi. Kvennalistinn nýtur
19% fylgis í Reykjavík og er
næststærsti flokkurinn þar en
Ríkisstjórnar-
flokkarnir bæta
við fylgi sitt
Afstaðan til ríkisstjórnarinnar og
samanburður við fyrri kannanir
ioo%______________ ■—
...... HStuðningsmenn-
■ ... — Andstæðingar -
60%;
1991 1991 1991 1992 1992 1993 1993 1993 1994 nú
Fjöldi Hlutf. nú Vik- mörk Maí 1994 Nóv. 1993 Maí 1993 Feb. 1993 Kosn. 1991
Alþýðuflokkur 93 10,4 ±1,7 6,8 8,3 10,2 6,8 15,5
Framsóknarflokkur 174 19,4 ±3,0 25,0 23,7 27,5 23,9 18,9
Sj álfstæðisflokkur 365 40,7 ±3,4 38,2 33,8 25,7 33,3 38,6
Alþýðubandalag 126 14,0 ±2,4 13,9 13,6 17,7 21,2 14,4
Kvennalisti 130 14,5 ±2,5 15,4 19,9 18,0 13,1 8,3
Þjóðarfl./Fl.mannsins 1 0,1 ±0,2 0 0,5 0,2 0,5 1,8
Grænt framboð 0 0 0 0 0,2 0,5 0,3
Heimastj.samtökin 0 0 0 0 0 0 0,6
V erkamannaflokkur 0 0 0 0 > 0 0 0,1
Ffíálsiyndir 0 0 0 0 0 0 1,2
Öfgas. jafnaðarmenn 0 0 0 0 0 0 0,3
Annað nefnt 9 0,7 ±0,5 0,6 0,3 0,4 0,5 0
Samtals 898 100% 100% 100% 100% 100% 100%
hinir flokkarnir þrír em með
rúmlega 10% fylgi hver. Á
Reykjanesi er Alþýðuflokkurinn
með 16,5% fylgi og Kvennalist-
inn með 14,3% en Alþýðubanda-
lag og Framsóknarflokkur eru
með í kringum 13%.
Framsóknarflokkur stærstur
á landsbyggðinni
Á landsbyggðinni er Fram-
sóknarflokkur stærsti flokkurinn
með 33,6% fylgi. Sjálfstæðis-
flokkur er með 30,9% fylgi,
Alþýðubandalag með 18,1%
fylgi, Kvennalisti með 10% og
Alþýðuflokkur með 6,3%.
Svör fengust frá tæplega
1.100 manns
Könnunin var gerð dagana
31. maí til 4. júní og var úrtak-
ið 1.600 manns um allt land á
aldrinum 18-75 ára. Svörfeng-
ust frá 1.075 manns. Spurt
var: Ef alþingiskosningar væru
haldnar á morgun, hvaða flokk
eða lista heldurðu að þú mynd-
ir kjósa? Þeir sem svöruðu veit
ekki voru spurðir áfram hvaða
flokk eða lista líklegast væri
að þeir kysu. Segðu menn enn
veit ekki voru þeir spurðir
hvort þeir teldu líklegra að
þeir kysu Sjálfstæðisflokk eða
einhvern annan flokk eða lista.
Þannig fækkaði hlutfalli óráð-
inna úr 14,8% í 4,4% en 8,6%
neituðu að svara.
Talsvert dró úr fylgi Sjálf-
stæðisflokksins eftir því sem
þeir óákveðnu voru spurðir frek-
ar. Eftir fyrstu spurninguna var
Sjálfstæðisflokkurinn með 46,3%
fylgi þeirra sem tóku afstöðu.
Eftir aðra spuminguna var
flokkurinn með 44% fylgi og eft-
ir þriðju spurninguna var hlut-
fallið komið í 40,7% þeirra sem
tóku afstöðu.
Aldrei svo
margir í
fangelsum
FANGELSI landsins voru fullnýtt
á síðasta ári og á seinni hluta árs-
ins lengdist bið dómþola eftir af-
plánun en biðtíminn hafði styst ár
frá ári og verið nær enginn um
hríð. Ein helsta skýring þessa er
sú, að því er fram kemur í skýrslu
Fangelsismálastofnunar, að refsi-
dómar hafa þyngst, skilyrði fyrir
reynslulausn þrengst og vaxandi
hópur erfiðra fanga þarf strangari
gæslu en tíðkast hefur.
Á síðasta ári voru 27 dæmdir til
fangavistar fyrir kynferðisafbrot,
fleiri en nokkru sinni á starfstíma
Fangelsismálastofnunar. Ekki hafa
áður verið jafnmargir fangar í af-
plánun og í lok árs 1993.
í inngangi Haralds Johannessen
fangelsismálastjóra að ársskýrslu
stofnunarinnar kemur fram að eitt
helsta markmið hennar hafi frá
upphafí verið að auka skilvirkm
refsifullnustu og hefur verið mark-
visst stefnt að þvi að fækka á bið-
lista refsidæmdra manna og stytta
biðtíma eftir afplánun. Á fjórum
árum tókst að fækka á biðlistanum
og stytta biðtímann verulega og frá
fyrri hluta árs 1992 fékk helmingur
dómþola engan frest á afplánun og
þeir sem eru dæmdir fyrir stórfelld
eða gróf afbrot fá enga eða mun
styttri fresti en aðrir. Þetta hafi
snúist við á síðari hluta árs 1993.
Fjölgun kynferðisafbrota
í skýrslunni kemur fram að fjöldi
óskilorðsbundinna refsidóma hafi
lítið breyst en þó hafi samanlagður
óskilorðsbundinn refsitími aldrei
verið lengri en í fyrra. Aukningm
sé einkum í lengstu dómunum, með
1-3 ára refsitíma og eigi sér líklega
þá skýringu helsta að dómum vegna
kynferðisafbrota hafí fjölgað.