Morgunblaðið - 10.06.1994, Síða 9

Morgunblaðið - 10.06.1994, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994 9 FRÉTTIR Fjármálaráðherra um atvinnumál á ráðherrafundi OECD Skammtímaaðgerðir eru mjög varasamar FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráð- herra, segir að í ályktun ráðherra- fundar OECD sem lauk á miðviku- dag hafi komið mjög skýrt fram og verið undirstrikuð nauðsyn þess að ná tökum á fjárlagahalla aðild- arríkjanna til þess að hægt sé að draga úr atvinnuleys}. Minni fjár- lagahalli sé haldbesta ráðið gegn atvinnuleysi til lengri tíma litið og skammtímaráðstafanir í atvinnu- málum með opinberum lántökum til að skapa atvinnu geti verið mjög varasamar og unnið gegn því að varanleg lausn fáist á atvinnu- leysisvandanum, þar sem lántökur stjórnvalda þrýsti upp vaxtastiginu og minnki þar með fjárfestingar sem gætu orðið til þess að skapa ný störf. „Það var talsvert rætt um þann vítahring sem þjóðirnar lenda í þegar þær grípa til skammtímala- usna gegn atvinnuleysinu með því að leggja íjármagn að mörkum úr tómum ríkissjóði og auka hallann tímabundið til þess að halda uppi atvinnu í skamman tíma. Það er varað mjög eindregið við slíkum lausnum, en það er mikill pólitískur þrýstingur á að fara slíkar leiðir. I staðinn er mælt með varanlegri lausnum, eins og að styrkja fijálsa verslun og koma í veg fyrir niður- greiðslur og verndarstefnu, draga úr halla ríkissjóðs, ná niður vöxtum og koma fjárfestingu á stað í at- vinnulífinu sjálfu til þess að fá hagvöxt til að standa undir bættum lífskjörum og meiri atvinnu," sagði Friðrik. Hagsmunasamtök og þrýstihópar Hann sagði að í samtölum hefði komið skýrt fram áhyggjur manna af að koma þessum boðskap á framfæri í viðkomandi löndum, þar sem ýmis hagsmunasamtök og þrýstihópar berðust gegn þeim rót- tæku breytingum sem bent væri á að væru nauðsynlegar. Þessar breytingar tækju óumflýjanlega nokkum tíma og að hans mati væri næsta skrefið að leggja niður fyrir sér hvernig best væri að kynna þessi viðhorf heima fyrir. Friðrik sagði að jafnframt hefði verið lögð áhersla á að auka sveigj- anleika á vinnumarkaði með ýms- um ráðum. Tilgangurinn væri sá að gera vinnumarkaðinn virkari til að hamla gegn atvinnuleysi. Þó efnahagur færi batnandi í OECD ríkjunum dygði það ekki til að ná niður atvinnuleysi. Því væri ekki nóg að bíða eftir batnandi efnahag þar sem atvinnuleysisvandinn væri að stórum hluta kerfislægur. Sérfræðingur í meðferð spilafíkla Aðeins með við- eigandi aðstoð má lækna fíknina „ÉG HEF haft mikla ánægju af heimsókn- inni, landinu og fólk- inu. Á sama hátt vek- ur starf SÁÁ og Rauða krossins að- dáun mína. Hér er mikill áhugi fyrir að hjálpa spilafíklum," segir dr. Robert Hunt- er. Hann hélt fyrir- lestur um spilafíkn á Hótel Sögu í vikunni. Hunter er sérfræð- ingur í klínískri sálar- fræði. Hann er einn af stofnendum og stjórnendum Nevada Psychological Associates Inc., stærstu einkareknu sálfræðistöð í Nevada. Ennfremur er Hunter for- stöðumaður meðferðardeildar fyrir spilafíkla við Charter sjúkrahúsið í' Las Vegas. „Fyrir meirihluta fólks eru fjár- hættuspil skemmtun. En fyrir lítið hlutfall, um 5%, er um vandamál að ræða. SÁÁ hefur áhyggjur af þessu fólki og undan- farna daga hef ég ver- ið að hjálpa þeim við að móta meðferðará- ætlun til að hjálpa því. Fjárhættuspil eru eins og alkahólismi fyrir þetta fólk. Spila- mennskan er fíkn, ekki er hægt að hætta þegar einu sinni er byijað. Aðeins með viðeigandi aðstoð er hægt að lækna fíkn- ina. Aðferðin er svipuð og beitt er við alkahól- ista. Sjúklingurinn er t.d. nafnlaus eins og í lækningu alkahólisma," sagði Hunter. Hann sagði aðdáunarvert hversu mikill áhugi væri á að hjálpa spilafíklum hér á landi. Ekki sagði hann að hópur spilaf- íkla væri stærri hér á landi en í nágrannalöndunum. Hins vegar minnti hann á að spilafíkn væri vaxandi vandamál í heiminum. Dr.Robert Hunter er hér í boði SÁÁ. HAGKAUP SÍÐIR SUMARKJÓLAR STÆRÐIR 38-46 VERÐ: 2.995,-. lsland JIL SANDER Þar sem JIL SANDER hefnr ákveðið að einbeita sér framvegis að ilm- og baðlínum en hœtta framleiðslu á kremum og make-up vörum, bjóðum við nú 40-50% AFSLÁTT aföllum JIL SANDER kremum o? make-iw vörum. ÚTSÖLUSTAÐIR: HYGEA, Austurstrœti; Sara, Bankastrceti; Verslunin 17, Laugavegi; HYGEA, Kringlunni; Gjafa- og snyrtivörubúðin Suðurveri; Líbía í Mjódd; Nana, Hólagarði; Bylgjan, Hamraborg, Kóp.; Anetta, Keflavík. Þriggja rétta kvöldverður kr. 990 Suðurlandsbraut 14, sími 811844. Leigjum brúdarkjóla ogannan fatnaö fyrir brúökaupiö. Geriö verösamanburö. //awÁfzoóe/eg* Garðatorgi, sími 656680. ER GASGRILLIÐ I LAMASESSI? Gasgrillið verður eins og nýtt eftir meðhöndlun hjá okkur. Eigum varahluti í flestar tegundir. Kannið málið! Grillþjónustanj 8 S. 641909 f Nýsending ^ Fallegir sumarkjólar, dragtir og sett Mikið úrval Fólk er alltaf að íGullnámunni: 53 milljónir Dagana 2. til 8. júní voru samtals 53.216.207 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur: Upphæö kr.: 2. júní Mónakó........................ 142.616 3. júní Háspenna, Laugavegi........ 144.626 4. júní Háspenna, Hafnarstræti......... 69.622 4. júní Mónakó........................ 127.392 5. júní Mamma Rósa, Kópavogi....... 140.864 6. júní Háspenna, Hafnarstræti..... 99.615 6. júní Kringlukráin................... 93.822 Staða Gullpottsins 9. júní, kl. 12:30 var 6.502.790 krónur. | u? < o o Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta. vinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.