Morgunblaðið - 10.06.1994, Page 11

Morgunblaðið - 10.06.1994, Page 11
MORGUNBLAÐLÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994 11 LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson STÚDENTARNIR sem útskrifuðust frá framhaldsskólanum í Eyjum. Framhaldsskóli Vestmannaeyjar Verknámshús við skólaim Vestmannaeyjum - Framhaldskól- inn í Vestmannaeyjum lauk fimmt- ánda starfsári sínu með útskrift nem- enda fyrir skömmu. Við það tæki- færi var einnig undirritaður samn- ingur milli Vestmannaeyjabæjar, menntamálaráðuneytisins og fjár- málaráðuneytisins um byggingu verknámshúss við skólann en reiknað er með að framkvæmdum við bygg- ingu hússins verði lokið á tveimur árum. í ræðu Ólafs Hreins Sigurjónsson- ar, skólameistara. kom m.a. fram, að í tilefni fimmtán ára afmælis skól- ans hefði verið gefið út afmælisrit í samstarfí nemenda og kennara. Ólaf- ur G. Einarsson, menntamálaráð- herra flutti ávarp vegna undirritunar samningsins um verknámshúsið og henni lokinni þakkaði Guðjón Hjör- leifsson, bæjarstjóri, menntamála- ráðherra fyrir gerðan samning og bað hann að skila kveðju til fjármála- ráðherra, en hann hafði áður undir- ritað samninginn. Fjórir nemendur voru útskrifaðir af starfsbraut, einn nemandi af 2. stigi vélstjórnarbrautar, Siguijón Þór Guðjónsson, og fékk hann gullúr frá Vélstjórafélagi Vestmannaeyja og bók frá Vélstjórafélagi íslands fyrir góðan námsárangur. Þrír nemendur útskrifuðust með verslunarpróf og hlaut Kristbjörg Oddný Þórðardóttir viðurkenningu frá Endurskoðun Sig. Stefánssonar. fyrir bestan árangur í hagfræðigrein- um á verslunarprófi. Þrettán stúdentar voru braut- skráðir af þremur brautum. Átta af félagsfræðibraut, þrír af náttúru- fræðibraut og tveir af hagfræði- braut. Tólf stúdentanna voru við út- skriftina en ein stúdínan var að því komin að fæða barn þegar útskriftin fór fram og tók unnusti hennar við prófskíreininu og hvítu húfunni og átti að færa henni á sængina. Nokkr- ar viðurkenningar voru veittar fyrir góðan árangur á stúdentsprófi. Vig- dís Sigurðardóttir fékk viðurkenn- ingu fyrir góðan árangur í hagfræði- greinum. Björg H. Sigurbjörnsdóttir fyrir bestan árangur í_ íslensku og þrír stúdentar, Hreinn Ómar Smára- son, Helga Kristjánsdóttir og Sigþóra Guðmundsdóttir, fengu viðurkenn- ingu frá skólanum fyrir störf að fé- lagslífi nemenda. Hreinn Ómar Smárason flutti ræðu stúdents og María Vilhjálms- dóttir, fulltrúi 10 ára stúdenta, flutti ávarp og færði skólanum bókagjöf. Þá afhenti skólameistari Hjörleifi Guðnasyni, sem lætur nú af húsvarð- arstarfi sökum heilsubrests, málverk að gjöf sem þakklætisvott fyrir starf hans við skólann. Fermingarsystkin hittast eftir 50 ár Gáfu Sauðárkróks- kirkju rafpíanó Sauðárkróki - Vorið 1944 fermdi sr. Helgi Konráðsson, prófastur á Sauðárkróki, tuttugu og sex ungl- inga sem nú fyrir skemmstu færðu Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju rafpíanó að gjöf. Sautján fimmtíu ára fermingar- börn hittust af þessu tilefni, fimm eru látin, en ijögur áttu þess ekki kost að koma. Farin var skoðunar- ferð um Skagafjörð og að henni lok- inni var kvöldfagnaður á Hótel Án- ingu. í Safnaðarheimili Sauðárkróks- kirkju, veitti prófasturinn, Hjálmar Jónsson, gjöf fermingarbarnanna móttöku, en síðan var gengið til kirkju þar sem fram fór helgistund og las sr. Hjálmar hluta prédikunar eftir sr. Helga Konráðsson. Kenndi í 50 ár við sama skólann Garði, Morgunblaöið FYRIR nokkrum dögum hélt Olafur G. Einarsson, mennta- málaráðhrra teiti í samkomuhús- inu í Garði í tilefni þess að frú Halldóra Ingibjörnsdóttir frá Flankastöðum í Sandgerði hefir nú kennt i Gerðaskóla sl. 50 ár. Milli 80 og 90 manns fögnuðu með frú Halldóru sem lék á als oddi. Fjölmörg ávörp voru haldin bæði af ráðherra og forsvars- mönnum skólamála á svæðinu. Halldóra starfaði sem yfir- kennari mörg síðustu ár auk þess sem hún var skólastjóri í tvo vetur. Á meðfylgjandi mynd nýtur frú Halldóra Ingibjörnsdóttir aðstoðar Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðaherra við að skera glæsilega skreytta tertu en borð svignuðu undan smur- brauði, hnallþórum, pönnsum og kleinum. OPIÐ HÚS Laugardaginn 11. júní verður opið hús hjá Sementsverksmiðjunni hf. Akranesi frá kl. 13-17 Kynnisferðir um fyrirtækið með leiðsögn t.d. upp á sementsgeyma Létt getraun - verðlaun í boði Veitingar og margt fleira ALUR VELKOMNIR Munið Akraneshlaupið sem hefst kl. 12 íslandsmót í hálfmaraþoni 10 km hlaup 3,5 km skemmtiskokk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.