Morgunblaðið - 10.06.1994, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994 15
ERLENT
Reuter
Andrés önd sextugur
ANDRÉS önd, teiknimyndapersónan góðkunna, um saman á bílastæði skemmtigarðsins. Eftir tals-
varð sextugur í gær. Af því tilefni þótti starfs- verða skipulagsvinnu höfðu þeir myndað höfuð
mönnum Disneylands í Tókíó tilvalið að bregða á Andrésar. Það fylgir sögunni að bílamyndin sé 180
leik, tóku sig til og röðuðu á annað þúsund bifreið- metra breið og álíka há.
Aurskriður og jarðskjálftar í S-Ameríku
Afleiðingarnar
verri en talið var
Bogola. Reuter.
STAÐFEST hefur verið að 253 manns, að minnsta kosti, hafi látist í
aurskriðunni sem féll í afskekktum dal í Kólumbíu á mánudagskvöld. Enn
er 71 saknað, 116 eru slasaðir og þúsundir hafa misst heimili sín. Segja
yfirvöld að afleiðingar aurskriðunnar séu mun alvarlegri en talið var í
fyrstu og hafa útvarpsstöðvar fullyrt að enn sé yfir 1.000 manns saknað.
Aurskriðan varð í kjölfar jarð-
skálfta á mánudag og á miðviku-
dagskvöld varð öflugur jarðskjálfti
í nágrannaríkinu Bólivíu, sem
mældist á milli 7,5 og 8 stig á Richt-
er. Engar fregnir hafa borist af
manntjóni eða skemmdum í seinni
skjálftanum, sem varð eins og hinn
fyrri, á afskekktu svæði.
Hafst við á fjöllum
Björgunarmönnum gengur enn
illa að komast að Paez-dalnum, sem
aurskriðan gekk yfir. Hafast marg-
ir íbúanna, sem eru flestir indíánar,
við í fjöllunum fyrir ofan dalinn,
m.a. kona sem fæddi barn skömmu
eftir að skriðan féll og hefur hafst
við í kuldanum þar í nokkra daga.
Paez-dalurinn er þekktastur fyrir
hin fornu Tierradentro-indíánagraf-
hýsi. Ekki er vitað hvort aurskriðan
færði þau á kaf.
Austurríki
57% vilja
ESB-aðild
Vín. Reuter.
GÓÐUR meirihluti Austurríkis-
manna ætlar að segja já við aðild
að Evrópusambandinu í þjóðarat-
kvæðagreiðslu á sunnudag. Kemur
það fram í skoðanakönnun, sem
birtist í gær.
í könnuninni, sem Gallup annað-
ist fyrir vikuritið News, kváðust
57% styðja aðild en 28% ætluðu
sennilega að segja nei. Aðeins 18%
voru alveg ákveðin í að hafna aðild.
í fyrri könnunum hefur komið fram,
að stuðningsmenn og andstæðingar
aðildar væru næstum jafn margir.
tMCWOO
-
Lykill að alhliba tölvulausnum
á sérstöku
kynningarverði
núna frá kr
109.000
EINAR J. SKULASON HF
Grensásvegi 10, Sími 63 3000