Morgunblaðið - 10.06.1994, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994 19
Islenski dansflokkurinn
Lýðveldisdansar í
Borgarleikhúsinu
ÍSLENSKI dansflokkurinn fi-um-
sýnir um næstu helgi á Listahátíð
í Reykjavík þrjá nýja íslenska ball-
etta eftir þær Hlíf Svavarsdóttur,
Nönnu Ólafsdóttur og Maríu Gísla-
dóttur. Þá koma gestir frá San
Francisco-ballettinum, tveir aðal-
dansarar, þau Anthony Randazzo
og Elisabeth Loscavio sem sýna tví-
dansa úr Þymirósu og Rómeó og
Júlíu eftir Helga Tómasson. Sýning-
arnar verða í Borgarleikhúsinu
laugardaginn 11. júní og sunnudag-
inn 12. júní.
Dansarnir eftir þær Maríu, Hlíf
og Nönnu eru allir samdir sérstak-
lega fyrir dansara íslenska dans-
flokksins. Hlíf Svavarsdóttir nefnir
sitt verk Fram, aftur til hliðar — og
heim og er það samið við tónlist eft-
ir Snorra Sigfús Birgisson og Jón
Leifs. Verk Nönnu Ölafsdóttur er
samið við ljóðabálkinn Tímann og
vatnið eftir Stein Steinar. Þar fléttar
hún saman dansi og upplestri Hjalta
Rögnvaldssonar leikara á ljóðinu.
María Gísladóttir nefnir verk sitt
Sumarmyndir er það samið við tón-
list sænska tónskáldsins Lars Erik
Larsson.. Allir dansarar íslenska
da.nsflokkssin taka þátt í sýningunni
nú í vor. Leikmynd og búningar eru
í höndum Guðrúnar Svövu Svavars-
dóttir og Karls Aspelund. Sýningar-
stjóri er Kristín Hauksdóttir, ljósa-
hönun annast Björn B. Guðmundsson
og aðstoð við æfingar er í höndum
Lauren Hauser.
Nýjar bækur
■ Út er komin Heilsubókin, fjöl-
skylduhandbók um hollustu og heil-
brigði eftir breska lækninn Stephen
Cairoll.
I formála bókarinnar segir m.a.:
„Læknar fást nú ekki eingöngu við
að lækna þá sem sjúkir eru, heldur
nýta vaxandi þekkingu til að vara
fólki við hættum og hjálpa því til
að breyta lifnaðarháttum sínum. Á
þann hátt er ekki einasta hægt að
lengja líf fólks, heldur einnig að
gera því kleift að njóta þess betur.
I þessari bók er reynt með hjálp
nýjustu upplýsinga að setja fram
staðreyndir og hollráð, sem eiga að
geta nýst öllum í fjölskyldunni til
að temja sér heilbrigðari lifnaðar-
hætti og um leið bæta útlit og líðan.“
Bókin er í handbókarformi og er
ríkulega myndskreytt. Henni er
skipt niður í átta meginkafla þar sem
flallað er um ýmsar hliðar hollustu
og heilbrigðis frá bamæsku til ell-
iára.
Útgefandi er Mál og menning. Bók-
in er hönnuð af breska fyrirtækinu
Dorling Kindersley sem er þekkt
fyrir vönduð fræðslurit fyrir almenn-
ing. Guðrún Svavarsdóttir líffræð-
ingur þýddi. Heilsubókin er 319 bls.,
prentuð í Englandi og kostar 4.950
krónur.
Kvennakórinn Dzintars frá Lettlandi
Á efnisskránni eru lettnesk og íslensk lög ásamt kirkjulegri
tónlist eftir m. a. Schubert, Kodaly, Brahms og Holst
Víðistaðakirkja, sunnudaginn 12. júní kl. 17.00
Fella- og Hólakirkja, þriðjudaginn 14. júní kl. 20.00
Miðasala í Islensku óperunni sími 11475
-.U i-. I -——
M
! >
<\
i\
% r? *