Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994 21
LISTIR
Æskuglaður
hljómur
TÓNUST
Hallgrímskirkja
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
NÍUNDA sinfónían eftir Beethov-
en, flutt af Sinfóníuhljómsveit ís-
lands, Hamrahlíðarkórunum, undir
stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur,
einsöngvurunum Mörtu Halldórs-
dóttur, Rannveigu Bragadóttur,
Kolbeini Ketilssyni og Kristni Sig-
mundssyni, undir stjórn Osmo
Vanska. Miðvikudagurinn 8. júní
1994.
Það er eins og að bera vatn í
bakkafullan lækinn, að tjá sig um
þá níundu, eftir Beethoven, því trú-
lega hefur þegar verið sagt allt of
mikið og meira en nóg um þetta
meistaraverk. Frumflutningur þess
markaði tímamót, það var flutt til
að fagna stofnun Sameinuðu þjóð-
anna og þegar það var fyrst flutt á
íslandi, undir stjórn Róberts A. Ott-
óssonar, markaði það tímamót í tón-
listarsögu okkar íslendinga. Mikil-
leiki verksins og boðskapur á erindi
til alls mannkyns og er í eðli sínu
eilífur' Tónvefnaður sinfóníunnar er
þrunginn af mannkærleik og í þriðja
kaflanum, hæga þættinum, sem er
í raun hjartnæmur söngur, rís verkið
hæst,- þó að tign og stórleiki þess sé
mestur i kórþættinum.
Það var töluverð reisn yfir söng
Hamrahlíðarkóranna allra, sem
stjómandi þeirra, Þorgerður Ingólfs-
dóttir, hefur æft og það var stórkost-
legt að heyra æskuglaðan hljóminn
í átökum við þetta stórvirki tónlistar-
sögunnar. Viðkvæm og fínleg tón-
myndun, sem kórinn er frægur fyrir,
olli því að í hljómmestu kafiana vant-
aði, t.d. sópraninn, nægilega mikinn
og eðlilegan kraft. Gullinn hljómur
kórsins naut sín hins vegar þar sem
minna var umleikis í hljómsveitinni.
Kirkjan vann að nokkru á móti
einsöngvurunum, auk þess sem þeir
voru staðsettir fyrir aftan hljómsveit-
ina. Það var í raun aðeins Kristinn
Sigmundsson, sem hafði þann radd-
þrótt er dugði að fullu gegn hljóm-
sveitinni, og var söngur hans í upp-
hafi kórþáttarins og einnig í kvartett-
inum sérlega glæsilegur. Kolbeinn
Ketilsson átti þungan róður gegn
hljómflæði hljómsveitarinnar í gleð-
iaríunni og sama má segja um söng
Mörtu og Rannveigar. í mikilli óman
kirkjunnar hefði verið nauðsynlegt
að staðsetja einsöngvarana fyrir
framan hljómsveitina, í stað þess að
ætla þeim stað með kórnum.
Hljómsveitin var góð en þar vinnur
kirkjan aftur gegn mismunandi hljó-
man hljóðfæranna. Blásturshljóðfær-
in, eins t.d. i upphafi verksins, nærri
yfirhljómuðu viðkvæmt upphafsstef-
ið í strengjunum. Sá kafli er „hljóm-
aði“ best var hægi þátturinn, sem
var mjög vel leikinn. Það mátti
glögglega heyra að Osmo Vánská
er listamaður og mótaði margt mjög
fallega í þessu margslungna skáld-
verki og oft sérlega fallega í sam-
spili kórs og hljómsveitar í lokakaf-
lanum.
Það má deila um það hvort loka-
þáttur þeirrar níundu sé heppilegt
viðfangsefni fyrir ungar og lítt söng-
þjálfaðar raddir og hvort velja skuli
aðeins raddmikla söngvara til ein-
söngs í þessu verki. Þá orkar það
tvímælis, að flytja svo hljómmikið
verk, sem þá níundu, í Hallgríms-
kirkju sem óneitanlega bergmálar
því meir sem sterkara er sungið og
leikið. Hjóðlíkamar hljóðfæranna eru
auk þess mjög ólíkir og bergmálun
þeirra því mjög mismunandi, er kem-
ur fram í því að blásturshljóðfærin
yfirtrompuðu oft strengina og þegar
pákan bættist við rann allt saman.
Þrátt fyrir augljósa annmarka, sem
bæði má, er sönginn varðar, kenna
mikilli hljóman kirkjunnar og stað-
setningu einsöngvaranna var flutn-
ingurinn í heild glæsilegur, einkum
hjá hljómsveitinni sem Vánská stýrði
af miklu listfengi.
Jón Ásgeirsson.
Sumarbókin er komin!
VERÐBRÉF OG ÁHÆTTA
Hvernig er best nð ávaxta peninga?
I bókabúðum um land allt!
i ARISTON
Verð áður kr. 72.800
Tilboð kr. 59.900
Staðgreitt kr. 55.700
■ Tekur 5 kg af þvotti
■ Stiglaus hitastillir
■ Sparnaðarrofi
■ Tromla og belgur úr
ryðfríu stáli
■ 16 þvottakerfi fyrir
venjulegan þvott,
viðkvæman þvott og ull.
Heimílisvörutíiboð:
Þvottavéi AV 1247 TX
mggtOb
f K R l N G t U
N N I
KRINGLÚNNI 103 REYKJAVÍK — SÍMI 689400
Tilboð til 17. júní
Adidas fótboltaskór,
st. 30-33 kr. 890
Nike air fótboltaskór,
st. 36-46 kr. 1.890
Adidas leður golfskór,
st. 3-6 kr. 1.990
Nike, Adidas og Awia
íþróttaskór frá kr. 690-4.900
Barna-jogginggallar
allar stærðir, verð kr. 1.990
Fullorðins-jogginggallar
allar stærðir.verð frá kr. 2.900
Russel bolir kr. 1.290
Vísir
Vandaðar peysur kr. 1.990
Vesti kr. 1.700
Skartgripir á góðu verði.
Full búð af nýjum sumarfatnaði
á frábæru verði. M.a. sumar-
kjólar kr. 3.890. Víðar buxur
kr. 2.790. Gallabuxur kr. 1.990
Skyrtubolir kr. 2.495 Pólobolir,
ullar. kr. 79. Afabolir kr. 490.
Adidas vindjakkar kr. 3.900.
Adidas húfur kr. 1.390.
Línuskautar nýkomnir kr 7.990.
Edinborg
Vandaðar herrabuxur
kr. 1.800
Golfmottur á fábæru verði.
Borðdúkar, barnaföt,
sængurfatnaður o.fl.
Borg
Urval af verkfærum á lagerverði.
Nú 10% staðgreiðsluafsláttur.
Aldrei meira úrval.
Asbyrgi
20% afsláttur af dömublússsum.
Bamaíþróttagallar (glans)
kr. 2.995
Panther töfflur st. 28-45,
kr. 350
Vöggur
Nýkomin síð krumpupils
frá kr. 1.790
Ný dömu- og herravesti
kr. 2.490
Prinsessukjólar
frá 2.990 o.m.fl.
Grín- og kynlífsmyndabolir,
verð kr. 690 (2 í pakka kr. 1.290).
Geysir
Lahgar slæður kr. 761
Indverskir bakpokar kr. 1.150
Handheklaðar húfur kr. 1.250
Hárspangir kr. 220
Úrval af glæsilegum
antikhúsgögnum á góða verðinu.
Churchill matarstell, 6 manna —
30 stk. Verð kr. 3.390
Bristol
— Innfluttur, notaður
tískufatnaður
m.a rúskinns- og leðurjakkar
Levi's gallabuxur, skyrtur, peysur,
Adidas treyjur og buxur o.fl.
á lægsta verðinu.
ÞORPll)
Borgarkringlunni
Drangur
Herra flauelsbuxur
með belti kr. 2.800
Rúllukragabolir kr. 750
Afabolir kr. 490 o.m.fl.
á frábæru verði.
Nýhöfn
Á börnin: Gallavesti,
jakkar og buxur.
Úrval af ódýrum fatnaði.