Morgunblaðið - 10.06.1994, Side 23

Morgunblaðið - 10.06.1994, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994 23 Helgi Hálfdanarson Hínn kristilegi lestur OG ÉG sem var að halda að hundleiðinlegu þvargi útaf kvæði Steins um Jón Pálsson væri lok- ið, þegar hver af öðrum hafði upp vakizt gegn mér viku eftir viku! Kemur þá ekki Sigfús Daðason arkandi út á völlinn í Morgunblaðinu 8. þ.m. Grein hans kom mér reyndar ekki á óvart í öllum atriðum, þó að sumt vekti mér nokkra furðu. Ef ég þættist ekki þekkja vin minn Sigfús Daðason býsna langt inn úr skinninu, kynni það að flögra að mér sem snöggv- ast, að nú væri hann að láta Stein Steinar njóta skáldsnilli sinnar og fyrirgefa honum hneykslanlegan kveðskap í skjóli hennar. En ég veit að það sem Sigfúsi gengur til með grein sinni er að halda uppi vörnum fyrir prentfrelsið, sem við erum sammála um að vernda beri, á hveiju sem gengur. En hér er ekki um það að ræða, hvað skuli leyfilegt, heldur hvað sé sæmilegt. Um það, og um það eitt, hafa greinar mínar snúizt, að minningarkvæði Steins Steinars um Jón frá Hlíð sé ósæmilegt háð. Þess vegna hef ég hvatt til þess, að hætt sé að klifa á því opinberlega, og á það ekkert skylt við „ritskoð- unar-ákall“ sem Sigfús er svo djarfur að nefna. Vissulega hlyti ég að hvetja kunningja minn til að láta af því athæfi, sem ég teldi ósæmilegt og honum til vanvirðu en væri síendurtekið á almannafæri vegna þess að það væri ekki bannað. Þarflaust er að láta eins og ég sé einn um að hneykslast á þessu minningarljóði. í þetta sinn vitna ég í orð eins af vinum Jóns Pálssonar í Lesbók Morg- unblaðsins 21. f.m. Þar segir Guðjón Halldórsson meðal ann- ars: „Vinir Jóns urðu miður sín þegar ljóðið birtist, enda fólst í því harkalegur dómur.“ Sigfús Daðason tekur sér fyr- ir hendur að leggja kvæði Steins út á „kristilega“ vísu, sem hann svo kallar, og segir síðan, að ekki þurfi að lesa annað út úr kvæðinu. Það var og. Sigfúsi hefði ekki orðið skotaskuld úr að sætta þá Magnús Stephensen og Jón á Bægisá með því að leggja kveðskap þeirra út á kristilega vísu. En ef hann held- ur, að hinn kristilegi skilningur hans á kvæði Steins sé það sem öllum hljóti að liggja í augum uppi, ætti hann að minnast orða Guðjóns Halldórssonar, þeirra sem ég vitnaði til. Og mér er spurn: Var Steinn Steinarr sá klaufi til munnsins að hann gæti ekki ort þokkalegt minningarljóð um þennan mann nema á þann veg, að vinir hans læsu það angri slegnir sem harkalegt háð? Lýsing Sigfúsar á kynnum þeirra Steins og Jóns er ekki beinlínis í samræmi við hinn kristilega lestur hans á kvæðinu. Og hvernig kunningsskapur þeirra þróaðist síðar, kveðst Sig- fús ekki vita. En hann segir Stein hafa kunnað vel að leita sátta. Ekki efa ég það. Slík er háttvísi flestra manna, að minnsta kosti þegar þeir sjá sínum hag eða sínum málstað betur borgið með því en öðru. Hitt er ljóst, að Steini hefur því miður láðzt að leita við Jón Pálsson þeirra sátta sem komið hefðu í veg fyrir minningarljóð sem vinir Jóns skildu sem illkvittni. Það væri til lítils að segja: „Ég veit að Steini var ekki háð í hug þegar hann orti þetta kvæði, því hann var manna sáttfúsastur." Jafnvel þótt svo hafi verið, kæmi sú sátt- fýsi að engu gagni, því bókstafur kvæðisins lifir á prenti, og hann einn, því ekki er þar öðru til að dreifa frá skáldsins hendi. Sigfús lætur sem hann undrist það, hvernig ég gæti í öðru orð- inu hælt Jórunni Viðar sem prýðilegum listamanni, en sakað hana um það í hinu orðinu, að stagazt sé á kvæði þessu opin- berlega. Skyldi það ekki liggja í hlutarins eðli, að manni sárni slík yfirsjón því meir sem betri listamaður er þar að verki. Sigfús telur skilning minn á þessu kvæði vera misskilning á skáldskap þess. Það er nú svo, að þegar um er að ræða skáld- skap, sem 'undir slíku nafni rís, er oft og einatt varasamt að státa mjög glannalega af alger- um skilningi. Hér er hins vegar ekki um að ræða skilning á skáldskap, heldur skilning á al- mennu mæltu máli, sem er samt við sig, hvernig sem því er skaut- að. Á þetta hef ég verið að benda. Sigfús tilfærir bókfest um- mæli um Jón Pálsson; en svo báglega vill til, að þau eru í sama hæðnistón og kvæði Steins, og skil ég ekki hvaða erindi Sigfús ætlar þeim í grein sína. Hann þarf jafnvel að bæta því við, að þau muni vera „stílfærð". Fornafns-fleirtoluna vér kall- ar Sigfús Daðason „hálmstrá" sem ég hafi gripið til í því skyni að sanna mál mitt. Þessu var reyndar öfugt farið. Annar mað- ur kallaði svo í blaðagrein, að þessi fleirtala sýndi, að kvæði Steins ætti öðrum þræði við skáldið sjálft. Meira að segja var þriggja dálka fyrirsögn greinar hans: Eintala og fleirtala. Ég taldi mig sýna fram á það í Morgunblaðsgrein minni 27. f.m. að þetta væri misskilningur. Ég hef áður látið þess getið, að mér virtist þessi umræða vera komin í hring. Og nú hlýt ég að vitna til þessarar greinar. Mér sárnar, að Sigfús Daða- son lætur í það skína, að á bak við skrif mín um þetta kvæði muni eitthvað annað liggja en hneykslun á því einu. Hvað það gæti verið, er mér öldungis hul- ið; og fullvíst er það, að hvorki Sigfús Daðason né neinn annar gæti bent á neitt slíkt fremur en ég sjálfur. Að öðru leyti þakka ég Sig- fúsi Daðasyni fyrir málflutning, sem bæði var vandaður og vin- samlegur í garð okkar Jóns Páls- sonar og Steins Steinars allra í senn. Ég gat þess hér í upphafi, að mér þætti orðið meira en nóg um þetta leiðinlega þvarg, og því skulu þessi verða mín síðustu orð um það kvæði Steins Stein- ars, sem ég vildi óska að hann hefði aldrei birt. Ungir tónlistarmenn og ténlistarnemar! Tónvakinn Tónlistarverðlaun Ríkisútvarpssins 1994 í sumar efnir Ríkisútvarpið í þriðja sinn til keppni um Tónvakann, Tón- listarverðlaun Ríkisútvarpsins, en keppnin er ætluð flytjendum sígildrar tónlistar, hljóðfæraleikurum og söngvurum. í ár er sú nýbreytni tekin upp að Tónvakeppnin verður jafnframt undankeppni fyrir Tónlistarkeppni ungra norrænna einleikara og einsöngvara (Ung nordisk solistenbiennial) og verður verðlaunahafi Tónvakans 1994 fulltrúi íslands í keppninni sem haldin verður á næsta ári. Vegna þessa miðast þátttaka í Tónvakakeppninni í ár við 25 ára hámarksaldur hlóðfæraleikara og 30 ára hámarksaldur söngvara. Að öðru leyti verður Tónvakakeppni RÚV með líku sniði og verið hefur; sigurvegarinn hlýtur keppnisfé að upphæð 250 þúsund og mun Ríkis- útvarpið gera hlóðritanir með viðkomandi til útgáfu og koma á framfæri hér á landi og í útlöndum. Að auki verður tónleikum verðlaunahafans með Sinfóníuhljómsveit íslands næsta haust útvarpað um Norðurlönd. Þeim, sem hyggja á þátttöku í Tónvakanum 1994, er bent á að senda snældu með leik sínum eða söng, a.m.k. 15 mínútur að lengd, til Ríkisútvarpsins, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, fyrir 12. júní nk. Allar nánari upplýsingar veitir tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins. ráy RÍK/SÚTVARPiÐ TÓNLISTARDEILD Sólstólar - sólbekkir Sólstóll kr. 4.890,- Sólbekkir frá kr. 3.470,- 5% staðgreiðsluafsláttur einnig afpóstkröfum greiddum innan 7 daga mmúTiLíFmm GLÆSIBÆ . S/MI B12922 rVARANLEG~\ | VIÐGERt1! | 1 Þessa viðgerð framkvæmir 1 Þú best með ÞLASTIC PADDING | CHEMICAL METAL! I Rýrnar ekki, springur ekki I Grimmsterkt á 10 mínútum. | FYLLIR-LÍIVIIR-ÞÉTTIR >knide" ábæru I er nú a rnarefni. naust ilra efna, hvútfl sjálfskiptivörni i að ráði bensír ÖMI smurfciti: ærðu hja O

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.