Morgunblaðið - 10.06.1994, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
NÓATIJN
VERÐHRUN
á Folaldakjöti
VERÐHRUN
á Folaldakjöti
NOATUN
Nóatún 17 - S. 617000, Rofabæ 39 - S. 671200, Laugavegi 116 - S. 23456,
Hamraborg 14, Kóp. - 43888, Furugrund 3, Kóp. - S.42062,
Þverholti 6, Mos. - S 666656, JL-húsinu vestur i bæ - S. 28511,
Kleifarseli 18 - S. 670900
Hún snýst nú
Seinni
grein
Þrír hornsteinar
Á lýðveldistímanum
hafa hornsteinar ís-
lenskrar utanríkis-
Stefnu verið þrír: '
1. Aðildin að Atlants-
hafsbandalaginu
og vamarsamning-
urinn við Bandarík-
in.
2. Aðildin að Norður-
landaráði og sam-
starf Norðurlanda-
þjóðanna á alþjóðavettvangi.
3. Samningar EFTA-ríkjanna við
Evrópusambandið um gagn-
kvæma viðskiptahagsmuni.
Allar hafa þessar meginforsend-
ar ýmist breyst nú þegar eða munu
'yrirsjáanlega breytast í náinni
’ramtíð.
Atlantshafsbandalagið er smám
sarnan að breytast í tvíhliða sam-
ikipti Bandaríkjanna og Kanada
innars vegar og Evrópusambands-
ns hins vegar. Vestur-Evrópusam-
>andið mun í framtíðinni gegna
luknu hlutverki sem varnararmur
Evrópuþjóðanna. Sú hugsun veldur
nörgum leiðtogum Vestur-Evrópu-
ríkjanna andvöku að þess sé
skammt að bíða að Bandaríkin
iverfi fyrirvaralítið með leifarnar
af herjum sínum frá Vestur-Evr-
ópu. Þar með hætti risaveldið í
vestri að ábyrgjast í verki öryggi
Vestur-Evrópu með þeim skilaboð-
um að tími sé til kominn að Evrópu-
menn standi á eigin fótum.
Hernaðarlegt mikilvægi íslands
innan Atlantshafssamstarfsins fer
þverrandi. Varnarsamstarf íslands
og Bandaríkjanna verður tekið til
endurskoðunar að tveimur árum
liðnum. Mikilvægi íslands innan
Atlantshafssamstarfsins gerði ís-
lendingum fyrr á tíð kleift að hafa
áhrif á lausn ágreiningsmála (t.d.
lífshagsmunamál okkar — land-
helgismálið) umfram það sem ella
hefði verið. Því ber að treysta var-
lega ef við þurfum á því að halda
í framtíðinni.
Norrænt samstarf:
Ekki svipur hjá sjón
Ef niðurstöður þjóð-
aratkvæðis í Finnlandi,
Svíþjóð og Noregi síðar
á þessu ári staðfesta
að fjögur Norðurlanda
(að Danmörku meðtal-
inni, sem átt hefur að-
ild að ESB í rúma tvo
áratugi) verði aðilar að
Evópusambandinu í
byijun árs 1995, verð-
ur þátttaka íslands í
Norðurlandasamstarf-
inu naumast svipur hjá
sjón. Samstarf Norður-
landanna ijögurra inn-
an Evrópusambandsins verður yfir-
gnæfandi forgangsverkefni þess-
ara þjóða, ekki aðeins á sviði við-
skiptamálefna, heldur einnig varð-
andi utanríkis- og varnarmál, sem
og samstarf á sviði vísinda, rann-
sókna og menningar.
íslendingar munu því í vaxandi
mæli verða viðskila við kjarnann í
norrænu samstarfi. Hið raunveru-
lega Norðurlandasamstarf verður
hér eftir samstarf fjögurra Norður-
landaþjóða innan Evrópusam-
bandsins, sem íslendingar verða
að óbreyttu útilokaðir frá. Enginn
veit hvað átt hefur fyrr en misst
hefur.
Fríverslunarsamtökin EFTA
munu væntanlega líða undir lok á
næsta ári. Þar með verða íslending-
ar viðskila við bandalagsþjóðir, sem
styrktu mjög stöðu okkar í samn-
irigum við Evrópusambandið. Frá
því að vera sameiginlegur samning-
ur sjö þróaðra smáþjóða (að með-
töldu Liechtenstein) við tólf ESB-
ríki breytist EES-samningurinn að
formi til í tvíhliða samning íslands
við sextán ESB-ríki. Varla er við
því að búast að ísland eitt og sér
geti haft sömu áhrif á framtíðar-
þróun og framkvæmd EES-samn-
ingsins og verið hefur meðan það
nýtur tilstyrks hinna EFTA-þjóð-
anna. Það er því fyrirsjáanlegt að
ísland mun tapa áhrifum sem það
áður hafði.
Úrsögn fyrrum bandalagsþjóða
úr EFTA og innganga þeirra í ESB
þýðir því ekki að Islendingar búi
Jón Baldvin
Hannibalsson
Royal
súrmjólk meö óvoxtabrogöi
bragöast sem besta jógúrt!
Prófib líka vanillu-
og karamellubrag&!
Hræriö saman 1 I af súrmjólk,
1/2 pk. af Royal jarðarberja-
e&a sítrónubúðingsdufti og
3 msk. af sykri. Kælið vel.
Mjög frískandi eftirréttur.
Súrmjólk
llítri
samt
Við búum ekki við
óbreytt ástand heldur
þverrandi áhrif og vax-
andi einangrun, segir
Jón Baldvín Hanni-
balsson, og verðum við-
skila við kjamann í nor-
rænu samstarfi ef og
þegar bandalagsþjóðir
okkar í EFTA ganga í
ESB.
við óbreytt ástand. Við verðum við-
skila við kjarnann í norrænu sam-
starfí í framtíðinni. Og við höfum
ekki lengur við að styðjast þann
tilstyrk sem sameiginleg samnings-
staða EFTA-landanna veitti okkur
í samskiptum við Evrópusamband-
ið. Það var einmitt samstaða
EFTA-þjóðanna sem gerði þeim
kleift að ná svo hagstæðum samn-
ingum um Evrópska efnahags-
svæðið sem raun ber vitni. Við
búum því ekki við óbreytt ástand,
heldur þverrandi áhrif og vaxandi
einangrun.
Áhrif smáþjóða
Með Norðurlandasamstarfið að
bakhjarli hefur ísland meiri áhrif
en ella hefði verið í ýmsum alþjóða-
stofnunum, eins og Sameinuðu
þjóðunum, OECD, GATT, RÖSE
o.s.frv. Framkvæmd EES-samn-
ingsins sjálfs mun hvíla á veikari
grunni. Loks kunna íslendingar að
standa frammi fyrir þeirri spurn-
ingu, hvort þeir treysti sér til að
sjá þjóðarhagsmunum sínum borg-
ið sem eina Evrópuþjóðin, utan alls-
herjarsamtaka Evrópuþjóða (ESB).
Það er einmitt þetta áhrifaleysi
á pólitíska ákvarðanatöku og fram-
tíðarþróun í Evrópu sem er megin-
ástæðan fyrir því að hin EFTA-rík-
in telja að EES-samningurinn dugi
þeim ekki lengur, við gerbreyttar
pólitískar aðstæður.
Ríkisstjórnum þessara landa er
ljóst að ákvarðanir ESB í framtíð-
inni geta á mörgum sviðum haft
úrslitaáhrif á þróun þeirra eigin
málefna, hvort sem þau eru með-
limir eða ekki. Sameiginleg aðild
Norðurlandanna mun hins vegar
færa þeim áhrif á mótun ákvarðana
og framtíðarþróun og þannig
styrkja fullveldi þeirra frá því sem
ella hefði verið.
Reynslan sýnir að smáþjóðir eru
engan veginn áhrifalausar innan
ESB. Reynsla Dana og Lúxem-
borgara sannar þetta ótvírætt.
Ekki leikur vafí á þvf að sameigin-
lega munu Norðurlandaþjóðimar
hafa umtalsverð áhrif, ef þau beita
sér t.d. varðandi mótun auðlindá-
og sjávarútvegsstefnu, sameigin-
legar aðgerðir gegn atvinnuleysi,
lög og reglur varðandi félagsleg
réttindi launafólks og aðgerðir
gegn félagslegum undirboðum,
sem gætu aukið atvinnuleysið
heima fyrir.
Utan Evrópusambandsins
mundu Norðurlandaþjóðirnar hins
vegar vera áhrifalausar með öllu á
þróun þessara mála. Hvert einstakt
þjóðríki er því að tapa áhrifum yfír
málum, sem þó geta haft úrslita-
áhrif á þróun þessara þjóðfélaga.
Með því að sameina hluta af full-
veldi þjóðríkjanna í hendur sam-
þjóðlegum stofnunum eru þessar
þjóðir því að endurheimta völd og
áhrif, sem þau hafa verið að glata
smám saman á undanfömum árum
og áratugum.
Höfundur er formaður
Alþýðuflokksins,
Jafnaðarmannaflokks íslands, og
utanríkisráðherra.