Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994 25 AÐSEMPAR GREINAR Snúum vörn í sókn, jafn- aðarmenn! ALÞÝÐUFLOKK- URINN - Jafnaðar- mannaflokkur Islands heldur flokksþing sitt í Suðurnesjabæ nú um helgina. Þar munu jafnaðarmenn víðs vegar af landinu hitt- ast og ráða ráðum sín- um. Stefna og störf flokksins verða þar tekin til skoðunar og horft til fortíðar, en ekki síður til framtíðar. Ennfremur verður for- ysta flokksins kjörin eins og lög hans segja til um. Nokkurt irafár hef- ur orðið í fjölmiðlum vegna þess að tveir forystumenn flokksins sækjast nú opinberlega eftir stöðu formanns Alþýðuflokksins, þ.e. að segja núverandi formaður óskar eftir endurkjöri og Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra og fyrrverandi varaformaður flokks- ins. Hér eru á ferðinni tveir hæfir forystumenn flokksins sem njóta trausts í Alþýðuflokknum og raunar langt út fýrir hans raðir. í lýðræðis- legum flokki eins og Alþýðuflokkn- um er ekkert sérstakt um það að segja þótt tveir eða fleiri sækist eftir sömu trúnaðarstöðunni. Leik- reglur lýðræðisins gera nánast ráð fyrir slíku. í kosningunum til for- manns Alþýðuflokksins er það t.a.m. þannig að allir flokksmenn eru í framboði því kosningin er óhlutbundin, þótt í reynd lýsi fólk yfir áhuga sínum fyrirfram; er í framboði. Alþýðuflokkurinn þarf ekki að afsaka tilveru sína eða verk á síð- ustu árum eða áratugum. Hann hefur í reynd verið það hreyfiafl íslenskra stjómmála sem nauðsyn- legt hefur verið til að koma fjöl- mörgum umbótamálum fram. Það er alveg kristaltært að íslenskt sam- félag væri öðmvísi og snauðara ef Alþýðuflokksins hefði ekki notið við. Þetta er viðurkennt af öllum sem til þekkja. Eflum Alþýðuflokkinn Á hinn bóginn er ljóst að atfylgi Alþýðuflokksins í kosningum í gegnum tíðina hefur verið miklum mun minna en eðlilegt getur talist þegar horft er til verka hans. Al- þýðuflokkurinn nýtur einfaldlega of lítils kjörfylgis. Skýringar á því eru fjölmargar. Þar er engu einu, engum einum, um að kenna. Á örfá- um stöðum á landinu hefur Alþýðu- flokkurinn hins vegar haft þá stöðu sem honum ber. Má þar nefna Hafnarfjörð, þar sem fylgi flokksins hefur verið á bilinu 35-50% umlið- in tólf ár og á Suðurnesjum. Það er því ljóst, að enda þótt áhrif Alþýðuflokksins á gerð samfé- lagsins til hins betra hafi verið langt umfram kjörfylgi hans á landsvísu frá einum tíma til annars, þá geta jafnaðarmenn ekki við það unað að flokkurinn hafi ekki meira fylgi en raun ber vitni um; sé ekki miklum mun stærri og öflugri að kjörfylgi í íslenskri pólitík. Þar er sannarlega verk að vinna. Flokkurinn hefur burði til að verða stór — hann á að verða stór. Alþýðuflokkurinn hefur verið samfellt í ríkisstjórnum frá 1987. Þetta hafa verið erfiðleika- og sam- dráttarár í þjóðarbúinu vegna utan- aðkomandi og náttúrulegra erfíð- leika. Þar hefur hann náð umtals- verðum árangri í ýmsum mikilvæg- um málum. Hann hefur einnig gert sín mistök. Þannig er það í stjórn- málum. En gegnumsneitt þarf Al- þýðuflokkurinn ekki að afsaka til- veru sína í ríkisstjórnum umliðin sjö ár. Það gerir hann ekki. Ég hef átt ágætt samstarf við Jón Bald- vin Hannibalsson og Jóhönnu Sigurðardótt- ur í Alþýðuflokknum og nú síðast í ríkis- stjórn. Þeim er báðum treystandi til að fara fyrir Alþýðuflokknum. Á hinn bóginn hafa átök þeirra á milli — átök sem stundum eru færð í stílinn og útblás- in af fjölmiðlum — óneitanlega skaðað ímynd Alþýðuflokks- ins. Framhjá því verður ekki horft og framhjá því á ekki að horfa. Alþýðuflokkurinn er svo langtum meira en tveir einstakling- ar, þótt báðir séu þeir ágætir. Verk að vinna Alþýðuflokkurinn háði varnar- baráttu víða um land í sveitarstjórn- arkosningunum á dögunum. Stund- Ég heiti á alla flokks- menn að una niðurstöðu flokksins, segir Guð- mundur Arni Stefáns- son, og fylkja sér að baki forystusveitinni sem kosin verður. um er vörnin besta sóknin. Nú hygg ég hins vegar tíma til að snúa vöm í sókn. Sóknarfærin eru víða ef rétt er á spilum haldið. Alþýðuflokk- urinn á ekki að vera 10-15% flokk- ur. Hann á að vera stór og víðfeðm- ur jafnaðarmannaflokkur og hafa breiða skírskotun. Hann á að sækja fram á grundvelli hinnar sígildu jafnaðarstefnu og róttæku umbóta- stefnu sem er kjarni starfs og stefnu Alþýðuflokksins. Og efla skilning þjóðarinnar á mikilvægi jafnaðarstefnunnar og Alþýðu- flokksins. Jón Baldvin Hannibals- son hefur gegnt stöðu formanns í 10 ár. Það hafa um margt verið ágæt ár. Alþýðuflokkurinn hefur aldrei hræðst róttækar breytingar sem til bóta horfa fyrir almenning. Hreinskilnum og opnum álitamálum um forystusveit á heldur ekki að sópa undir teppið. Alþýðuflokkurinn á víða hljómgrunn — ekki síst er mikilvægt að ná eyrum unga fólks- ins í þeirri þjóðfélagsvakningu sem virðist fara um þjóðfélagið. Þar og víðar er verk að vinna. En hver sem niðurstaða þessa flokksþings verður þá heiti ég á alla flokksmenn að una henni og fylkja sér að baki forystusveitinni sem 3-400 fulltrúar flokksins munu kjósa með lýðræðislegum hætti. Það mun ég gera og ég heiti trúnaði mínum gagnvart hvetjum þeim sem fulltrúar á flokksþingi munu velja í forystusveit. Það hygg ég einnig vera hug langflestra flokksmanna vítt og breitt um land- ið. Ég sat mitt fyrsta flokksþing 16 ára gamall í kringum 1970. Hef starfað í Alþýðuflokknum síðan og mun ekki láta mitt eftir liggja hér eftir sem hingað til í baráttu fyrir flokkinn og jafnaðarstefnuna hveij- ar sem lyktir verða í kosningum milli einstaklinga í Suðurnesjabæ. Áfram fyrir Alþýðuflokkinn til betra og réttlátara þjóðfélags. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Guðmundur Árni Stefánsson Húsbréf Tólfti útdráttur í 1. flokki húsbréfa 1990. Innlausnardagur 15. ágúst 1994. 500.000 kr. bréf 90110005 90110415 90110728 90111374 90112012 90112424 90112749 90113519 90113877 90110090 90110447 90110754 90111442 90112047 90112448 90112893 90113528 90113962 90110094 90110507 90111041 90111447 90112054 90112466 90112956 90113664 90114006 90110204 90110563 90111061 90111537 90112100 90112540 90112962 90113680 90114151 90110214 90110578 90111162 90111611 90112149 90112619 90113012 90113789 90114383 90110287 90110636 90111178 90111784 90112201 90112634 90113210 90113808 90114393 90110318 90110652 90111283 90111851 90112227 90112693 90113230 90113845 90110381 90110723 90111306 90111953 90112314 90112718 90113295 90113863 50.000 kr. bréf 90140095 90140636 90141671 90142567 90142963 90143483 90144018 90144588 90145221 90140156 90140689 90141696 90142574 90143010 90143748 90144054 90144708 90145238 90140178 90140706 90141805 90142597 90143052 90143795 90144085 90144737 90145291 90140259 90140793 90141893 90142691 90143054 90143803 90144210 90144780 90145327 90140272 90140896 90142013 90142800 90143235 90143813 90144212 90144785 90140355 90141177 90142036 90142807 90143343 90143903 90144392 90144828 90140405 90141198 90142078 90142849 90143393 90143913 90144539 90144857 90140490 90141327 90142141 90142858 90143409 90143922 90144540 90144874 90140529 90141418 90142259 90142926 90143420 90143978 90144547 90145038 90140565 90141638 90142288 90142954 90143428 90143984 90144575 90145086 5.000 kr. bréf 90170051 90170622 90171173 90171701 90172417 90172866 90173292 90174022 90174498 90170092 90170677 90171241 90171794 90172436 90172874 90173395 90174164 90174499 90170237 90170730 90171336 90171977 90172442 90172937 90173436 90174193 90174572 90170308 90170771 90171422 90172041 90172647 90173012 90173459 90174229 90174620 90170346 90170828 90171460 90172101 90172724 90Í73018 90173482 90174275 90174782 90170349 90170926 90171568 90172242 90172788 90173075 90173495 90174380 90174963 90170461 90171059 90171610 90172288 90172825 90173093 90173578 90174390 90174975 90170479 90171105 90171626 90172307 90172838 90173251 90173801 90174413 90175103 90170590 90171124 90171664 90172400 90172855 90173272 90173964 90174458 Yfirlit yfir óinnleyst húsbréf: (1. útdráttur, 15/11 1991) innlausnarverð 5.875.- 5.000 kr. 90173029 (2. útdráttur, 15/02 1992) innlausnarverö 594.488.- 90113321 500.000 ki'. innlausnarverö 5.945.- 90173183 90173200 90175048 500.000 kr. (3. útdráttur, 15/05 1992) innlausnarverð 603.798.- 90111336 90114325 ínnlausnarverð 60.379.- 90145071 5.000 kr. innlausnarverð 6.037.- 5.000 kr. 90170093 90174461 (4. útdráttur, 15/08 1992) innlausnarverö 6.182.- 90170625 90172684 90174465 (5. útdráttur, 15/11 1992) innlausnarverð 6.275.- 90170410 90172688 (6. útdráttur, 15/02 1993) innlausnarverð 641.449.- 90114120 500.000 kr. 50.000 kr. innlausnarverö 64.145.- 90140331 90140353 90140384 90140484 90140791 90143649 (7. útdráttur, 15/05 1993) innlausnarverð 653.468.- 90111518 90112198 innlausnarverð 65.347.- 90140402 innlausnarverð 6.535.- 90170166 90170609 90171886 (8. útdráttur, 15/08 1993) innlausnarverö 66.852.- 90140158 90140304 90140210 90145072 innlausnarverð 6.685.- 90172627 90173646 90172685 90174159 (9. útdráttur, 15/11 1993) innlausnarverð 686.137.- 90110325 500.000 kr. innlausnarverð 68.614.- 90140422 90140807 90140785 90144231 innlausnarverö 6.861.- 90170097 90170642 90170099 90172435 90144368 90172704 90173323 (10. útdráttur, 15/02 1994) innlausnarverð 694.339.- 90111151 90112997 500.000 kr. 50.000 kr. 1.000 kr. innlausnarverö 69.434.- 90145106 90145160 innlausnarverö 6.943.- 90170142 90171888 90170785 90172053 90171782 90172170 90145171 90172447 90172472 90173065 (11. útdráttur, 15/05 1994) innlausnarverð 705.588.- 90113523 90114382 500.000 kr. 50.000 kr. innlausnarverð 70.559,- 90140602 90142404 90140981 90142944 90141031 90144726 90141721 90144804 innlausnarverö 7.056,- 90170333 90170603 90170720 90171573 90171685 90171727 90171789 90171808 90172683 90173068 90144953 90144982 90145017 90173993 90174225 90174924 Útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexti né veröbætur frá innlausnardegi. Þvi er áriðandi fyrir eigendur þeirra að innleysa þau nú þegar, og koma andvirði þeirra í arðbæra ávöxtun. Húsbréf eru innleyst í veðdeild Landsbanka íslands, Suðurlandsbraut 24 í Reykjavik. cSg húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 69 69 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.