Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ1994
MORGUNBLAÐIÐ
4
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SfMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
RIKISSJOÐS-
HALLINN
Þegar Alþingi afgreiddi fjárlög var gert ráð fyrir, að halli
á rekstri ríkissjóðs á þessu ári yrði um 9,6 milljarðar.
Samkvæmt upplýsingum, sem birtust í Morgunblaðinu í gær,
bendir allt til þess, að ijárlagahallinn á þessu ári verði um 13
milljarðar. Þetta eru alvarleg tíðindi. Ríkisstjórnin getur ekki
látið hér við sitja enda augljóslega hætta á því, að hallinn verði
enn meiri, þegar líður á árið.
Meginástæðan fyrir því, að nú stefnir í meiri halla á fjárlög-
um en Alþingi gerði ráð fyrir er sú, að ráðuneyti sum hver
a.m.k. og þá sérstaklega heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið
hafa brugðizt þeirri skyldu að framkvæma sparnaðaraðgerðir,
sem fjárlagaafgreiðslan byggðist á. Þannig stefnir í, að útgjöld
þessa ráðuneytis verði 1-2 milljörðum hærri en áætlað var við
gerð fjárlaga.
Áætlanir um að lækka útgjöld vegna sjúkratrygginga um
600 milljónir króna hafa ekki skilað sér. Fallið var frá áformum
um að skera útgjöld lífeyristrygginga niður um 200 milljónir.
Útlit er fyrir, að rekstrarkostnaður sjúkrahúsa fari 100-200
milljónir króna fram úr áætlun. Að öðru Ieyti er ljóst, að fjárút-
lát vegna kjarasamninganna eiga hér hlut að máli.
Guðmundur Árni Stefánsson, heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra, verður að gera opinberlega grein fyrir því, hvers vegna
hann og ráðuneyti hans hafa ekki hlýtt fyrirmælum Alþingis
um niðurskurð á þessum útgjaldaliðum. Alþingi hefur fjárveit-
ingavaldið. Það er Alþingi, sem sér ráðuneytum fyrir fé til
þess að standa undir ákveðnum útgjöldum. Ráðuneytin hafa
enga heimild til þess að hunsa ákvarðanir Alþingis í þessum
efnum. Ráðherrarnir bera ábyrgð á aðgerðum eða aðgerðaleysi
ráðuneyta sinna. Það er liðin tíð, að ráðherrar og ráðuneyti
geti farið sínu fram, hvað svo sem líður afgreiðslu Alþingis.
Ríkissjóðshallinn þýðir, að ríkið safnar skuldum ár eftir ár,
skuldum, sem á að borga og verður að borga einhvern tíma í
framtíðinni. Því miður er það svo, að þeir peningar, sem ákveð-
ið er að ráðstafa með fjárlögum fara að langmestu leyti í ein-
hvers konar neyzlu. Það er ekkert vit í að taka lán til neyzlu,
það á jafnt við um ríkissjóð eins og heimilin í landinu.
Þar að auki getur hallarekstur ríkissjóðs haft alvarleg áhrif
á vaxtastigið. Umtalsverð lækkun vaxta er eitt mesta afrek
núverandi ríkisstjórnar. Það væri hörmulegt, ef losaraleg tök
ráðuneyta á þeim útgjaldaþáttum, sem undir þau heyra, leiddu
til þess að vaxtastefna ríkisstjórnarinnar rynni út í sandinn.
Vaxtalækkunin og raunar enn frekari lækkun vaxta er alger
forsenda þess, að fjárfestingar aukist í atvinnulífinu og þar
með atvinna.
Eftir því sem hallinn á ríkissjóði verður meiri, aukast líkur
á því, að vextir hækki og að sama skapi minnka líkur á að
úr atvinnuleysi dragi að ráði. Þessa yfirsýn verða þeir menn
að hafa, sem stjórna fjármálum ríkisins. í þeim efnum dugar
ekki að líta til fjármálaráðherra eins. Hann stjórnar ekki öðrum
ráðuneytum en fjármálaráðuneytinu. Aðrir ráðherrar eru með-
ábyrgir í þessum efnum og undir þeim er komið, hvort ríkis-
stjórnin nær raunverulegum árangri í ríkisfjármálum. Því mið-
ur hefur það ekki tekizt sem skyldi en óneitanlega koma nýj-
ustu fréttir af þessum vettvangi mjög á óvart.
Eins og nú horfir er fátt mikilvægara en að ríkisstjórnin
bregðist hart við og geri nauðsynlegar ráðstafanir til þess að
ná tökum á fjármálum ríkisins. Þar þurfa menn að ganga fram
af mikilli hörku og festu. Einkafyrirtækin hafa hreinsað mikið
til í sínum rekstri á undanförnum árum og stöðvað alls kyns
sóun. Það hefur ríkið ekki gert með sama hætti og sjálfsagt á
það einnig við um sveitastjórnir að einhvetju Ieyti. Nú eru liðn-
ir rúmlega fimm mánuðir af þessu ári. Það verður þess vegna
afar erfitt fyrir ríkisstjórnina að snúa þessari þróun við. En
það verður að gerast.
Ráðherrar hafa mikil umsvif á vettvangi stjórnmálanna og
leita stíft eftir fylgi almennings og flokksmanna í alls kyns
trúnaðarstöður. En þeir verða að sýna í verkum sínum, að
þeir séu traustsins verðir. Að lokum eru það verkin, sem tala.
Stjórnmálamenn geta lengi sett ábyrgð á herðar annarra með-
an þeir eru að berjast til valda. En þegar í ráðherrastóla er
komið er ábyrgðin þeirra og þá kemur í ljós hveijir duga. Ráð-
herrar í núverandi ríkisstjórn geta ekki fremur en forverar
þeirra skotið sér undan þeirri ábyrgð, sem á þeim hvílir varð-
andi rekstur ríkissjóðs. Þeir geta heldur ekki bent á fjármálaráð-
herra einan. Ábyrgðin er þeirra allra og þessa stundina er stað-
an í ríkisijármálum slík, að ekki verður við unað.
Hver er fæðukeðja sjáv-
arins og hvaða áhrif hef-
ur hún á ástandfjski-
stofna? Skipta aðstæður
í umhverfmu meira máli
en veiðar mannanna?
Sigurjón Pálsson blaða-
maður leitar svara við
þessum spumingum.
Samspil lífveranna í sjónum
er mjög flókið og þekking
manna á heildarstarfsemi
vistkerfisins þar er ennþá
ófullkomin. Þessa dagana er þorsk-
stofninn í lágmarki en loðnustofninn
í mjög góðu ástandi. Sömuleiðis er
rækjustofninn á uppleið. Komið hef-
ur í ljós að ástand þessara stofna
tengist sterkum böndum og hafa
sérfræðingar á Hafrannsóknastofn-
un undanfarin ár lagt aukna áherslu
á að finna samband milli lífvera
hafsins. Inn í þetta fléttast svo áhrif
umhverfisins.
Fæðukeðjan
Að lýsa flóknu samspili lífveranna
í sjónum er nær ógerlegt og því
hefur verið gripið til þess ráðs að
setja það fram, sem keðju eða vef
byggðan upp á því hver étur hvað
eða hvem. Einfölduð mynd af þessu
er sýnd á korti með þessari grein.
Undirstaða alls lífs í sjónum, seg-
ir Ólafur S. Ástþórsson sjávarlíf-
fræðingur hjá Hafrannsóknastofn-
un, eru svifþörungar. Þeir nýta sól-
arorku líkt og plöntur á landi til að
framleiða lífræn efni úr ólífrænum
en hráefnin eru vatn, koltvíoxið og
ýmis næringarefni. Svifþörangamir
eru étnir af svifdýram. Svifdýrin era
hin svokallaða áta, sem gegnir lykil-
hlutverki í fæðukeðjunni. Þau era
mjög smá, algengasta stærðin er
0,2 til 2 mm þótt þau finnist allt
að 20 mm stór. Svifþörungamir og
svifdýrin hafa mjög takmarkaða
hæfíleika til að synda og rekur því
með straumnum. Orðið svif er þýð-
ing á gríska orðinu „plankton", sem
þýðir „það sem er á reki.“ Seiði
nytjafíska era einnig hluti svifsam-
félagsins.
Uppsjávarfískar eins og loðna og
síld lifa á átunni sem og sumir hval-
ir. Síðast í fæðukeðjunni era svo
ránfískar á borð við þorskinn, sem
étur til að mynda mikið af loðnu.
Allt þetta iðandi líf í sjónum skilur
að sjálfsögðu eftir sig ýmsan úr-
gang, sem fellur til botns. Þar er
hann nýttur af botndýram eins og
rækjum, kröbbum eða skeldýram.
Botndýrin lifa nær eingöngu á þess-
um úrgangi.
Samspil fiskistofna
Árið 1980 var veiðistofn þorsks-
ins þrefalt stærri en hann er núna.
Árið 1988 var hann tvöfalt stærri
en nú þegar hann er kominn niður
fyrir 600 þúsund tonn. Á sama tíma
berast fréttir af örum vexti loðnu-
stofns og rækjustofns og ýsan er á
uppleið. Olafur Karvel Pálsson, sjáv-
arlíffræðingur á Hafró hefur undan-
farin ár meðal annars unnið að rann-
sóknum á samspili fiskistofna. Hann
segir að tengsl þeirra séu mikil.
Þorskurinn borði til að mynda mikið
af rækju og í raun stjómi þorskurinn
nýliðun í rækjustofninum. Því sé það
mjög hagstætt fyrir rækjustofninn
að þorskstofninn skuli vera í lág-
marki.
í sjónum er barist hart um fæð-
una og þegar jafn lítið er af þorski
í sjónum og raun ber vitni fær hver
HAFRANNSÓKNIR
Fæðukeðjan í
hafinu við Island
Einfölduð mynd
Þörum
Næringarefm
*
Þorungasvif
Dyrasvif
Lifrænar
leifar
Uppsjavarfiskar
Fiskseiði
Bakteriur
Botnfiskar
Botndyr
HVER
ÉTUR
HVERN?
Ólafur S. Ólafur Karvel Svend-Aage Jóhann
Ástþórsson Pálsson Malmberg Sigurjónsson
Hafrannsóknir
í stöðugri þróun
Sífellt meiri athygli Hafrann-
sóknastofnunnar beinist að
áhrifum fiskistofnanna hver á
annan, áhrifum hvalanna og
ástandi sjávar. í sjónum er bar-
ist hart um fæðuna og þegar
jafn lítið er af þorski í sjónum
og raun ber vitni fær hver og
einn meira enda er meðalþyngd
þorskanna, sem veiðast núna
með þeirri hæstu sl. tíu til
fimmtán ár.
og einn meira enda segir Ólafur
Karvel að meðalþyngd þorskanna,
sem veiðast núna, sé með þeirri
hæstu sl. tíu til fimmtán ár. Hann
segir að ástand loðnustofnsins skipti
þó meira máli varðandi stærð
þorsksins en fjöldi þorska í sjónum.
Það er ljóst, segir Jóhann Sigur-
jónsson sjávarlíffræðingur á Hafró,
að áhrif hvalanna á umhverfí og
ástand sjávarins era töluverð því
áætlað er að heildarneysla hvala á
sjávarfangi við ísland sé á bilinu
fjórar til fimm milljónir tonna ár-
lega. Þá er verið að tala um físk,
átu og hvaðeina annað, sem þeir
láta ofan í sig.
Á áranum 1950 til 1970 uxu'fein-
staklingar langreyðarstofnsins
hraðar en nú er og urðu fyrr kyn-