Morgunblaðið - 10.06.1994, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Elskulegur faðir minn, fósturfaðir, sonur og bróðir,
STEFÁN KRISTINN GUÐMUNDSSON,
sem lést á heimili sínu 7. júní, verður jarðsunginn frá Landakirkju
í Vestmannaeyjum laugardaginn 18. júní kl. 18.15.
Guðleifur Kristinn Stefánsson,
Erling Jónsson,
Guðmundur Kristinn Axelsson,
Þóranna Guðmundsdóttir,
Valdimar Guðmundsson,
Axel Guðmundsson,
Hafsteinn Guðmundsson.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÓLAFÍA BJARNADÓTTIR
frá Ólafshúsum,
Vestmannaeyjum,
sem lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja
1. júní sl., verður jarðsungin frá Landa-
kirkju laugardaginn 11. júní ki. 14.00.
Bjarney Erlendsdóttir, Gtsli Grímsson,
Victor Uranfusson, Hulda Jensdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
AUÐBERG ÓLI VALTÝSSON,
lllugagötu 54,
Vestmannaeyjum,
er andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja
5. júní sl., verður jarðsunginn frá Landa-
kirkju laugardaginn 11. júní kl. 11.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir,
en þeim, sem vildu minnast hans, er
bent á Félag hjartasjúklinga í Vest-
mannaeyjum.
Margrét S. Óskarsdóttir,
Valtýr Auðbergsson,
Ósk Auðbergsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
EIRÍKUR EIRÍKSSON
frá Djúpadal,
Goðheimum 23,
Reykjavik,
verður jarðsunginn frá Áskirkju mánu-
daginn 13. júní kl. 13.30.
Þeir, sem vildu minnast hins látna, eru
beðnir um að láta Barnaspítala Hrings-
ins njóta þess.
Helga Jónsdóttir,
EiríkurS. Eiriksson, Ásthildur Júlíusdóttir,
Stefán Eiríksson, Ástrfður Guðmundsdóttir,
afabörn og langafabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu samúð og hlý-
hug vegna andláts og útfarar
KRISTBJARGAR ÞÓRU GUNNARSDÓTTUR,
Kasthvammi.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki sjúkrahússins á Húsavík
og þeim, sem glöddu hana með heimsóknum.
Aðstandendur.
t
Öllum þeim fjölmörgu, sem heiðruðu minningu mannsins míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
REYNIS GEIRSSONAR,
og sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför hans,
færum við innilegar þakkir og kveðjur.
Guðlaug Bjarney Elfasdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, er auðsýndu samúð og vinarhug
við andlát og jarðarför bróður okkar,
GUÐVARÐAR SIGURÐSSONAR,
sem andaðist á Vífilsstöðum 18. maí.
Einstakar þakkir viljum við senda til þeirra, sem önnuðust hann
í veikindum hans, og þá sérstaklega til vinar hans Haraldar
Sigurðssonar.
Systkinin.
SKARPHÉÐINN
SIG URÐSSON
Skarphéðinn
Sigurðsson var
fæddur á Móum á
Skagaströnd 28.
desember 1914.
Hann lést á Akra-
nesi 2. júní síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Sigurð-
ur Jónsson sjómað-
ur og Björg Bjarna-
dóttir húsfreyja.
Eftirlifandi eigin-
kona Skarphéðins
er Petrea Guð-
mundsdóttir frá Sig-
urstöðum á Akra-
nesi. Börn þeirra
eru Gilbert Már, vélvirki, f. 22.
febrúar 1942; Kristinn Guð-
mundur, sjómaður, f. 12. ágúst
1945; Alda Björk, húsmóðir, f.
11. júlí 1947; Sigrún Birna,
sjúkraliði, f. 17. desember 1948;
Hugrún Peta, klæðskeri, f. 17.
ágúst 1950; Skarphéðinn Elvar,
sjómaður, f. 4. apríl 1956; og
Hulda Berglind, húsmóðir, f. 27.
september 1959. Útför Skarp-
héðins fer fram frá Akranes-
kirkju í dag.
NÚ ÞEGAR þessi aldni sjómaður
og sómadrengur hefur leyst sínar
jarðnesku landfestar, langar mig að
minnast hans nokkrum orðum.
Bemskuheimili Skarphéðins var
bammargt og lífsbaráttan hörð á
þeim ámm. Munu þau Móasystkin
snemma hafa hleypt heimdraganum
eins og það var kallað og unnið hjá
vandalausum þótt kaupið væri lágt.
Þótti gott að unnið væri fyrir mat
sínum. Sjómennskan hefur verið
Skarphéðni í blóð borin, því faðir
hans var einn happasælasti formaður
á opnum bátum á Skagaströnd, og
sóst eftir honum til þeirra starfa.
Skarphéðinn fór fyrst á vertíð til
Grindavíkur 16 ára gamall og var
eftir það til sjós ýmist fyrir norðan
eða á vertíðum fyrir sunnan, en áður
hafði hann verið í vinnu hjá vanda-
lausum. Þetta lífshlaup
hefur eflaust mótað
skoðanir gamla manns-
ins, því fátt þoldi hann
verr en leti og
ómennsku. Hann var
maður fornra dyggða,
hafði dugnað, heiðar-
leika og samviskusemi
að leiðarljósi. Það var
enginn svikinn af verk-
unum hans til sjós og
lands. Skarphéðinn var
einstakt snyrtimenni og
víðfrægur á flotanum
fyrir tiltektir sínar. All-
ur sóðaskapur á vinnu-
stað var óhugsandi þar
sem Skarphéðinn var, allt óhreint var
hreinsað og skúrað og látið flakka
fyrir borð ef ekki vildi betur til, þann-
ig að mönnum lærðist fijótlega að
ganga vel um þar sem gamll maður-
inn var nálægur.
Pólitík og atvinnumál voru hans
uppáhalds umræðuefni sem eðlilegt
var. Þessi hversdagshetja hafði ekki
haft af öðru að segja um sína daga
en þrotlausri vinnu og aftur vinnu.
Oft varð honum heitt í hamsi við
að ræða þetta, þóttist hann eiga
„hauk í homi“ þar sem ég var þegar
þessi mál voru til umfjöllunar og sitt
sýndist hveijum eins og verða vill.
Hafði ég gaman af að geta stundum
orðið honum að liði í þessum efnum.
Hann var heill í sinni pólitísku sann-
færingu eins og í öllu sem hann tók
sér fyrir hendur og sló hvergi af.
Skarphéðinn kveður okkur rétt
fyrir sjómannadaginn, sem var hans
sérstaka hátíð eins og flestra sjó-
manna á Skaga. Honum var veitt
verðskulduð viðurkenning á sjó-
mannadag fyrir nokkmm ámm þeg-
ar hann ásamt öðmm öidnum sæ-
kempum var heiðraður í Akranes-
kirkju. Það var falleg athöfn eins og
alltaf og ég veit að gamli maðurinn
gladdist í hjartanu. Mér er þessi
dagur minnisstæður því um kvöldið
fór fjölskyldan með honum á hátíð
sjómannadagsins og dansleik, þar lét
hann ekki sitt eftir liggja, en gekk
ÁSTA
HELGADÓTTIR
+ Ásta Helgadótt-
ir fæddist 27.
apríl 1901 í Múla í
Aðaldal, Suður Þin-
geyjarsýslu. Hún
lést 3. júní síðastlið-
inn á Elli- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund. Foreldrar
hennar voru Helgi
Jóhannesson, Jó-
hannessonar, pósts
á Birningsstöðum í
Laxárdal og Karó-
lína Benediktsdótt-
ir, prests á Grenjað-
arstað. Helgi og
Karólina gengu í hjónaband 6.
júní 1893 og bjuggu fyrst á
Brettingsstöðum í Laxárdal, en
fluttu þaðan í Múla 1899. Þau
eignuðust sjö börn, þrjár dætur
og fjóra syni og var Ásta þriðja
elst. 011 systkini hennar eru nú
látin. Ásta var fyrst við nám
hjá heimiliskennaranum í Múla,
stundaði nám við Kvennaskól-
ann í Reykjavík 1921-22 og
sótti hannyrðanámskeið í
Reykjavík. Auk þess var hún í
hannyrðanámi á Húsavík og á
Sauðárkróki. Ásta var síðan á
Sauðárkróki og starfaði þá
lengst af á heimili Jónasar
Kristjánssonar Iæknis. Hún
fluttist til Reykjavíkur 1940 og
starfaði þá við matseld á
sjúkrahúsum og veitingastöð-
um, lengst af í Silfturtunglinu
við Snorrabraut. Útför Ástu fer
fram frá Háteigskirkju í dag.
MIG langar að
minnast frænku
minnar sem var alltaf
eins og besta amma og
því kallaði ég hana allt-
af ömmu.
Amma giftist ekki
og eignaðist ekki böm,
en hún var ein af fjöl-
skyldunni,og bjuggu
hún og fjölskylda mín
í sama húsi fyrstu ár
ævi minnar. Þegar ég
fæddist ákváðu for-
eldrar mínir að skíra
mig í höfuðið á henni,
að hennar ósk. Þegar
ég lít nú til baka safnast saman
fjöldi minninga um ömmu. Alltaf
var amma að hjálpa, leiðbeina og
styðja mig í uppvextinum.
Við áttum margar ánægjulegar
samverustundir, alltaf var gott að
hlaupa upp til ömmu. Ófáar ferðirn-
ar gengum við saman niður á
Klambratún með nesti og oft'tók
amma mig með sér í vinnuna. Þess-
ar ferðir með henni veittu mér, lít-
illi stúlkunni, mikla ánægju.
Amma vildi alltaf hafa eitthvað
fyrir stafni og gat sjaldan setið
aðgerðarlaus. Hún var mikil hann-
yrðakona og liggja margir fallegir
hlutir eftir hana. Ef mig langaði í
falleg föt, var hún ekki lengi að
bjarga því. Hún var sérfræðingur í
að sauma dúkkuföt og minnist ég
sérstaklega Lindu, dúkkunnar sem
hún gaf mér. Held ég að engin
dúkka hafi átt eins mikið af fötum.
Amma gerði sáralitlar kröfur
í dansinn af atorku. Þegar hann var
kominn af stað voru fáir sem gátu
skemmt sér betur. Hversdagslega
var hann ekki fyrir að trana sér fram
og sinnti lítt félagsstörfum eða öðru
slíku. Vinnan og heimilið var honum
allt. Traustari heimilisfaðir er vand-
fundinn.
Skarphéðinn var svo lánsamur að
ganga að eiga eina föngulegustu
heimasætu Skagans á þeirri tíð, Pe-
treu Guðmundsdóttur frá Sigurstöð-
um, komna af kjammiklum ættum á
Akranesi. Þau bjuggu á Sigurstöðum
allan sinn búskap og skiluðu þjóðinni
sjö mannvænlegum bömum sem hafa
staðið sig með prýði í lífsins ólgu
sjó. Bamabörnin eru orðin mörg og
bamabarnaböm. Öll áttu þau ástríki
að mæta hjá afa og ömmu á Sigur-
stöðum.
Ég man að ég var hálfkvíðin er
ég fór í mína fyrstu heimsókn í Sigur-
staði til tilvonandi tengdaforeldra.
Mér fannst satt að segja ólíklegt að
kona með þtjú lítil börn væri á óska-
listanum yfir tengdadóttur hjá nokk-
urri fjölskyldu. Er skemmst frá að
segja að við Skarphéðinn urðum fljótt
mestu mátar og hefur það haldist
síðan. Ekki þurfti ég að óttast hús-
freyjuna, þessa glaðlyndu og góðu
konu sem hefur staðið af sér allar
öldur við hlið manns síns, nú síðast
í veikindum hans hin síðári ár.
Ég eignaðist þarna þá bestu
tengdaforeldra sem hægt er að hugsa
sér og dætur mínar þrjár fóru fljót-
lega að kalla þau ömmu og afa á
Sigurstöðum og hafa gert það síðan.
Seinna bættist íjórða telpan við,
raunverulegt afa- og ömmubarn,
Eygló Peta Gilbertsdóttir, sem harm-
ar það nú að geta ekki fylgt afa
hinsta spölinn, þar sem hún er nú
við nám erlendis. Hún sendir ömmu
Petu og fjölskyldunni hlýjar kveðjur
frá Þýskalandi.
Erfiðu sjúkdómsstríði er lokið, síð-
ast er ég hitti Skarphéðinn var hann
á Sjúkrahúsinu á Akranesi og mér
fannst augljóst að nú færi að stytt-
ast í þetta eina sem við öll eygjum
víst að lokum. Svo kveð ég Skarphéð-
inn Sigurðsson með þökk fyrir allt
sem hann var mér og mínum.
Megi verða bjart fyrir stafni þegar
þessi aldni heiðursmaður siglir í höfn.
Petu og fjölskyldunni allri sendi
ég samúðarkveðjur.
Þórey Jónsdóttir.
sjálfri sér til handa, en þeim mun
meira studdi hún fjölskylduna, í
einu og öllu.
Síðustu árin dvaldi hún á Elli-
og hjúkrunarheimilinu Grund og
þangað heimsótti ég hana reglu-
lega. Ég vil þakka starfsfólki
Grundar sérstaklega fyrir góða
umönnun.
Elsku amma, ég mun sakna
þeirra stunda sem við áttum saman
og minninguna um þig mun ég
geyma í hjarta mínu.
Guð veri með þér.
Þín frænka
Ásta.
Með fáeinum orðum langar okkur
að minnast elskulegrar frænku okk-
ar, sem við kölluðum alltaf ömmu.
í dag kveðjum við hana í hinsta
sinn.
Alla ævi okkar þótti okkur vænt
um þig og hlýtt viðmót þitt er okk-
ur ógleymanlegt, elsku amma. Allt-
af þegar við heimsóttum þig tókst
þú á móti okkur með hlýju og kær-
leik. Þegar upp komu vandamál
stóð ekki á hjálpsemi þinni.
Amma var mjög vinnusöm kona
og handlagin. Henni féll aldrei verk
úr hendi og eru þau mörg verkin
sem minna okkur á tilvist hennar.
Það er okkur hugarró að vita að
hún var hvíldinni fegin. Nú er amma
horfin á braut en minningar um
hana lifa. Takk fyrir allt, elsku
amma.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Erlín, Kristinn og Bjarney.