Morgunblaðið - 10.06.1994, Síða 35

Morgunblaðið - 10.06.1994, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR DR. ÁSKELL LÖVE + Dr. Áskell Löve, grasafræðingnr, fæddist í Reykjavík 20. október 1916. Hann lést í Kalifor- níu 29. maí síðastlið- inn. Áskell fluttist með foreldrum sín- um, S. Carli Löve, skipstjóra og síðar vitaverði á Horn- bjargsvita, og konu hans, Þóru G. Jóns- dóttur, til Vest- fjarða árið 1920 þar sem hann ólst upp, aðallega á Isafirði. Áskell var elstur barna þeirra hjóna, en hin voru | Guðmundur, f. 13. 2. 1919, d. 3. 5. 1978, Þráinn, f. 10. 7. 1920, ’ Leó, f. 10. 7. 1921, d. 22. 12. 1939, Jón, f. 27. 9. 1922, Jakob, f. 9. 2. 1927, d. 21. 6. 1993, og Sigríður, f. 10. 2. 1929. Hálf- systkin Áskels, samfeðra, voru Davíð Jón, f. 11. 3. 1903, d. 23. 3. 1974, Áslaug, f. 12. 7. 1905, d. 27. 11. 1984, Soffía, f. 27. 10. 1907, Þorsteinn, f. 21. 8. 1910, í Áskell, f. 12. 1. 1914, d. 31. 3. | 1914, og Svanlaug, f. 8. 3. 1919, d. 30. 4. 1987. Árið 1933 fluttist fjölskyldan aftur til Reykjavíkur og hóf Áskell nám við Mennta- skólann í Reykjavík ári síðar og lauk stúdentsprófi vorið 1937. Um haustið hóf hann nám í grasafræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð og lauk þaðan doktorsprófi 1943. Hann starf- aði sem sérfræðingur við At- vinnudeild Háskóla Islands 1945 I til 1951, en var síðan prófessor við háskóla í Winnipeg og Mon- treal í Kanada til 1964 og síðan í Colorado í Bandaríkjunum. Á starfsferli sínum vann Áskell við ýmiss konar grasafræðilegar rannsóknir og eftir hann liggur mikill fjöldi vísindalegra tíma- ritsgreina. Hann samdi einnig bækur á ensku um grasafræði- leg efni og ný-stárlega íslenska flóru og síðar íslenska ferða- flóru, sem jafnframt kom út á ensku. Hinn 30. apríl 1940 kvæntist Áskell eftirlifandi eig- inkonu sinni, Dorisi, f. Wahlén, sem einnig er doktor í grasa- fræði, og eignuðust þau dæturn- ar Gunnlaugu, f. 6. 11 1940, og Lóu, f. 15. 1. 1946. Áskell hefur búið ásamt fjölskyldu sinni í Kaliforníu frá árinu 1976. Bál- för hans fer fram í Bandaríkjun- um, en jarðneskar leifar hans munu síðar hljóta legstað í ís- lenskri mold. „HEFURÐU nokkuð heyrt frá syni þínum?“ í græskulausu gamni spurðum við unglingarnir ömmu Þóru oft þessarar spurningar. Við spurðum þótt við vissum svarið, eða ef til vill einmitt vegna þess að við vissum það, því þótt gamla konan , ætti marga syni og tvo þeirra bú- settá í Bandaríkjunum, svaraði hún ávallt á sama hátt og sýndi okkur um leið bréf frá elsta syninum, þeim sem hér verður minnst. Aldrei varð hún róleg ef í fréttum hafði verið sagt frá slysförum eða sköðum í Ameríku, fyrr en hið vikulega bréf hafði borist frá synin- um og staðfest að allt væri í lagi hjá honum. Seinna skildum við hvers vegna einmitt þessi elsti sonur var henni svo kær að meira að segja tímatal hennar var frekar miðað við aldur hans en ártalið sem atburðirnir áttu sér stað. Við fengum að vita að þótt fæðing barna sé ávallt örlagavaldur, einkum í lífí ungra mæðra, þá hafði fæðing lítiis drengs í októbermánuði árið 1916 meiri áhrif á líf ömmu okkar en oft- ast mátti vænta við slíkan atburð. Sonurinn endurgalt móðurástina ríkulega. Þegar hann kom heim frá námi ásamt fjölskyldu sinni að loknu doktorsprófi þeirra hjóna, var stórt hús eitt af því sem með fylgdi, fyrsta sænska einingahúsið sem reist var í Reykjavík, svo stórt að þar átti að vera rúm fyrir foreldra hans og þau af systkinunum sem það kusu. Hús- næðisskortur og.óöryggi um dvalar- stað var þar með úr sögunni og þótt þau hjónin færu til vísinda- starfa í Ameríku, var séð til þess að framtíð ömmu Þóru væri tryggð. Vegna starfa sinna sem prófessor átti hann oft erindi til Evrópu og ávallt var flogið með íslenskum flug- vélum, enda gafst þá kostur á að gera stuttan stans á ættjörðinni og heimsækja fólkið sitt. Þá fékk amma Þóra það sem hana vanhagaði um frá útlöndum, þar á meðal birgðir af sælgæti sem við barnabörnin fengum siðar að njóta. Fyrir störf sín og fræðimennsku var Áskell þekktur um allan heim. Hann var einn örfárra Islendinga sem getið er í æviskránum Who is who in America og Who is who in science. Það segir ef til vill nokkuð um hinn vísindalegá þankagang, að blaða í skrá þeirri sem Áskell hélt um öll ritstörf sín frá upphafi. Skrá- in byijar á greinum í skátablöð á Isafirði, þar er getið um greinar og Gullpennaritgerð úr Menntaskól- anum í Reykjavík, doktorsritgerð, doðrant um NATO-ráðstefnu sem hann stýrði hér á landi um norðlægt gróðurfar og ótalmargt fleira, allt í tímaröð á tugum blaðsíðna. Þar er líka greint frá bókunum íslenskar jurtir og íslensk ferða- flóra, en í síðarnefndu bókinni eru þessi orð á fremstu síðu: í minningu móður minnar sem fyrst allra sýndi mér jurtir. Þegar Áskell lét af störfum sem prófessor fluttist fjölskyldan öll til Kaliforníu, þar sem þau hafa búið síðan. í fyrstu sinnti hann þar ýms- um hugðarefnum sínum, en fyrir nokkrum árum náði Parkinsonsjúk- dómurinn þeim tökum á líkama vís- indamannsins að óhjákvæmilega leiddi til skerðingar á því atgervi sem hann hafði einkennt. Svo var komið, að fyrir nokkrum vikum treystu þær mæðgurnar sér ekki til að annast hann lengur einar og fluttist hann þá á hjúkrunarheimili þar sem vel var um hann hugsað — en þá gat hann ekki lengur verið heima, mað- urinn sem svo mikils mat fjölskyldu- tengsl og öryggi sinna nánustu. Þessi viljasterki en sjúki maður, sérfræðingur um líf jarðargróðurs, hefur þá ef til vill hugsað til orða hagyrts vísindamanns og fornvinar síns, og hveijum nema honum hefðu átt að vera ljósari öriög urtar sem hvergi í vætu nær? Áskell Löve lést 29. maí 1994 — hann vissi hvert stefndi hvort sem var og kvaddi .sáttur, saddur lífdaga. Elsku Doris, dætur og dætradæt- ur. Hugur okkar ættingjanna hér heima er hjá ykkur. Við minnumst hjartahlýju og umhyggju ykkar fyrir okkur, við minnumst ótal gleði- stunda og við minnumst þess hvað við höfum oft verið stolt af víðkunn- um og virtum vísindamanni úti í hinum stóra heimi. Megið þið eiga góða framtíð í framandi landi. Minningu Áskels heiðrið þið best með því að minnast upprunans hér á Fróni, upprunans sem hann var svo stoltur af. Leó E. Löve. Þó þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót, frænka eidfjalls og íshafs, sifji árfoss og hvers, dóttir langholts og lyngmós, sonur landvers og skers. (St.G.St.) Kær frændi og vinur er failinn frá. Við hér heima munum minnast hans lengi með mikilli aðdáun og virðingu. Minningarnar safnast að, bæði um það sem við upplifðum sjálf með honum og eins um allt það sem hann sagði frá. Það var gaman að koma til þeirra hjónanna, Áskels og Dorisar í San José, hlusta á hann segja sögur frá æsku sinni á ísafirði og af ótal ferð- um um víða veröld. Af heimsóknun- um höfðum við ekki aðeins skemmt- un heldur einnig mikinn fróðleik, því frændi var bæði óþijótandi visku- brunnur og sagnaþulur hinn besti. Æskuárin á ísafirði voru honum ávallt ofarlega í huga og þegar hann sagði frá, var sem hann upplifði æskuna á ný. Með hlýhug minntist hann skátastarfsins og félaganna þar og með þakklæti sagði hann okkur frá því þegar hann vann hjá Jónasi Tómassyni, bóksala, fékk tvær krónur í mánaðarlaun, en mátti auk þess lesa eins mikið og hann gat komist yfir af bókum úr verslun- inni. Þessi næmi drengur lifði sig svo inn í sagnir og sögur þær sem hann las, að þegar hann átti að bera út blöð ofan við Sólgötu, fékk hann önnur böm til að hlaupa fyrir sig og borgaði vel fyrir, því hann hafði beyg af kirkjugarðinum og líkhús- inu, sem hann hefði annars þurft að fara hjá. í skátahreyfingunni átti hann margar góðar stundir, lærði margt um náttúrufræði og þar komst hann í kynni við jurtasöfnun, og þaðan var fyrsti vísirinn að safni sem stækkaði á langri starfsævi og varð mikið og fullkomlega skipulagt safn um hvers kyns fræði sem tengd- ust sérgrein hans. Alla tíð hélt hann tryggð við skátafélagið sitt, Ein- heija, og sendi kveðjur heim á af- mælisdegi þess, 29. febrúar, hvar sem hann var staddur í heiminum. Þegar hann hafði valið sér náms- braut, gekk ekki þrautalaust að láta drauminn rætast. Hann fór samt til Svíþjóðar og hafði lítinn farareyri. Þótt hann hafi átt íslenska peninga sem duga áttu til lífsframfæris, var sem ekki væri mögulegt að fá þá yfirfærða í sænskar krónur. Það var svo slæmt, að hann sá sig knúinn til að snúa heim og ganga sjálfur á fund bankastjórans til þess að fá sitt í gegn. Ekki hafði bankastjórinn meiri skilning á þessari nýju fræðigrein en svo að hann spurði hvað Löve- strákur frá ísafirði hefði við það að gera að læra grasafræði. Ungi mað- urinn svaraði að bragði, að það gæti hann, brennivínssali frá Isafirði, ekkert um vitað. Síðan þreif hann sína pappíra og fór í næsta banka þar sem allt gekk að óskum. Doktorsprófi lauk hann frá Sví- þjóð, en skrifaði samtímis náminu bókina íslenskar jurtir, því honum fannst íslendingar þurfa alþýðlega bók um grasafræði. Það varð honum kannski til óláns að láta gefa bókina út hjá bókaútgáfu sem ekki var í náðinni hjá ráðamönnum þjóðarinn- ar, sem eftir það voru honum ekki hagstæðir. Þegar hann kom heim með hina sænskættuðu og hámenntuðu konu sína, Dorisi,' kom í ljós, að engin vinna var fyrir hana, þótt það hefði ekkert vandamál verið fyrir karl- mann af erlendu bergi brotinn, en þá var kvennabaráttan ekki komin neitt á leið. Þetta leið frænda ekki úr minni, og rifjaðist sérstaklega upp þegar hann kom síðast í heimsókn til íslands og hitti þá fyrir erlenda konu að þvo glös á rannsóknarstofu. Ekki var neinn annar við, en það kom í ijós að konan var meira mennt- uð en nokkur annar af starfsmönn- um stofnunarinnar. Það er sárt til þess að vita, að hæfileikamaður með góða menntun og fullur vilja til að vinna landinu sínu gagn, skuli ekki hafa fengið til þess tækifæri af ástæðum sem að- eins verða skýrðar með smæð ís- lensks samfélags og hinum landlæga hugsunarhætti öfundar og að enginn megi skara fram úr. Frændi átti góða konu sem stóð eins og klettur við hlið hans, styrkti og studdi á allan hátt, einkum hin síðari ár. Vottum við henni og öðrum ættingjum samúð okkar. Blessuð sé minning Áskels Löve. Yfir heim eða himin, hvort sem hugar þín önd, skreyta fossar og fjallshlíð öll-þín framtíðarlönd. fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín: nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín. (St.G.St.) Ingibjörg Þ. og Jón. BRIDS Umsjón Arnór G. Ilagnarsson Sumarbrids í Reykjavík Góð þátttaka hefur verið í Sum- arbrids síðustu daga. Á mánudag mættu 26 pör til leiks. Úrslti urðu: N/S: GuðlaugurNielsen-LárusHermannsson 325 Guðný Guðjónsdóttir - Jón Hjaltason 302 Axel Lárusson - Guðjón Jónsson 289 A/V: Haukur Ámason - Siguijón Harðarson 350 Oskar Karlsson - Mapússon Sverrisson 303 ÞorsteinnBerg-JensJensson 298 Á þriðjudag mættu svo 28 pör til leiks. Úrslit urðu: N/S: BjömTheódórsson-JónHjaltason 327 Sveinn Þorvaldsson - Páll Þ. Bergsson 313 LárusHermannsson-RúnarLárusson 310 A/V: Sverrir Ármannsson - Sigurður B. Þorsteinss. • 330 KjartanÓlason-OliÞórKjartansson 317 Agnar Kristinsson - Sturla Snæbjömsson 285 Guðjón Siguijónsson - Helgi Bogason 285 Eftir þessa spilamennsku er staða efstu spilara þessi: Björn Theódórsson 99, Sigurður B. Þorsteinsson 99, Lárus Her- mannsson 93, Dan Hansson 93, Eggert Bergsson 93, Gylfi Baldurs- son 85, Guðlaugur Nielsen 70, Jón Viðar Jónmundsson 68, Páll Þ. Bergsson 62, Þórður Sigfússon 62, Jón Hjaltason 61, Óskar Karlsson 61, Þórður Björnsson 55 og Óskar Þ. Þráinsson 51. Alls hafa 125 spilarar hlotið stig í Sumarbrids til þessa. Og enn er minnt á tímasetninguna í Sum- arbrids: Alla daga kl. 19 (nema laug- ardaga). Kl. 14 á sunnudögum og þriðjudögum og A-riðill (aukalega) á fimmtudögum kl. 17. í Sumarbrids mæta spilarar af öllum styrkleikaflokkum; þar sitja heimsmeistarar og etja kappi við byijendur (er hægt að benda á ann- að eins hér á landi eða þótt víðar væri leitað?), og allt þar á milli. Til- valið tækifæri fyrir alit áhugafólk um keppnisspilamennsku. Umsjónarmaður Sumarbrids er Ólafur Lárusson. (Fréttatilkynning) Bikarkeppni Brids- sambands Islands 5 leikjum af 27 í fyrstu umferð Bikarkeppni Bridssambands íslands 1994 er nú lokið en frestur til að spila fyrstu umferð er til sunnudags- ins 26. júní nk. Sv. Önnu ívarsd. Reykjavík vann sv. Þórs Geirssonar, Grundarfirði með 118 IMP gegn 85 IMP. Sv. FBM, Reykjavík vann sv. Spaðasveitarinnar, Reykjavík, með 179 IMP gegn 83 IMP. Sv. Ragnars T. Jónassonar, ísafirði vann sv. Þrumufuglanna Vestmannaeyjum með 126 IMP gegn 95 IMP. Sv. Magnúsar Magnússonar, Ak- ureyri vann sv. Tímans með 138 IMP gegn 28 IMP. Sv. Halldórs Más Sverrissonar, Reykjvík vann sv. Stefaníu Skarp- héðinsdóttur, Skógum með 121 IMP gegn 80 IMP. Allar sveitirnar hafa sérstaklega minnst á góðar móttökur og veiting- ar hjá heimasveitinni og senda sínar bestu þakkir. Sumarbrids á Reyðarfirði Fjórtán pör spiluðu sl. þriðjudag og urðu úrslit þessi: Friðjón Vigfússon - Kristján Kristjánsson 192 Guðmundur Pálsson - Þorvaldur Hjarðar 176 Aðalsteinn Jónsson - Gísli Stefánsson 169 Bjöm Hafþór Guðmunds. - Magnús Valgeirs. 169 Sveinn Heijólfsson - Þorsteinn Bergsson 166 Meðalskor 156. FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ1994 35 Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 571800 Toyota Double Cab SR5 '92, hvítur, ek. 44 þ km. Gott eintak. V. 1.830 þús. Mazda 323 F 16v Fastback '92, rauöur, g., ek. 41 þ.km., rafm. í öllu, hiti í sætum fl. Tilb. 980 þús. Einnlg : Mazda 323 GLX Sedan '91,5 g., ek. 44 þ.km. V. 960 þús. Toyota Corolla XL '92, steingrár, 5 g.f ek. 40 þ. km., vökvast., samlæs., endur- ryðvarinn. V. 850 þ. Einnig: Toyota Co- rolla XL '88, 3 d., 4 g., ek 82 þ. km. Ný- skoðaður. V. 530 þ. Fjörug bílaviðskipti. Vantar góða bíla á sýningarsvæðið. MMC Lancer GLXi hlaðbakur 4x4 '91, raður, 5 g., ek 60 þ. km., sportfelgur, low profile dekk o.fl. Verð 1.090 þ. Subaru Legacy 2200 '91, sjálfsk., ek. 68 þ.km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1750 þús. Einnig Subaru Legacy station 1.8 '90, 5. ek. 61 þ.km. V. 1260 þús. Daihatsu Charade TS EFi 16v '93, rauð- ur, 1300 vél, bein innsp., 5 g., ek. aðeins 7 þ. km. Sem nýr. V. 820 þús. m VW Vento GL 2000i '93, hvítur, 5 g., ek. 23 þ. km., spoiler, centrallæsing. V. 1.490 þús. m Daihatsu Charade '90, 4 g., ek. 60 þ. km V. 490 þús., sk. á ód. Toyota Corolla Touring GLi 4x4 '90, steingrár, 5 g., ek. 99 þ. km., sóllúga, rafm. í rúðum, álfelgur, dráttarkúla o.fl. V. 1050 þús., sk. á ód. MMC L-300 4x4 minibus '85, 8 manna hvítur, 5 g., ek. 35 þ. km. á vól. V. 490 þús., sk. ó ód. eða dýrari. Mazda 323 GLX 1600 station 4x4 '93, g., ek. 11 þ. km., álfelgur o.fl. V. 1290 þús., sk. á ód. Toyota Corolla Touring GLI '91, 5 g., ek. 33 þ. km., rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. V. 1260 þús., sk. á ód. Suzuki Swift GTi '87, rauður, 5 g., ek. 96 þ. km. Gott eintak. V. 420 þús. Subaru 1800 station DL '90, hvítur, 5 g ek. 68 þ. km. V. 950 þús., sk. á ód. Toyota 4-Runner V-6 '90, hvítur, 5 g., ek. 49 þ. km., rafm. í rúðum, ólfelgur, centr- allæs. o.fl. V. 1.950 þús. Sk. á ód. Cherokee Pioneer '86, 5 dyra, sjálfsk. ek. 100 þ. km., álfelgur, cruscontrol, centrallæs. o.fl. V. 1.050 þús. Sk. á ód. BMW 520I A '90, sjáfsk., núuppt. vél, rafm. í rúðum o.fl. Góður bíll. Tilboðsverð 1.590 þús. Sk. á ód. Chevrolet Camaro RS '91, blár, sjálfsk. 6 cyl., ek. 39 þ. km. Fallegur bfll. Tilboðs verð kr. 1390 þús., sk. ó ód. Mercedes Benz 190 E '88, steingrár, sjálfsk., ek. 98 þ. km., sóllúga o.fl. fallegur bíll. Tilboðsverð kr. 1.590 þús. Toyota 4Runner EFi '85, rauður, 5 g., ek. 113 þ. km., sérskoðaður, 35“ dekk, 4:10 hlutföll, sóllúga o.fl. Gott eintak. Tilboðs verð: 980 þús. BÍLAR Á TILBOÐSVERÐ Peugeot 205 GR '88, 4 dyra, beinsk., ek 103 þ.km. V. 250 þús. MMC Galant 1600 '87, rauður, 5 g. 129 þ. Im. Sk. '95. Gott eintak. V. 430 þús, Ford Bronco II '84, rauður/hvítur, 5 ek. 112 þ. mílur. V. 550 þús. Toyota Corolla Tvln Cam '84, grár, 5 ek. 150 þ. km. Sk. '95. V. 220 þús.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.