Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF ITL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Tommi og Jenni Ég þarf svo mikið á hjálp að Allt í Iagi, en þú verður Nú, við þennan fyrsta Ég hata að fylgjast halda við heimaverkefnin þá að fylgjast með... vanda... með... mín... STJÖRNUSTRÍÐSÁÆTLUN Bandaríkjamanna var gerð til þess að knésetja Rússa, segir Magnús Skarphéðinsson. Rússar unnu heimsstyijöldina, ekki bandamenn Smávægilegir draugar úr kalda stríð- inu leiðréttir Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: Kaldastríðssagnfræðingurinn hefur hlaupið í margan fjölmiðlunginn í kringum Normandíafmælið mikla. Forystugreinarhöfundar Morgun- blaðsins sl. þriðjudag (7. júní) hefur ekki alveg verið laus við þá heimsókn frekar en margir aðrir nú. Hann seg- ir að innrás bandamanna í Normandí hafi leitt til þess að sigurs vannst á Hitler og heijum hans. Þetta er auð- vitað satt, en samt ekki nógu satt. Stríðið tapaðist haustið 1942 í austurvegi Heimsstyijöldin síðari vannst ekki af „bandamönnum“, heldur að Jang- mestu leyti Sovétmönnum einum saman. Auðvitað komu afar margir þar við sögu. En sigur Sovétmanna á hinum fjölmennu úrvalshersveitum Þjóðveija í Rússlandi veturinn 1942 til ’43 í hinum ógnarmannskæðu og hörðu átökum sem þar áttu sér stað réð óumdeilanlega úrslitum um af- drif styijaldarinnar. Flest sem á eftir kom allt til form- legrar uppgjafar Dönitz eftirmanns Hitlers 1945 var miklu frekar „sam- anpökkun" þjóðveija en sigur á þeim. Sigurinn vannst í Rússíá tæpum þremur árum áður, eða líklegast í nóvermber 1942. Enda vildu flestir hershöfðingjar Hitlers semja um frið við alla andstæðinga sína eftir ósig- urinn þar á lunganum úr þýsku her- sveitunum í austurvegi af skiljanleg- um ástæðum. Bróðurpartur slag- krafts Þjóðverja var þorrinn eftir þau átök. Á hinn bóginn er sjálfsagt að gleðj- ast yfir því að sami ritforystuhöfund- ur Mogga hefur náð að hafa kaldara mat á vopnakapphlaupi Rússa og Bandaríkjamanna á síðustu áratug- um þegar hann segir að stjörnu- stríðsáætlun Reagans hafi gert sov- éska heimsveldið endanlega gjald- þrota. Stjörnustríðið var til að knésetja Rússa Þetta er ekki bara líklega rétt mat hjá Mogga, heldur það sem Sovét- menn sögðu alla tíð um stjömu- stríðsáætlunina umdeildu. Að hún væri til að knésetja sig fjárhagslega sökum ríkidæmis Bandaríkjanna sem blésu til stríðs í þessum vafasama kafla kalda stríðsins. Að hún hafi mestanpart verið sett fram af fjár- hagslegum ástæðum frekar en hern- aðarlegum. Jú og auðvitað hafi hern- aðarástæðumar svo sem staðið sína plikt, en gjaldþrotatilhugsunin dró liðið hans Sveins hálfa leiðina eða meira. Auðvitað hlustaði enginn maður með mönnum á þessi rök Sovét- manna nema þessar örfáu hræður sem enn drógu siðferðisyfirburði Ameríkana yfir Rússunum í efa. Vei þeim, og vei þeim öllum sem tóku upp hanskann fyrir þetta Moskvitch- framleiðsluþjóðfélag allt saman. Þangað var ekki mönnum bjóðandi. Að lokum langar mig að geta þess að enn á alveg eftir að gera því „við- eigandi skil“ í pressu Vesturlanda hver góðu áhrifin voru sem af bolsé- vísku byltingunni 1917 í Rússíá leiddu sem og öllu því sem henni fylgdi. Að vísu týndu um 100 milljónir manna lífinu í Gúlaginu og annars staðar í hreinsunum heimskommún- ismans. En það eru smámunir í sam- anburði við þá raunverulegu byltingu sem bróðurpartur þessara sex millj- arða manna sem nú búa á hnettinun nýtur vegna útbreiðslu heimskom- múnismans um alla jörðina í mismun- andi myndum. Góðu afrekum heims- kommúnismans ennþá gleymt Ég bendi bara á að velferðarkerfi Vesturlanda er eitt.af mörgum núlif- andi skilgetnum afkvæmum heims- kommúnismans. Að ekki sé nú taiað um alla fjárhags-, hernaðar-, tækni- og siðferðisaðstoðirnar við langflest- ar fátækari þjóðir heimsins sem í hlekkjum „auðvaldsrikjanna" óneit- anlega voru. Þessar fátæku þjóðir hlutu ekki bara sjálfstæði sitt í skjóli marxism- ans heldur var hluti gjaldþrots sov- éska heimsveldisins ekki síst vegna hinna óhemju fjármuna sem Sovét- menn dældu inn í flest fátækustu ríki heims til að koma þeim á fæt- uma eins og sjá má merki um í öllum heimsálfum í dag. Þessu atriði má heldur ekki gleyma. En trúlega þarf lengri tími að líða frá þessari þrungnu átakasögu svo menn geti horft á hlutina hlutlausari augum en mörgum er mögulegt í dag. En batnandi Moggum er best að lifa og því er þessum ábendingum hér með komið á framfæri. MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON, nemi í sagnfræði við'HÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.