Morgunblaðið - 10.06.1994, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ1994 41
BREF TIL BLAÐSIIMS
Er leikskólakennarastarf-
ið metið að verðleikum ?
í LEIKSKÓLANUM lærir barnið hin fyrstu lögmál náttúrunn-
ar, félagsleg tengsl og hegðunarmynstur.
Siglingamálastofnun
Stofnun mistaka og mismununar
Frá Garðari Björgvinssyni:
SIGLINGAMÁLASTOFNUN kostar
skattborgarann eitt hundrað milljónir
á ári, auk ómældra erfíðleika fyrir
þá er við hana skipta. Það er þjóðar-
hagur að leggja þessa stofnun niður.
Það er einnig hagur og léttir fyrir
þá er þurfa á slíkri stofnun að halda
að geta átt kost á að skipta við
manneksjulegra „apparat" á þessu
sviði sem gerir Jón og séra Jón hníf-
jafna.
Ég hefi rætt við ráðamann hjá
Norsk Veritas og okkur sýnist að
með aðstoð skoðunarstofu og í sam-
ráði við báta- og skipasmíði mætti
búa til ódýrt, lipurt kerfí án fjárhags-
legra afskipta ríkis og skattborgara.
Slíkt kerfí mundi þjóna betur hags-
munum báta og skipaeigenda og
tryggja þá á öruggan hátt gegn
mannlegum mistökum, því hægt
væri að taka tryggingu hjá Loyds.
Það hefír sýnt sig og sannað að það
tekur mánuði og áraraðir að ná al-
mennum rétti þegar um mistök eða
misferli er að ræða af hendi þessarar
stofnunar, eflaust gildir það sama
um aðrar ríkisstofnanir. Ríkið hefír
á háum launum dragbíta svo sem
ríkislögmann, auk þess standa uppúr
hjólförunum fleiri nibbur á háum
launum hjá skattborgaranum. Starf
þessa fólks virðist í því fólgið að tefja
fyrir framgöngu róttækisins og þess-
ir menn virðat hafa afsalað sér allri
réttlætis- og siðferðiskennd sem ann-
ars er nú svo nauðsynleg í mannleg-
um samskiptum.
Sem bátasmiður veit ég að í beinu
framhaldi af því sem ég hefí hér
sagt um breytingar við eftirlit báta
og skipa, væri auðvelt að lækka til
muna byggingarkostnað báta án þess
að slaka hið minnsta á gæða- og
öryggiskröfum. Það þarf einfaldlega
að staðla alla þá hluti sem þurfa að
vera í hvetjum bát svo sem barka,
dælur.lagnir allar og frágangsað-
ferðir. Þetta auðveldar eftirlit, sópar
burt öllum átökum og ágreiningi
þeim er siglingamálastofnun fslands
er heimsfræg fyrir, og síðast en ekki
síst mætti lækka kostnað á aðföng-
um um helming með hagstæðum
samningum um kaup á þessum stöðl-
uðu hlutum.
Hvaða glóra er í því t.d. að vera
að borga 1.300.00 kr. fyrir vél sem
kostar 770.000 kr. hjá framieiðanda.
Sannieikurinn er sá að bátar eru
allt of dýrir en samt verður of lítið
eftir hjá bátasmiðnum fyrir hans
erfiða og ábyrgðamikla starf. Sá sem
smíðar bát er að smíða utan um líf
sjómannsins.
Til að sanna mitt mál varðandi
mismunun og mistök Siglingamála-
stofnunar þá legg ég fram álit um-
boðsmanns Alþingis ásamt sönnun
fyrir lífshættulegum framleiðslugöll-
um í Nýsmíði 15 sem voru gerðir
undir eftirliti eins ákveðins manns
frá stofnuninni. Þessi bátur, Nýsmíði
15, er aðeins einn af mörgum sem
komnir eru í notkun. Næsti bátur,
stimplaður í lagi eftir þennan sama
mann, klæddi sig úr ytra byrðinu í
reynslusiglingu utan við Þorlákshöfn.
Nýsmíði 15 var bátur no. 4 af sömu
gerð frá mér, en hinir þrír voru einn-
ig með marga galla. Alla þessa lífs-
hættulegu galla hefí ég þurft að laga
á eigin reikning þrátt fyrir gæðast-
impil þessarar þjóð- og heimsfrægu
stofnunar.
Þarna á þessari stofnun eru starf-
andi fleiri gallablindir menn, sem þó
hafa talfærin á réttum stað. Hjá
stofnuninni starfa þó hinir ágætustu
einstalingar sem eru færir á sínu
sviði og gætu komið að góðum notum
á nýrri skoðunarstofu.
Spuming dagsins er sú, hver gæt-
ir hagsmuna þeirra kaupenda sem
kaupa þessi gripi með ferðapassa og
gæðastimpil þessarar ríkisreknu
heiðursstofnunar. Auðvitað liggur
það ljóst fyrir að Siglingamálastofn-
un ér ábyrg fyrir mistökum sinna
manna, þess vegna væri það hið
besta mál fýrir skattborgarann að
losna við af sínum herðum að taka
ábyrgð á mistökum vitleysinga.
Eins og ríkislögmaður vill túlka
málið, þá er það víst á ábyrgð ein-
staklingsins sem kaupir gripinn í
góðri trú á gæðastimpilinn að borga
brúsann, þótt það setji fyölskyldu
hans út á gaddinn.
GARÐAR BJÖRGVINSSON,
útgerðarmaður og bátasmiður.
Frá Tatiönu K. Dimitrovu:
FYRIR tveimur vikum síðan sótti
vinkona mín sem er leikskólakenn-
ari um skrifstofustarf. Henni líkaði
vel við leikskólakennarastarfíð en
vildi fá betri laun. Hún hélt að hún
ætti góða möguleika á að fá vinn-
una þegar hún fór í viðtalið og
talaði við vinnuveitandann. Eftir á
var hún ekki jafn viss um að fá
starfið því að forstöðumaðurinn
sagði við hana orðrétt: „Að gæta
barna er eitt en að vinna á skrif-
stofu er eitthvað allt annað. Það
er miklu meira krefjandi og ábyrgð-
armeira að vinna á skrifstofu.“
Þegar vinkona mín sagði mér frá
þessu fékk það mig til þess að velta
þessu máli fyrir mér. Er ekki krefj-
andi að sjá um börn?! Allir leiða
hugann annað slagið að því hver
sé tilgangurinn og mikilvægi þess
að eignast börn. Börnin okkar eru
mikil auðæfí og þau eru erfíngjar
okkar. Þau eru fólk framtíðarinnar.
Þau eru einstaklingar sem eru ekki
síður mikilvægari en við. í framtíð-
inni munu þau meta að verðleikum
það sem við foreldrar þeirra og
kennarar hafa búið þeim í haginn.
Þau munu byggja upp framtíðina
og erfa landið og þau koma til með
að verða foreldrar og kennarar
þeirra eigin komandi kynslóðar,
eigin afkomenda. Framtíðin er
mikilvæg, því eins og hið forkveðna
segir: „Eins og þú sáir, þannig mun
þú og uppskera." Þegar börnin
vaxa úr grasi munu þau koma
mörgu í framkvæmd. Þá hefur erf-
iði okkar borið ávöxt. Því er mikil-
vægt að grundvöllurinn sé lagður
strax.
Hvert er hlutverk leikskólakenn-
ara í okkar nútímasamfélagi? Leik-
skólakennarar hafa áhrif á þróun
persónuleika barnsins í frum-
bernsku. Fyrstu sex árin eru mikil-
vægasti tími í lífí einstaklingsins.
Skiðaskálinn
Hveradölum
Ykkarfólk t fjöllunum
Opið öll kvöld
Nýr ogfjölbreyttur
matseðill.
Matar- og kaffi-
hlaðborð ú
sunnudögum.
Sími 672020
Fax 682337
Harmonikuunnendur
■; -x -. ■. , <>
Hljómsveit Guðjóns Matthíassonar leikur og syngur
gömlu og nýju dansana íkvöld íÁrseli, Hótel íslandi.
Barnið lærir um sjálft sig, náttúr-
una, allt sitt nánasta umhverfí og
annað fólk. í leikskólanum lærir
barnið hin fyrstu grundvallarlög-
mál náttúrunnar, félagsleg tengsl
og hegðunarmynstur. I leikskólan-
um tekur barnið ekki eingöngu á
móti utanaðkomandi áreyti, heldur
er lagður grundvöllur að persónu-
leikanum á þessu tímabili í lífi
barnsins. Leikskólakennari er fyrir-
mynd barnsins á fyrstu sex árum
í lífí þess. Leikskólakennarinn er
uppalandi - kennir muninn á réttu
og röngu, kennir mikilvægi vináttu,
samstarfs og að vinna í hóp; leik-
skólakennarinn er leiðbeinandi -
kennir barninu móðurmálið, reikn-
ing, skapandi list og leikfimi; leik-
skólakennarinn er einnig vinur -
barnið trúir honum fyrir sínum
dýpstu leyndarmálum; leikskóla-
kennarinn er jafnframt yfirvald -
verndar barnið og sér um að rétt-
læti og jafnrétti á leikskólanum sé
fylgt. Leikskólinn í sinni mynd er
sem smækkuð mynd af samfélag-
inu. Leikskólakennarinn er mann-
eskja sem er elskuð, honum er
treyst og börnin og hinir fullorðnu
muna eftir honum. Umhyggjusam-
ur og vel menntaður leikskólakenn-
ari skilur eftir sterk áhrif á barnið.
Við, fullorðna fólkið, fjárfestum í
afkomendum okkar. Vonir okkar
og drauma eigum við marga bundn-
ar börnunum. Það er oft leikskóla-
kennarinn sem ber ábyrgð á fjár-
festingu okkar. Á sama hátt og við
berum umhyggju fyrir börnunum
okkar, þannig eigum við að bera
virðingu fyrir leikskólakennara-
starfínu.
Það er rétt meir en að segja
það, að hugsa um börn.
TATIANA K. DIMITROVA,
leikskólakefSíiari og bókmennta-
fræðingur.
Gagnasafn
Morgnnblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.
Hid
sívinsæla
KLAKA-
leikur
fðstudags-
ug laugardags-
kvöld.
Matargestír fá
frítt inn.
BONAPARTE
Grensásvegi 7,
sími 33311.
(Áður Dansbarinn)
■iiiUjiH
VAGNHÖFÐA 1 1, REYKJAVIK, SIMI 685090
Gömlu dansa veisla
Hljómsveitin
ÞÖLL
leikur fyrir dansi frá 10 - 03
Miðaverð kr. 800
I Miða- og borðapantanir
í símum 685090 og 670051. I~-
..................................................................................................................................................'v":...................................................................................................................................t..................................................................:
Þorvaldi
Gunn
ná upp Ojö
dórsson
vason
emmningu
Þcegilegt umfiverfi
- ögrandi vinningar!
OPIÐ FRÁ KLUKKAN 19:00 - 03:00
I....'..........Y
—