Morgunblaðið - 10.06.1994, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ
42 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994
V I K I N G A
m t
Vinningstölur ,
miövikudaginn: 8. júni
1994
VINNINGAR
n6afe
B| 5 af 6
MH+bónus
R1 5 af 6
ÉJ 4 af 6
0 3 af 6
+bónus
FJÖLDi
VINNINGA
2
0
6
249
827
UPPHÆÐ
Á HVERN VINNING
18.850.000
1.459.633
47.597
1.824
236
Aðaltölur:
Heildarupphæð þessa viku:
40.094.563
áísi : 2.394.563
UPPLYSINGAR, SlMSVARI 91- 66 15 11
LUKKULÍNA 99 10 00 . TEXTAVARP 451
ÐIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
Uinningur fór til: Danmerkur og Finnlands
Miðnæturskemmtun föstudags- og
laugardagskvöld.
KoKKTEIUAÍ SKEMMTIKRÖFTUM
Defina (KONGAS),
Dúettinn „Kavíar" og
Battu dansfeokkurinn.
Ccfn íuc,n\
tA \ a W»«« / O) ' ...^ „ Y
0\» PoPocþ'íljmcnCo / /T Q k~r\\
-atii^ f r ó
* ftamcnc°
IDAG
Farsi
LEIÐRÉTT
Eina DC-3 vélin úr
stríðinu
í FRÉTT i gær um flug
upprunalegrar Douglas
C-47 Dakota (DC-3) vélar
með aldna fallhlífahermenn
yfír Normandíströnd var
fullyrt að um væri að ræða
einu vélina sinnar tegundar
sem enn væri flughæf. Rétt
er að þessi tiltekni þristur
er eina flughæfa vélin
sinnar tegundar sem jafn-
framt var notuð í síðari
heimsstyijöldinni og meðal
annars í innrás banda-
manna í Frakkland á D-deg-
inum. Vélin var ein 500
flugvéla sömu gerðar sem
Bandaríkjamenn smíðuðu
1943 og sendu Bretum.
Flugfélag íslands eignaðist
nokkrar þessara véla og ein
þeirra, Gljáfaxi, heitir nú
Páll Sveinsson og flýgur enn
fyrir Landgræðsluna eins
og alþjóð veit.
Sýning Svavars til
6.júlí
I frétt um sýningu á
verkum Svavars Guðna-
sonar í Galleri Profilen í
Árhúsum var ranglega haft
eftir Pétri Þór Gunnarssyni
hjá Gallerí Borg að sýning-
unni hefði lokið í byrjun
júní. Sýningin stendur til
6. júlí nk. og geta því íslend-
ingar sem leggja leið sína
til Danmerkur í júní og hafa
áhuga á verkum Svavars
skoðað sýninguna í Árhús-
um. Eru hlutaðeigendur
beðnir velvirðingar á þess-
um mistökum.
Nafn féll niður
Nafn verðlaunahafans
Vilhjálms Geirs Kristjáns-
sonar féll niður í frétt af
útskrift Vélskóla íslands
sem birt var í blaðinu 1.
júní síðastliðinn. Hann út-
skrifaðist af tjórða stigi sem
vélfræðingur og hlaut verð-
laun í íslensku. Hlutaðeig-
andi eru beðnir velvirðingar.
BSÍ við Vatns-
mýrarveg
í frétt af umferð til Þing-
valla á 17. júní í blaðinu í
gær var sagt að Umferð-
armiðstöðin væri við Kalk-
ofnsveg en hið rétta er að
hún er við Vatnsmýrarveg.
VSÓ er í Litháen
í umflöllun um verk-
fræðistofur í viðskiptablaði
í gær var Stefán Pétur Egg-
ertsson sagður fram-
kvæmdastjóri VST sem er
að vinna að verkefnaút-
flutningi í Litháen. Hið rétta
er að Stefán Pétur er fram-
kvæmdastjóri VSÓ sem er
í þreifingum með verkefni í
Litháen. Hlutaðeigandi eru
beðnir velvirðingar á þess-
um mistökum.
VELVAKANDI
svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Þakkir
VIÐ SENDUM Þóri og
Eyju í Haukadal III í
Biskupstungum hjartan-
legar þakklætiskveðjur
fyrir frábærar móttökur
um hvítasunnuhelgina.
Húsbílaunnendur
Tapað/fundið
Úr fundust
EITT karlmannsúr og
eitt ólarlaust kvenúr
fundust á lóð Hvassaleit-
isskóla, karlmannsúrið
fyrir u.þ.b. viku en kven-
úrið fyrir u.þ.b. ári síðan.
Eigendur geta haft sam-
band í síma 30247.
SKÁK
IJmsjón Mnrgcir
Pctursson
Þessi staða kom upp á
Unibank mótinu í Kaup-
mannahöfn í maí í viðureign
alþjóðlegu meistaranna
Laszlo Hazai (2.465),
Ungveijalandi, sem hafði
hvítt og átti leik, og Hen-
riks Danielsens (2.480),
Danmörku. Svartur var að
enda við að drepa biskup á
f6 með riddara sem stóð á
d7. Þar með féll hann í
gildru sem smellur nú aftur:
Sjá stöðumynd
15. Bxe6! - fxe6, 16.
Dxe6+ - Kh8 (16. - Hf7?,
17. Rg5 var ennþá verra).
17. Dxe7 - Bxf3, 18. gxf3
- Dxd4, 19. Rb5! - Df4,
Týnt hjól
DÖKKRAUTT fjallahjól
af gerðinni Muddy Fox
hvarf frá Melgerði 20 í
Reykjavík aðfaranótt sl.
laugardags. Hafi einhver
orðið var við hjólið er
hann vinsamlega beðinn
að láta vita í síma
813139.
Gæludýr
Kettlingur
GULLFALLEGUR lítill
kettlingur fæst gefins,
kassavanur og þrifaleg-
ur. Upplýsingar í síma
46538.
20. Hxc8 - Hxc8, 21. Rd6
- Dxf3 (Hrein örvænting,
svartur hefði mátt reyna
21. - Ha8, því við 22. Rf7+
- Kg8, 23. De6 á hann
svarið 23. - He8), 22. Rxc8
(Auðvitað. Hvítur sleppur
auðveldlega út úr skákum
svörtu drottningarinnar.)
22. - Dg4+, 23. Kfl -
Dh3+,24. Ke2 - Dxc8, 25.
Kd2 - h5, 26. Hgl og með
skiptamun yfír vann hvítur
auðveldlega.
Pénnavinir
TÆPLEGA fertuga finnska
konu með margvísleg
áhugamál langar að eignast
íslenska pennavini:
Eeva Hyvönen,
Puutarhatie 10 c 8,
81100 Kontiolaliti,
Finland.
ÞÝSK kona sem getur
ekki um aldur en hefur
áhuga á- íslenskum bók-
menntum, Skrifar á þýsku:
Sonja Sommer,
Langgasse 16,
D-56357 Mielilen,
Germany.
Víkverji skrifar...
Orð eru vandmeðfarin og já-
kvæð merking orða getur orð-
ið neikvæð undir ákveðnum
kringumstæðum. Þetta hugsaði
Víkveiji með sér þegar hann las
bréf Árna Finnssonar, starfs-
manns grænfriðunga í Svíþjóð, til
Morgunblaðsins fyrir nokkrum
dögum. Þar kvartaði Árni yfir
rangri þýðingu blaðsins á ummæl-
um Clif Curtis, talsmanns græn-
friðunga, eftir að Alþjóðahvalveið-
iráðið samþykkti griðasvæði fyrir
hvali í Suðurhöfum.
í frétt frá Reuters-fréttastof-
unni var haft eftir Curtis: „What
this decision reflects is an indicati-
on that this forum has been con-
verted from a whaling convention
to a whaleprotection convention.“
í frétt Morgunblaðsins var þetta
þýtt með þeim hætti, að Curtis
teldi samþykktina sýna að ráðið
hefði breyst úr hvalveiðiráði í hval-
friðunarráð.
Við þetta gerði Árni Finnsson
athugasemd og sagði ranglega
þýtt úr ensku. Enska orðið
„protection" þýddi verndun á ís-
lensku en ekki friðun og því þýddu
orðin „whaleprotection conventi-
on“ hvalverndunarráð. Á þessu
tvennu væri mikilvægur munur
því í verndun hvala fælist ekki
alger friðun þeirra. Árni sagði að
hvalfriðunarráð hefði um árabil
verið skammaryrði íslenskra
stjórnvalda yfir Álþjóðahvalveiði-
ráðið en stefna grænfriðunga væri
ekki alger friðun hvala þó að þeir
væru á móti hvalveiðum í ábata-
skyrii. Þeir teldu eðlilegt að leyfa
takmarkaðar veiðar í sjálfs-
þurftarskyni og veiðikvóta undir
vísindalegu eftirliti. Hins vegar
væri griðasvæðið í Suðurhöfum
mikilvægur áfangi í starfi græn-
friðunga fyrir vernd hvala og í því
ljósi ætti að skilja orð Curtis.
xxx
Istofnsáttmála Alþjóðahval-
veiðiráðsins er víða talað um
verndun og viðhald * hvalastofna
og þá er ávallt notað enska orðið
„conservation". Þar er einnig talað
um að ráðið geti friðað ákveðna
hvalastofna og þá er notað orðið
„protection.“
Samkvæmt ensk-íslenskri orða-
bók þýðir conservation varðveisla
eða verndun náttúrugæða frá
sóun. Orðið protection er þýtt með
verndun, það að vernda. I íslensk-
enskri orðabók er orðið friðun hins
vegar sagt það sama og protection
á ensku. Og í Oxford English
Dictionary er orðið „protect“ sagt
þýða: Að reyna að varðveita [jurta
eða dýrategund í útrýmingar-
hættu] með því að koma í veg
fyrir veiðar o.s.frv.
Á hvalagriðasvæðinu í Suður-
höfum verður bannað að veiða
hvali, hvort sem um er að ræða
hvalategundir í útrýmingarhættu,
eins og steypireiði, eða hvalateg-
undir sem ættu að þola veiðar,
eins og hrefnu. Þarna hlýtur þá
að vera á ferðinni hvalfriðun en
ekki hvalverndun og því er erfitt
að áiykta annað en Clif Curtis
hafi sagt og meint hvalfriðunarráð
í viðtalinu við fréttamann Reuters
og talið það orð jákvætt þótt orðið
hljómi eins og skammaryrði í eyr-
um Árna Finnssonar.
xxx
Fyrst Víkveiji er farinn að ræða
um hvali getur hann ekki
stillt sig um að minnast á bók sem
Alþjóðastofnun háskólans hefur
gefið út um þróun hvalamálsins
síðasta áratug. Þar er vísað til 443
tölusettra heimilda og er Morgun-
blaðið tilgreint sem heimild í 229
skipti.