Morgunblaðið - 10.06.1994, Síða 44
44 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
FOLK
Kvikmyndin „The Wolf * með Jack Nicholson er hrollvekjandi furðusaga
WÍ 41.10.
UB40
Teknir með eitur-
■
lyf í fórum sínum
►HLJÓMSVEITIN UB40 fær
að Ijúka tónleikaferðalagi um
Nýja Sjáland þrátt fyrir að tveir
meðlimir hljómsveitarinnar hafi
verið teknir með eiturlyf í fórum
sínum á þriðjudag. Þeir tveir
sem um ræðir voru ónafngreind-
ir, en lögreglan sagði þá hafa
borið á sér kannabis-efni. Þeir
voru aðvaraðir opinberlega en
ekki ákærðir.
Isabella Rosselini
látin hætta
►LEIKKON-
UNNI og fyrir-
sætunnilsa- .
bellu Rosselini
hefur verið
sagt upp samn-
ingi við snyrti-
vörufyrirtækið
Lancome, fyrir
aljlurs sakir.
Leikkonan er
orðin 41 árs
gömul. Banda-
rísk kvennahreyfing mótmælti
ákvörðun fyrirtækisins: „Með
þessari ákvörðun voru öllum
konum sem komnar eru yfir
fertugt send þau skilaboð að
þær væru gagnslausar."
Lynn Barbers pistlahöfund-
ur The Sunday Times segir
mótmælin sjálf vera móðgun
við konur sem komnar eru
yfir fertugt: „Ef eina gagnið,
sem konur yfir fertugu geta
gert heiminum, er að sýna
snyrtivörur er það rétt. Þá er
Isabella Rosselini gagnslaus,
vafalaust ég og líklega, kæri
lesandi, einnig þú. En kannski
getum við unnið heiminum gagn
á einhvern annan hátt?“
MIKE Nichols á vinnustofu sinni, á sjónvarpsskjánum má sjá glyrnur úlfsins.
Annaðbarn
Stefaníu prinsessu
STEFANÍA prinsessa af Mónakó og Stephane Ducruet stilla
sér upp ásamt nýfæddri dóttur sinni, Pauline Grace Maguy.
Pauline er annað barn þeirra og fæddist klukkan 11.22 4. maí
síðastliðinn. Hún vó 2,8 kíló við fæðingu.
Á ferli sínum
hefur IMichols
leikstýrt
fimmtán kvik-
myndum.
JACK Nicholson er ófrýnilegur í hlutverki
sínu í kvikmyndinni „The Wolf“.
Vildu ekki velgju-
legan boðskap í
anda Greenpeace
MIKE Nichols leikstýrir nýrri kvikmynd, „The Wolf“, með
Jack Nicholson í aðalhlutverki. Það er óvenjuleg og hroll-
vekjandi furðusaga þar sem yfirnáttúrulegir hlutir henda
bóklært og veraldarvíst fólk. Nichols segir sjálfur um var-
úlfinn í þessari nýjustu kvikmynd sinni: „Það er óhugnan-
leg tilhugsun að þegar breytingin verður til hins illa hverf-
ur mannlegi þátturinn. Við vildum ekki að kvikmyndin
hefði velgjulegan boðskap í anda Greenpeace, að það væri
svo yndislegt að vera dýr.“ Á ferli sínum hefur Nichols
leikstýrt fimmtán kvikmyndum, meðal annars „The Gradu-
ate“ sem hann hlaut óskarsverðlaun fyrir, „Carnal
Knowledge" og „Working Girl’.
Nichols átti erfiða æsku. Hann var gyðingur í Þýska-
landi nasismans, þar til fjölskylda hans flúði til Bandaríkj-
anna á árunum fyrir síðari heimsstyrjöldina. Hann sagði
sjálfur í viðtali árið 1968: „Sumt fólk lifir góðu lífi fyrri
hluta æviskeiðs síns, Kennedy-fjölskyldan er talandi dæmi
um þetta, en hægt og hægt hrannast óveðursskýin upp
og ógæfan verður ekki umflúin. Annað fólk gengur í gegn-
um miklar hörmungar snemma æviskeiðs síns en síðan
verður lífið betra og betra, þar til allt er orðið gott. Hæng-
ur málsins er sá að líf þess fólk verður alltaf eitrað af
þeim hörmungum sem gengu yfir það í upphafi."
Drífðu þig og nýttu þér frábært tilboð!
H
jr
3
S
k
JT
o
Við gefum pakka meö 2 Upperdeck körfuboltamyndum
meðan birgðir endast. Bíómiðinn giidir sem 15% afsláttur af
SHAQ-bolum í Frístund, Laugavegi 6.
Verðlaunagetraun - Reebok SHAQ-skór í verðlaun!
Nýr sendiherra í Frakklandi
SVERRIR Haukur Gunnlaugsson afhenti Francois Mitterrand forseta Frakklands trúnaðarbréf sitt
sem sendiherra Islands í Frakklandi 25. maí síðastliðinn. Á myndinni eru, frá vinstri: Alain Juppé
utanríkisráðherra, Francois Mitterrand forseti og Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra.