Morgunblaðið - 10.06.1994, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ
48 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994
ÍÞRÓTTIR
KORFUKNATTLEIKUR / NBA
Við vorum allir stirdir
- sagði Hakeem Olajuwon, miðherji Houston, eftir sigurinn á New York
HOUSTON sigraði New York í
fyrsta leiknum í úrslitum NBA-
deildarinnar ífyrrinótt, með 85
stigum gegn 78. Hakeem
Olajuwon, miðherji Houston,
sr^gðist vera hálf stirður eftir
aS hafa beðið í viku eftir úr-
slitaleiknum, en hann var engu
að síðust stigahæsti maður
leiksins með 28 stig auk þess
sem hann tók tíu fráköst.
Eg átti í baráttu allan leikinn við
að ná upp rétta taktinum,"
sagði Olajuwon. „Við vorum allir
stirðir eftir þessa bið,“ sagði
Olajuwon.
Houston náði tólf stiga forskoti
í fjórða leikhluta, og var það mesti
munurinn á liðunum í leiknum.
New York tók þá góðan sprett,
skoraði tíu stig á móti tveimur og
breytti stöðunni í 79:76, þegar rúm-
j^jvær mínútur voru eftir. Houston
hélt hins vegar haus og sigraði eins
og áður sagði.
Pat Riley þjálfari New York
sagði að léleg skotnýting hefði ver-
ið vandamálið hjá þeim, en New
York skoraði aðeins úr 31 skoti af
91 utan af velli, sem er 34 prósent
nýting. Nýtingin hjá Houston var
hins vegar 42 prósent utan af velli.
„Ef við hefðum klárað þessi skot
betur hefðum við rúllað þeim upp,“
sagði Riley. Það var mál manna
a& leikurinn hefði þróast alveg í
takt við það sem New York vildi,
nema að einu leyti. Leikmönnum
New York tókst að þreyta Olajuw-
on þegar á leið, enda gerði hann
ekki nema níu stig í seinni hálfleik
miðað við 19 í þeim fyrri. Það sem
klikkaði var hins vegar skotnýting-
in, einkum hjá bakvörðunum, en
John Starks, sem er lykilmaður hjá
New York, hitti aðeins úr þremur
skotum af átján utan af velli.
Þjálfari Houston, Rudy Tomj-
anovich, sagði að góður varnarleik-
Reuter
Hakeem Olajuwon og New York maðurinn Charles Oakley beijast um boltann undir körfunni eftir skot frá Oakley,
í leiknum í fyrrinótt.
ur hefði verið lykilinn að sigrinum.
„Það er mikiíl léttir að hafa sigr-
að í fyrsta leiknum," sagði Otis
Thorpe, sem tók sextán fráköst og
var næst stigahæstur hjá Houston
með 14 stig. „Hakeem gerir mikið
fyrir liðið en við værum ekki komn-
ir þetta langt án hinna strákanna
í liðinu,“ sagði Thorpe.
Ewing var stigahæstur New
York manna með 23 stig og níu
fráköst. Charles Oakley gerði ijór-
tán stig og tók 12 fráköst. „Við
fengum fullt af góðum skotum en
klúðruðum þeim. Það er ekki hægt
að afsaka það,“ sagði Oakley eftir
leikinn.
KNATTSPYRNA / 2. DEILDKARLA
Grindvfkingar
í
NÁGRANNASLAGUR!
Vikingur - Þróttur, Rvik
íkvöld kl. 20.00
íVíkinni,
Traðarlandi 1.
KAUPÞING HF
GRINDVÍKINGAR gerðu árang-
ursríka ferð til Akureyrar er
þeir lögðu KA-menn að velli 2:1
12. deild í gærkvöldi. Með sigr-
inum uppskáru þeir þrjú dýr-
mæt stig og eru nú efstir í
deildinni.
Leikurinn var nokkuð fjörgur í
fyrri hálfleik og áttu Grindvík-
ingar gott færi strax á fimmtu
mínútu, en fyrra
markið þeirra kom á
11. mínútu. Þar var
Þórarinn Ólafsson
að verki — skoraði
af stuttu færi. KA-menn gerðust
nokkuð atkvæðameiri eftir markið
og á 31. mínútu jöfnuðu þeir leikinn
Reynir
Eiríksson
skrífar
er ívar Bjarklind skoraði úr víta-
spyrnu af miklu öryggi í blá horn-
ið. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks
fengu KA-menn tækifæri á að kom-
ast yfir er ívar Bjarklind skaut í
stöng úr góðu færi.
Síðari hálfleikur var mun daufari
en sá fyrri og gerðist fátt markvert
utan sigurmarks Grindvíkinga sem
kom á 75. mínútu. Þar var að verki
Ólafur Ingólfsson, fyrirliði, sem
skoraði mjög fallega mark úr
þröngu færi.
Ólafur Ingólfsson var besti leik-
maður Grindvíkinga og hjá KA var
Bjami Jónsson öruggur að venju
og einnig var kraftur í framlínu-
mönnum KA.
LAUGARDALSVÖLLUR
í KVÖLD KL 20.00
VALUR-ÍA
GOLF
Þórður efstur
Örn Ævar setti vallarmet í Leirunni
órður Ólafsson frá Akranesi
hefur nokkuð örugga for-
ystu í stigakeppni til unginga-
landsliðsins, 19-21 árs. EFtir tvö
mót af þremur hefur hann hlotið
101 stig en Sigurpáll Sveinsson
frá Akureyri er næstur með 71
stig og félagi hans hjá GA, Örn
Amarsson hefur 69 stig í þriðja
sæti. Þriðja og síðasta stigamóti
verður hjá GR um helgina og þar
er að miklu að keppa fyrir pilt-
ana, sæti í unglingalandsliðinu
sem fer á Evrópumót landsliða
19-21 árs í Danmörku 6.-10. júlí.
Baráttan er hörð hjá piltunum því
Helgi Þórisson úr GS er með 63
stig og Tómas Jónsson, GKj, hef-
ur 61 stig.
En það eru fleiri kylfingar að
Ieika vel því hinn 16 ára gamli
Öm Ævar Hjaltason úr GS setti
á þriðjudaginn vallarmet í Leir-
unni þegar hann lék á 66 högg-
um. Hannátti sjálfur gamla metið
sem var 68 högg, sem reyndar
var aðeins tveggja daga gamallt.
Örn Ævar lék Leiruna á 68
höggum í móti á sunnudaginn og
setti vallarmet. Á mánudaginn brá
hann sér í golf með félögum sínum
og lék á 66 höggum en það var
ekki tekið gilt sem met þannig
að piltur fór í mót á þriðjudeginum
og endurtók leikinn. Hann lék því
Leiruna á 16 undir pari á þremur
dögum. Glæsilegur árangur hjá
honum.
ÚRSLIT
KR-FH 0:1
KR-völlur, íslandsmótið í knattspyrnu, 1.
deild karla, fimmtudaginn 9. júní 1994.
Aðstæður: Sterk gola og ögn svalt, rigning
í síðari hálfleik.
Mörk FH: Atli Einarsson (88.).
Gult spjald: Ólafur H. Kristjánsson FH,
(62. - brot), Stefán Arnarson FH, (75. -
fyrir að tefja).
Rautt spjald: Enginn.
Dómari: Jón Siguijónsson, hafði ekki góð
tök á leiknum.
Línuverðir: Ari Þórðarson og Gisli Björg-
vinsson.
Áhorfendur: 955.
KR: Kristján Finnbogason - Þormóður Eg-
ilsson, Heimir Guðjónsson, Izudin Daði
Dervic - Hilmar Bjömsson, Rúnar Kristins-
son, James Bett, Salih Heimir Porca, Einar
Þór Daníelsson - Tryggvi Guðmundsson,
Tómas Ingi Tómasson.
FH: Stefán Arnarsson - Ólafur H. Kristjáns-
son, Petr Mrazek, Auðun Helgason, Jón
Þ. Sveinsson (Þórhallur Víkingsson 82.) -
Þorsteinn Jónsson, Jón Erling Ragnarsson,
Þorsteinn Halldórsson, Andri Marteinsson,
Hallstein Amarson - Hörður Magnússon
(Atli Einarsson 56.).
Breiðablik - Fram 2:2
Kópavogsvöllur:
Aðstæður: Suðvestan strekkingur og rign-
ing í síðari hálfleik. Völlur ósléttur.
Mörk Breiðabliks: Kristófer Sigurgeirsson
/15.), Hákon Sverrisson (44.)
Mörk Fram: Ríkharður Daðason (25.),
Gauti Laxdal (45.)
Gult spjald: Ásgeir Halldórsson, Breiðabliki
(73. brot), Vilhjálmur Haraldsson, Breiða-
bliki (82. brot). Gauti Laxdal, Fram (14.
brot), Helgi Björgvinsson, Fram (50. brot),
Þorbjöm Atli Sveinsson, Fram (80. brot.)
Rautt spjald: Enginn
Dómari: Sæmundur Víglundsson
Línuverðir: Gunnar Ingvarsson og Sigurð-
ur Friðjónsson
Áhorfendur: 575.
Breiðablik: Guðmundur Hreiðarsson - Ás-
geir Haraldsson, Gústav Ómarsson, Einar
Páil Tómasson, Hákon Sveinsson - Kristó-
fer Sigurgeirsson, Vilhjálmur Haraldsson,
Amar Grétarsson, Tryggvi Valsson - Rast-
islav Lazorik, Guðmundur Guðmundsson.
Fram: Birkir Kristinsson - Helgi Björgvins-
son, Ágúst Ólafsson, Pétur Marteinsson,
Ómar Sigtryggsson (Þorbjörn A. Sveinsson
78.) - Hólmsteinn Jónasson, Gauti Laxdal,
Steinar Guðgeirsson, Kristinn Hafliðason -
Helgi Sigurðsson, Rikharður Daðason.
ÍBK-IBV 0:0
Keflavík: Aðstæður: Vindur nánast þvert
á völlinn, kalt og rigning.
Gult spjald: Friðrik Sæbjörnsson, ÍBV (33.
- brot), Nökkvi Sveinsson, ÍBV (63. - brot),
Jóhann B. Magnússon, IÉK (65. - brot).
Rautt spjald: Enginn.
Dómari: Gísli Guðmundsson.
Línuverðir: Kristinn Jakobsson og Gunnar
Gylfason.
Áhorfendur: Um 500.
ÍBK: Ólafur Gottskálksson - Sigurður
Björgvinsson, Jakob Már Jónharðsson,
(Ragnar Steinarsson 71.), Kristinn Guð-
brandsson, Jóhann B. Magnússon - Róbert
Sigurðsson (Georg Birgisson 66.), Ragnar
Margeirsson, Gunnar Oddsson, Marko
Tanacik - Kjartan Einarsson, Óli Þór Magn-
ússon.
ÍBV: Friðrik Friðriksson - Friðrik Örn Sæ-
bjömsson, Jón Bragi Amarsson, Dragan
Manojlovic - Bjamólfur Lárusson, Nökkvi
Sveinsson, Zoran Ljubicic (Þórir Ólafsson
71.), Hermann Hreiðarsson, Heimir Hall-
grímsson (Magnús Sigurðsson 79.) - Sumar-
liði Ámason, Steingrimur Jóhannesson.
Stefán Amarson, FH. Heimir Guðjónsson
KR.
Vilhjálmur Haraldsson, Tryggvi Valsson og
Hákon Sverrisson, Breiðabliki. Helgi Sig-
urðsson, Ríkharður Daðason og Steinar
Guðgeirsson, Fram. Ólafur Gottskálksson,
Marco Tanasic, Kjartan Einarsson, ÍBK.
Friðrik Friðriksson, Heimir Hallgrímsson,
Steingrimur Jóhannesson, ÍBV. Þormóður
Egilsson, Rúnar Kristinsson, Kristján Finn-
bogason, Tryggvi Guðmundsson, Tómas
Ingi Tómasson, KR. Ólafur II, Kristjáns-
son, Petr Mrazek, Auðun Helgason, Jón
Þ. Sveinsson, Þorsteinn Jónsson, Andri
Marteinsson, Atli Einarsson, FH.
Fj. leikja U J T Mörk Stig
ÍA 4 3 1 0 7: 2 10
FH 5 3 1 1 3: 1 10
KR 5 2 1 2 8: 3 7
ÍBK 5 1 4 0 8: 4 7
FRAM 5 1 3 1 9: 7 6
ÍBV 5 1 3 1 2: 3 6
VALUR 4 1 2 1 3: 5 5
BREIÐABL. 5 1 1 3 4: 12 4
ÞÓR 4 0 2 2 4: 6 2
STJARNAN 4 0 2 2 1: 6 2
2. deild karla:
KA - Grindavík......................1:2
Ivar Bjarklind (31.) - Þórarinn Ólafsson
(11), Ólafur Ingólfsson (75.).