Morgunblaðið - 10.06.1994, Page 52

Morgunblaðið - 10.06.1994, Page 52
Mem&í -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 86 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Gífurlegt eignatjón í eldsvoða í einu stærsta fjölbýlishúsi Keflavíkur Morgunblaðið/RAX Á annað hundrað manns bjargast úr logandi húsi Á ANNAÐ hundrað íbúar fjölbýlishúss í Keflavík björguðust ómeidd- ir þegar eldur kom upp í húsinu um klukkan ellefu gærkvöldi. Ljóst er að gífurlegt eignatjón varð í brunanum, en fjöldi slökkviliðsmanna fSuðurnesjabæ, ásamt liðsauka frá Keflavíkurflugvelli og nágranna- byggðum, barðist enn við eldinn um kl. 2 í nótt. Samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar hafði slökkviliði þá tekist að ná tökum á eldinum. Fjölbýlishúsið er um 40 ára gam- alt steinhús, fjórar hæðir auk ris- hæðar og stendur á horni Sólvalla- götu og Faxabrautar. 32 íbúðir eru í húsinu og er verðmæti þeirra áætlað 110-160 milljónir króna. Þá er í húsinu lítil hverfaverslun að Faxabraut 27. Eldurinn kom upp í risinu Sól- vallagötumegin, þar sem eru geymslur og þvottahús, en hafði eftir miðnætti breiðst yfir í þakið Faxabrautarmegin. Illa gekk að ráða niðurlögum eldsins lengi fram- an af. Fólk tók aðeins það nauðsynlegasta með Björgunarsveitir á svæðinu voru kallaðar út, auk þess sem Rauði krossinn aðstoðaði íbúa hússins, sem þurftu að flýja híbýli sín. Rút- ur frá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur tóku við fólkinu, þegar það yfirgaf húsið og Almannavarnir ríkisins settu upp stjórnstöð í Holtaskóla, til að aðstoða þá íbúa sem ekki áttu í nein hús að venda. Að sögn lög- reglu gekk vel að rýma húsið, en íbúar höfðu ekki ráðrúm til að taka nema nauðsynlegustu hluti með sér. Þeir fengu ýmist gistingu hjá vinum og ættingjum í bænum, eða á hótelum og gistiheimilum. „Ég átti leið þarna framhjá fyrir algera tilviljun þegar þetta var að gerast,“ sagði Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Keflavík. „Við vorum þarna á rölti tveir þegar litum upp og sáum að reykur stóð upp úr þakinu. Lögreglan kom að aðvífandi á sömu sekúndu og þá slökkvilið- ið.“ Ellert er í stjórn Almannavarna Suðurnesja og sá ásamt öðrum um að skipuleggja hjálparstarf sem hann sagði að hefði gengið vel. Bærinn á 25% eignarhlut í húsinu og sagði Ellert að í dag yrði farið að vinna að því að koma þessu í lag sem fyrst. „Það hefur gengið erfiðlega að ráða við eldinn, en slökkviliðsmenn einbeita sér greinilega að því að sprauta á þakskeggið, til að reyna að veija íbúðirnar á neðri hæðun- um,“ sagði Hilmar Pétursson, íbúi á Sólvallagötu 34, þriðja húsi frá fjölbýlishúsinu, í samtali við Morg- unblaðið um kl. 1 í nótt. Hilmar sagði að fyrir um 20 árum hefði eldur komið upp í þessu sama húsi og þá hefði þakið brunnið að verulegum hluta. „Þessi bruni er miklu meiri en þá var.“ Að sögn sjónarvotta gekk slökkvi- starf illa framan af því ekki fékkst nægt vatn úr brunahönum, en fór að ganga mun betur eftir að slökkvi- liðið á Keflavíkurflugvelli kom með körfubíla og öflugar dælur. Morgunblaðið/Arnór MIKINN mannfjölda dreif að húsinu í nótt til að fylgjast með baráttu slökkviliðsmanna við eldinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.