Morgunblaðið - 12.06.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.06.1994, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ljót aðkoma landvarða að heiðagæsavarpi í Herðubreiðarfriðlandi Öllum eggjum rænt úr heiða- gæsahreiðrum HVERJU einasta eggi virðist hafa verið rænt úr stórum hluta heiða- gæsavarps í Herðubreiðarfrið- landi um miðjan maí. Kári Krist- jánsson, landvörður, segir að um níðingsverk sé að ræða. Hann segir að einhveijar gæsir hafi verpt aftur en dæmi séu um að þær hafi ekki verpt í annað sinn. 268 hreiður voru í friðlandinu í fyrra. Af þeim voru 144 í Grafar- löndum. Ekki hefur verið kannað hvort farið hafí verið ránshendi þar um nú. Að sögn Ævars Pet- ersens fuglafræðings er heiða- gæsavarpið í Herðubreiðarlindum lítill hluti af varpi heiðagæsar, eitthvað um 1%. „Mjög ógeðslega hefur verið að þessu staðið. Hreiðrin virðast hafa verið gjörsamlega tæmd. Stundum hafa gæsir ekki verpt aftur og varplönd verið eyðilögð með þess- um' hætti. Við virðumst hins vegar hafa verið svo heppin að einhveijar gæsanna hafa verpt aftur. Þær verpa svona einu og upp í þremur eggjum. En venjulega eru á bilinu 3 til 7 egg í hveiju hreiðri," sagði Kári. Hann sagði að þegar varp væri nýtt væru 3 til 4 egg skilin eftir í hveiju hreiðri að jafnaði og gæsir verptu aftur. Kári sagði að sá háttur hefði verið hafður á að opna svæðið fyrir ferðamönnum þegar gæsin væri búin að koma út ungum. Yfirleitt væri opnunardagurinn í kringum 18. júní. Nú myndi því væntanlega seinka eitthvað. „Enn er of snemmt að segja hvenær verður hægt að opna.“ Eggjataka alfarið bönnuð Ævar segir að menn sæki í eggin til að borða þau. Heiðagæs- in verpi um allt land og hafi henni fjölgað mikið á undanförnum ára- tugum. Hann segir að eggjataka á friðlýstum svæðum eins og Herðubreiðarlindum sé bönnuð, auk þess sem egg heiðagæsarinn- ar séu alfarið friðlýst. Lögregla á Húsavík hefur mál- ið með höndum. Fram hefur kom- ið að þrír ungir menn hafí hugað að varpinu en játning um eggja- töku liggur ekki fyrir. ►Tæplega þriggja áratuga bið er á enda, íslandssfldin hefur snúið aftur./lO Stoltur af f ramsóknar- áratugnum ►SteingrímurHermannsson, ný- ráðinn seðlabankastjóri, horfir um öxl og ræðir m.a. um stjórnmála- feril sinn, þróun efnahags- og stjórnmála, árangur og axar- sköft./14 íslenskir læknar í Bosníu ►Þeir eru í norska friðargæslulið- inu og merktir íslenskum fána, læknamir tveir og hjúkrunarmað- urinn, sem blaðamaður Morgun- blaðsins hitti í Tuzla í Bosníu./18 Morgunblaðið/Þorkell ELÍNBORG Sturludóttir kirkjuvörður á ÞingvöIIum tekur til mold sem Flugleiðir flytja til Parísar á miðvikudag en þaðan verður moldin svo flutt til Barcelona á fimmtudag. Hornsteinn * lagður að Is- landstorgi í Barcelona Barcelona. Morgunblaðið. HORNSTEINN verður Iagður að Islandstorgi í Navas-hverfi í Barcelona 17. júní. Inn í horn- steininum verður hólkur með upplýsingum um torgið, einu ein- taki af Morgunblaðinu, íslensk- um og spænskum gjaldmiðli og mold frá Þingvöllum. Fram- kvæmdir við torgið eru hafnar og á þeim að Ijúka í byijun næsta árs. Ákveðið var að endurskipu- leggja hverfið og bæta úr skorti á útivistarsvæði með því að koma fyrir torgi á mótum tveggja ann- arra hverfa. Torgið er aflangt og er gert ráð fyrir 33x15 m tjörn í öðrum endanum. I tjörninni verði fossar og gosbrunnur í lík- ingu við goshver. Gert er ráð fyrir bekkjum, tijágróðri og trjá- göngum að torginu. Einhljóða samþykkt Ibúasamtök hverfisins sam- þykktu einhljóða að torginu skyldi gefið nafnið íslandstorg enda minnti þema þess, sem tengt er vatni, á ísland. Ennfrem- ur þótti við hæfi að miða lagn- ingu hornsteins við þjóðhátíðar- dag íslendinga 17. júní og minn- ast þannig 50 ára afmælis lýð- veldisins. Varaborgarstjóri Barcelona, Lluis Armet, kemur hornsteininum fyrir og verður 500 blöðrum með íslenska fánan- um á sleppt upp i loftin blá af því tilefni. Ýmislegt annað verð- ur til hátíðarbrigða á torginu þjóðhátíðardaginn og má sem dæmi nefna að trúbador hefur verið fenginn til að semja og flytja lag og ljóð um Island. Kostnaður 100 milljónir Áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdir við torgið kosti um 200 milljónir peseta (um 100 millj. ísl. kr.) að frátöldum kostn- aði við áðurnefndan gosbrunn. Reynt hefur verið að fá íslenska aðila til að fjármagna gosbrunn- inn og hafa undirtektir verið góðar. Svipaður gosbrunnur er í Perlunni. Navas-hverfið er fjöl- mennt og liggur á milli ólympíu- þorpsins og ólympíuþorps blaða- manna í Barcelona. Friðrik Sophusson um aukinn fjárlagahalla Vísbending en ekki niðurstaða FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráð- herra, segir að það sé rétt að vís- bendingar séu um að halli á fjárlög- um þessa árs að óbreyttu verði 13-14 milljarðar króna eins og frá var skýrt í Morgunblaðinu á fímmtudag, en ekki innan við 10 milljarðar eins og gert er ráð fyrir í fjárlögum. Hann lagði hins vegar áherslu á þessar hallatölur væru einungis vísbending- ar en ekki niðurstaða og hann vænti þess að hallinn yrði ekki jafn mikill þegar upp væri staðið, enda væru að hefjast viðræður við viðkomandi fagráðuneyti um tii hvaða ráða eigi að grípa til þess að draga úr honum. Friðrik sagði í samtali við Morg- unblaðið að næstu daga yrðu fundir með viðkomandi fagráðuneytum um framkvæmd fjárlaga á yfírstandandi ári. Jafnframt verði unnið að undir- búningi fjárlaga næsta árs og drög gerð að fjárhagsáætlun ríkissjóðs Fundir næstu daga með fagráðuneyt- um um fram- kvæmd fjárlaga fyrir nokkur næstu árin. Þetta allt saman yrði síðan til umræðu í ríkis- stjórn á næstu vikum. Friðrik sagði að aukin útgjöld stöfuðu að hluta til af einstökum útgjaldaákvörðunum og þar væri því ekki um viðvarandi útgjaldaauka að ræða. Það gilti til dæmis um útgjöld vegna ákvörðunar um kaup á nýrri þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna sem og útgjöld vegna eingreiðslu sam- kvæmt kjarasamningum. Þessi út- gjöld kæmu ekki til með að endur- taka sig á næsta ári. Hins vegar væri um útgjöld að ræða sem endur- lækju sig frá ári til árs og þau væru‘ miklu varhugaverðari frá sjónarhóli ríkissjóðs. Vísbending en ekki niðurstaða Aðspurður hvort aukinn halli stefndi ekki baráttu stjómvalda fyr- ir lægra raunvaxtastigi í hættu sagði Friðrik að þetta væru einungis vís- bendingar en ekki niðurstaða. „Ég minni á að síðastliðið haust voru vísbendingar um að halli á ríkissjóði yrði umtalsvert meiri en varð. Ég vænti þess að hallinn verði ekki eins mikill og vísbendingar gefa lilefni til á þessari stundu. Það sem hins vegar skiptir mestu máli er að það sé dregið markvisst úr ríkissjóðshall- anum á næstu árum og jafnvægi náð. Að öðrum kosti er augljóst að lánsfjárþörf ríkissjóðs getur sprengt raunvextina upp hér á landi eða leitt til slíkrar erlendrar skuldasöfnunar að hætta sláfár af,'‘ ságðí Friðrik. Jafnaðarmannafélag Islands Álver í aldarfjórðung ►Christian Roth forstjóri ÍSAL í viðtali./20 Breyta nafnifé- lagsins Á FLOKKSÞINGINU Alþýðuflokks- ins á föstudag var innganga hins nýstofnaða Jafnaðarmannafélags ís- lands í Alþýðuflokkinn samþykkt en stjóm félagsins samþykkti á fundi sl. fimmtudag að bera upp tillögu um breytingu á nafni þess á aðal- fundi félagsins sem haldinn verður síðar á árinu. Var þetta gert vegna deilna sem verið hafa í Alþýðu- flokknum um nafn félagsins. Guð- mundur Oddsson, framkvæmdastjóri flokksins, sagði að í trausti þess að það gangi eftir hafí verið lagt til að félagið verði tekið inn í flokkinn og fulltrúar þess fengju að sitja flokks- þingið með fullum réttindum. Eitt kjördæmi fyrir 1999 ALÞÝÐUFLOKKURINN lýsir stuðningi sínum við það að gera landið að einu kjördæmi í drögum að ályktun flokksins um kjördæma- og kosningamál sem afgreidd verð- ur á flokksþinginu í dag, sunnudag. „Flokksþingið telur nauðsynlegt að ríkisstjómin framfylgi á kjör- tímabilinu þeirri stefnu sinni að ein- falda kosningalögin og jafna at- kvæðisrétt landsmanna. Við óbreytt ástand verður ekki unað lengur. Nýtt kosningakerfí og kjördæma- skipan em eitt stærsta umbótamál nútímans. Brýnt er að við næstu kosningar liggi fyrir samþykkt breyting á stjórnarskrá og kosn- ingalögum, svo unnt verði að kjósa í einu kjördæmi ekki seinna en árið 1999,“ segir í ályktunardrögunum. Komum með börnin á Þingvöll ►Matthías Á. Mathiesen, formað- ur lýðveldishátíðamefndarinnar segir frá viðhorfum sínum til þjóð- hátíðarinnar./22 B ► 1-28 Mamma Popp ►Björk Guðmundsdóttir syngur fyrir íslendinga á kvennadaginn 19. júní næstkomandi á tónleikum sem Morgunblaðið og Smekkleysa standa að á vegum Listahátíðar. Urður Gunnarsdóttir brá sér til Lundúna og sótti söngkonuna heim./l Matur og vín ► í þættinum að þessu sinni er rædd við Serena Sutcliffe, vínsér- fræðing hins fræga uppboðsfýrir- tækis, Southby’s./4 Dans inn í skólakerfið ►Hlín Svavarsdóttir segir frá skoðunumsínum á listdansi í Hol- landi og á íslandi./5 íslenskur þjóðbúning- ur karla ►Nýleg samkeppni um þjóðbún- ing handa körlum hefur vakið upp spumingar hvers vegna ekki hefur tekist að fá karlmenn til að ganga í slíkum klæðum. Svarið kann að vera að þjóðbúningurinn þarf að vera þannig að karlmenn vilji klæðast honum, eins og bent er á í grein í blaðinu í dag./12 BÍLAR ► 1-4 Tekið í tískubíl ►Með adrenalín í æðunum á Land Rover Discovery./3 Reynsluakstur ►Daihatsu Feroza er aðallega jeppi./4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari 24 Helgispjall 24 Reykjavíkurbréf 24 Minningar 26 Myndasögur 34 Brids 34 Stjömuspá 34 Skák 34 Bréftilblaðsins 35 ídag 36 Fólk í fréttum 38 Bíó/dans 39 íþróttir ’ 42 Útvarp/sjónvarp 44 Dagbók/veður 47 Gárur 6b Mannlífsstr. 6b Kvikmyndir 8b Dægurtónlist lOb Samsafnið, 23b INNLENDAR FRÉTTIR: Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað um lýðveldishátíðarviku, 13.-16. júní, á Laugavegi og í Banka- sfræti. -i 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR- 1-4 iXS.ij i 1111 tllluttulttll tHtlÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.