Morgunblaðið - 12.06.1994, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
SÍLDVEIDAR verw lengi ein samfelld sigwrför.
Morgunblaðið/Markús Öm
Tæplega þriggja áratuga bið er á enda, Is-
landssíldin hefur snúið aftur. Þetta silfraða
sjávardýr var um langt árabil uppistaðan í
efnahagslífí þjóðarinnar. Uppspretta fram-
fara og velmegunar. Lýðveldið á henni líf
að launa. Síðan hvarf hún. Engin atvinnu-
grein hefur haft jafn djúpstæð áhrif á þjóð-
lífíð og síldveiðin. Tár og bros, auður og
örbirgð. Síldin lék sér að tilfínningum þjóðar-
innar. Hvað gerir hún nú?
TILFÆRSLA SÍLDVEIÐISVÆÐA
VIÐ ÍSLAND 1940-1970
AÐALVEIÐISVÆÐI SÍLDAR:
1940-1950 *■
1950-1960
1960-1970
eftir Orra Pél Ormarsson
SÍLDIN er komin aftur. Hefði
lýðveldið getað hugsað sér betri
afmælisgjöf? Þetta silfur hafs-
ins hafði verið samofið sögu
íslensku þjóðarinnar í heila öld
þegar það hvarf skyndilega af
sjónarsviðinu á ofanverðum
sjöunda áratugnum. Þjóðin sat
eftir með sárt ennið og svart-
nætti skall á í efnahagslífinu.
Það er því vart að undra að
íslendingar hafi hugsað þessu
hverflynda sjávardýri þegjandi
þörfina. Margir voru þess full-
vissir að það hefði einungis
verið geðþóttaákvörðun síldar-
innar að láta sig hverfa. Of-
veiði er þó líklegri skýring,
jafnvel þótt það hugtak hefði
aldrei tengst síld í hugum
landsmanna. Síldarævintýrin
miklu höfðu afgerandi áhrif á
íslenskt þjóðlíf og veittu hinni
endurfæddu þjóð þrek til að
fikra sig fram veginn á tímum
þegar örlög hennar voru undir
henni sjálfri komin. Það er því
ef til vill táknrænt að síldin
skuli skjóta upp kollinum til að
samgleðjast Islendingum á
þessum merku tímamótum í
sögu lýðveldisins. Síldin stýrði
löngum lundarfari landsmanna
á þessari öld. Framfarir og
þensla, kollsteypur og gjald-
þrot. Saga þjóðarinnar á öld
endurheimts sjálfstæðis verður
ekki sögð án þess að síldin sé
í einu aðalhlutverkanna. En
hver er hún þessi síld?
Til eru mörg afbrigði af síld. Stofn-
arnir sem fangaðir voru við ís-
land voru þrír . Þeirra frægastur var
stofn norskrar ættar. Þótti því eðli-
legt að hann væri nefndur norsk-
íslenski síldarstofninn eftir að hans
fór að gæta undan ströndum ís-
lands. Reyndar var síld þessi í dag-
legu tali kölluð Norðurlandssíld og
síðan Íslandssíld eftir að hún hafði
verið söltuð. Íslandssíldin er vorgots-
síld sem kom til íslands í ætis-
leit.Hún hrygndi á tímabilinu febrú-
ar-apríl við vesturströnd Noregs en
þegar voraði hóf hún að eltast við
rauðátu vestur á bóginn. Sá eltingar-
leikur barst síðan norður fyrir ís-
land. Þegar rauðátuflekkirnir höfðu
gengið sér til húðar hélt síldin sem
leið lá til austurs og safnaðist saman
á svonefndu Rauða torgi sem er um
60-100 mflur austur af landinu. Þar
hélt hún sig fram til áramóta þegar
hún snéri heim til Noregs.
Sagan af því hvernig íslendingar
uppgötvuðu norsk-íslensku síldina
fyrst er nokkuð kyndug. Birgir Sig-
urðsson greinir frá því hvemig þetta
vildi til í bók sinni Svartur sjór af
síld. Árið 1935 hafði Ámi Friðriks-
son, fiskifræðingur.um hríð veitt því
athygli að mikið magn af síld var
fyrir Norðurlandi á sumrin. Honum
var Ijóst að íslensku stofnarnir tveir,
vorgotssíldin og sumargotssfldin,
væru ekki það stórir að þeir gætu
verið þama selskapslausir á ferð.
Eðlilegast þótti Árna að álykta að
öll þessi síld hefði vetursetu við suð-
urströndina en var hins vegar fyrir-
munað að hafa upp á henni þrátt
fyrir víðtæka leit. Um haustið var
Ami hins vegar á siglingu á Atlants-
hafi og hafði ýtt þessari áleitnu ráð-
gátu frá sér. Skyndilega laust skýr-
ingunni niður í huga hans síst þegar
hennar var að vænta. Á þessu augna-
bliki er Ámi almennt álitin hafa gert
eina byltingarkenndustu uppgötvun
á síldargöngum í Atlantshafi sem
um getur. Tilgáta Áma um að hér
væri norsk síld á ferð var af erlend-
um starfsbræðrum hans talin fráleit.
Það var ekki fyrr en löngu síðar að
á hana voru færðar sönnur.
Bylting i sildveidum
Íslandssíldin var meginuppistaðan
í síldveiðum við ísland og nýsköpun
í atvinnulífi eftir stríð byggðist að
verulegu leyti á miklum væntingum
til síldveiða. Á árunum 1950-60 var
veiðin á Íslandssíldinni stöðug og fór
aldrei yfir 50 þúsund tonn á ári.
Strax upp úr 1960 varð hins vegar
bylting í sfldveiðum íslend-
inga.Tæknin lét enn til sín taka.
Undir lok sjötta áratugarins komu
fiskleitartæki til skjalanna. Fyrir
daga þeirra var einungis unnt að
veiða síld sem óð í torfum við yfir-
borðið. Reyndar er hermt að aflaklær
þess tíma hafi stuðst við ferðir múkk-
ans, svartbaksins eða kríunnar til
að hafa upp á síldinni ef þær notuðu
hreinlega ekki eigið nef. Slíkar að-
ferðir taka þó seint tækninni fram
því leitartækin gerðu bátum kleift
að fínna fískitorfur neðansjávar.
Önnur undraafurð frjósamrar
tæknilegrar hugsunar var kraft-
blökkin sem leysti handaflið af hólmi
við að draga inn nótina. Guðmundur
Þórðarson RE 70 varð fyrsta hefð-
bundna fískiskipið í heiminum til að
nota kraftblökk við síldveiðar. Ár-
angurinn lét ekki á sér standa. Bát-
amir urðu mun fljótari í ferðum og
gátu veitt og ferðast við margfalt
erfiðari veðurskilyrði en áður. Auk
þess var unnt að ná miklu stærri
köstum þar sem nótin var dregin
með vélarafli. Öfundin brann á brún-
um erlendra skipstjóra.
Oft höfðu síldveiðar verið stórbrotn-
ar en kraftblökkin og leitartækin
stuðluðu að þvílíkri kúvendingu afla-
bragða að það tímabil sem fór í hönd
er yfir alian samanburð hafið. Grunn-
urinn hafði verið lagður að mikilfeng-
Iegustu aflabrögðum sem um getur
í fiskveiðisögu Islands.
Allsherjar sildarfylleri
Á árunum 1961-67 er ekki ofsögum
sagt að síldin hafi verið nær einráð
í íslensku efnahagslífí. Þjóðin lifði
fyrir síld. Heildarsíldaraflinn var
kominn upp í ríflega 770 þúsund
tonn árið 1966. Verðmæti síldarinnar
nam þetta ár 44% af heildarútflutn-
ingsverðmæti sjávarafurða.
Tækninýjungar höfðu stuðlað að
því að síldveiðum sem löngum höfðu
byggst á óskhyggju virtust nú engin
takmörk sett. Síldarskipum fjölgaði
ört samhliða því sem þau stækkuðu.
Árið 1960 voru fjörutíu og sjö skip
yfir 100 lestir. Sex árum síðar voru
þau orðin 166, þar af 130 yfir 150
lestir. Það var ekki nóg með að sókn-
in væri efld heldur höfðu þessir fræ-
knu sigrar sægarpanna einnig áhrif
á vinnsluna í landi. Byggðar voru
nýjar síldarverksmiðjur og aðrar end-
urbættar og stækkaðar. Þá voru síld-
arplön reist. Fólk vann eins og það
ætti lífið að leysa. Næg vinna var
fyrir álla og fólk vissi vart aura sinna
tal. Síldarpeningar flæddu um þjóð-
félagið og hrintu af stað stórfelldum
fjárfestingum fyrirtækja og einstakl-
inga. Gjaldeyrisöflun varð sífellt háð-
ari síldveiðum og allskonar atvinnu-
starfsemi og þjónusta fékk byr undir
báða vængi. Þensla á öllum sviðum.
Kaupgeta almennings jókst og um
leið verðbólgan. Fólk fjárfesti hvert
í kapp við annað. Sjómenn og síldar-
kóngar fóru vitanlega í bijósti fylk-
ingar á þeim vettvangi. Engu var til
sparað.Fólk kepptist við að sanka
að sér veraldlegum eigum. Það var
engu líkara en endir alheims væri á
næstu grösum slík voru lætin. Þjóðin
var komin á allsheijar síldarfyllerí.
Slagsíða var komin á sjávarútveginn
sem hallaðist allur til sfldveiða. Toga-
raútgerðin galt afhroð, allir bestu sjó-
mennimir voru komnir á síld. Síldar-
afli meira en tvöfaldaðist frá árinu
1961 til ársins 1966. Ekki var nóg
með að hver sumarvertíðin af annarri
gengi upp heldur stuðluðu aukin
tækni og fræknari floti að því að
hægt var að hefja haust- og vetr-
arsíldveiðar í umtalsverðum mæli.
Miðstöð vinnslunnar var á Austfjörð-
um þar sem verksmiðjur spmttu upp
eins og gorkúlur til að anna eftir-
spum. Þegar sumarvertíðinni lauk tók
Rauða torgið við og það var gjöfult,
sannarlega gjöfult. Sovétmenn sóttu
þessi mið austur af landinu í stórum
stfl á haustin og oft var gmnnt á
hinu góða þessara tveggja síldveiði-
risa í millum. Ekki kastaðist þó í
kekki svo í frásögur væri færandi.
Sildarglampi i augum
Austfiröinga
Helstu bækistöðvar síldarsöltunar
höfðu iengi verið á Norðurlandi.
Siglufjörður var þar fremstur í flokki.
Einungis Reykjavík hafði staðið bæn-
um framar í framleiðsiu útflutnings-
verðmæta frá byijun fyrri heims-
styijaldar og fram til ársins 1948.
Siglfírðingar höfðu lifað á síld og
engu öðru allar götur frá því upp
úr aldamótum. Aðrar atvinnugreinar
höfðu verið látnar liggja milli hluta.
Ákvörðun stjórnvalda eftir seinna
stríð um að leggja ríka áherslu á
síldveiðar fékk Siglfírðinga til að
dansa um stræti og torg. Síldin í
sjónum var forsenda alls. Bjartsýnin
réð ríkjum, framkvæmdir voru mikl-
ar og fólk streymdi til bæjarins.
Mörgum hefur hins vegar orðið
hált á því að stóla alfarið á síld.
Hverflyndið er henni í blóð borið og
Siglfirðingar ekki einir um að verða
fyrir barðinu á því. í upphafí sjötta
áratugarins var svo komið að síldin
var nánast horfín. Sú litla síld sem
til spurðist var fyrir austan Mel-
rakkasléttu sem þýddi að hún kæm-
ist ekki óskemmd til Siglufjarðar til
söltunar. Skip brugðu því á það ráð
að landa í auknum mæli á Raufar-
höfn. Saltendur voru knúnir til að
flytja starfsemi sína austur á bóginn.
Siglufjörður var vængbrotinn bær
og á brast fólksflótti sem ekki sá
fyrir endann á næstu tvo áratugi.
Þegar sfldin snéri aftur á öndverð-
um sjöunda áratugnum vænkaðist
hagur Siglufjarðar þó að nýju. Hlut-
ur bæjarins í verkun síldar hafði þó
minnkað verulega. Nú voru það bæir
á Austfjörðum sem voru í brenni-
depli. Mest voru afköstin á Neskaup-
stað og Seyðisfírði en smærri bæir
létu sitt ekki eftir liggja. Síldin flæddi
yfír Austfirði og allir sem vettlingi
gátu valdið voru virkjaðir til söltun-
ar. Austfirðingar sigldu seglum
þöndum inn í framtíðina. Uppbygg-
ing var hröð og stórtæk, síidin var
dálæti allra.
Blikur ó lofti
íslendingar biðu vorkomunnar með
uppbrettar ermar árið 1967. Síldinni
skyldi ausið á land sem aldrei fyrr.
SJÁ BLS. 12
I