Morgunblaðið - 12.06.1994, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Stoltur af
Framsóknar
í nýju hlutverki
STEINGRÍMUR Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins undanfarin 15 ár, forsætisráðherra til
sjö ára og ráðherra samtals í 13 ár, hefur um mánaðar skeið gegnt nýju hlutverki sem einn þriggja
bankasljóra Seðlabanka Islands. Hann þarf á degi hveijum að fara í gegnum reiðinnar býsn af skýrsl-
um og hyggst á næstunni tölvuvæðast til þess að geta sinnt því hlutverki betur.
eftir Agnesi Bragadóttur. Ljósmynd/Kristinn
GLÆSTUM stjómmálaferli Stein-
gríms Hermannssonar lauk þann
1. maí sl. þegar hann sagði af sér
þingmennsku og formennsku í
Framsóknarflokknum og settist í
stól bankastjóra Seðlabanka ís-
lands. Steingrímur hefur haft af-
skipti af stjórnmálum í rúma þijá
áratugi, hann sat á Alþingi 123
ár, var formaður Framsóknar-
flokksins í 15 ár, ráðherra í ríkis-
stjómum íslands í tæp 13 ár, þar
af forsætisráðherra í sjö ár. Stein-
grímur er síður en svo sestur í
helgan stein, þótt stjórnmálaþátt-
töku hans sé lokið. Hann telur að
Seðlabanki íslands hafi mikilvægu
hlutverki að gegna, geti bætt við
sig þýðingarmiklum verkefnum
o g eigi að taka þátt í að móta
efnahagsmál með ákvörðunum og
aðgerðum hér á landi, í náinni
samvinnu við ríkisstjórn hveiju
sinni. Þótt Steingrímur hafí
ákveðnar skoðanir á hlutverki
Seðlabankans, þá er það ekki aðal-
umræðuefni okkar í því samtali
sem hér fer á eftir, heldur lítur
hann um öxl og ræðir þróun þjóð-
mála undanfama áratugi, breyt-
ingu sem átt hefur sér stað í
stjómmálum hér á landi, axarsk-
öft og ávinning stjómmálamanna,
samstarf við einstaka stjórnmála-
menn og fleira.
teingrímur, hvað hefur
helst breyst í stjómmái-
um hér á landi frá því
að þú hófst afskipti af
þeim fyrir rúmum þrem-
ur áratugum?
„Eg er ekki viss um
að svo miklar breytingar hafi orðið
á stjórnmálunum sem slíkum á þessu
tímabili, en breytingar á efnahag-
og þjóðmálum almennt hafa hins
vegar orðið gífurlegar og allri um-
gjörð stjórnmálanna. Eiginlega var
það fyrir slysni sem ég hóf afskipti
af stjómmálum, þegar ég árið 1962
var kjörinn formaður ungra fram-
sóknarmanna í Reykjavík. Það var á
ámm Viðreisnarstjómarinnar og þá
vom deilur mjög harðar á milli and-
stæðinga viðreisnar og stjómarflokk-
anna. Baráttuhugurinn í ungu fólki
í stjómarandstöðunni á þessum ámm
var gífurlega mikill, stjórnmálafundir
þess vom gjarnan þannig að troð-
fulit væri út úr dyrum og áhuginn
mjög almennur. Skil voru skarpari í
pólitíkinni þá en nú, andstæður skýr-
ari og þar af leiðandi átökin á milli
fylkinga mun harðari en mér virðast
þau vera í dag.
Síðari árin hefur mér virst að þótt
töluvert af áhugasömu og góðu ungu
fólki hefji afskipti af stjómmálum í
öllum flokkum sé almenn þátttaka
og þessi logandi áhugi miklu minni
í dag en segjum fyrir þrjátíu ámm.
Þetta er miður, að mínu mati, því
að vissu marki verða stjórnmálin
ekki jafn lifandi og áhugaverð, þegar
blossann vantar hjá unga fólkinu.
Breytingarnar í efnahagsmálum á
þessu tímabili hafa hins vegar orðið
gífurlegar á þessum áratugum. I
raun má segja að þjóðin hafi verið
fátæk fyrir nokkmm áratugum. Við
vomm að taka okkar fyrstu skref til
þess að eignast fiskveiðilögsöguna.
Áttundi áratugurinn hefur oft verið
nefndur „Framsóknaráratugurinn“
og ég er stoltur af þeirri nafnbót.
Það var mjög ánægjulegur tími, þeg-
ar landhelgin hafði verið færð út í
200 sjómflur 1974 og sá mikli hugur
sem var í mönnum að nýta þá land-
helgi.
Þegar menn nú tala digurbarka-
lega um það, að menn hafi gert
óhemju fjárfestingarmistök á þessum
ámm, þá segi ég að þetta séu menn
sem ekki setja sig í fótspor þessara
dugmiklu sjómanna og athafna-
manna, sem vildu nýta þessa miklu
auðlind, fiskimiðin. Eitt af mínum
fyrstu verkum, eftir að ég varð sjáv-
arútvegsráðherra, var að heimila
endurnýjun á Guðbjörginni á ísafirði
og það var deilt mikið á mig fyrir
það. Ég hygg að sú ákvörðun mín
hafi verið eitt af mínum betri verk-
um, því Guðbjörgin er búin að færa
í búið margfalt það sem hún kostaði."
Allir bera vissa ábyrgð
— Það hefur nú gjarnan verið
deilt á sjávarútvegsráðherra fyrir að
fara ekki að ráðum fiskifræðinga og
heimila meiri þorskveiðar en þeir
hafa lagt til. Er ekki um visst ábyrgð-
arleysi að ræða, þegar um jafn þýð-
ingarmikla auðlind er að ræða og
þorskstofninn, að heimila meiri
þorskveiðar en vísindamennirnir
mæla með?
„Ég minni á, að á þessum árum
var því spáð, að jafnvægisafli á
þorski á íslandsmiðum yrði á milli
360 og 380 þúsund lestir. Menn trúðu
þessum spám. Hveijum er það að
kenna, að svo hefur ekki reynst? Ég
ætla ekki að kenna fiskifræðingun-
um um það eða athafnamönnunum.
— En stjórnmálamönnunum?
„Auðvitað bera allir vissa ábyrgð
í þessum efnum. Áttu stjórnmála-
mennimir að stöðva hina dugmiklu
athafnamenn þegar þeir byggðu upp
of stóran flota? Varla samræmist það
frelsinu sem menn tala nú um.
Stjómmálamennirnir hafa eflaust
nokkuð freistast til þess að fara við
ákvörðun fískveiðiheimilda nokkuð
umfram það sem fiskifræðingar
lögðu til, en smám saman hafa
stjómmálamennirnir verið að færa
sig nær tillögum fiskifræðinganna
og draga úr veiðum. Ekki má heldur
gleyma því að á meðan fylgt var
sóknarmarki við stjórn fiskveiða var
afar erfitt að ráða aflamagni af ná-
kvæmni. Það má ekki heldur gleyma
því að stjómmálamennirnir hafa eng-
in áhrif á það sem gerist í náttúr-
unni og umhverfinu. Þegar sjórinn
kólnar annarð slagið við íslands
strendur er nákvæmlega ekkert við
því að gera og slíkt er aldrei hægt
að sjá fyrir. Þegar slíkt gerist verður
auðvitað samdráttúr i veiðum.
Núna finnst mér umhverfið orðið
mjög breytt frá því sem var á ámm
áður. Við fullnýtum fiskistofnana og
menn geta almennt verið sammála
um að frekari sókn í þá er útilokuð,
þótt enn kunni að vera til ákveðnir
stofnar á fjarlægari miðum sem ekki
eru fullnýttir. Vonandi kemst þorsk-
urinn upp í þann jafnvægisafla, sem
áður var talað um, þótt maður sé
nú heldur svartsýnn á að það verði
í bráð.
Framhaldshagvöxtur hér á landi
hlýtur því að byggjast á öðru, en
þeirri markvissu og hörðu uppbygg-
ingu sem varð hér eftir að við eignuð-
umst 200 mílna fískveiðilögsögu fyr-
ir 20 ámm.
Vitanlega er það svo, að það er
alltaf hægt að vera vitur eftir á og
gagnrýna og dæma af óbilgirni það
sem gert hefur verið. Mér fínnst til
dæmis með ólíkindum, að ákveðnir
hagfræðingar hafa haldið því fram,
að hér hafi verið gerðar óhemju vit-
leysur, með því að fella gengið, á
undanfömum áratugum.
Hvað hefði gerst ef þessum krepp-
um sem skullu yfír, kannski vegna
kólnandi sjávar eða markaðshruns
erlendis, hefði ekki verið mætt með
því að aðlaga gengið. Gengisfelling
er ekkert annað en viðurkenning á
orðnum hlut með tilfærslu á fjármun-
um frá launþegum til atvinnuveg-
anna. Hún erjafnframt viðurkenning
á því að í góðæri höfum við haft til-
hneigingu til þess að spenna launin
hærra en við var ráðið í samdrætti.
Ef við hefðum ekki fellt gengið,
þá hefði hér orðið blæðandi fiak um
land allt. Fyrirtækin hefðu farið á
hausinn, atvinnuleysi breiðst út og
svo framvegis. Nú er rætt um að
lánastofnanir séu að afskrifa gríðar-
legar fjárhæðir sem auðvitað er mjög
alvarlegt mál, en það má líka velta
því fyrir sér, hversu miklar afskrift-
irnar hefðu orðið ef genginu hefði
verið haldið föstu. Ég er ansi hrædd-
ur um að það hefðu orðið ærið marg-
ir milljarðatugir, reiknað til núvirðis.
Menn notuðu þau tæki sem voru
aðgengileg til þess að brúa erfiðleika-
tímabilin og gera þjóðinni eins létt
og mögulegt var, að komast í gegn
um þau, svo unnt reyndist að halda
áfram markvissri uppbyggingu og
stuðla að batnandi lífskjörum. Því
fínnst mér erfitt að áfellast þá sem
stóðu að ákvörðunum sem þessum.
Þó að ég væri mjög andvígur Við-
reisnarstjórninni, þá áfellist ég hana
ekki, því hún gerði margt gott. Ég
tel að hveijir sem hafa verið við
stjórnvölinn hveiju sinni, þá hafí
þeir alltaf viljað gera sinni þjóð það
besta og hafi notað þau ráð sem
aðgengilegust voru og þau tæki sem
þeir höfðu yfir að ráða.“
Allir gera mistök
— Engu að síður, þegar þú horfir
um öxl koma þá engin meiriháttar
axarsköft upp í hugann sem hafa
reynst þjóðinni dýrkeypt, þegar á
heildina er litið? Þar á ég ekki bara
við allt of stóran fiskiflota íslend-
inga, heldur einnig við loðdýrarækt
og hvernig þar hefur tekist til, fisk-
eldi og landbúnaðarpólitík.
„Ollum verða á mistök í stjórnmál-
um. Annað er útilokað. Það er mjög
í tísku um þessar mundir að tala um
mistök í landbúnaðarmálum og ein-
att af mjög miklu skilningsleysi. Ég
held að það sé óhemju mikils virði
að geta framleitt í landinu það sem
við þurfum og getum framleitt af
landbúnaðarvörum, jafnvel þótt verð-
ið sé eitthvað hærra. Við vöknuðum
ekki nógu snemma upp við þá stað-
reynd að útflutningur landbúnaðar-
afurða var að verða mjög erfiður,
fyrst og fremst vegna mikilla niður-
greiðslna erlendis og erfiðrar sam-
keppni.
Eitthvert skemmtilegasta tímabil
mitt í stjórnmálum fannst mér vera
þegar ég var landbúnaðarráðherra
árin 1978-79. Þá fór ég um allt land
og hélt fundi með bændum, þar sem
ég boðaði það, sem Halldór E. Sig-
urðsson hafði fyrstur vakið athygli
á, að við yrðum að breyta fram-
leiðsluráðslögunum og draga úr út-
flutningi. Í kjölfar þess var smávegis
dregið úr landbúnaðarframleiðslu, en
því miður var þessu síðan kippt til
baka í landbúnaðarráðherratíð
Pálma Jónssonar, 1980 til 1983. Mér
líkaði afar vel að starfa með Pálma,
en líklega hefur hann sem sauðfjár-
bóndi viljað draga úr þeim erfiðleik-
um, sem svona samdráttur olli
sauðfjárbændum, og lagði því
áherslu á að auka útflutning.
Ég held að landbúnaðurinn væri
í allt annarri stöðu í dag ef miklu
fyrr hefði verið ráðist í að aðlaga
hann breytingum og draga úr fram-
leiðslunni. Ég flokka það undir meiri-
háttar mistök að hafast ekki að miklu
fyrr.
Landbúnaðarforystan greip á sín-
um tíma fegins hendi við loðdýra-
ræktinni, sem lofaði mjög góðu á
árunum 1978-79, því skinnaverð var
þá mjög hátt. Einnig þar gerðum við
mikil mistök, því við fórum ekki að
ráðum skoskra sérfræðinga, að
byggja hér upp loðdýrarækt mjög
hægt og koma okkur upp varasjóðum
í greininni. Þeir lögðu til að hér yrðu
reist fjögur til fímm loðdýrabú á ári
og að stofnlánadeildin lánaði ekki til
fleiri búa. Þegar skinnaverðið hækk-
aði upp úr öllu valdi árið 1979 fór
þetta alit úr böndum, því allir sáu
gull í annars garði, ef svo má að
orði komast, og búin voru orðin á
milli 70 og 80 á tveimur eða þremur