Morgunblaðið - 12.06.1994, Page 23

Morgunblaðið - 12.06.1994, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ1994 23 skildum þeirra vandamál og þess vegna litu þeir til okkar sem vorum í svipaðri stöðu. Þannig höfum við verið fyrirmynd annarra enda tek- ist að skapa nútímalegt farsældar- ríki á lýðveldistímanum, þrátt fyrir fámennið. Það kann að fara fyrir bijóstið á einhveijum hve stolt við erum af landinu okkar og þessum árangri, en aðalatriðið er að við höfum ekki og megum aldrei of- metnast og ekki gleyma þýðingu sjálfstæðisins og þrotlausri baráttu forfeðra okkar. Einstaks atburðar minnst Ég tel að það flokkist ekki und- ir sérstakan þjóðrembing þótt hald- ið sé myndarlega upp á fimmtíu ára lýðveldisafmæli þjóðar. í vit- und íslensku þjóðarinnar eru slíkar hátíðir á Þingvöllum sjálfsagðar og eðlilegar. Þær gera það að verk- um að þjóðin er sýnilegri sjálfri sér. Ekki síst var eðlilegt að stofna lýðveldið á Þingvöllum árið 1944. Þess einstæða atburðar minnumst við nú 17. júní. Ég hvet alla landsmenn sem hafa tækifæri til þess að koma til þjóðhátíðarinnar á Þingvöllum 17. júní n.k. Ekki síst hvet ég foreldra til þess að fara með böm sín, ég veit af eigin reynslu að endurminn- ingin um að hafa tekið þátt í svona hátíð á unga aldri er dýrmæt seinna. Fólki verður gert auðvelt að komast til Þingvalla. Umferðin hefur verið skipulögð þannig að mjög auðvelt verður að komast austur úr og svo aftur heim. Enn þægilegra verður að fara með rútu til Þingvalla. Leigðar hafa verið hundrað rútur til þess að annast flutning fólks á þjóðhátíðina gegn vægu gjaldi. Gert er ráð fyrir að fólk geti tjaldað þar eystra ef það óskar eftir því. Þær raddir hafa heyrst að bíða hefði mátt með hátíðarhöld sem þessi þar til lýðveldið næði 100 ára aldri. Það hefði verið mjög misráð- ið ef slíkt hefði gerst, þá hefði ekki náðst að tengja saman frá- sagnir kynslóðanna. Sjálfur var ég á Þingvöllum árið 1944, þá tólf ára gamall, og er ásamt öðrum sem þar voru ungir til frásagnar yngra fólki um hvem- ig þau hátíðarhöld fóm fram. Ég kom ofan úr Borgarfírði, þar sem ég var í sveit, til þess að fara með foreldrum mínum á Þingvöll. Þar var grenjandi rigning og stormur, þó minnist ég þess fremur þegar ég stóð fyrir neðan þingpallinn og forseti Alþingis, Gísli Sveinsson, lýsti yfir gildistöku stjómarskrár Lýðveldisins íslands og skeytið frá Kristjáni konungi X. var lesið upp. Ég met það svo að kynslóðabilið væri alltof stórt ef við minntumst ekki afmælis lýðveldisins nema með hundrað ára millibili. Ég á dótturson sem er að verða ellefu ára. Hann hefur í vetur vegna lýð- veldisafmælisins lært í skólanum ýmislegt sem lýtur að íslenskri menningu og ætlar að fara á Þing- völl. Hann og önnur ungmenni sem koma til hátíðarhaldanna á Þing- völlum þann 17. júní nk. verða vonandi til frásagnar um þá hátíð þegar aldarafmæli lýðveldisins verður minnst árið 2044. Þannig tengjum saman við fortíð, nútíð og framtíð. íslendingar þurfa að standa sam- an, nú ekki síður en áður. íslending- ar vora lengi búnir að þrá sjálf- stæði. Allir börðust með, ekki síst með því að varðveita okkar gamla og sérstæða tungumál. Sú stað- reynd að þetta tókst hafði ábyggi- lega mikla þýðingu fýrir sjálfstæð- Átak um skrásetningu á sendibréfum eftir Kjarval og Ásmund Sveinsson Vegna átaks um varðveislu heimilda um íslenska listasögu fara Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn þess vinsamlegast á leit við eigendur sendibréfa frá listamönnunum Jóhannesi S. Kjarval og Ásmundi Sveinssyni, að fá aðgang að þessum sendibréfum til skrásetningar. Góðfúslega hafið samband við Ásmund Helgason á Kjarvalsstöðum í síma 91-26188. DANMÖRK VIKULEGA Norræna félagið býður ódýrar ferðir til Billund á Jótlandi alla sunnudaga á tímabilinu 5. júnítil 14. ágúst. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Norræna félagsins í símum 91-10165 og 19670. *,íín.Á Ef bú lest aöeins eina bók á ári ... • Ljósmyndari úr stórborginni og bóndakona í Madisonsýslu kynnast af tilviljun og eiga saman Ijúfsárar stundir - stundir sem eiga eftir að umturna lífi þeirra • BRÝRNAR í MADISONSÝSLU er mest selda bók síðustu ára í Banda- ríkjunum og var hún valin bók ársins 1993 af bandarískum bóksölum. q Viðbrögð lesenda og gagnrýnenda hafa verið ótrúleg. Bókin er ^^ mánaðarbók júnímánaðar í bókaklúbbnum rp Nýjar metsölubækur. METSÖLCBÓK MÁNAÐARINS: „Af og til kemur fram töfrandi skáldsaga, undra- fagur gimsteinn, saga sem bætir upp allar venjulegar bækur sem maður les. BRÝRNAR í MADISON- SÝSLU er slík saga.“ - Wash ington Post „Þessi bók er meira en bók, hún er galdur!“ - Þorsteinn Q. Qunnarsson, Rás 2 „ ... bræðir hvern sem er, - jafnvel þá allra hörðustu.“ - Entertainment Weckly „Ef þú lest aðeins eina bók á ári þá ætti það að vera þessi.‘ Ohservc) mt NkM DSACAN Sf M SfTlD HEFUR í KI AIT ÁR ETST \ MLTSÖLUISTIM VF.STAN H VFS Kyntmi |)ér iimgöngútilhoð hokakluöhöins N’yjar metsoliihækur: Fvrsta bókin á hálfviröi - aðeins 495 kronur óg Fríöindakort fjölskyidunnar fvlgir með! Hringdu strax í dag! £ Síminn er (91) 688 300 \\k\ hík.\iiu isbaráttuna. Við ætluðum að vera fijáls, íslensk þjóð í eigin landi sem talaði sína eigin tungu, íslenskuna, og það tókst. Þeirri baráttu er ekki lokið og mun aldrei ljúka. JKlAfgPttllMfalfrÍfr - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.