Morgunblaðið - 12.06.1994, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 12.06.1994, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994 35 BRÉF TIL BLAÐSINS Nokkrar hugleiðingar um símaskrána Hún er ekki að- gengileg öllum Frá Gísla Helgasyni: í DAG, þegar ég kom heim, sá ég að dóttir mín hafði rölt sér út á pósthús og náð í símaskrána, sem nú er gefin út einu sinni á ári. Að þessu sinni er hún tvær bækur. Fyrir tilstuðlan tölvutækn- innar er mjög auðvelt að bæta inn í hana nýjum númerum og þannig er skráin auðveld í útgáfu. Fyrir nokkrum árum fórum við að velta því fyrir okkur hjá Blindrafélaginu hvort ekki væri hægt að gera símaskrána aðgengilega þeim, sem eru sjónskertir eða blindir og eiga aðgang að tölvum. Þess vegna höfðum við samband við yfirmenn Pósts og síma og reifuðum málið við þá. Þeir kváðu sjálfsagt að láta okkur hafa skrána ef tölvu- nefnd með Jón Tórs í fararbroddi samþykkti. Beðið um skrána í tölvutæku formi Blindrafélagið ritaði tölvunefnd bréf og fór þess á leit að Póstur og sími fengi að afhenda Blindrafélaginu eða einstaklingum þaðan skrána á tölvutæku formi. Tölvunefnd svaraði greiðlega og Póstur og sími fékk leyfi til þess að gefa út símaskrána á tölvutæku formi fyrir almennan markað. Undirritaður fékk til prófunar tilraunaútgáfu síðsumars 1992 og reyndist hún mjög aðgengileg þeim, sem lesa blindralestur eða nota talandi tölvur. Nokkrir fengu að reyna skrána og bentum við á nokkra annmarka, sem tölvunefnd Pósts og síma lagfærði. Þá kom að því að athuga um frekari framkvæmd og ritaði ég fyrir hönd Blindrafélagsins Þorvarði Jónssyni yfirmanni fjarskiptasviðs Pósts og síma bréf, þar sem ég fór fram á endurgjaldslaust 12-15 eintök af skránni á tölvutæku formi. Rökin, sem við hjá Blindrafélaginu beittum, eru þau að aðrir símnotendur, sem hafa sjón, fá símaskrána endurgjaldslaust eða kaupa hana á vægu verði. Þorvarður brást mjög vel við mála- leitan okkar og þar með töldum við málið í höfn. Þorvarður benti mér á að tala við starfsmann sinn varðandi þetta. Beiðninni synjað Það var á föstudegi, sem Þor- varður tilkynnti þessi gleðitíðindi. Strax eftir helgina var haft sam- band við viðkomandi starfsmann. Hún tjáði mér að Þorvarður, æðsti yfirmaður fjarskiptamála Pósts og síma, hefði enga heimild til slíkra hluta og þetta yrði að fara fyrir gjaldskrárnefnd. Mér þótti undar- legt hvað þessi ágæta kona var hvöss og kuldaleg, fékk reyndar hnút í magann þau skipti, sem ég þurfti að eiga samskipti við hana. Gústaf Arnar tók við málinu og eftir fund á vegum gjaldskrár- nefndar bauð Póstur og sími skrána á helmings afslætti, þ.e. 25 þús. krónur, en símaskráin átti að kosta 50 þús. krónur á almenn- um markaði. Þessu vildum við ekki una og í marsmánuði á síð- asta ári gengum við Halldór Rafn- ar framkvæmdastjóri Blindrafé- lagsins á fund samgönguráðherra með ályktun frá félagsfundi Blindrafélagsins, þar sem þess var eindregið farið á leit að sjónskert- ir tölvunotendur fengju aðgang að skránni eins og hveijir aðrir símnotendur. Það tók tvo mánuði fyrir samgönguráðherra að senda Blindrafélaginu neitun, enda mætti hann ekki sjálfur á fundinn, kom of seint í ráðuneytið þennan dag, svo að ágætur aðstoðarmaður hans sá um það. Með svari ráð- herra fylgdi bréf frá Pósti og síma, undirritað m.a. af áðurnefndri konu, var þess getið að eðlilegt væri að almannatryggingar þessa lands greiddu símaskrána niður til blindra og sjónskertra. Þess var og getið að blint og sjónskert fólk hefði hvort sem er frí afnotagjöld af símum. (Umframskrefin eru greidd að fullu. Aðeins nokkur hluti sjónskertra nýtur þessa.) Okkur fannst einhver hótunartónn í bréfinu og þar gætti ekki þeirrar ljúfmennsku, sem við höfðum átt að venjast af hálfu þeirra aðila, sem við höfðum haft samband við að hálfu Pósts og síma. Þar við situr enn, að þeir, sem eru sjón- skertir, þurfa að kaupa síma- skrána á tölvutæku formi á 25. þús. krónur. Það sama gildir ekki fyrir alla Fyrir nokkrum dögum hafði samband við mig mjög sjónskert stúlka, sem hafði ráðið sig í starf við innheimtu í gegnum síma og tjáði mér að Póstur og sími hefði neitað að selja henni símaskrána á helmingsafslætti, þar sem nokk- ur fyrirtæki hefðu misnotað hana gróflega og notað hana til þess að senda út gögn eftir heimilis- föngum. Okkur hjá Blindrafélag- inu var mjög brugðið og fengum við þetta staðfest nú í morgun, 7. júní. Þar með er líklega girt fyrir að þessi stúlka geti sinnt starfi sínu eðlilega, þar sem hún hefur ekki aðgang að neinum, sem getur flett upp fyrir hana og það kostar einnig peninga að hringja í 03. Þess skal getið að Póstur og sími hefur komið einstaklega vel fram við aðra þjóðfélagsþegna vegna símaskrárinnar og annars aðgangs að símanum. Geta má fullkomins textasíma fyrir heyrn- arlausa og þegar Sophia Hansen eða réttara sagt Sigurður Pétur Harðarson setti upp skrifstofu til þess að vinna að málefnum henn- ar, fékk hann fullkomna símaskrá á tölvutæku formi, sem auðveldaði honum og öðrum þeim, sem unnu fyrir Sophiu, verkið. Það er einlæg von mín að Póst- ur og sími sýni þá velvild og rausn að láta sjónskertu fólki í té síma- skrána á tölvutæku formi. Sjón- skert fólk notar líklega símann mun meir en aðrir og eru því tryggir viðskiptavinir Pósts og síma. Það er óeðlilegt að mismuna fólki og refsa því með fötlun sinni á öld tækninnar. GÍSLI HELGASON, Reynimel 22, Reykjavík. NYJA SENDIBÍIASTÖDIN 685000 Þiónusta ú þinum vegum GREINARHÖFUNDUR segir símaskrána ekki aðgengilega sjónskertum í því formi sem hún er send símnotendum, en tölvutækt form henti þeim betur. Það sé hins vegar allt of dýrt. eé Góðar flréttir Atlasldúbbnum um verð á sumarferðum afsláttur á mann!* Handhöfum ATLAS-korta og gullkorta Eurocard stendur nú til boða 5.000 kr. afsláttur á mann í sérstakar ferðir sem taldar eru upp hér til hliðar. Nánari upplýsingar fást á viðkomandi ferðaskrifstofum. Brýnt er að korthafi geri grein iyrii' sér strax við pöntun - til að tryggja sér og sínum afsláttinn! \nk fless ítildir 4000 kr. alslállará\ísiinin sem \TL \S- og giillkoi Uialar fá. Þannig getur aðild að Atlasklúbbnum sparað hjónum samtals 14.000 kr. og séu börnin tvö (12 ára eða eldri) sparar fjölskyldan samtals 24.000 l4T. Það munar um minna! Med ATLAS-kortinu færð þú ýmis fríðindi, aukna þjónustu og fjölda tilboða. Hlboðsferðirnar hér að ofan eru aðeins lítið sýnishorn af fjölmörgum kostum ATLAS-kortsins. Að auki má nefna víðtæka tryggingavernd, aðgang að kortasíma Eurocard, rýmri greiðslukjör og spennandi Bónusferðir sem heppnir korthafar eiga kost á að kaupa fyrir aðeins 30 kr. hverja ferð! \ú er rélli tíminn til að fá sér ATIAS kreditkort. ATLAS nýtur serkjara! KREDITKORT HF. • ÁRMflA 28 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI: (91) 68 54 99 Dagsclllillg: ■ Áfangaslaður: Fcrðaskrifstofa: 19. )úní Bandaríkin, Suðurríkin Ferðaskrifstofa stúdenta 22. júní Benidorm Ferðaskrlfstofa Reykjavíkur 27. júní Mallorca Úrval-Útsýn 27. júnf Isiand, tjaldferð Ferðask. Guðm. Jónassonar 28. júní Mallorca. Cala d'Or Samvinnuferðir-Landsýn 7. júií Benidorm Samvinnuferðir-Landsýn 13. júlí Benidorm Ferðakrifstofa Reykjavíkur 15. ágúst ísland, tjaldferö Ferðask. Guðm. Jónassonar 4. sepl. Bandaríkin, nýlendurnar Ferðaskrifstofa stúdenla *Gildir fyrir fjölskyldumeðlimi 12 ára og cldri, börn yngri en 12 ára njóta barnaafsláttar. HVÍTA HÚSID / SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.