Morgunblaðið - 12.06.1994, Side 48

Morgunblaðið - 12.06.1994, Side 48
MORGUNBLADID, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Rekstrar- bati hjáísal „ÍSAL mun skila hagnaði á þessu ári,“ segir dr. Christian Roth for- stjóri íslenska álfélagsins hf. „Það verður enginn stórgróði, en þetta er þróun í rétta átt.“ Eldri spár gerðu ráð fyrir um 550 milljóna króna halla á rekstrinum í ár og hagnaði á næsta ári. Undanfarin þijú ár hefur félagið tapað um þremur millj- örðum króna. Batnandi horfur rekur dr. Roth fyrst og fremst til hækkandi heims- markaðsverðs á áli auk ýmissa hag- ræðingaraðgerða sem nú eru að skila ■ Álver í aldarfjórðung/20-21 ■»..♦..■» Svíar gera við Hágang Vopnafirði. Morgunblaðið. VIÐGERÐ er hafín á togaranum Hágangi I í Harstad í Noregi. Sænsk- ir aðilar frá Kiruna tóku að sér að ""gera við gírinn, en skipasmíðastöðin í Harstad, sem hafði áður tekið að sér verkið, féll frá þeirri ákvörðun eftir þrýsting frá samtökum sjómanna og útgerðarmanna í Nordland. --------»--».♦-- Sprengju- hótuná flokksþingi ÍÞRÓTTAHÚSIÐ í Keflavík var rýmt um kl. 14.15 í gær, eftir að hringt var til lögreglunnar og sagt að sprengja væri í húsinu, þar sem flokksþing Alþýðuflokksins stóð yfir. Lögreglan lokaði húsinu eftir að það hafði verið rýmt og kallaði til sprengjusérfræðinga Landhelgis- gæslunnar. Þeir komu á vettvang um kl. 15 og leituðu í húsinu. Leitin stóð enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Morgunblaðið/J6n Páll Ásgeirsson Lotta í veiðihug MIKIÐ er um mink í Akureyjum í Helgafellssveit og er lagt kapp á að ná honum áður en varp kemst þar á skrið, því minkurinn gerir mikinn usla í æðar- og lunda- varpi. Guðmundur Jensson minkabani náði læðu og yrðling- um hennar fyrir skömmu og hafði ~"Jíi.ður náð stegg. Á myndinni er tíkin hans, Lotta, með einn mink- anna í hvoftinum. Fyrstu Islandssíldinni landað á Neskaupstað eftir 27 ára bið Morgunblaðið/Kristinn ÞAÐ VAR handagangur í öskjunni á Neskaupstað í gær er síldarlöndun hófst þar. Eftir langa bið er silfur hafsins nú farið að berast að landi á ný og ríkir mikil bjartsýni um nýtt síldarævintýri víða um land. Nýtt ævintýri í uppsiglingu? MIKIL bjartsýni ríkir nú á Norðfirði eftir löndun fyrstu Íslandssíldarinnar í 27 ár. Rúm tvö þúsund tonn komu á land hjá Síldarvinnsl- unni á Neskaupstað í gær, laugardag, fyrsta daginn sem landað var. Arnþór EA 16 lagð- ist fyrstur báta að bryggju í morgunsárið með um 300 tonn. I kjölfarið fylgdu Þórsham- ar með 600 tonn og Börkur með 1150 tonn. Til stóð að salta brot aflans eftir hádegi en síldarmatsmenn voru komnir austur til að meta gæði hans. Að megninu til átti síld- in þó að fara í bræðslu. Að sögn Tilkynninga- skyldunnar voru átta bátar annað hvort lagð- ir af stað eða þegar komnir á miðin norðaust- ur af landinu á hádegi í gær og gert er ráð fyrir að fleiri bætist við næstu daga. Síldin er stór og vel á sig komin miðað við árstíma og í henni er mun minni áta en sýnishorn það sem hafrannsóknaskipið, Bjarni Sæ- mundsson, landaði eystra gaf til kynna. Síld- in fékkst um 210 mílur frá Langanesi. ■ Nú verður brætt/8 ■ Silfuræðið/10 Úrskurðað um lögbannskröfu nýs meirihluta stjórnar Stöðvar 2 Þrjár milljónir króna til tryggingar lögbanni NÝR meirihluti innan stjórnar Stöðvar 2 lagði í gær fram kröfu um lögbann á þá ákvörðun fráfarandi meirihluta að selja þremur aðilum 20% hlutafjár- eign Stöðvar 2 í Sýn. Búist var við að úrskurður sýslumannsembættisins um lögbann lægi fyrir síðdegis í gær, en nýi meirihlutinn lagði fram þriggja milljóna króna tryggingu. Höfða verður mál til staðfestingar lögbanninu innan viku, annars fellur það sjálfkrafa niður. Ætla má að tiigangur fráfarandi meirihluta með sölu hlutabréfanna tii aðila innan hópsins hafi verið að styrkja samningsstöðu sína gagn- vart nýjum meirihluta. Sigurður G. Guðjónsson, lögmað- ur og varamaður Jóns Ólafssonar í stjórn Stöðvar 2, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fyrir stjórn- arfundinn á föstudag hefði ekki ver- ið kynnt að til stæði að ræða sölu á hlutabréfunum í Sýn, en það væri meginregia að kynna stjórnarmönn- um fundarefni fyrirfram, svo þeir hefðu ráðrúm til að bregðast við. Sigurður sagði að núverandi meiri- hluta hefði rennt í grun að fráfar- andi meirihluti myndi reyna að gera Siguijóni Sighvatssyni einhvern grikk og þessi sala hlutabréfanna hefði verið einn möguleikanna. Þeg- ar hann hafi komið til fundarins á föstudag hafi hann því verið með tilbúið bréf, þar sem farið var fram á að salan yrði rædd á hluthafa- fundi, sem ákveðið hefur verið að verði haldinn 8. júlí næst komandi. Sigurður sagði að ef stjórn væri komin í minnihluta innan hlutafélags mætti hún ekki aðhafast neitt það sem skaðað gæti félagið. Hlutafé í Sýn er 10 milljónir króna og nafn- verð bréfanna sem seld voru því 2 milljónir. „Menn geta ekki einfald- lega rétt sjálfum sér eignir á þennan hátt og því fórum við fram á lög- bannið,“ sagði Sigurður. „Hlutabréf- in eru seld við nafnverði, en Stöð 2 borgaði á sínum tíma margfalt verð fyrir bréfín.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.