Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 7 ERLENT O.J. Simpson O.J. Simp- son hand- tekinn BANDARÍSKI íþróttamaðurinn O.J. Simpson var handtekinn í Los Angeles aðfaranótt laugar- dagsins sakað- ur um að hafa myrt fyrrum eiginkonu sína og vin hennar í síðustu viku. Simpson gaf sig ekki fram eftir að hand- tökuskipun hafði verið gef- in út og hófst þá mikil leit að honum. Endaði hún með æsilegum eltingaleik um hraðbrautir borgarinnar. Að lokum stöðvaði Simpson bifreið sína fyrir sína fyrir utan heimili sitt, hélt skammbyssu að höfðinu og hótaði að fremja sjálfsmorð. Að lokum gafst hann þó upp. Simpson var einn vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna er hann lék með ruðningsliðinu Buffalo Bills. Eftir að íþrótta- ferli hans lauk hefur hann m.a. unnið sem íþróttafréttamaður og leikið í kvikmyndum, þ. á m. Beint á ská-myndunum. * Alverð hækkar áfram VERÐ á áli og öðrum málmum hækkaði verulega á mörkuðum á föstudag. Hefur álverð, sem hækkað hefur um 30% það sem af er árinu, ekki verið hærra í þijú ár. Sögðu sérfræðingar margt benda til að verðþróunin hefði nú loks snúist við. Helsta hættan fælist hins vegar í því að álframleiðendur myndu í ljósi verðhækkana ekki standa við ákvarðanir um að draga úr fram- leiðslu. Akvörðun frestað á Korfu? MJÖG líklegt er nú orðið að ekki verði tekin ákvörðun um eftir- mann Jacques Delors, forseta framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, á fundi utanríkis- ráðherra ESB á eyjunni Korfu í næstu viku. Jean-Luc Dehaene, forsætisráðherra Belgíu, lýsti því yfir á föstudag að hann sæktist eftir embættinu en áður hafði Ruud Lubbers, fyrrum forsætis- ráðherra Hollands, gert slíkt hið sama. Fimmtungur styður Rocard FÆRRI en 20% franskra kjós- enda segjast vera þeirrar skoð- unar að sósíalistinn Michel Roc- ard, fyrrum forsætisráðherra, eigi að bjóða sig fram í embætti forseta á næsta ári. Er stuðning- ur við hann jafnvel minni meðal kjósenda sósíalista en almenn- ings. Vilja stuðnin^ öryggisraðs FRAKKAR fóru á föstudag fram á að öryggisráð SÞ samþykkti aðgerðir sveita Frakka og banda- manna þeirra til að reyna að stöðva blóðbaðið í Rúanda. Er búist við að greidd verði atkvæði um beiðni þeirra á næstu dögum. vegna flutninga okkar í Bankastræti *7ijdfflnnpj:a3mixnroc*»x«ajcr7-!i^<rtjx;cr«trT»^!E.tOTJCtir Kringlunni • Sími 689988 Jakkaföt - jakkar - buxur peysur - sumarfatnaður A ðeins nokkrir dagar BOSS HUGO BOSS GIORGIO ARMANI Odermark MENS COLLECTION

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.