Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Stefnir í að halli ríkis- jT sjóðs verði 13 milljarðar | Þórður Friðjónsson: Einsogaðfá gulaspjaldið „Þetta gengur ekki lengur, góði. Þú spilar alltaf á öfugt mark.“ Rekstrarstaða hjá ríkissjóði síðastliðin átta ár Samanlagður halli tæpir 70 rnillj arðar Brýnt að snúa þessari þróun við þegar hagvaxtar fer að gæta á ný, segir fjármálaráðherra SAMANLAGÐUR halli ríkissjóðs síðustu átta ár að meðtöldum ríkis- sjóðshallanum í ár samkvæmt fjár- lögum nemur rétt tæpum 70 millj- örðum króna. Minnstur varð hall- inn á þessu tímabili árið 1990 5,1 milljarður og mestur árið eftir 13,5 milljarðar. Að jafnaði hefur hallinn verið rúmir 8,7 milljarðar á ári þetta tímabil. Ef litið til skipt- ingar útgjalda eftir útgjaldaflokk- um þetta tímabil kemur í ljós að á bilinu 13,5-16,2 milljörðum króna hefur verið varið til viðhalds og stofnkostnaðar árlega. Ef hins vegar er litið til útgjalda vegna rekstrargjalda, tilfærslna og vaxta eru þau á bilinu 87,5 miiljarðar Iægst á árinu 1987 og allt upp í 104,7 milljarðar á árinu 1991. Aðspurður hvort ástæða væri til að ætla að betur gengi að ráða við ríkissjóðshallann á grundvelli þeirrar langtímaáætlunar sem boðuð hefur verið en hingað til sagði Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra, að nú yrði ekki undan því vikist að takast á við vandann. „Á undanförnum árum hefur ríkt stöðnun í íslensku efnahags- lífí. Nú vottar fyrir því að nokkur hagvöxtur verði á næstu árum og það er afar brýnt að taka á ríkisfj- ármálunum í þeirri uppsveiflu sem við sjáum. Við getum hins vegar ekki búist við að uppsveiflan í efnahagslífinu bjargi fjárhag ríkis- ins og leysi atvinnuleysisvandamál þjóðarinnar. Það þarf mun meira til að koma. Ég held þó að það Tekjur og gjöld ríkíssjóðs 1987-94 Á verðlagi í árbyrjun 1994 120 milljarðar kr. Fjárlög '94 -94 ÍWMI 5,3 ma.kr. H BH 5,1 1987 1 988 1989 1990 1 991 1992 1 993 1 994 þarf að taka á þessu,“ sagði Frið- rik. Hann sagði að tilgangurinn með þeirri vinnu sem fram hefði farið að undanförnu væri m.a.að kveða niður þann draug, sem aftur og aftur birtist í ræðum manna, þar á meðal stjórnmálamanna, að nið- urskurður útgjalda ríkisins hafi atvinnuleysi í för með sér. „Það hverfa engir peningar með niður- skurði útgjalda heldur flytjast möguleikarnir frá ríkinu til at- vinnulífsins, sem er miklu betur til þess fært að leggja grunn að hagvexti heldur en ríkisins eru aukin,“ sagði Friðrik. „Við höfum verið að ná fram stöðugleika með kjarasamningum, sem hafa hingað til byggst á því að ríkissjóður hefur hlaupið undir bagga með útgjöldum umfram fjárlagaáform og með lækkun skatta, bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Þetta var eðjilegt á meðan efnahagshorfurnar voru slæmar en nú þegar hagvöxtur glæðist á nýjan leik er afar brýnt að snúa þessari þróun við og styrkja stöðu ríkissjóðs," sagði Friðrik að lokum. _______ MfÉlytogfffffl Morgunblaðið/Jón Stefánsson TALIÐ er að vélhjólinu hafi verið ekið á miklum hraða á hindr- unargrindur á gangstíg í Seljahverfinu. Alvarlegt vélhjóla- slys á gangstíg UNGUR maður og kona slösuðust alvarlega þegar þau óku vélhjóli á hindrunargrindur á gangstíg í Seljahverfínu aðfaranótt sl. föstu- dags. Maðurinn slasaðist mikið í andliti og konan hlaut innvortis meiðsli. Ekki er vitað um tildrög slyssins en svo virðist sem vélhjólinu hafí verið ekið mjög greitt því það kast- aðist áfram um 40 metra eftir að hafa lent á grindinni, að sögn lög- reglu. Talið er að maðurinn hafí ekið vélhjólinu en konan, sem talin er hafa verið farþegi á hjólinu, kastaðist af því og hlaut alvarleg innvortis meiðsli. Vélhjólið var óskráð og grunur leikur á að maðurinn og konan hafí verið undir áhrifum áfengis. Andlát ***• ----- IVAR ORGLAND IVAR Orgland lést aðfaranótt 16. júní í Noregi á sjötugasta og þriðja aldursári. Ivar var ljóðskáld og mik- ilvirkur þýðandi ís- lenskra bókmennta á norska tungu. Hann fékkst einkum við ljóðaþýðingar og þýddi á norsku ljóð frá mið- öldum allt til nútím- ans. Ivar var fæddur í Ósló 13. október 1921. Hann lauk prófi í nor- rænum fræðum frá Óslóarháskóla árið 1959 og dokt- orsprófí frá Háskóla íslands áratug síðar með ritgerð um Stefán frá Hvítadal og Noreg. Hann var í námi við Háskóla íslands 1950-52 og sendikennari í norsku 1952-60. Þá var hann lektor í norsku við háskólann í Lundi 1962-69 og lektor við Kennarahá- skólann í Ósló frá 1969-73 og kenndi við sama skóla til 1980 íslenskar bók- menntir, nýnorsku og norskar bókmenntir. Ivar gaf út fjölda ljóðabóka en fyrsta ljóðabókin, Lilje og sverd, kom út árið 1950. Hann gaf auk þess út hátt á annan tug bóka með þýðing- um á íslenskum ljóð- um allt frá miðöldum til nútímans, auk bóka með ljóðaþýðingum úr færeysku og gotlensku. Þá gaf hann út ís- lensk-norska orðabók árið 1985 og samdi kennslubækur í íslensku. Hann fékk riddarakross hinnar ís- lensku fálkaorðu 1955 og var sæmdur stórriddarakrossi árið 1977. FINNUR KRISTJANSSON LÁTINN er á 78. ald- ursári Finnur Krist- jánsson fv. kaupfé- lagsstjóri á Húsavík. Síðustu árin var hann forstöðumaður Safna- hússins á Húsavík. Finnur fæddist á Halldórsstöðum í Kinn, Suður-Þingeyj- arsýslu, 20. júní 1916. Foreldrar hans voru Kristján Sigurðsson bóndi á Halldórsstöð- um og Guðrún Sig- urðardóttir frá Drafla- stöðum í Fnjóskadal. Ilann stundaði nám í Héraðsskól- anum á Laugum í tvo vetur og brautskráðist frá Samvinnu- skólanum. Hann var kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Svalbarðseyrar frá 1- janúar 1939 til 1. júní 1953 og varð kaup- félagsstjóri Kaupfé- lags Þingeyinga á Húsavík 1953. Hann varð bæjatfulltrúi á Húsavík 1962 og sat í stjóm Fiskiðjusam- lags Húsavíkur 1953-1962. Hann var í stjórn vélaverk- stæðisins Foss á Húsavík frá 1953 og vann auk þess ýmis trúnaðarstörf. Finnur kvæntist árið 1939 Hjör- dísi Kvaran Tryggvadóttur, en hún Jést 6. mars 1991.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.